Mæðgur spiluðu saman í efstu deild og voru tvær markahæstar í liðinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. janúar 2023 10:01 Mæðgurnar Kristín Guðmundsdóttir og Embla Steindórsdóttir skoruðu tíu mörk saman á móti Val um helgina. Vísir/Ívar Fannar Mæðgurnar Kristín Guðmundsdóttir og Embla Steindórsdóttir spiluðu saman með HK í Olís deild kvenna í handbolta í leik á móti Val um helgina. Embla var markahæst i HK-liðinu með sjö mörk en Kristín skoraði þrjú mörk. Embla er nýorðin sautján ára en móðir hennar er enn að spila í efstu deild 44 ára gömul. Svava Kristín Gretarsdóttir ræddi við handboltamæðgurnar í kvöldfréttum Stöðvar tvö í gær. Kristín er mikill reynslubolti sem vann allt hér á landi með gullaldarliði Vals en hún hélt að hún hefði spilað sinn síðasta leik á ferlinum í maí 2021. Að spila sitt 29. tímabil í meistaraflokki „Ég setti skóna aldrei á hilluna og þetta var alltaf kannski. Nú ætlaði ég alls ekki að vera með og var alls ekki búin að vera gera neitt eða hlaupa neitt fyrr en í október. Þá fór ég að koma aðeins inn á æfingar hjá þeim,“ sagði Kristín Guðmundsdóttir. Hún er núna að spila sitt 29. tímabil í meistaraflokki. „Þetta er alltaf gaman því þetta er það skemmtilegast sem maður gerir og ég er búin að gera þetta í þrjátíu og eitthvað ár. Nú þurftu þær aðeins að tjasla saman í lið og ná í nokkra varamenn á bekknum og þar var ég,“ sagði Kristín. Geggjað að spila í Olís deildinni með mömmu Það hefur vantað leikmenn og þá sérstaklega reynslumikla leikmenn í ungt lið HK. Hvernig er það fyrir hana sautján ára gömlu Emblu að hafa mömmu alltaf með á æfingum? „Mér finnst það geggjað að fá að spila í Olís deildinni með mömmu,“ sagði Embla Steindórsdóttir. „Mér finnst það geggjað en ég verð að passa mig á því að ég fer alltaf að gera allt fyrir hana til að láta hana líta út sem best. Við eigum rosalega vel saman á vellinum og ég verð alltaf pirruðu ef ég fer inn á völlinn á sama tíma og hún er tekin út af. Við pössum best saman,“ sagði Kristín. „Já við náum mjög vel saman. Maður treystir henni vel og ég kem alltaf öðruvísi á boltann því ég veit hvað hún getur gert. Ég treysti henni,“ sagði Embla og er sambandið líka svona gott heima. „Já svona oftast,“ sagði Embla hlæjandi. Fékk tár í augun Þær náðu að spila saman vorið 2021 þegar Embla var fimmtán ára. Þær bjuggust ekki við að vera spila enn saman tæpum tveimur árum síðar. „Ég er ekki viss um að þú finnir þetta einhvers staðar,“ sagði Kristín sem minnist þessa leiks vorið 2021. Embla var þá ekkert mikið með meistaraflokki enda bara fimmtán ára. Hún fékk að koma inn í lokaleikinn. „Ég átti bara erfitt með mig, fékk tár í augun og allt þetta,“ sagði Kristín og það er ekki allar sem geta haft fyrirmynd inn á vellinum sem er líka mamma þeirra. „Það er ekki sjálfgefið,“ viðurkennir Embla en það má sjá viðtalið við mæðgurnar hér fyrir ofan. Olís-deild kvenna HK Mest lesið Sjáðu mörk Íslands og Frakklands Fótbolti Rúnar dásamaði Daníel: „Mjög öruggur í öllum sínum aðgerðum“ Fótbolti „Ljóðrænt réttlæti eftir það sem gerðist í París“ Fótbolti Af hverju falla metin ekki á Íslandi? Sport Uppgjörið: Ísland - Frakkland 2-2 | Frækin úrslit gegn Frökkum Fótbolti „Pirraður því við áttum meira skilið“ Fótbolti Myndasyrpa: Ógleymanlegt kvöld í Dalnum Fótbolti Stefnir í úrslitaleik í Póllandi og jafntefli gæti dugað Fótbolti Einkunnir Íslands gegn Frakklandi: Hákon Arnar allra mikilvægastur af mörgum góðum Fótbolti X-ið eftir leik: Frakkarnir lentu í tiki-taka köðlum Arnars Gunnlaugssonar Fótbolti Fleiri fréttir Langþráður sigur FH fyrir austan fjall Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Haukar skelltu ÍBV í Eyjum Íslensku strákarnir klikkuðu ekki á skoti í stórsigri Hrun í lokin og fyrsta tapið hjá Dönu og félögum Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Íslendingar sigursælir í evrópska handboltanum Fimm íslensk mörk í langþráðum sigri Elín Klara var frábær en ekkert gekk hjá Aldísi Ástu Bjarni með tólf og KA vann meistarana Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Draumadeildin staðið undir væntingum Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Viktor Gísli og Bjarki unnu í Meistaradeildinni Nýliðarnir hársbreidd frá sigri í Krikanum Guðjón og Arnór stýrðu til sigurs í Þýskalandi Uppgjörið: Valur - Afturelding 35-25 | Magnaður Björgvin Páll lagði grunninn Sammála Snorra: „Alltaf á hreinu að við vorum á sömu blaðsíðunni“ Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Sjá meira
Embla var markahæst i HK-liðinu með sjö mörk en Kristín skoraði þrjú mörk. Embla er nýorðin sautján ára en móðir hennar er enn að spila í efstu deild 44 ára gömul. Svava Kristín Gretarsdóttir ræddi við handboltamæðgurnar í kvöldfréttum Stöðvar tvö í gær. Kristín er mikill reynslubolti sem vann allt hér á landi með gullaldarliði Vals en hún hélt að hún hefði spilað sinn síðasta leik á ferlinum í maí 2021. Að spila sitt 29. tímabil í meistaraflokki „Ég setti skóna aldrei á hilluna og þetta var alltaf kannski. Nú ætlaði ég alls ekki að vera með og var alls ekki búin að vera gera neitt eða hlaupa neitt fyrr en í október. Þá fór ég að koma aðeins inn á æfingar hjá þeim,“ sagði Kristín Guðmundsdóttir. Hún er núna að spila sitt 29. tímabil í meistaraflokki. „Þetta er alltaf gaman því þetta er það skemmtilegast sem maður gerir og ég er búin að gera þetta í þrjátíu og eitthvað ár. Nú þurftu þær aðeins að tjasla saman í lið og ná í nokkra varamenn á bekknum og þar var ég,“ sagði Kristín. Geggjað að spila í Olís deildinni með mömmu Það hefur vantað leikmenn og þá sérstaklega reynslumikla leikmenn í ungt lið HK. Hvernig er það fyrir hana sautján ára gömlu Emblu að hafa mömmu alltaf með á æfingum? „Mér finnst það geggjað að fá að spila í Olís deildinni með mömmu,“ sagði Embla Steindórsdóttir. „Mér finnst það geggjað en ég verð að passa mig á því að ég fer alltaf að gera allt fyrir hana til að láta hana líta út sem best. Við eigum rosalega vel saman á vellinum og ég verð alltaf pirruðu ef ég fer inn á völlinn á sama tíma og hún er tekin út af. Við pössum best saman,“ sagði Kristín. „Já við náum mjög vel saman. Maður treystir henni vel og ég kem alltaf öðruvísi á boltann því ég veit hvað hún getur gert. Ég treysti henni,“ sagði Embla og er sambandið líka svona gott heima. „Já svona oftast,“ sagði Embla hlæjandi. Fékk tár í augun Þær náðu að spila saman vorið 2021 þegar Embla var fimmtán ára. Þær bjuggust ekki við að vera spila enn saman tæpum tveimur árum síðar. „Ég er ekki viss um að þú finnir þetta einhvers staðar,“ sagði Kristín sem minnist þessa leiks vorið 2021. Embla var þá ekkert mikið með meistaraflokki enda bara fimmtán ára. Hún fékk að koma inn í lokaleikinn. „Ég átti bara erfitt með mig, fékk tár í augun og allt þetta,“ sagði Kristín og það er ekki allar sem geta haft fyrirmynd inn á vellinum sem er líka mamma þeirra. „Það er ekki sjálfgefið,“ viðurkennir Embla en það má sjá viðtalið við mæðgurnar hér fyrir ofan.
Olís-deild kvenna HK Mest lesið Sjáðu mörk Íslands og Frakklands Fótbolti Rúnar dásamaði Daníel: „Mjög öruggur í öllum sínum aðgerðum“ Fótbolti „Ljóðrænt réttlæti eftir það sem gerðist í París“ Fótbolti Af hverju falla metin ekki á Íslandi? Sport Uppgjörið: Ísland - Frakkland 2-2 | Frækin úrslit gegn Frökkum Fótbolti „Pirraður því við áttum meira skilið“ Fótbolti Myndasyrpa: Ógleymanlegt kvöld í Dalnum Fótbolti Stefnir í úrslitaleik í Póllandi og jafntefli gæti dugað Fótbolti Einkunnir Íslands gegn Frakklandi: Hákon Arnar allra mikilvægastur af mörgum góðum Fótbolti X-ið eftir leik: Frakkarnir lentu í tiki-taka köðlum Arnars Gunnlaugssonar Fótbolti Fleiri fréttir Langþráður sigur FH fyrir austan fjall Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Haukar skelltu ÍBV í Eyjum Íslensku strákarnir klikkuðu ekki á skoti í stórsigri Hrun í lokin og fyrsta tapið hjá Dönu og félögum Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Íslendingar sigursælir í evrópska handboltanum Fimm íslensk mörk í langþráðum sigri Elín Klara var frábær en ekkert gekk hjá Aldísi Ástu Bjarni með tólf og KA vann meistarana Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Draumadeildin staðið undir væntingum Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Viktor Gísli og Bjarki unnu í Meistaradeildinni Nýliðarnir hársbreidd frá sigri í Krikanum Guðjón og Arnór stýrðu til sigurs í Þýskalandi Uppgjörið: Valur - Afturelding 35-25 | Magnaður Björgvin Páll lagði grunninn Sammála Snorra: „Alltaf á hreinu að við vorum á sömu blaðsíðunni“ Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Sjá meira