Drepleiðinlegt og erfitt að koma sér í form Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 25. janúar 2023 15:30 Rúnar Hroði Geirmundsson ræddi um heilsuna í þættinum Ísland í dag. Stöð 2 Rúnar Hroði Geirmundsson einkaþjálfari segir að það sé ekki til nein skyndilausn til þess að bæta heilsuna. Rúnar er styrktarþjálfari og fyrrverandi atvinnumaður í kraftlyftingum fékk að eigin sögn nóg af umræðunni í samfélaginu og ákvað að birta pistil á Facebook síðu sinni sem hefur vakið mikla athygli. Þar skrifaði hann niður sín helstu hollráð og varaði lesendur við að hann tali óslípaða íslensku. „Sko ég er búin að vera að þjálfa í yfir áratug og er búinn að heyra allar afsakanirnar. Allir eru að reyna allar flýtileiðir og ég fékk bara nóg einn daginn.“ Ákvað hann að koma þessu frá sér í einföldu máli. „Þegar ég ýtti á enter þá sagði ég við mömmu mína, jæja núna verður allt vitlaust.“ Nú er komið nýtt ár og það er alls ekki óalgengt að margir ætli sér stóra hluti hvað heilsuna varðar á nýju ári. Markaðsöflin fara á yfirsnúning við að reyna að selja Íslendingum hina einu sönnu lausn í baráttunni við aukakílóin og bílastæði við líkamsræktarstöðvar landsins eru oftar en ekki yfirfull í upphafi árs. Rúnar ræddi málið við Þórdísi Valsdóttur í þættinum Ísland í dag. Sígarettur taldar hollar „Það er búið að flækja þetta svo rosalega,“ segir Rúnar um umræðuna um heilsu. „Þetta er ekkert flókið. Þetta er bara leiðinlegt. Ef þig langar að léttast, þá tekur það bara geðveikan tíma. Ef þig langar að breyta um lífsstíl, þá er það bara geðveikt erfitt. Þetta er erfitt fyrir okkur öll.“ Hann segir að þetta snúist bara um það hversu mikið viljum við þetta. Rúnar segir að það sé allt of algengt að fólk leiti að skyndilausnum og að hin og þessi æði hafi gripið um sig hér á landi og minnist meðal annars á bumbubanann sáluga sem margir muna eftir úr sjónvarpsmarkaðnum. Hann segir að það sé mikil þróun í því hvað telst hollt og hvað ekki. „Ég meina sígarettur voru einu sinni hollar og voru auglýstar í blaðinu.“ Lykillinn einfaldur „Ekki hugsa hvað þú ætlar að gera næstu fimm mánuðina, hugsaðu hvað þú ætlar að gera næstu fimmtíu árin,“ segir Rúnar og vonast hann til að Íslendingar hætti að leita að skyndilausnum. „Fara bara í 80, 90 prósent clean og þá eru þér allir vegir færir.“ Oft er talað um hina heilögu þrenningu þegar kemur að heilsu. Það er, næring, hreyfing og svefn. Rúnar segir að einfaldasta ráð sem hann getur gefið varðandi mataræði sé að fasta í sextán til átján tíma á dag, en að það henti ekki öllum að fasta. Rúnar segir að lykillinn að því að létta sig sé einfalt reikningsdæmi. „Lykillinn? Hann er ógeðslega leiðinlega einfaldur. Kynntu þér aðeins hvað þín grunnbrennsla er, þú tekur æfingu líka, sjáðu eftir daginn hvað þú ert að brenna mikið.“ Hann segir að það sé mjög einfalt að sjá að ef fólk brennir 2000 hitaeiningum en borðar 2200 þá geti það ekki greinnst. „Kaloríur inn, kaloríur út.“ Allir að lyfta Rúnar segir að það sé hægt að nýta sér smáforrit til þess að átta sig á því hversu margar hitaeiningar maður innbyrðir. „Skoðaðu bara allt sem þú ert að borða.“ Rúnar segir að safakúrar séu ekki nauðsynlegir til þess að hreinsa líkamann. „Ég er bara kominn með ógeð af þessum auglýsingum.“ Hvað varðar hreyfingu segir Rúnar að allir ættu að stunda styrktarþjálfun. „Já við eigum öll að vera að lyfta.“ Að lyfta þungu sé besta brennslan. Hann segir að þetta þurfi ekki að vera flókið þó verkefnið geti vaxið okkur í augum. „Það er bara mjög eðlilegt að mikla þetta fyrir sér, ég geri það líka.“ Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum ofar í fréttinni. Þar talar Rúnar um eigið 20 kílóa þyngdartap. Heilsa Ísland í dag Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Fleiri fréttir „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Sjá meira
Rúnar er styrktarþjálfari og fyrrverandi atvinnumaður í kraftlyftingum fékk að eigin sögn nóg af umræðunni í samfélaginu og ákvað að birta pistil á Facebook síðu sinni sem hefur vakið mikla athygli. Þar skrifaði hann niður sín helstu hollráð og varaði lesendur við að hann tali óslípaða íslensku. „Sko ég er búin að vera að þjálfa í yfir áratug og er búinn að heyra allar afsakanirnar. Allir eru að reyna allar flýtileiðir og ég fékk bara nóg einn daginn.“ Ákvað hann að koma þessu frá sér í einföldu máli. „Þegar ég ýtti á enter þá sagði ég við mömmu mína, jæja núna verður allt vitlaust.“ Nú er komið nýtt ár og það er alls ekki óalgengt að margir ætli sér stóra hluti hvað heilsuna varðar á nýju ári. Markaðsöflin fara á yfirsnúning við að reyna að selja Íslendingum hina einu sönnu lausn í baráttunni við aukakílóin og bílastæði við líkamsræktarstöðvar landsins eru oftar en ekki yfirfull í upphafi árs. Rúnar ræddi málið við Þórdísi Valsdóttur í þættinum Ísland í dag. Sígarettur taldar hollar „Það er búið að flækja þetta svo rosalega,“ segir Rúnar um umræðuna um heilsu. „Þetta er ekkert flókið. Þetta er bara leiðinlegt. Ef þig langar að léttast, þá tekur það bara geðveikan tíma. Ef þig langar að breyta um lífsstíl, þá er það bara geðveikt erfitt. Þetta er erfitt fyrir okkur öll.“ Hann segir að þetta snúist bara um það hversu mikið viljum við þetta. Rúnar segir að það sé allt of algengt að fólk leiti að skyndilausnum og að hin og þessi æði hafi gripið um sig hér á landi og minnist meðal annars á bumbubanann sáluga sem margir muna eftir úr sjónvarpsmarkaðnum. Hann segir að það sé mikil þróun í því hvað telst hollt og hvað ekki. „Ég meina sígarettur voru einu sinni hollar og voru auglýstar í blaðinu.“ Lykillinn einfaldur „Ekki hugsa hvað þú ætlar að gera næstu fimm mánuðina, hugsaðu hvað þú ætlar að gera næstu fimmtíu árin,“ segir Rúnar og vonast hann til að Íslendingar hætti að leita að skyndilausnum. „Fara bara í 80, 90 prósent clean og þá eru þér allir vegir færir.“ Oft er talað um hina heilögu þrenningu þegar kemur að heilsu. Það er, næring, hreyfing og svefn. Rúnar segir að einfaldasta ráð sem hann getur gefið varðandi mataræði sé að fasta í sextán til átján tíma á dag, en að það henti ekki öllum að fasta. Rúnar segir að lykillinn að því að létta sig sé einfalt reikningsdæmi. „Lykillinn? Hann er ógeðslega leiðinlega einfaldur. Kynntu þér aðeins hvað þín grunnbrennsla er, þú tekur æfingu líka, sjáðu eftir daginn hvað þú ert að brenna mikið.“ Hann segir að það sé mjög einfalt að sjá að ef fólk brennir 2000 hitaeiningum en borðar 2200 þá geti það ekki greinnst. „Kaloríur inn, kaloríur út.“ Allir að lyfta Rúnar segir að það sé hægt að nýta sér smáforrit til þess að átta sig á því hversu margar hitaeiningar maður innbyrðir. „Skoðaðu bara allt sem þú ert að borða.“ Rúnar segir að safakúrar séu ekki nauðsynlegir til þess að hreinsa líkamann. „Ég er bara kominn með ógeð af þessum auglýsingum.“ Hvað varðar hreyfingu segir Rúnar að allir ættu að stunda styrktarþjálfun. „Já við eigum öll að vera að lyfta.“ Að lyfta þungu sé besta brennslan. Hann segir að þetta þurfi ekki að vera flókið þó verkefnið geti vaxið okkur í augum. „Það er bara mjög eðlilegt að mikla þetta fyrir sér, ég geri það líka.“ Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum ofar í fréttinni. Þar talar Rúnar um eigið 20 kílóa þyngdartap.
Heilsa Ísland í dag Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Fleiri fréttir „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Sjá meira