Sjálfbær þróun sjávarútvegs Eggert Benedikt Guðmundsson skrifar 25. janúar 2023 17:00 Þegar rætt er um sjálfbæra þróun er jafnan vísað í þrjár stoðir hennar: Umhverfi, efnahag og samfélag. Aðeins með því að virða og styðja allar þessar þrjár stoðir náum við að „mæta þörfum nútímans án þess að skerða möguleika komandi kynslóða á að mæta þörfum sínum“ („Sameiginleg framtíð vor“, Brundtland skýrslan, 1987). Lykillinn að árangri felst í því að horfa ekki bara á sjálfbæra þróun sem sjálfstætt viðfangsefni, heldur sem leið til að takast á við allar okkar áskoranir. Starfshópar á vegum matvælaráðuneytisins kynntu í síðustu viku bráðabirgðaniðurstöður úr umfjöllun sinni um stjórnkerfi sjávarútvegsins, en verkefnið fékk heitið Auðlindin okkar. Niðurstöðurnar byggja á þremur stoðum sjálfbærrar þróunar og eru settar fram sem þrístökk. Í fyrsta lagi er dregið fram hvaða kröfur umhverfið setur umgengni okkar við sjávarauðlindina. Þær kröfur mynda rammann að öllu því sem á eftir fer. Ótækt er að brjóta þann ramma og um það ríkir væntanlega mest sátt innan sjávarútvegsins og meðal þjóðarinnar allrar. Næsta verkefni er að hámarka verðmætin innan þess ramma sem umhverfið markar. Þar þarf m.a. að huga að því, að hve miklu leyti stjórnvöld skipta sér af og hvaða takmarkanir þau setja. Breið sátt ríkir um grunninn að núverandi aflamarkskerfi, þótt tekist sé á um tilteknar úthlutanir í hinu svokallaða félagslega kerfi eða pottum. Lokaskrefið snýst um hvernig við tryggjum að þessi verðmæti dreifist á sanngjarnan hátt á milli greinarinnar og þjóðarinnar í heild. Annars vegar gerist það sjálfkrafa í gegnum launagreiðslur og innlend innkaup, sem og fjölþætt gjöld og skatta. Hins vegar gerist það núna með greiðslu sérstaks gjalds fyrir aðgang að auðlindinni, þ.e. veiðigjöldum. Mestur ágreiningur hefur verið um þetta þriðja og síðasta skref. Mikilvægt er að finna á því lausn, sem getur orðið varanleg. Stöðugleiki og fyrirsjáanleiki eru nefnilega kostir sem nýtast allri virðiskeðjunni, styðja við umhverfið og auka verðmætasköpun. Þannig tengjast skrefin þrjú í órofa heild. Þetta liggur einmitt í eðli sjálfbærrar þróunar, þ.e. að ná jafnvægi á milli hinna umhverfislegu, efnahagslegu og samfélagslegu stoða. Þótt nauðsynlegt sé að líta til hverrar og einnar við úrlausn viðfangsefnanna, þarf lokaniðurstaðan að styðja við þær allar. Höfundur er leiðtogi sjálfbærrar þróunar í forsætisráðuneytinu og formaður starfshópsins Aðgengi innan Auðlindarinnar okkar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjávarútvegur Mest lesið Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun Hvert er „útlendingavandamálið“? Karen Kjartansdóttir Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson Skoðun Skoðun Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Tækifæri gervigreindar í menntun Páll Ásgeir Torfason skrifar Skoðun Sjálfstæð hugsun á tímum gervigreindar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Er lítil samkeppni á fjármálamarkaði? Gústaf Steingrímsson skrifar Skoðun Þorpið Alina Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Hvað er friður? Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Af hverju er ekki búið að tryggja raforkuöryggi almennings? Hjálmar Helgi Rögnvaldsson skrifar Skoðun Kennarar: hvernig höldum við þeim við efnið? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Í aðdraganda jóla – hugleiðing Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Leikskólinn – vara á markaði? Kristín Dýrfjörð skrifar Skoðun Hugvekja í raforkuskorti Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Sjá meira
Þegar rætt er um sjálfbæra þróun er jafnan vísað í þrjár stoðir hennar: Umhverfi, efnahag og samfélag. Aðeins með því að virða og styðja allar þessar þrjár stoðir náum við að „mæta þörfum nútímans án þess að skerða möguleika komandi kynslóða á að mæta þörfum sínum“ („Sameiginleg framtíð vor“, Brundtland skýrslan, 1987). Lykillinn að árangri felst í því að horfa ekki bara á sjálfbæra þróun sem sjálfstætt viðfangsefni, heldur sem leið til að takast á við allar okkar áskoranir. Starfshópar á vegum matvælaráðuneytisins kynntu í síðustu viku bráðabirgðaniðurstöður úr umfjöllun sinni um stjórnkerfi sjávarútvegsins, en verkefnið fékk heitið Auðlindin okkar. Niðurstöðurnar byggja á þremur stoðum sjálfbærrar þróunar og eru settar fram sem þrístökk. Í fyrsta lagi er dregið fram hvaða kröfur umhverfið setur umgengni okkar við sjávarauðlindina. Þær kröfur mynda rammann að öllu því sem á eftir fer. Ótækt er að brjóta þann ramma og um það ríkir væntanlega mest sátt innan sjávarútvegsins og meðal þjóðarinnar allrar. Næsta verkefni er að hámarka verðmætin innan þess ramma sem umhverfið markar. Þar þarf m.a. að huga að því, að hve miklu leyti stjórnvöld skipta sér af og hvaða takmarkanir þau setja. Breið sátt ríkir um grunninn að núverandi aflamarkskerfi, þótt tekist sé á um tilteknar úthlutanir í hinu svokallaða félagslega kerfi eða pottum. Lokaskrefið snýst um hvernig við tryggjum að þessi verðmæti dreifist á sanngjarnan hátt á milli greinarinnar og þjóðarinnar í heild. Annars vegar gerist það sjálfkrafa í gegnum launagreiðslur og innlend innkaup, sem og fjölþætt gjöld og skatta. Hins vegar gerist það núna með greiðslu sérstaks gjalds fyrir aðgang að auðlindinni, þ.e. veiðigjöldum. Mestur ágreiningur hefur verið um þetta þriðja og síðasta skref. Mikilvægt er að finna á því lausn, sem getur orðið varanleg. Stöðugleiki og fyrirsjáanleiki eru nefnilega kostir sem nýtast allri virðiskeðjunni, styðja við umhverfið og auka verðmætasköpun. Þannig tengjast skrefin þrjú í órofa heild. Þetta liggur einmitt í eðli sjálfbærrar þróunar, þ.e. að ná jafnvægi á milli hinna umhverfislegu, efnahagslegu og samfélagslegu stoða. Þótt nauðsynlegt sé að líta til hverrar og einnar við úrlausn viðfangsefnanna, þarf lokaniðurstaðan að styðja við þær allar. Höfundur er leiðtogi sjálfbærrar þróunar í forsætisráðuneytinu og formaður starfshópsins Aðgengi innan Auðlindarinnar okkar
Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar
Skoðun Af hverju er ekki búið að tryggja raforkuöryggi almennings? Hjálmar Helgi Rögnvaldsson skrifar
Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun