Diego er mættur aftur Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 25. janúar 2023 23:01 Diego er mættur aftur á sína föstu vakt í Skeifunni, aðdáendum til mikillar ánægju. Hulda Sigrún Ófáir tóku gleði sína á ný þegar Diego, einn frægasti köttur landsins mætti aftur á vaktina í verslun A4 í Skeifunni. Greint er frá þessum gleðitíðindum í Facebook hópnum Spottaði Diego, en hópurinn telur rúmlega tíu þúsund meðlimi og segja má að um aðdáendasíðu kisans sé að ræða. Óhætt er að segja að Diego sé einn frægasti köttur landsins en hann er fastagestur í Hagkaup og A4 og sést einnig reglulega á Dominos og öðrum stöðum í Skeifunni. Diego var til umfjöllunar í fréttum Stöðvar 2 á síðasta ári þar sem fram kom að fólk væri að gera sér sérstaka ferð í Skeifuna til að berja hann augum. Í nóvember síðastliðnum varð Diego fyrir bíl og var fluttur á dýraspítala til aðhlynningar. Hann þurfti að gangast undir aðgerðir í kjölfarið og blésu aðdáendur hans því til söfnunar þar sem alls náðist að safna rúmlega 400 þúsund krónum. Hagkaup, A4 og Dominos og létu einnig fé renna til söfnunarinnar. Skjáskot/Facebook Nú virðist Diego vera allur að koma til og fyrr í kvöld birtu Gunný Eyborg Reynisdóttir og Abby Fennec myndir af kisanum ástsæla inni á fyrrnefndum Facebook hóp. Eins og sést hefur Diego komið sér makindalega fyrir á sínum samastað í A4 í Skeifunni. Skjáskot/FacebookSkjáskot/Facebook Aðdáendur Diegó hafa beðið milli vonar og ótta og rignir nú inn athugasemdum þar sem endurkomu hans er fagnað. Kettir Reykjavík Dýr Gæludýr Kötturinn Diegó Tengdar fréttir Seinni aðgerðin gekk vel og Diego kominn heim Diego, einn frægasti köttur landsins, er kominn aftur heim eftir að hafa dvalið á dýraspítala síðustu daga í kjölfar slyss sem hann lenti í á dögunum. 5. desember 2022 14:20 Diego allur að braggast: Fyrsta myndin eftir slysið Frægasti köttur landsins og lukkudýr Skeifunnar, Diegó, er allur að koma til eftir bílslys fyrir rúmri viku. Aðdáendur Diegó hafa beðið milli vonar og ótta en geta nú andað léttar, þar sem bataferlið virðist ganga vonum framar. 1. desember 2022 23:14 Hagkaup fylgir A4 og Dominos og styrkir fastagestinn Diegó Kötturinn frægi Diegó er enn á dýraspítala eftir að hann varð fyrir bíl fyrir helgi en til stóð að hann færi í aðra aðgerð í dag. Það gekk þó ekki eftir þar sem hann telst ekki nógu hraustur eins og stendur. Hann mun dvelja á dýraspítalanum næstu daga meðan hann jafnar sig. Hagkaup hefur bæst í hóp fyrirtækja sem styrkja bataferli Diegó og hefur nú hálf milljón safnast í heildina. 29. nóvember 2022 12:05 Kötturinn Diego þarf að dvelja nokkra daga á spítala eftir umferðarslys Einn frægasti köttur landsins, sem er fastagestur í Skeifunni og státar af þúsundum aðdáenda á Facebook, stórslasaðist í umferðarslysi í Skeifunni í gær. Vinir hans úr verslunum Skeifunnar biðja fyrir góðum bata og hundruð þúsunda hafa safnast í sjóð til að hjálpa eigendum hans við dýralæknakostnað. 26. nóvember 2022 20:16 Diego slasaður eftir að hafa orðið fyrir bíl Kötturinn Diego, sem margir þekkja úr Skeifunni í Reykjavík, varð fyrir bíl í morgun og er þónokkuð slasaður. Hann var fluttur á dýraspítala til aðhlynningar en ekki hafa fengist nánari upplýsingar um líðan hans. 25. nóvember 2022 10:03 Flykkjast í Skeifuna til að hitta einn frægasta kött landsins Einn frægasti köttur landsins er fastagestur í Skeifunni og státar af þúsundum aðdáenda á Facebook. Borið hefur á því að fólk geri sér sérstaka ferð í Skeifuna til að berja stjörnuna augum. 1. september 2021 20:00 Mest lesið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið Cruise afþakkaði boð Trump Lífið Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Lífið Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning Forsetahjónin létu sig ekki vanta Lífið Fleiri fréttir Forsetahjónin létu sig ekki vanta Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Þorsteinn og Rós orðin hjón Fagna aldarfjórðungsafmæli Ylstrandarinnar á morgun Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Sjá meira
Greint er frá þessum gleðitíðindum í Facebook hópnum Spottaði Diego, en hópurinn telur rúmlega tíu þúsund meðlimi og segja má að um aðdáendasíðu kisans sé að ræða. Óhætt er að segja að Diego sé einn frægasti köttur landsins en hann er fastagestur í Hagkaup og A4 og sést einnig reglulega á Dominos og öðrum stöðum í Skeifunni. Diego var til umfjöllunar í fréttum Stöðvar 2 á síðasta ári þar sem fram kom að fólk væri að gera sér sérstaka ferð í Skeifuna til að berja hann augum. Í nóvember síðastliðnum varð Diego fyrir bíl og var fluttur á dýraspítala til aðhlynningar. Hann þurfti að gangast undir aðgerðir í kjölfarið og blésu aðdáendur hans því til söfnunar þar sem alls náðist að safna rúmlega 400 þúsund krónum. Hagkaup, A4 og Dominos og létu einnig fé renna til söfnunarinnar. Skjáskot/Facebook Nú virðist Diego vera allur að koma til og fyrr í kvöld birtu Gunný Eyborg Reynisdóttir og Abby Fennec myndir af kisanum ástsæla inni á fyrrnefndum Facebook hóp. Eins og sést hefur Diego komið sér makindalega fyrir á sínum samastað í A4 í Skeifunni. Skjáskot/FacebookSkjáskot/Facebook Aðdáendur Diegó hafa beðið milli vonar og ótta og rignir nú inn athugasemdum þar sem endurkomu hans er fagnað.
Kettir Reykjavík Dýr Gæludýr Kötturinn Diegó Tengdar fréttir Seinni aðgerðin gekk vel og Diego kominn heim Diego, einn frægasti köttur landsins, er kominn aftur heim eftir að hafa dvalið á dýraspítala síðustu daga í kjölfar slyss sem hann lenti í á dögunum. 5. desember 2022 14:20 Diego allur að braggast: Fyrsta myndin eftir slysið Frægasti köttur landsins og lukkudýr Skeifunnar, Diegó, er allur að koma til eftir bílslys fyrir rúmri viku. Aðdáendur Diegó hafa beðið milli vonar og ótta en geta nú andað léttar, þar sem bataferlið virðist ganga vonum framar. 1. desember 2022 23:14 Hagkaup fylgir A4 og Dominos og styrkir fastagestinn Diegó Kötturinn frægi Diegó er enn á dýraspítala eftir að hann varð fyrir bíl fyrir helgi en til stóð að hann færi í aðra aðgerð í dag. Það gekk þó ekki eftir þar sem hann telst ekki nógu hraustur eins og stendur. Hann mun dvelja á dýraspítalanum næstu daga meðan hann jafnar sig. Hagkaup hefur bæst í hóp fyrirtækja sem styrkja bataferli Diegó og hefur nú hálf milljón safnast í heildina. 29. nóvember 2022 12:05 Kötturinn Diego þarf að dvelja nokkra daga á spítala eftir umferðarslys Einn frægasti köttur landsins, sem er fastagestur í Skeifunni og státar af þúsundum aðdáenda á Facebook, stórslasaðist í umferðarslysi í Skeifunni í gær. Vinir hans úr verslunum Skeifunnar biðja fyrir góðum bata og hundruð þúsunda hafa safnast í sjóð til að hjálpa eigendum hans við dýralæknakostnað. 26. nóvember 2022 20:16 Diego slasaður eftir að hafa orðið fyrir bíl Kötturinn Diego, sem margir þekkja úr Skeifunni í Reykjavík, varð fyrir bíl í morgun og er þónokkuð slasaður. Hann var fluttur á dýraspítala til aðhlynningar en ekki hafa fengist nánari upplýsingar um líðan hans. 25. nóvember 2022 10:03 Flykkjast í Skeifuna til að hitta einn frægasta kött landsins Einn frægasti köttur landsins er fastagestur í Skeifunni og státar af þúsundum aðdáenda á Facebook. Borið hefur á því að fólk geri sér sérstaka ferð í Skeifuna til að berja stjörnuna augum. 1. september 2021 20:00 Mest lesið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið Cruise afþakkaði boð Trump Lífið Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Lífið Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning Forsetahjónin létu sig ekki vanta Lífið Fleiri fréttir Forsetahjónin létu sig ekki vanta Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Þorsteinn og Rós orðin hjón Fagna aldarfjórðungsafmæli Ylstrandarinnar á morgun Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Sjá meira
Seinni aðgerðin gekk vel og Diego kominn heim Diego, einn frægasti köttur landsins, er kominn aftur heim eftir að hafa dvalið á dýraspítala síðustu daga í kjölfar slyss sem hann lenti í á dögunum. 5. desember 2022 14:20
Diego allur að braggast: Fyrsta myndin eftir slysið Frægasti köttur landsins og lukkudýr Skeifunnar, Diegó, er allur að koma til eftir bílslys fyrir rúmri viku. Aðdáendur Diegó hafa beðið milli vonar og ótta en geta nú andað léttar, þar sem bataferlið virðist ganga vonum framar. 1. desember 2022 23:14
Hagkaup fylgir A4 og Dominos og styrkir fastagestinn Diegó Kötturinn frægi Diegó er enn á dýraspítala eftir að hann varð fyrir bíl fyrir helgi en til stóð að hann færi í aðra aðgerð í dag. Það gekk þó ekki eftir þar sem hann telst ekki nógu hraustur eins og stendur. Hann mun dvelja á dýraspítalanum næstu daga meðan hann jafnar sig. Hagkaup hefur bæst í hóp fyrirtækja sem styrkja bataferli Diegó og hefur nú hálf milljón safnast í heildina. 29. nóvember 2022 12:05
Kötturinn Diego þarf að dvelja nokkra daga á spítala eftir umferðarslys Einn frægasti köttur landsins, sem er fastagestur í Skeifunni og státar af þúsundum aðdáenda á Facebook, stórslasaðist í umferðarslysi í Skeifunni í gær. Vinir hans úr verslunum Skeifunnar biðja fyrir góðum bata og hundruð þúsunda hafa safnast í sjóð til að hjálpa eigendum hans við dýralæknakostnað. 26. nóvember 2022 20:16
Diego slasaður eftir að hafa orðið fyrir bíl Kötturinn Diego, sem margir þekkja úr Skeifunni í Reykjavík, varð fyrir bíl í morgun og er þónokkuð slasaður. Hann var fluttur á dýraspítala til aðhlynningar en ekki hafa fengist nánari upplýsingar um líðan hans. 25. nóvember 2022 10:03
Flykkjast í Skeifuna til að hitta einn frægasta kött landsins Einn frægasti köttur landsins er fastagestur í Skeifunni og státar af þúsundum aðdáenda á Facebook. Borið hefur á því að fólk geri sér sérstaka ferð í Skeifuna til að berja stjörnuna augum. 1. september 2021 20:00