Girðingarnar fjarlægðar en lóðir stækkaðar Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 26. janúar 2023 09:10 Þessar girðingar á Sundlaugartúni verða fjarlægðar. vísir/vilhelm Umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkurborgar hefur samþykkt breytingu á deiliskipulagi Vesturbæjarlaugar við Sundlaugartúnið, sem felur í sér lausn á Sundlaugartúnsmálinu svokallaða. Tillagan nær fram að ganga samþykki borgarráð deiliskipulagið. Töluvert hefur verið fjallað um málið sem í stuttu máli snýst um það að á sínum tíma reistu eigendur húsa við Einimel 22 til 26 girðingu við lóðir sínar sem ganga að verulegu leyti inn á almannarými á Sundlaugartúni. Töluverðar deilur hafa skapast um málið. Í febrúar var kynnt fyrirhuguð lausn á málinu, sem í fréttum var kallað „Salómonsdómur“ borgarinnar í málinu. Eldri girðingar, sem eru allt að 14 metrum inn á borgarlandi, verða fjarlægðar af starfsfólki Reykjavíkurborgar. Lóðareigendur við Einimel 18, 24 og 26 ætla aftur á móti að kaupa stika af borgarlandi og gera samning við borgaryfirvöld um það. Tillagan felur það í sér að heimila það að lóðamörk lóðanna verði færð út um allt að 3,1 metra. Jafnframt er heimilað að stækka lóð nr. 26 lítillega út til norðurs í átt að gangstétt í borgarlandi. Lóðir nr. 20 og 22 gerðu ekki samning við Reykjavíkurborg um breytingar á lóðum sínum, að því er fram kemur á vef Reykjavíkurborgar. Tillagan var samþykkt á fundi umhverfis- og skipulagsráðs borgarinnar í gær. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins vildu að afgreiðslu málsins yrði frestað en tillaga þess efnis var felld. Fulltrúar meirihlutans samþykktu umrædda tillögu, fulltrúi VG sat hjá en fulltrúar Sjálfstæðisflokksins lögðust gegn tillögunni. Verður hún nú send borgarráði til umfjöllunar. Verði tillagan samþykkt þar mun deiliskipulagið taka gildi. Skipulag Deilur um Sundlaugartún Reykjavík Tengdar fréttir Segir af og frá að borgin hafi samþykkt landtöku hljóðalaust Formaður skipulags- og samgöngunefndar segir af og frá að Reykjavíkurborg hafi samþykkt „landtöku“ hljóðalaust. Þvert á móti. Vesturbæingar eigi að gleðjast yfir fyrirhuguðum breytingum á deiliskipulagi við Sundlaugartún og mikilvægt sé að sátt hafi náðst í málinu. 2. mars 2022 22:41 Teitur segir af sér vegna Sundlaugartúns: „Þetta er svívirðilegt“ Teitur Atlason varaborgarfulltrúi Samfylkingarinnar ætlar að segja af sér á morgun vegna nýs deiliskipulags við Vesturbæjarlaugina. Hann segir fáránlegt að meirihluti borgarstjórnar hafi leyft eigendum einbýlishúsa að sölsa undir sig lóð við Vesturbæjarlaugina endurgjaldslaust. 1. mars 2022 23:30 Þurfa nýjan stað fyrir trampólíníð þegar borgin tekur land sitt til baka Nýtt deiliskipulag við Vesturbæjarlaugina er umdeilt á meðal íbúa - en borgarfulltrúi segir gæði felast í að komast loks að lausn eftir hálfa öld. 1. mars 2022 21:51 „Salómonsdómur“ borgarinnar er að stækka einkalóðir í Vesturbæ Mikil gremja er meðal margra Vesturbæinga vegna fyrirhugaðrar „lausnar“ á lóðadeilu í Vesturbænum, nánar tiltekið lóða sem standa við bakgarð einbýlishúsa við Einimel og svo Vesturbæjarlaugina. Skipulags- og samgönguráð Reykjavíkur vilja leysa áralanga deilu með því einfaldlega að stækka einkalóðirnar. 25. febrúar 2022 15:39 Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár Innlent Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Erlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Fleiri fréttir Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Sjá meira
Töluvert hefur verið fjallað um málið sem í stuttu máli snýst um það að á sínum tíma reistu eigendur húsa við Einimel 22 til 26 girðingu við lóðir sínar sem ganga að verulegu leyti inn á almannarými á Sundlaugartúni. Töluverðar deilur hafa skapast um málið. Í febrúar var kynnt fyrirhuguð lausn á málinu, sem í fréttum var kallað „Salómonsdómur“ borgarinnar í málinu. Eldri girðingar, sem eru allt að 14 metrum inn á borgarlandi, verða fjarlægðar af starfsfólki Reykjavíkurborgar. Lóðareigendur við Einimel 18, 24 og 26 ætla aftur á móti að kaupa stika af borgarlandi og gera samning við borgaryfirvöld um það. Tillagan felur það í sér að heimila það að lóðamörk lóðanna verði færð út um allt að 3,1 metra. Jafnframt er heimilað að stækka lóð nr. 26 lítillega út til norðurs í átt að gangstétt í borgarlandi. Lóðir nr. 20 og 22 gerðu ekki samning við Reykjavíkurborg um breytingar á lóðum sínum, að því er fram kemur á vef Reykjavíkurborgar. Tillagan var samþykkt á fundi umhverfis- og skipulagsráðs borgarinnar í gær. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins vildu að afgreiðslu málsins yrði frestað en tillaga þess efnis var felld. Fulltrúar meirihlutans samþykktu umrædda tillögu, fulltrúi VG sat hjá en fulltrúar Sjálfstæðisflokksins lögðust gegn tillögunni. Verður hún nú send borgarráði til umfjöllunar. Verði tillagan samþykkt þar mun deiliskipulagið taka gildi.
Skipulag Deilur um Sundlaugartún Reykjavík Tengdar fréttir Segir af og frá að borgin hafi samþykkt landtöku hljóðalaust Formaður skipulags- og samgöngunefndar segir af og frá að Reykjavíkurborg hafi samþykkt „landtöku“ hljóðalaust. Þvert á móti. Vesturbæingar eigi að gleðjast yfir fyrirhuguðum breytingum á deiliskipulagi við Sundlaugartún og mikilvægt sé að sátt hafi náðst í málinu. 2. mars 2022 22:41 Teitur segir af sér vegna Sundlaugartúns: „Þetta er svívirðilegt“ Teitur Atlason varaborgarfulltrúi Samfylkingarinnar ætlar að segja af sér á morgun vegna nýs deiliskipulags við Vesturbæjarlaugina. Hann segir fáránlegt að meirihluti borgarstjórnar hafi leyft eigendum einbýlishúsa að sölsa undir sig lóð við Vesturbæjarlaugina endurgjaldslaust. 1. mars 2022 23:30 Þurfa nýjan stað fyrir trampólíníð þegar borgin tekur land sitt til baka Nýtt deiliskipulag við Vesturbæjarlaugina er umdeilt á meðal íbúa - en borgarfulltrúi segir gæði felast í að komast loks að lausn eftir hálfa öld. 1. mars 2022 21:51 „Salómonsdómur“ borgarinnar er að stækka einkalóðir í Vesturbæ Mikil gremja er meðal margra Vesturbæinga vegna fyrirhugaðrar „lausnar“ á lóðadeilu í Vesturbænum, nánar tiltekið lóða sem standa við bakgarð einbýlishúsa við Einimel og svo Vesturbæjarlaugina. Skipulags- og samgönguráð Reykjavíkur vilja leysa áralanga deilu með því einfaldlega að stækka einkalóðirnar. 25. febrúar 2022 15:39 Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár Innlent Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Erlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Fleiri fréttir Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Sjá meira
Segir af og frá að borgin hafi samþykkt landtöku hljóðalaust Formaður skipulags- og samgöngunefndar segir af og frá að Reykjavíkurborg hafi samþykkt „landtöku“ hljóðalaust. Þvert á móti. Vesturbæingar eigi að gleðjast yfir fyrirhuguðum breytingum á deiliskipulagi við Sundlaugartún og mikilvægt sé að sátt hafi náðst í málinu. 2. mars 2022 22:41
Teitur segir af sér vegna Sundlaugartúns: „Þetta er svívirðilegt“ Teitur Atlason varaborgarfulltrúi Samfylkingarinnar ætlar að segja af sér á morgun vegna nýs deiliskipulags við Vesturbæjarlaugina. Hann segir fáránlegt að meirihluti borgarstjórnar hafi leyft eigendum einbýlishúsa að sölsa undir sig lóð við Vesturbæjarlaugina endurgjaldslaust. 1. mars 2022 23:30
Þurfa nýjan stað fyrir trampólíníð þegar borgin tekur land sitt til baka Nýtt deiliskipulag við Vesturbæjarlaugina er umdeilt á meðal íbúa - en borgarfulltrúi segir gæði felast í að komast loks að lausn eftir hálfa öld. 1. mars 2022 21:51
„Salómonsdómur“ borgarinnar er að stækka einkalóðir í Vesturbæ Mikil gremja er meðal margra Vesturbæinga vegna fyrirhugaðrar „lausnar“ á lóðadeilu í Vesturbænum, nánar tiltekið lóða sem standa við bakgarð einbýlishúsa við Einimel og svo Vesturbæjarlaugina. Skipulags- og samgönguráð Reykjavíkur vilja leysa áralanga deilu með því einfaldlega að stækka einkalóðirnar. 25. febrúar 2022 15:39
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent