Franska liðið í sjokki eftir að upp komst um barnaníðinginn Sindri Sverrisson skrifar 27. janúar 2023 11:00 Bruno Martini var lengi í franska landsliðshópnum og spilaði til að mynda nokkrum sinnum gegn Íslandi. Getty/Dimitri Iundt Bruno Martini, fyrrverandi markvörður franska handboltalandsliðsins, hefur verið dæmdur í eins árs skilorðsbundið fangelsi fyrir barnaníð. Nikola Karabatic segir það vissulega hafa verið áfall fyrir leikmenn landsliðsins að heyra þær fréttir, á miðju heimsmeistaramóti. Martini lék með franska landsliðinu á árunum 1990-2007 og var til að mynda í liðinu sem varð heimsmeistari á Íslandi árið 1995 og á heimavelli árið 2001. Undanfarið hefur hann verið forseti frönsku handknattleiksdeildarinnar (LNH) en hefur nú sagt af sér eftir að dómur í málinu féll, auk þess að missa þar af leiðandi sæti sitt í stjórn franska handknattleikssambandsins. Upp komst um Martini í júní 2020 þegar 13 ára strákur kvartaði undan honum. Martini hafði sett sig í samband við hann í gegnum Snapchat undir nafninu Daddy, og fengið strákinn til að senda sér kynferðislegar ljósmyndir og myndbönd. Borgaði leigubíl fyrir strákinn sem hætti við Martini hafði einnig sent stráknum pening fyrir leigubíl í von um að fá að hitta hann en á síðustu stundu hætti strákurinn við ferðina og lét vita af brotum Martinis. Samkvæmt fréttum franskra fjölmiðla hefur rannsókn ekki leitt í ljós að fórnarlömb Martinis séu fleiri en hann viðurkenndi hins vegar sjálfur að hafa átt í nánum samskiptum á netinu við ungt, fullorðið fólk á síðustu árum. Hann viðurkenndi glæp sinn en fullyrti að hann hefði talið að strákurinn sem hann átti í samskiptum við væri eldri en 15 ára. Martini fékk mildari dóm vegna játningar sinnar en hefði getað átt yfir höfði sér fimm ára fangelsisdóm. Hann fékk þó fimm ára bann frá öllu starfi þar sem hann gæti mögulega verið innan um börn undir lögaldri. Fengu fréttirnar að morgni leikdags Karabatic var í nokkur ár liðsfélagi Martinis í landsliðinu, auk þess sem Martini var framkvæmdastjóri PSG Handball og starfaði þar náið með Karabatic og fleiri leikmönnum landsliðsins. Karabatic segir það ekki hafa verið auðvelt að búa sig undir leikinn við Þýskaland á miðvikudag, í 8-liða úrslitum HM, eftir að hafa heyrt fréttirnar. Frakkar unnu leikinn og mæta Svíum í undanúrslitum í kvöld. „Ég held að við höfum allir verið í áfalli þegar við heyrðum fréttirnar í morgun,“ sagði Karabatic eftir leikinn í fyrrakvöld. „Við erum samt sem áður í okkar keppni og einbeitum okkur að okkur sjálfum og heimsmeistaramótinu, en það er rétt að það var ekki auðvelt,“ sagði Karabatic. HM 2023 í handbolta Ofbeldi gegn börnum Frakkland Franski handboltinn Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Handbolti KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn Körfubolti Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Enski boltinn Enn eitt tapið á Old Trafford Enski boltinn Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Handbolti Meistaradeild Evrópu: Þar sem markmenn eru markverðir Fótbolti Barcelona með níu fingur á titlinum Fótbolti Sveindís Jane skoraði og lagði upp í kveðjuleiknum Fótbolti Fleiri fréttir „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Sjá meira
Martini lék með franska landsliðinu á árunum 1990-2007 og var til að mynda í liðinu sem varð heimsmeistari á Íslandi árið 1995 og á heimavelli árið 2001. Undanfarið hefur hann verið forseti frönsku handknattleiksdeildarinnar (LNH) en hefur nú sagt af sér eftir að dómur í málinu féll, auk þess að missa þar af leiðandi sæti sitt í stjórn franska handknattleikssambandsins. Upp komst um Martini í júní 2020 þegar 13 ára strákur kvartaði undan honum. Martini hafði sett sig í samband við hann í gegnum Snapchat undir nafninu Daddy, og fengið strákinn til að senda sér kynferðislegar ljósmyndir og myndbönd. Borgaði leigubíl fyrir strákinn sem hætti við Martini hafði einnig sent stráknum pening fyrir leigubíl í von um að fá að hitta hann en á síðustu stundu hætti strákurinn við ferðina og lét vita af brotum Martinis. Samkvæmt fréttum franskra fjölmiðla hefur rannsókn ekki leitt í ljós að fórnarlömb Martinis séu fleiri en hann viðurkenndi hins vegar sjálfur að hafa átt í nánum samskiptum á netinu við ungt, fullorðið fólk á síðustu árum. Hann viðurkenndi glæp sinn en fullyrti að hann hefði talið að strákurinn sem hann átti í samskiptum við væri eldri en 15 ára. Martini fékk mildari dóm vegna játningar sinnar en hefði getað átt yfir höfði sér fimm ára fangelsisdóm. Hann fékk þó fimm ára bann frá öllu starfi þar sem hann gæti mögulega verið innan um börn undir lögaldri. Fengu fréttirnar að morgni leikdags Karabatic var í nokkur ár liðsfélagi Martinis í landsliðinu, auk þess sem Martini var framkvæmdastjóri PSG Handball og starfaði þar náið með Karabatic og fleiri leikmönnum landsliðsins. Karabatic segir það ekki hafa verið auðvelt að búa sig undir leikinn við Þýskaland á miðvikudag, í 8-liða úrslitum HM, eftir að hafa heyrt fréttirnar. Frakkar unnu leikinn og mæta Svíum í undanúrslitum í kvöld. „Ég held að við höfum allir verið í áfalli þegar við heyrðum fréttirnar í morgun,“ sagði Karabatic eftir leikinn í fyrrakvöld. „Við erum samt sem áður í okkar keppni og einbeitum okkur að okkur sjálfum og heimsmeistaramótinu, en það er rétt að það var ekki auðvelt,“ sagði Karabatic.
HM 2023 í handbolta Ofbeldi gegn börnum Frakkland Franski handboltinn Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Handbolti KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn Körfubolti Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Enski boltinn Enn eitt tapið á Old Trafford Enski boltinn Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Handbolti Meistaradeild Evrópu: Þar sem markmenn eru markverðir Fótbolti Barcelona með níu fingur á titlinum Fótbolti Sveindís Jane skoraði og lagði upp í kveðjuleiknum Fótbolti Fleiri fréttir „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita