Nágrannaerjur verði einna verstar í tví- og þríbýli Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 30. janúar 2023 07:00 Sigurður Orri Hafþórsson er lögfræðingur hjá Húseigendafélaginu. Stöð 2/Arnar Nágrannaerjur geta verið mjög fljótar að vinda upp á sig og verða oft einna verstar í tví- og þríbýli. Þetta segir lögfræðingur sem aðstoðað hefur nágranna við að ná sáttum í deilum sem oft enda í algjöran hnút. Tré á lóð nágrannans sem skyggir á útsýni, sterk matarlykt frá íbúðinni að ofan eða dúndrandi tónlist sem berst frá næstu íbúð á nóttunni. Þessar aðstæður kannast eflaust einhverjir við en nágrannar geta jú í sumum tilfellum gert fólki lífið leitt. Ónæði frá nágranna getur þó verið lögmætt, eins og stanslaus barnsgrátur en um leið og það er komið út fyrir ákveðinn þolmarkaþröskuld getur verið tilefni til aðgerða. „Það eru ákvæði í fjöleignarhúsalögum til að t.d. láta banna búsetu eiganda sem hagar sér ekki í húsi og gert honum að selja eignarhluta sinn en það þarf ofboðslega mikið að koma til,“ sagði Sigurður Orri Hafþórsson, lögfræðingur hjá Húseigendafélaginu. Aðsókn í sáttameðferð Og því önnur vægari úrræði sem hægt er að grípa til. Til að mynda nokkurs konar sáttameðferð sem húseigendafélagið býður upp á en þá reyna lögfræðingar félagsins að lægja deilumál og segir Sigurður nokkuð algengt að fólk hafi samband við félagið. „Og það er oft þannig að einhver maður sem hefur stjórnað fábýli með ógnarvaldi í mörg ár, hann telur að hann megi það. Hann telur að hann megi hagnýta garðinn eins og hann vill. Hann telur að hann megi leggja þvottahús í sameign undir sig. Svo þegar hann fær að heyra það frá okkur, sem þekkjum inn á lögin, þá er hann fljótur að fara til baka og átta sig á því að hann er ekki í rétti.“ Vinda mjög fljótt upp á sig Sigurður segir að nágrannaerjur eigi það til að byrja sem lítið vandamál sem vindur mjög fljótt upp á sig og verður að nokkuð hatrömmum deilum enda sé friðhelgi fólks undir, miklar tilfinningar og einhvers konar barátta um mörk. Nefnir hann sem dæmi deilu sem kom á borð félagsins þar sem íbúi í tvíbýli var duglegur að grilla á kolagrilli með tilheyrandi brælu sem nágranna hans fyrir ofan fannst óþolandi en þorði ekki að hefja samtalið. „Endaði með því að alltaf þegar maðurinn á neðri hæðinni fór að grilla þá fór maðurinn á efri hæðinni að hrista teppin sín beint yfir grillið og matinn. Þarna urðu mjög miklar deilur á mjög skömmum tíma út af einhverju sem skiptir kannski ekki það miklu máli, að það sé ekki hægt að ræða um það.“ Fólk dragi það oft að leita aðstoðar Sáttir náðust fljótt í þessu máli en Sigurður segir að fólk veigri sér oft við að leita aðstoðar vegna kostnaðar sem fylgi og reyni því innbyrðis að ná sáttum. „En svo verður það oft að það gerist ekki og deilurnar verða meiri og meiri í kjölfarið. Svo leitar fólk til okkar þegar það hefur engin önnur úrræði eftir og þá er oft mjög erfitt að leysa úr málum.“ Erfiðast í tví- og þríbýli „Svo vorum við með sinnepsmálið, þar voru miklar framkvæmdir á jarðhæð og eigandi á efri hæð var ósáttur við þetta. Hann var byrjaður að klína sinnepi, tómatsósu og salsasósu á eignarhluta hins. Þarna spyr maður sig: Er mögulegt að hægt væri að grípa í taumana fyrr og koma fólki í skilning um að það sé að valda eiganda ónáða án þess að grípa til svona úrræða? Ég veit það ekki.“ Í stóru fjölbýli er nokkuð auðvelt fyrir íbúa að beina nafnlausum kvörtunum til stjórnar húsfélags en það getur reynst mjög erfitt í fábýli. „Í tví- og þríbýli og fábýlum þá er þetta meira maður á mann. Þú þekkir nágrannann fyrir ofan þig og hann er kannski að haga sér illa og þá er erfitt að halda húsfund og fara yfir málin þar. Og það er auðvitað þannig að það eru vandamálin kannski verst. Það er verið að leita til okkar út af slæmri hegðun eða ónæði eigenda og fólk þorir ekki að taka á því.“ Dularfullt kattahvarf? Algengustu kvartanirnar snúa að ónæði sem raskar svefnfrið. Svæsnar nágrannaerjur hafa oft á tíðum ratað í fjölmiðla og þegar Sigurður er beðinn um að nefna dæmi segir hann okkur frá fjölskyldu sem flytur í fjölbýlishús og tekur upp á því að verka kjöt og fisk í sameiginlegu þvottahúsi. „Þú getur rétt ímyndað þér lyktina sem var þarna inni þegar fólk var að hengja upp hreinan þvott þannig það var ekki mjög geðslegt.“ Um sama leyti hvarf fjöldi katta í hverfinu og auglýsingum um týnda ketti komið upp víðs vegar. Að endingu flutti fjölskyldan úr húsinu eftir miklar kvartanir. „Og svo þegar fjölskyldan var hrakin í burtu þá linnti þessu auglýsingum. Hvort það sé orsakasamhengi þarna á milli það kannski get ég ekki sagt til um.“ Nágrannadeilur Málefni fjölbýlishúsa Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Innlent Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Innlent Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Erlent Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Innlent Fleiri fréttir Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Sjá meira
Tré á lóð nágrannans sem skyggir á útsýni, sterk matarlykt frá íbúðinni að ofan eða dúndrandi tónlist sem berst frá næstu íbúð á nóttunni. Þessar aðstæður kannast eflaust einhverjir við en nágrannar geta jú í sumum tilfellum gert fólki lífið leitt. Ónæði frá nágranna getur þó verið lögmætt, eins og stanslaus barnsgrátur en um leið og það er komið út fyrir ákveðinn þolmarkaþröskuld getur verið tilefni til aðgerða. „Það eru ákvæði í fjöleignarhúsalögum til að t.d. láta banna búsetu eiganda sem hagar sér ekki í húsi og gert honum að selja eignarhluta sinn en það þarf ofboðslega mikið að koma til,“ sagði Sigurður Orri Hafþórsson, lögfræðingur hjá Húseigendafélaginu. Aðsókn í sáttameðferð Og því önnur vægari úrræði sem hægt er að grípa til. Til að mynda nokkurs konar sáttameðferð sem húseigendafélagið býður upp á en þá reyna lögfræðingar félagsins að lægja deilumál og segir Sigurður nokkuð algengt að fólk hafi samband við félagið. „Og það er oft þannig að einhver maður sem hefur stjórnað fábýli með ógnarvaldi í mörg ár, hann telur að hann megi það. Hann telur að hann megi hagnýta garðinn eins og hann vill. Hann telur að hann megi leggja þvottahús í sameign undir sig. Svo þegar hann fær að heyra það frá okkur, sem þekkjum inn á lögin, þá er hann fljótur að fara til baka og átta sig á því að hann er ekki í rétti.“ Vinda mjög fljótt upp á sig Sigurður segir að nágrannaerjur eigi það til að byrja sem lítið vandamál sem vindur mjög fljótt upp á sig og verður að nokkuð hatrömmum deilum enda sé friðhelgi fólks undir, miklar tilfinningar og einhvers konar barátta um mörk. Nefnir hann sem dæmi deilu sem kom á borð félagsins þar sem íbúi í tvíbýli var duglegur að grilla á kolagrilli með tilheyrandi brælu sem nágranna hans fyrir ofan fannst óþolandi en þorði ekki að hefja samtalið. „Endaði með því að alltaf þegar maðurinn á neðri hæðinni fór að grilla þá fór maðurinn á efri hæðinni að hrista teppin sín beint yfir grillið og matinn. Þarna urðu mjög miklar deilur á mjög skömmum tíma út af einhverju sem skiptir kannski ekki það miklu máli, að það sé ekki hægt að ræða um það.“ Fólk dragi það oft að leita aðstoðar Sáttir náðust fljótt í þessu máli en Sigurður segir að fólk veigri sér oft við að leita aðstoðar vegna kostnaðar sem fylgi og reyni því innbyrðis að ná sáttum. „En svo verður það oft að það gerist ekki og deilurnar verða meiri og meiri í kjölfarið. Svo leitar fólk til okkar þegar það hefur engin önnur úrræði eftir og þá er oft mjög erfitt að leysa úr málum.“ Erfiðast í tví- og þríbýli „Svo vorum við með sinnepsmálið, þar voru miklar framkvæmdir á jarðhæð og eigandi á efri hæð var ósáttur við þetta. Hann var byrjaður að klína sinnepi, tómatsósu og salsasósu á eignarhluta hins. Þarna spyr maður sig: Er mögulegt að hægt væri að grípa í taumana fyrr og koma fólki í skilning um að það sé að valda eiganda ónáða án þess að grípa til svona úrræða? Ég veit það ekki.“ Í stóru fjölbýli er nokkuð auðvelt fyrir íbúa að beina nafnlausum kvörtunum til stjórnar húsfélags en það getur reynst mjög erfitt í fábýli. „Í tví- og þríbýli og fábýlum þá er þetta meira maður á mann. Þú þekkir nágrannann fyrir ofan þig og hann er kannski að haga sér illa og þá er erfitt að halda húsfund og fara yfir málin þar. Og það er auðvitað þannig að það eru vandamálin kannski verst. Það er verið að leita til okkar út af slæmri hegðun eða ónæði eigenda og fólk þorir ekki að taka á því.“ Dularfullt kattahvarf? Algengustu kvartanirnar snúa að ónæði sem raskar svefnfrið. Svæsnar nágrannaerjur hafa oft á tíðum ratað í fjölmiðla og þegar Sigurður er beðinn um að nefna dæmi segir hann okkur frá fjölskyldu sem flytur í fjölbýlishús og tekur upp á því að verka kjöt og fisk í sameiginlegu þvottahúsi. „Þú getur rétt ímyndað þér lyktina sem var þarna inni þegar fólk var að hengja upp hreinan þvott þannig það var ekki mjög geðslegt.“ Um sama leyti hvarf fjöldi katta í hverfinu og auglýsingum um týnda ketti komið upp víðs vegar. Að endingu flutti fjölskyldan úr húsinu eftir miklar kvartanir. „Og svo þegar fjölskyldan var hrakin í burtu þá linnti þessu auglýsingum. Hvort það sé orsakasamhengi þarna á milli það kannski get ég ekki sagt til um.“
Nágrannadeilur Málefni fjölbýlishúsa Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Innlent Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Innlent Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Erlent Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Innlent Fleiri fréttir Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Sjá meira