Hinn 35 ára gamli Djokovic kann vel við sig í Ástralíu þó svo að honum hafi verið hent úr landi eftir að koma þangað óbólusettur á síðasta ári. Fyrir mótið í ár hafði hann unnið það níu sinnum og því var í raun aldrei spurning hvað myndi gerast eftir að hann komst í úrslit.
Djokovic vann Grikkjann Stefanos Tsitsipas í þremur settum og vann þar með Opna ástralska í 10. sinn. Hann hefur nú unnið 22 risamót á ferli sínum en enginn hefur unnið fleiri síðan byrjað var að keppa í risamótum eins og við þekkjum þau í dag.
Rafael Nadal hefur einnig unnið 22 og Roger Federer vann 20 áður en hann lagði spaðann á hilluna síðasta haust.
22 - @DjokerNole has equalled Rafael Nadal as the men's player with the joint-most Grand Slam titles in the Open Era (22). Including women, he has equalled Steffi Graf (22) - only Serena Williams has more (23). Goat?#AusOpen pic.twitter.com/DB0u49LPaD
— OptaAce (@OptaAce) January 29, 2023
Djokovic mun endurheimta toppsætið á heimslistanum þegar hann verður uppfærður á morgun, mánudag.