Juande, leikmaður Adelaide United, fótbrotnaði eftir rúman klukkutíma í 3-3 jafntefli liðsins við Melbourne City í gær.
Enginn sjúkrabíll var á vellinum og hann kom ekki fyrr en þrettán mínútum eftir að Juande fótbrotnaði. Leikmönnum liðanna var skiljanlega brugðið og nokkrir felldu tár enda var brotið ljótt eins og sjá má á myndinni hér fyrir neðan.

Juande fór á endanum á sjúkrahús þar sem hann gekkst undir aðgerð.
Sjúkrabílar hafa ekki verið á leikjum í áströlsku úrvalsdeildinni síðan 2018 en nóg þótti að vera með bráðaliða á vellinum. Eftir atvikið með Juande er spurning hvort þær reglur verði endurskoðaðar.