Innlent

Verk­fræði­nemar við HR fengu Ný­sköpunar­verð­laun for­setans

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Frá verðlaunaafhendingunni á Bessastöðum í dag.
Frá verðlaunaafhendingunni á Bessastöðum í dag. Vísir/SigurjónÓ

Axel Pálsson, Tómas Frostason og Tómas Orri Pétursson hlutu Nýsköpunarverðlaun Forseta Íslands við hátíðlega athöfn á Bessastöðum í dag. Verðlaunin hlutu þeir fyrir verkefnið „Vélræn endurhæfing í heimahúsi með sýndarveruleika“.

Axel og Tómas Frostason eru verkfræðinemar við Háskólann í Reykjavík en Tómas Orri stundar nám í tölvunarfræði við sama skóla. Leiðbeinandi þeirra var Pétur Már Halldórsson hjá íslenska nýsköpunarfyrirtækinu Nox Medical.

Verkefnið fólst í hönnun og smíði frumgerðar að tæki til aðstoðar við endurhæfingu á skertri skynjun í höndum vegna heilablóðfalls. Auk tækisins var hannað snjallforrit sem gegnir margþættu hlutverki.

Eftirfarandi sex öndvegisverkefni, unnin af háskólanemum í samstarfi við leiðbeinendur og fyrirtæki, voru tilnefnd til verðlaunanna í ár og hlutu þau öll viðurkenningu:

  • Jöklabreytingar og sjávarstaða umhverfis Ísland
  • Vélræn endurhæfing í heimahúsi með sýndarveruleika
  • Sea Saver
  • Digital Symptom Tracker for Kidʼs Periodic Fever
  • Myndræn skráning búsetuminja og lýðvirkjun
  • Leikskólalóðir á norðurslóðum

Nánari upplýsingar um hvert verkefni má finna í meðfylgjandi viðhengi og á vef Rannsóknamiðstöðvar Íslands – Rannís.

Tengd skjöl


Tengdar fréttir

Fengu Ný­sköpunar­verð­laun for­seta fyrir gagna­sjá fyrir gjör­gæslu­deild

Verkefnið „Betri gjörgæslumeðferð með gagnasjá“, sem unnið var af þeim Margréti Völu Þórisdóttur og Signýju Kristínu Sigurjónsdóttur, báðar með BS í hagnýtri stærðfræði við Háskóla Íslands, og Valgerði Jónsdóttur, BS í rafmagns- og tölvuverkfræði við Háskóla Íslands, hreppti Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands sem afhent við hátíðlega athöfn á Bessastöðum í dag. 

Ari, Ísól, Sunn­eva Sól og Þór­dís Rögn hlutu Ný­sköpunar­verð­laun for­setans

Ari Kvaran, Sunneva Sól Ívarsdóttir og Þórdís Rögn Jónsdóttir, nemar í iðnaðarverkfræði við Háskóla Íslands og Ísól Sigurðardóttur, nemi í tölvunarfræði við Háskólann í Reykjavík hlutu í dag Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands árið 2021. Verðlaunin fengu þau fyrir verkefnið Betri samskipti við sjúklinga sem bíða innlagnar og meðferðar á sjúkrahúsinu Vogi.

Halldór Bjarki hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands

Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands voru afhent við hátíðlega athöfn á Bessastöðum í dag. Halldór Bjarki Ólafsson, nemi í læknisfræði við læknadeild Háskóla Íslands, hlaut verðlaunin fyrir verkefnið Tengsl óeðlilegs blóðhags við bráða fylgikvilla og langtíma útkomu eftir skurðaðgerðir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×