Tíu ár af Fáðu já Brynhildur Björnsdóttir skrifar 30. janúar 2023 17:01 Í dag eru nákvæmlega 10 ár síðan Fáðu já-stuttmynd um mörkin milli ofbeldis og kynlífs var frumsýnd í Bíó Paradís og síðan í öllum skólum á landinu. Myndin hlaut gríðarlega athygli og var um hana fjallað í flestum fjölmiðlum, beinar útsendingar voru frá frumsýningu og sýningum í skólum og mikil umræða skapaðist í samfélaginu. Fáðu já var á sínum tíma byltingarkennd tilraun til að fræða unglinga um kynferðisofbeldi en ekki síður til að fræða þá um kynlíf. Kynfræðslu var nefnilega sorglega ábótavant í skólakerfinu fyrir tíu árum og er enn. Plakat myndarinnar Fáðu já. Myndin er ennþá notuð til kennslu víða í skólakerfinu enda lifir boðskapur hennar góðu lífi og því miður er enn mjög handahófskennt hvort og þá hverskonar kynfræðslu unglingar fá, hvort áherslan er á eistnalyppur eða kynsjúkdóma eða ofbeldi. Áherslan á auðvitað að vera á hvorugt. Kynlíf getur verið eitt það besta og fallegasta sem nokkur manneskja getur upplifað með sjálfri sér eða öðrum en það getur líka verið uppspretta mikils sársauka, firringar og vanlíðunar. Kynlíf hefur gegnum tíðina verið skrumskælt, þaggað og ýtt undir yfirborðið þar sem það og hugmyndin um það er oft á tíðum misnotað sem yfirskin fyrir alvarlegt ofbeldi og fyrirlitningu á konum og jaðarsettum hópum. Þessvegna er kynfræðsla svo mikilvæg. Árið 2020 var settur á fót starfshópur um kynfræðslu í skólum sem skilaði af sér mikilvægum hugmyndum að endurbótum í júlí 2021. Umræða um eftirfylgni við tillögur hópsins í skólakerfinu hefur ekki farið hátt sem er miður. Því kynlíf er ekki bara áhugamál, barnagerð eða eitthvað sem þarf að skammast sín fyrir heldur hluti af heilbrigðu lífi heilbrigðra einstaklinga sem stuðlar að lífsgæðum og eykur lífsgleði ef komið er að því af virðingu og jákvæðni. Kynferðisofbeldi á sér ennþá stað og sýna tölur frá Neyðarmóttökunni og Stígamótum að betur má ef duga skal í fræðslu og forvörnum. Í samhengi nútímans er Fáðu já barn síns tíma. Reynt var að sýna fjölbreytni í leikaravali og áherslum sem í dag þykir kannski nokkuð ábótavant. Það sýnir samt líka hversu margt stórkostlegt og magnað hefur gerst á síðustu tíu árum til að mynda í málefnum trans og hinsegin fólks. Í sumum tilfellum hrinti myndin af stað umræðu sem varð til þess opna og víkka umræðuna og varpa ljósi á margbreytileika kynferðisofbeldis og áreitis. Fáðu já er enn í notkun í skólakerfinu til að fræða unglinga um kynlíf og kynferðisofbeldi og það er gott. Það var mikilvægt og er enn að fjalla um klám á raunsæjan hátt og að draga kennara, foreldra og forráðafólk unglinga inn í umræðuna. Í smástund fyrir tíu árum náðist að gera kynfræðslu og kynlífsfræðslu unglinga að málefni sem var á allra vörum með þeim mælanlega árangri að í könnun sem gerð var meðal unglinga vorið 2013 sögðust 70% þeirra sem séð höfðu myndina skilja betur hvað það þýðir að fá samþykki í kynlífi. Sá boðskapur hefur einnig náð út fyrir landsteinana en myndin var til dæmis í Slóveníu árið 2020 þar sem 96% drengja sögðu að best væri að spyrja um samþykki fyrir kynlífi eftir að þeir höfðu séð myndina á móti 49% áður en þeir sáu hana. Mikilvægi þess að fá heilshugar samþykki fyrir öllum athöfnum í kynlífi verður aldrei of oft kveðið. Það ber að þakka fyrir þær stórkostlegu viðtökur sem Fáðu já fékk á sínum tíma og hefur fengið síðan en jafnframt má nota tækifærið til að skora á fræðsluyfirvöld að gera betur í kynfræðslu, kynjafræðikennslu og kynlífsfræðslu. Kynlíf er nefnilega ekki bara ofbeldi og kynsjúkdómar heldur þegar best verður á kosið lífsgæði sem unglingarnir okkar og við sjálf eigum skilið að njóta af virðingu, víðsýni og gleði. Höfundur er einn hugmyndasmiður Fáðu já- stuttmyndar um mörkin milli ofbeldis og kynlífs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Brynhildur Björnsdóttir Kynlíf Kvikmyndagerð á Íslandi Kynferðisofbeldi Mest lesið Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Sjá meira
Í dag eru nákvæmlega 10 ár síðan Fáðu já-stuttmynd um mörkin milli ofbeldis og kynlífs var frumsýnd í Bíó Paradís og síðan í öllum skólum á landinu. Myndin hlaut gríðarlega athygli og var um hana fjallað í flestum fjölmiðlum, beinar útsendingar voru frá frumsýningu og sýningum í skólum og mikil umræða skapaðist í samfélaginu. Fáðu já var á sínum tíma byltingarkennd tilraun til að fræða unglinga um kynferðisofbeldi en ekki síður til að fræða þá um kynlíf. Kynfræðslu var nefnilega sorglega ábótavant í skólakerfinu fyrir tíu árum og er enn. Plakat myndarinnar Fáðu já. Myndin er ennþá notuð til kennslu víða í skólakerfinu enda lifir boðskapur hennar góðu lífi og því miður er enn mjög handahófskennt hvort og þá hverskonar kynfræðslu unglingar fá, hvort áherslan er á eistnalyppur eða kynsjúkdóma eða ofbeldi. Áherslan á auðvitað að vera á hvorugt. Kynlíf getur verið eitt það besta og fallegasta sem nokkur manneskja getur upplifað með sjálfri sér eða öðrum en það getur líka verið uppspretta mikils sársauka, firringar og vanlíðunar. Kynlíf hefur gegnum tíðina verið skrumskælt, þaggað og ýtt undir yfirborðið þar sem það og hugmyndin um það er oft á tíðum misnotað sem yfirskin fyrir alvarlegt ofbeldi og fyrirlitningu á konum og jaðarsettum hópum. Þessvegna er kynfræðsla svo mikilvæg. Árið 2020 var settur á fót starfshópur um kynfræðslu í skólum sem skilaði af sér mikilvægum hugmyndum að endurbótum í júlí 2021. Umræða um eftirfylgni við tillögur hópsins í skólakerfinu hefur ekki farið hátt sem er miður. Því kynlíf er ekki bara áhugamál, barnagerð eða eitthvað sem þarf að skammast sín fyrir heldur hluti af heilbrigðu lífi heilbrigðra einstaklinga sem stuðlar að lífsgæðum og eykur lífsgleði ef komið er að því af virðingu og jákvæðni. Kynferðisofbeldi á sér ennþá stað og sýna tölur frá Neyðarmóttökunni og Stígamótum að betur má ef duga skal í fræðslu og forvörnum. Í samhengi nútímans er Fáðu já barn síns tíma. Reynt var að sýna fjölbreytni í leikaravali og áherslum sem í dag þykir kannski nokkuð ábótavant. Það sýnir samt líka hversu margt stórkostlegt og magnað hefur gerst á síðustu tíu árum til að mynda í málefnum trans og hinsegin fólks. Í sumum tilfellum hrinti myndin af stað umræðu sem varð til þess opna og víkka umræðuna og varpa ljósi á margbreytileika kynferðisofbeldis og áreitis. Fáðu já er enn í notkun í skólakerfinu til að fræða unglinga um kynlíf og kynferðisofbeldi og það er gott. Það var mikilvægt og er enn að fjalla um klám á raunsæjan hátt og að draga kennara, foreldra og forráðafólk unglinga inn í umræðuna. Í smástund fyrir tíu árum náðist að gera kynfræðslu og kynlífsfræðslu unglinga að málefni sem var á allra vörum með þeim mælanlega árangri að í könnun sem gerð var meðal unglinga vorið 2013 sögðust 70% þeirra sem séð höfðu myndina skilja betur hvað það þýðir að fá samþykki í kynlífi. Sá boðskapur hefur einnig náð út fyrir landsteinana en myndin var til dæmis í Slóveníu árið 2020 þar sem 96% drengja sögðu að best væri að spyrja um samþykki fyrir kynlífi eftir að þeir höfðu séð myndina á móti 49% áður en þeir sáu hana. Mikilvægi þess að fá heilshugar samþykki fyrir öllum athöfnum í kynlífi verður aldrei of oft kveðið. Það ber að þakka fyrir þær stórkostlegu viðtökur sem Fáðu já fékk á sínum tíma og hefur fengið síðan en jafnframt má nota tækifærið til að skora á fræðsluyfirvöld að gera betur í kynfræðslu, kynjafræðikennslu og kynlífsfræðslu. Kynlíf er nefnilega ekki bara ofbeldi og kynsjúkdómar heldur þegar best verður á kosið lífsgæði sem unglingarnir okkar og við sjálf eigum skilið að njóta af virðingu, víðsýni og gleði. Höfundur er einn hugmyndasmiður Fáðu já- stuttmyndar um mörkin milli ofbeldis og kynlífs.
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun