Fimm til viðbótar reknir vegna dauða Nichols Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 31. janúar 2023 14:36 Íbúar í hverfi Nichols safnast saman til að minnast hans á staðnum sem handtakan fór fram. AP Photo/Gerald Herbert Tveimur lögreglumönnum, til viðbótar við þá fimm sem hafa þegar verið reknir, hefur verið sagt upp vegna dauða Tyre Nichols í Memphis í Bandaríkjunum. Þá hafa þrír sjúkraflutningamenn verið reknir fyrir að hafa ekki brugðist rétt við. Tyre Nichols lést 10. janúar síðastliðinn, þremur dögum eftir að hafa verið barinn til óbóta af lögreglumönnum. Hann hafði verið stöðvaður af lögreglunni við umferðareftirlit en að því er virðist án tilefnis hófu lögreglumennirnir barsmíðar. Í myndbandi, sem lögregluembættið í Memphis birti um helgina, af atvikinu sést að það voru mun fleiri en lögreglumennirnir fimm á vettvangi sem brugðust Nichols. Fram kemur í nýrri frétt AP um málið að lögreglumanninum Preston Hemphill, sem er hvítur á hörund, hafi verið sagt upp störfum stuttu eftir að atvikið kom upp þann 7. janúar. Sama dag hafi öðrum lögreglumanni verið sagt upp en lögregluembættið hefur ekki gefið upp nafn hans. Þannig hefur sjö lögreglumönnum verið sagt upp störfum vegna dauða Nichols. Þeir fimm sem fyrstir misstu vinnuna vegna atviksins voru allir svartir á hörund, eins og Nichols, en þeir hafa einnig verið ákærðir fyrir manndráp af gáleysi og önnur brot í tengslum við dauða Nichols. Biðu í 27 mínútur með að flytja hann á sjúkrahús Þá hefur slökkviliðið í Memphis sagt upp sjúkraliðunum Robert Long, JaMicheal Sandridge og Michelle Whitaker. Öll hafa þau verið send áður í leyfi frá störfum. Gina Sweat, slökkviliðsstjóri, sagði í yfirlýsingu í dag að slökkviliðinu hafi borist beiðni frá lögreglu um að koma manneskju, sem hafði verið úðuð með piparspreyi, til aðstoðar. Sjúkraliðarnir hafi komið á vettvang klukkan 20:41 þann 7. janúar en þá lá Nichols handjárnaður við lögreglubíl. Long og Sandridge hafi ekki framkvæmt fullnægjandi skoðun á Nichols. Whitaker hafi beðið inni í bíl með bílstjóra. Klukkan 20:55 hafi verið hringt á sjúkrabíl, sem hafi lagt af stað með Nichols á sjúkrahús klukkan 21:08 - 27 mínútum eftir að Long, Sandridge og Whitaker komu á vettvang. Innanhúsrannsókn hafi leitt það í ljós að Long Sandridge og Whitaker hafi brotið fjölda verklagsregla og hafi ekki uppfyllt kröfur embættisins. Hörð viðbrögð vegna málsins Dauði Nichols hefur vakið hörð viðbrögð vestanhafs og framkomu viðbragðsaðila þetta kvöld verið mótmælt víða. Sérstaklega mikil reiði blossaði eftir að myndband af atvikinu var birt um helgina þar sem sást að lögregla skaut Nichols með rafbyssu, barði hann með kylfum og hnefum. Nichols, sem var aðeins 29 ára gamall, lét eftir sig ungt barn en hann heyrðist á myndbandinu kalla á hjálp móður sinnar. Eftir að Nichols misst meðvitund létu lögreglumenn hann liggja á götunni í nokkrar mínútur á meðan þeir spjölluðu. Fleiri viðbragðsaðilar voru þá komnir á vettvang, til að mynda tveir fulltrúar frá fógetanum í Shelby sýslu. Hvorugur þeirra kom Nichols til aðstoðar þar sem hann lá meðvitundarlaus og báðir hafa verið sendir í launalaust leyfi á meðan þáttur þeirra í málinu er til rannsóknar. Bandaríkin Kynþáttafordómar Tengdar fréttir Sýnir hvernig harkaleg meðferð lögreglu leiddi til dauða Nichols: „Ég er bara að reyna að komast heim“ Nýbirt myndskeið sýnir hvernig hópur lögreglumanna kýldi og sparkaði ítrekað í Tyre Nichols á meðan hann lá máttlítill á jörðinni og kallaði eftir aðstoð móður sinnar. Atvikið, sem átti sér stað í Memphis í Bandaríkjunum þann 7. janúar síðastliðinn, hefur vakið upp mikla reiði í þar í landi en þremur dögum síðar lést hinn 29 ára Nichols á sjúkrahúsi af völdum áverka. 28. janúar 2023 10:33 Biden biður fólk um að halda ró sinni Joe Biden Bandaríkjaforseti hvetur fólk í Tennessee ríki til að halda ró sinni en þar ríkir mikil reiði eftir að fimm lögreglumenn í Memphis börðu tuttugu og níu ára gamlan mann til dauða. 27. janúar 2023 07:56 Bandarískir lögreglumenn ákærðir fyrir að hafa barið mann til dauða Fimm bandarískir lögreglumenn hafa verið ákærðir fyrir að hafa barið mann til dauða. Lögregla stöðvaði manninn, Tyre Nichols, við umferðareftirlit í borginni Memphis í Tennessee fyrr í mánuðinum. 26. janúar 2023 19:25 Mest lesið Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn Innlent Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Innlent Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Innlent Fleiri fréttir The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Sjá meira
Tyre Nichols lést 10. janúar síðastliðinn, þremur dögum eftir að hafa verið barinn til óbóta af lögreglumönnum. Hann hafði verið stöðvaður af lögreglunni við umferðareftirlit en að því er virðist án tilefnis hófu lögreglumennirnir barsmíðar. Í myndbandi, sem lögregluembættið í Memphis birti um helgina, af atvikinu sést að það voru mun fleiri en lögreglumennirnir fimm á vettvangi sem brugðust Nichols. Fram kemur í nýrri frétt AP um málið að lögreglumanninum Preston Hemphill, sem er hvítur á hörund, hafi verið sagt upp störfum stuttu eftir að atvikið kom upp þann 7. janúar. Sama dag hafi öðrum lögreglumanni verið sagt upp en lögregluembættið hefur ekki gefið upp nafn hans. Þannig hefur sjö lögreglumönnum verið sagt upp störfum vegna dauða Nichols. Þeir fimm sem fyrstir misstu vinnuna vegna atviksins voru allir svartir á hörund, eins og Nichols, en þeir hafa einnig verið ákærðir fyrir manndráp af gáleysi og önnur brot í tengslum við dauða Nichols. Biðu í 27 mínútur með að flytja hann á sjúkrahús Þá hefur slökkviliðið í Memphis sagt upp sjúkraliðunum Robert Long, JaMicheal Sandridge og Michelle Whitaker. Öll hafa þau verið send áður í leyfi frá störfum. Gina Sweat, slökkviliðsstjóri, sagði í yfirlýsingu í dag að slökkviliðinu hafi borist beiðni frá lögreglu um að koma manneskju, sem hafði verið úðuð með piparspreyi, til aðstoðar. Sjúkraliðarnir hafi komið á vettvang klukkan 20:41 þann 7. janúar en þá lá Nichols handjárnaður við lögreglubíl. Long og Sandridge hafi ekki framkvæmt fullnægjandi skoðun á Nichols. Whitaker hafi beðið inni í bíl með bílstjóra. Klukkan 20:55 hafi verið hringt á sjúkrabíl, sem hafi lagt af stað með Nichols á sjúkrahús klukkan 21:08 - 27 mínútum eftir að Long, Sandridge og Whitaker komu á vettvang. Innanhúsrannsókn hafi leitt það í ljós að Long Sandridge og Whitaker hafi brotið fjölda verklagsregla og hafi ekki uppfyllt kröfur embættisins. Hörð viðbrögð vegna málsins Dauði Nichols hefur vakið hörð viðbrögð vestanhafs og framkomu viðbragðsaðila þetta kvöld verið mótmælt víða. Sérstaklega mikil reiði blossaði eftir að myndband af atvikinu var birt um helgina þar sem sást að lögregla skaut Nichols með rafbyssu, barði hann með kylfum og hnefum. Nichols, sem var aðeins 29 ára gamall, lét eftir sig ungt barn en hann heyrðist á myndbandinu kalla á hjálp móður sinnar. Eftir að Nichols misst meðvitund létu lögreglumenn hann liggja á götunni í nokkrar mínútur á meðan þeir spjölluðu. Fleiri viðbragðsaðilar voru þá komnir á vettvang, til að mynda tveir fulltrúar frá fógetanum í Shelby sýslu. Hvorugur þeirra kom Nichols til aðstoðar þar sem hann lá meðvitundarlaus og báðir hafa verið sendir í launalaust leyfi á meðan þáttur þeirra í málinu er til rannsóknar.
Bandaríkin Kynþáttafordómar Tengdar fréttir Sýnir hvernig harkaleg meðferð lögreglu leiddi til dauða Nichols: „Ég er bara að reyna að komast heim“ Nýbirt myndskeið sýnir hvernig hópur lögreglumanna kýldi og sparkaði ítrekað í Tyre Nichols á meðan hann lá máttlítill á jörðinni og kallaði eftir aðstoð móður sinnar. Atvikið, sem átti sér stað í Memphis í Bandaríkjunum þann 7. janúar síðastliðinn, hefur vakið upp mikla reiði í þar í landi en þremur dögum síðar lést hinn 29 ára Nichols á sjúkrahúsi af völdum áverka. 28. janúar 2023 10:33 Biden biður fólk um að halda ró sinni Joe Biden Bandaríkjaforseti hvetur fólk í Tennessee ríki til að halda ró sinni en þar ríkir mikil reiði eftir að fimm lögreglumenn í Memphis börðu tuttugu og níu ára gamlan mann til dauða. 27. janúar 2023 07:56 Bandarískir lögreglumenn ákærðir fyrir að hafa barið mann til dauða Fimm bandarískir lögreglumenn hafa verið ákærðir fyrir að hafa barið mann til dauða. Lögregla stöðvaði manninn, Tyre Nichols, við umferðareftirlit í borginni Memphis í Tennessee fyrr í mánuðinum. 26. janúar 2023 19:25 Mest lesið Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn Innlent Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Innlent Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Innlent Fleiri fréttir The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Sjá meira
Sýnir hvernig harkaleg meðferð lögreglu leiddi til dauða Nichols: „Ég er bara að reyna að komast heim“ Nýbirt myndskeið sýnir hvernig hópur lögreglumanna kýldi og sparkaði ítrekað í Tyre Nichols á meðan hann lá máttlítill á jörðinni og kallaði eftir aðstoð móður sinnar. Atvikið, sem átti sér stað í Memphis í Bandaríkjunum þann 7. janúar síðastliðinn, hefur vakið upp mikla reiði í þar í landi en þremur dögum síðar lést hinn 29 ára Nichols á sjúkrahúsi af völdum áverka. 28. janúar 2023 10:33
Biden biður fólk um að halda ró sinni Joe Biden Bandaríkjaforseti hvetur fólk í Tennessee ríki til að halda ró sinni en þar ríkir mikil reiði eftir að fimm lögreglumenn í Memphis börðu tuttugu og níu ára gamlan mann til dauða. 27. janúar 2023 07:56
Bandarískir lögreglumenn ákærðir fyrir að hafa barið mann til dauða Fimm bandarískir lögreglumenn hafa verið ákærðir fyrir að hafa barið mann til dauða. Lögregla stöðvaði manninn, Tyre Nichols, við umferðareftirlit í borginni Memphis í Tennessee fyrr í mánuðinum. 26. janúar 2023 19:25
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent