Móður sem misþyrmdi þremur af fjórum dætrum hafnað af Hæstarétti Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 31. janúar 2023 15:29 Hæstiréttur Vísir/Vilhelm Hæstiréttur hefur hafnað málskotsbeiðni móður sem sakfelld var fyrir að misþyrma þremur af fjórum dætrum hennar. Í nóvember á síðasta ári var karlmaður dæmdur til tveggja ára óskilorðsbundinnar refsingar fyrir gróft ofbeldi gagnvart fjórum dætrum sínum og fyrrverandi eiginkonu. Eiginkonan fyrrverandi og móðir dætranna var dæmd til sex mánaða skilorðsbundinnar refsingar fyrir ofbeldi gagnvart þremur dætranna af fjórum. Var hún sakfelld fyrir að hafa ítrekað slegið elstu þrjár dætur sínar. Í héraðsdómi var þó litið til þess við ákvörðun refsingar móðurinnar að hún hafi sjálf verið þolandi viðvarandi heimilisofbeldis mannsins. Því hlaut hún vægari sex mánaða dóm en fullnustu refsingar var frestað. Konan óskaði eftir því að fá að áfrýja dómi Landsréttar til Hæstaréttar á þeim grundvelli að hún hafi verið ranglega sakfelld í héraðsdómi. Þá hafi sú sakfelling verið staðfest í Landsrétti á grundvelli takmarkaðra sönnunargagna. Ákæruvaldið lagðist gegn beiðni móðurinnar. Í niðurstöðu Hæstaréttar um hvort veita ætti áfrýjunarheimild eða ekki segir meðal annars að ekki verði séð af gögnum málsins að það lúti að atriðum sem hafi verulega almenna þýðingu né að mjög mikilvægt sé af öðrum ástæðum að fá úrlausn Hæstaréttar. Þá byggi niðurstaða Landsréttar um sakfellingu að verulegu leyti á mati á sönnunargildi munnlegs framburðar. Það mat verði ekki endurskoðað fyrir Hæstarétti. Taldi Hæstiréttur ljóst að áfrýjun til réttarins myndi ekki verða til þess að breyta dómi Landsréttar. Ofbeldi gegn börnum Heimilisofbeldi Dómsmál Tengdar fréttir Refsing fyrir gróft ofbeldi gegn dætrum og eiginkonu þyngd í tvö ár Karlmaður var í gær dæmdur til tveggja ára óskilorðsbundinnar refsingar fyrir gróft ofbeldi gagnvart fjórum dætrum sínum og fyrrverandi eiginkonu. Þá var eiginkonan dæmd til sex mánaða skilorðsbundinnar refsingar fyrir ofbeldi gagnvart þremur dætranna. 12. nóvember 2022 18:45 Fá ekki aftur forræði yfir dætrum sem þau beittu ofbeldi Foreldrar sem dæmdir voru fyrir ofbeldi gegn fjórum dætrum sínum og svipt forræði yfir þeim, mega ekki fá forræðið aftur. Þetta er niðurstaða Landsréttar sem opinberuð var nýverið og var meðal annars litið til þess að bæði voru dæmd fyrir ofbeldi gegn dætrunum og að þrjár elstur dæturnar sögðust ekkert vilja með þau hafa. 30. nóvember 2022 12:11 Mest lesið Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Innlent Fleiri fréttir „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Sjá meira
Í nóvember á síðasta ári var karlmaður dæmdur til tveggja ára óskilorðsbundinnar refsingar fyrir gróft ofbeldi gagnvart fjórum dætrum sínum og fyrrverandi eiginkonu. Eiginkonan fyrrverandi og móðir dætranna var dæmd til sex mánaða skilorðsbundinnar refsingar fyrir ofbeldi gagnvart þremur dætranna af fjórum. Var hún sakfelld fyrir að hafa ítrekað slegið elstu þrjár dætur sínar. Í héraðsdómi var þó litið til þess við ákvörðun refsingar móðurinnar að hún hafi sjálf verið þolandi viðvarandi heimilisofbeldis mannsins. Því hlaut hún vægari sex mánaða dóm en fullnustu refsingar var frestað. Konan óskaði eftir því að fá að áfrýja dómi Landsréttar til Hæstaréttar á þeim grundvelli að hún hafi verið ranglega sakfelld í héraðsdómi. Þá hafi sú sakfelling verið staðfest í Landsrétti á grundvelli takmarkaðra sönnunargagna. Ákæruvaldið lagðist gegn beiðni móðurinnar. Í niðurstöðu Hæstaréttar um hvort veita ætti áfrýjunarheimild eða ekki segir meðal annars að ekki verði séð af gögnum málsins að það lúti að atriðum sem hafi verulega almenna þýðingu né að mjög mikilvægt sé af öðrum ástæðum að fá úrlausn Hæstaréttar. Þá byggi niðurstaða Landsréttar um sakfellingu að verulegu leyti á mati á sönnunargildi munnlegs framburðar. Það mat verði ekki endurskoðað fyrir Hæstarétti. Taldi Hæstiréttur ljóst að áfrýjun til réttarins myndi ekki verða til þess að breyta dómi Landsréttar.
Ofbeldi gegn börnum Heimilisofbeldi Dómsmál Tengdar fréttir Refsing fyrir gróft ofbeldi gegn dætrum og eiginkonu þyngd í tvö ár Karlmaður var í gær dæmdur til tveggja ára óskilorðsbundinnar refsingar fyrir gróft ofbeldi gagnvart fjórum dætrum sínum og fyrrverandi eiginkonu. Þá var eiginkonan dæmd til sex mánaða skilorðsbundinnar refsingar fyrir ofbeldi gagnvart þremur dætranna. 12. nóvember 2022 18:45 Fá ekki aftur forræði yfir dætrum sem þau beittu ofbeldi Foreldrar sem dæmdir voru fyrir ofbeldi gegn fjórum dætrum sínum og svipt forræði yfir þeim, mega ekki fá forræðið aftur. Þetta er niðurstaða Landsréttar sem opinberuð var nýverið og var meðal annars litið til þess að bæði voru dæmd fyrir ofbeldi gegn dætrunum og að þrjár elstur dæturnar sögðust ekkert vilja með þau hafa. 30. nóvember 2022 12:11 Mest lesið Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Innlent Fleiri fréttir „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Sjá meira
Refsing fyrir gróft ofbeldi gegn dætrum og eiginkonu þyngd í tvö ár Karlmaður var í gær dæmdur til tveggja ára óskilorðsbundinnar refsingar fyrir gróft ofbeldi gagnvart fjórum dætrum sínum og fyrrverandi eiginkonu. Þá var eiginkonan dæmd til sex mánaða skilorðsbundinnar refsingar fyrir ofbeldi gagnvart þremur dætranna. 12. nóvember 2022 18:45
Fá ekki aftur forræði yfir dætrum sem þau beittu ofbeldi Foreldrar sem dæmdir voru fyrir ofbeldi gegn fjórum dætrum sínum og svipt forræði yfir þeim, mega ekki fá forræðið aftur. Þetta er niðurstaða Landsréttar sem opinberuð var nýverið og var meðal annars litið til þess að bæði voru dæmd fyrir ofbeldi gegn dætrunum og að þrjár elstur dæturnar sögðust ekkert vilja með þau hafa. 30. nóvember 2022 12:11