Sema segir ríkislögreglustjóra „ljúga upp á almenna borgara“ Hólmfríður Gísladóttir skrifar 1. febrúar 2023 06:24 Sema sakar ríkislögreglustjóra um óheiðarleika og að vilja ekki axla ábyrgð á meðferð Hussein. Sema Erla Serdar, stofnandi Solaris og baráttukona fyrir réttindum flóttafólks, sakar ríkislögreglustjóra um að ljúga opinberlega upp á almenning í svörum sínum við erindi umboðsmanns Alþingis. Umboðsmaður hóf athugun í kjölfar brottflutnings hælisleitanda í hjólastjól, Hussein Hussein, þann 2. nóvember síðastliðinn. Leitaði hann svara hjá ríkislögreglustjóra um framkvæmdina en í gær var greint frá því að umboðsmaður hefði lokið athugun sinni, þar sem ríkislögreglustjóri segði til skoðunar að útvega lögreglu bifreið til að flytja fólk í hjólastól. Í svari ríkislögreglustjóra segir hins vegar einnig að fyrstu áætlanir hafi gert ráð fyrir að Hussein yrði fluttur til Keflavíkur í bifreið útbúinni fyrir hjólastól. Allar áætlanir hefðu hins vegar breyst verulega vegna mótmæla og „einstaklinga sem hugðust jafnvel koma í veg fyrir brottflutninginn“. Þá segir að fjallað verði nánar um þetta í skýrslu til dómsmálaráðuneytisins. Reyndu aldrei að hindra störf lögreglu „Hér er ríkislögreglustjóri að ljúga mjög alvarlegum sökum upp á almenna borgara!“ skrifar Sema á Facebook í gærkvöldi. Hún segist hafa verið ein af sex einstaklingum sem, ásamt fréttamanni og tökumanni frá RÚV, fundu fjölskylduna á hóteli í Hafnarfirði og tóku sér stöðu fyrir utan. Allt sem átti sér stað sé til á myndskeiðum sem fólkið tók. „Það er auðvitað hlægilegt að ríkislögreglustjóri skuli halda því fram að lögreglan, sem taldi á tímabili fleiri en 20 lögregluþjóna, hafi ekki getað „tryggt öryggi“ Hussein og fjölskyldu fyrir mótmælendum. Fjölskyldunni stóð allan tímann miklu meiri ógn af lögreglunni en okkur sem voru mætt til að sýna fjölskyldunni stuðning. Það stóð aldrei til að reyna að koma í veg fyrir brottvísunina og það var ALDREI reynt að hindra störf lögreglu. Við vitum það alveg að við hefðum öll verið handtekin ef svo hefði verið,“ segir Sema. Hún segist ekki munu sitja þegjandi undir ásökunum um að eiga sök á illri meðferð lögreglu og stjórnvalda á fötluðum flóttamanni og segir málinu ekki lokið. „Ég krefst þess að ríkislögreglustjóri dragi þessi ósannindi til baka og biðjist afsökunar á að ljúga upp á almenna borgara!“ Lögreglan Lögreglumál Flóttafólk á Íslandi Flóttamenn Hælisleitendur Mál Hussein Hussein Mest lesið Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Innlent Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Innlent Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Erlent Húsleit á heimili þekkts brotamanns Innlent Tilkynnt um par að slást Innlent Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Ekki allt sem sýnist varðandi launin Innlent Fleiri fréttir Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Sjá meira
Umboðsmaður hóf athugun í kjölfar brottflutnings hælisleitanda í hjólastjól, Hussein Hussein, þann 2. nóvember síðastliðinn. Leitaði hann svara hjá ríkislögreglustjóra um framkvæmdina en í gær var greint frá því að umboðsmaður hefði lokið athugun sinni, þar sem ríkislögreglustjóri segði til skoðunar að útvega lögreglu bifreið til að flytja fólk í hjólastól. Í svari ríkislögreglustjóra segir hins vegar einnig að fyrstu áætlanir hafi gert ráð fyrir að Hussein yrði fluttur til Keflavíkur í bifreið útbúinni fyrir hjólastól. Allar áætlanir hefðu hins vegar breyst verulega vegna mótmæla og „einstaklinga sem hugðust jafnvel koma í veg fyrir brottflutninginn“. Þá segir að fjallað verði nánar um þetta í skýrslu til dómsmálaráðuneytisins. Reyndu aldrei að hindra störf lögreglu „Hér er ríkislögreglustjóri að ljúga mjög alvarlegum sökum upp á almenna borgara!“ skrifar Sema á Facebook í gærkvöldi. Hún segist hafa verið ein af sex einstaklingum sem, ásamt fréttamanni og tökumanni frá RÚV, fundu fjölskylduna á hóteli í Hafnarfirði og tóku sér stöðu fyrir utan. Allt sem átti sér stað sé til á myndskeiðum sem fólkið tók. „Það er auðvitað hlægilegt að ríkislögreglustjóri skuli halda því fram að lögreglan, sem taldi á tímabili fleiri en 20 lögregluþjóna, hafi ekki getað „tryggt öryggi“ Hussein og fjölskyldu fyrir mótmælendum. Fjölskyldunni stóð allan tímann miklu meiri ógn af lögreglunni en okkur sem voru mætt til að sýna fjölskyldunni stuðning. Það stóð aldrei til að reyna að koma í veg fyrir brottvísunina og það var ALDREI reynt að hindra störf lögreglu. Við vitum það alveg að við hefðum öll verið handtekin ef svo hefði verið,“ segir Sema. Hún segist ekki munu sitja þegjandi undir ásökunum um að eiga sök á illri meðferð lögreglu og stjórnvalda á fötluðum flóttamanni og segir málinu ekki lokið. „Ég krefst þess að ríkislögreglustjóri dragi þessi ósannindi til baka og biðjist afsökunar á að ljúga upp á almenna borgara!“
Lögreglan Lögreglumál Flóttafólk á Íslandi Flóttamenn Hælisleitendur Mál Hussein Hussein Mest lesið Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Innlent Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Innlent Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Erlent Húsleit á heimili þekkts brotamanns Innlent Tilkynnt um par að slást Innlent Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Ekki allt sem sýnist varðandi launin Innlent Fleiri fréttir Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Sjá meira