Fær bætur eftir að hafa fræst á sér handlegginn Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 1. febrúar 2023 12:54 Maðurinn slasaðist illa við vinnu og hlaut 20 prósenta varanlegan skaða. Vísir/Vilhelm Rafiðnaðarmaður, sem slasaðist illa þegar fræsari hrökk í handlegg hans við vinnu, fær greiddar bætur úr ábyrgðartryggingu Sjóvár. Sjóvá hafnaði ábyrgð og bar fyrir sig að um óhappaatvik hafi verið að ræða. Þetta segir í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur, sem var upp kveðinn á mánudag. Slysið sem um ræðir varð 7. febrúar 2019 þegar rafiðnaðarmaðurinn var að fræsa með handfræsara fyrir rafmagnsröri í millivegg í húsi sem hann vann við og lenti með vinstri handlegg í tönn fræsarans og slasaðist. Atvinnurekandi hans hafði lagt honum til vinnutröppu til að standa á. Trappan var staðsett þannig að hún stóð á hlið við vegginn og stóð maðurinn í tröppunni og beitti fræsaranum á vegginn. Slysið varð þegar tönn fræsarans lenti á járnteini sem var inni í veggnum og við það hrökk fræsarinn frá veggnum og í handlegg mannsins. Hann hlaut mölbrot á fjærenda ölnarbeins í vinstri framhandlegg með miklum áverkum á sinar, vöðva, taugar og æðar. Maðurinn var óvinnufær frá 7. febrúar 2019 til 1. mars 2020. Varanlegur miski var metinn 20 prósent, þannig að áverkar á úlnlið voru metnir til 12 prósent miska og áverkar á vinstri ölnartaug 8 prósent. Vinnueftirlit og lögregla voru kölluð strax til á vettvang. Mat Vinnueftirlitið það svo að ekki hafi legið fyrir fullnægjandi áhættumat fyrir þann verkþátt sem tengdist slysinu. Þá megi rekja orsök slyssins til þess að ekki hafi verið notaður viðeigandi búnaður við verkið. Maðurinn hefði átt að nota lágan vinnupall en ekki tröppu til að standa á. Sjóvá bar fyrir sig að um óhappatilvik hafi verið að ræða og maðurinn hafi sjálfur sýnt gáleysi við verkið. Vildi Sjóvá meina að þar sem maðurinn væri reynslumikill rafiðnaðarmaður hefði hann átt að vita betur. Dómurinn féllst að hluta til á málflutning Sjóvár - að maðurinn hefði átt að beita sér öðruvísi við verkið. Þannig var bótaskylda Sjóvár viðurkennd að hluta til. Sjóvá þarf að bæta manninum 2/3 tjónsins en hann að bera 1/3 tjóns síns sjálfur. Dómsmál Reykjavík Vinnuslys Tryggingar Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf Innlent „Það er engin sleggja“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Innlent Fleiri fréttir Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Sjá meira
Þetta segir í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur, sem var upp kveðinn á mánudag. Slysið sem um ræðir varð 7. febrúar 2019 þegar rafiðnaðarmaðurinn var að fræsa með handfræsara fyrir rafmagnsröri í millivegg í húsi sem hann vann við og lenti með vinstri handlegg í tönn fræsarans og slasaðist. Atvinnurekandi hans hafði lagt honum til vinnutröppu til að standa á. Trappan var staðsett þannig að hún stóð á hlið við vegginn og stóð maðurinn í tröppunni og beitti fræsaranum á vegginn. Slysið varð þegar tönn fræsarans lenti á járnteini sem var inni í veggnum og við það hrökk fræsarinn frá veggnum og í handlegg mannsins. Hann hlaut mölbrot á fjærenda ölnarbeins í vinstri framhandlegg með miklum áverkum á sinar, vöðva, taugar og æðar. Maðurinn var óvinnufær frá 7. febrúar 2019 til 1. mars 2020. Varanlegur miski var metinn 20 prósent, þannig að áverkar á úlnlið voru metnir til 12 prósent miska og áverkar á vinstri ölnartaug 8 prósent. Vinnueftirlit og lögregla voru kölluð strax til á vettvang. Mat Vinnueftirlitið það svo að ekki hafi legið fyrir fullnægjandi áhættumat fyrir þann verkþátt sem tengdist slysinu. Þá megi rekja orsök slyssins til þess að ekki hafi verið notaður viðeigandi búnaður við verkið. Maðurinn hefði átt að nota lágan vinnupall en ekki tröppu til að standa á. Sjóvá bar fyrir sig að um óhappatilvik hafi verið að ræða og maðurinn hafi sjálfur sýnt gáleysi við verkið. Vildi Sjóvá meina að þar sem maðurinn væri reynslumikill rafiðnaðarmaður hefði hann átt að vita betur. Dómurinn féllst að hluta til á málflutning Sjóvár - að maðurinn hefði átt að beita sér öðruvísi við verkið. Þannig var bótaskylda Sjóvár viðurkennd að hluta til. Sjóvá þarf að bæta manninum 2/3 tjónsins en hann að bera 1/3 tjóns síns sjálfur.
Dómsmál Reykjavík Vinnuslys Tryggingar Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf Innlent „Það er engin sleggja“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Innlent Fleiri fréttir Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Sjá meira