Aðallega fyrir andlegu hliðina að koma aftur og vera með Siggeir F. Ævarsson skrifar 1. febrúar 2023 23:16 Embla Kristínardóttir í leik með íslenska landsliðinu. Vísir/Bára Dröfn Embla Kristínardóttir átti kröftuga innkomu af bekknum fyrir Valskonur í kvöld þegar þær báru sigurorð af Grindavík í Subway-deild kvenna, lokatölur 63-83 suður með sjó. Embla, sem er hokin af reynslu, bæði í deild og með landsliði Íslands þrátt fyrir ungan aldur, er að sögn hægt og bítandi að finna sitt gamla form en hún fór í barneignarleyfi undir lok árs 2021. Aðeins sjö mánuðum eftir að yngri dóttir hennar kom í heiminn er Embla kominn á fullt með Valskonum, og því lá beinast við að spyrja hana hvernig henni liði. „Mér líður bara vel. Gott að vera að spila aftur, mjög gaman, og gott fyrir andlegu hliðina líka. En þetta var bara geggjaður liðssigur og gaman að vera í Val.“ Embla gat þó ekki tekið undir þá fullyrðingu blaðamanns að hún væri hratt og örugglega að komast í sitt gamla form. „Nei alls ekki, augljóslega ekki sko.“ – sagði Embla og hló við, greinilega skemmt yfir bjartsýni blaðamanns. „En það er bara eitthvað sem kemur. Ég reyni bara að spila á minni reynslu, skjóta opnum skotum, koma með einhverja baráttu og taka fráköst. Ég er alls ekki að spila eins og í mínu gamla formi en það kemur bara og það er ekkert sem ég er að stressa mig á. Þetta er aðallega fyrir andlegu hliðina, koma aftur og vera með. Vera partur af liði. Og komast útúr húsi!“ Embla kom eins og áður sagði með mikinn kraft og baráttuanda inn í leik Vals í kvöld. Hún kom með margt inn í leikinn sem sést ekki endilega á tölfræðiskýrslunni og virtist hreinlega kveikja í liðsfélögum sínum þegar leikurinn var í járnum. Hún uppskar tvær villur í röð á örstuttum kafla og var ansi ósátt við aðra þeirra. Það var því ekki úr vegi að spyrja Emblu hvort Ísak Kristinsson hefði mögulega splæst tæknivillu á þessi viðbrögð? „Eflaust Simmi já líka.“ – sagði Embla hlæjandi. „Þetta er bara leikurinn, hiti og leikmenn þurfa að fá að pústa líka.“ En þetta er samt eitthvað sem er ómissandi partur af leiknum, stundum þarf bara einhvern til að sýna smá tilfinningar og koma hlutnum á hreyfingu? „Algjörlega, og við erum með fullt lið og fullt af leikmönnum þar sem hver og einn er með sitt hlutverk og þetta er bara hlutverkið mitt núna. Að koma og gösslast aðeins inná. Fá nokkrar villur og kannski æsa aðeins upp í leikmönnum.“ Nú eru Valskonur komnar með 10 sigra í röð í deildinni. Er Embla ekki bara nokkuð bjartsýn á framhaldið? „Jú en við erum bara að hugsa um einn leik í einu, ekkert endilega að hugsa um þessa tíu leiki í röð. Næsti leikur er bara næsti leikur. Sigur í kvöld og við ætlum bara að halda áfram, einn sigur í einu.“ Framundan er landsleikjapása. Tekur Embla henni fagnandi á þessum tímapunkti? „Kærkomin hvíld fyrir mig! Fínt að fá að æfa örlítið meira, hlaupa aðeins og komast betur inn í liðskerfin. Kærkomið held ég.“ UMF Grindavík Subway-deild kvenna Valur Mest lesið „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Enski boltinn Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins Enski boltinn „Við getum ekki þagað yfir þessu“ Körfubolti „Þær eru hræddar við hana“ Íslenski boltinn Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Enski boltinn Dagskráin í dag: VARsjáin og hafnabolti Sport Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn „Gulrótin að vinna og henda Slóveníu úr mótinu“ Körfubolti Segja Römer klára tímabilið með KA Íslenski boltinn Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti Fleiri fréttir „Gulrótin að vinna og henda Slóveníu úr mótinu“ „Við getum ekki þagað yfir þessu“ Þýskaland vann Bretland með 63 stiga mun EM í dag: Helgin frá helvíti Erfitt að sofa og vera einn með eigin hugsunum Ísland með verstu þriggja stiga nýtinguna á EM „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Besta sætið um Tryggva: „Hafði aldrei heyrt um Eið Smára, Jón Arnór eða Óla Stef“ Bara ofurstjörnur úr NBA með hærra framlag en Tryggvi á EM Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Skýrsla Henrys: Rændir í gini ljónsins „Fannst tækifærið vera tekið af okkur“ „Vont er þeirra ranglæti. Verra er þeirra réttlæti“ „Bíður í átta ár eftir svona móti og þetta eru vinnubrögðin“ Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ „Hjartað rifið úr okkur“ „Þetta er bara gullfallegt“ Einkunnir á móti Póllandi: Tryggvi í tröllaham og nóg af töffurum í liðinu Myndasyrpa: Stuðningsmenn Íslands glaðir og ekki búnir að gefast upp Ísraelar lögðu Frakka og lyftu sér á toppinn Uppgjör: Pólland - Ísland 84-75 | Tækifærið á sigrinum hrifsað af Íslandi Íslendingar hita upp í Katowice Belgarnir espuðu upp Doncic og hann svaraði með stórleik EM í dag með Jóni Arnóri: „Við þurfum smá fokk it mode“ „Ein besta manneskja sem ég hef kynnst“ Myndasyrpa: Stúkan blá í svekkjandi tapi Loyd kreisti fram sigur fyrir Pólland EM í dag: Fimm mínútna martröð Sjá meira
Aðeins sjö mánuðum eftir að yngri dóttir hennar kom í heiminn er Embla kominn á fullt með Valskonum, og því lá beinast við að spyrja hana hvernig henni liði. „Mér líður bara vel. Gott að vera að spila aftur, mjög gaman, og gott fyrir andlegu hliðina líka. En þetta var bara geggjaður liðssigur og gaman að vera í Val.“ Embla gat þó ekki tekið undir þá fullyrðingu blaðamanns að hún væri hratt og örugglega að komast í sitt gamla form. „Nei alls ekki, augljóslega ekki sko.“ – sagði Embla og hló við, greinilega skemmt yfir bjartsýni blaðamanns. „En það er bara eitthvað sem kemur. Ég reyni bara að spila á minni reynslu, skjóta opnum skotum, koma með einhverja baráttu og taka fráköst. Ég er alls ekki að spila eins og í mínu gamla formi en það kemur bara og það er ekkert sem ég er að stressa mig á. Þetta er aðallega fyrir andlegu hliðina, koma aftur og vera með. Vera partur af liði. Og komast útúr húsi!“ Embla kom eins og áður sagði með mikinn kraft og baráttuanda inn í leik Vals í kvöld. Hún kom með margt inn í leikinn sem sést ekki endilega á tölfræðiskýrslunni og virtist hreinlega kveikja í liðsfélögum sínum þegar leikurinn var í járnum. Hún uppskar tvær villur í röð á örstuttum kafla og var ansi ósátt við aðra þeirra. Það var því ekki úr vegi að spyrja Emblu hvort Ísak Kristinsson hefði mögulega splæst tæknivillu á þessi viðbrögð? „Eflaust Simmi já líka.“ – sagði Embla hlæjandi. „Þetta er bara leikurinn, hiti og leikmenn þurfa að fá að pústa líka.“ En þetta er samt eitthvað sem er ómissandi partur af leiknum, stundum þarf bara einhvern til að sýna smá tilfinningar og koma hlutnum á hreyfingu? „Algjörlega, og við erum með fullt lið og fullt af leikmönnum þar sem hver og einn er með sitt hlutverk og þetta er bara hlutverkið mitt núna. Að koma og gösslast aðeins inná. Fá nokkrar villur og kannski æsa aðeins upp í leikmönnum.“ Nú eru Valskonur komnar með 10 sigra í röð í deildinni. Er Embla ekki bara nokkuð bjartsýn á framhaldið? „Jú en við erum bara að hugsa um einn leik í einu, ekkert endilega að hugsa um þessa tíu leiki í röð. Næsti leikur er bara næsti leikur. Sigur í kvöld og við ætlum bara að halda áfram, einn sigur í einu.“ Framundan er landsleikjapása. Tekur Embla henni fagnandi á þessum tímapunkti? „Kærkomin hvíld fyrir mig! Fínt að fá að æfa örlítið meira, hlaupa aðeins og komast betur inn í liðskerfin. Kærkomið held ég.“
UMF Grindavík Subway-deild kvenna Valur Mest lesið „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Enski boltinn Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins Enski boltinn „Við getum ekki þagað yfir þessu“ Körfubolti „Þær eru hræddar við hana“ Íslenski boltinn Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Enski boltinn Dagskráin í dag: VARsjáin og hafnabolti Sport Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn „Gulrótin að vinna og henda Slóveníu úr mótinu“ Körfubolti Segja Römer klára tímabilið með KA Íslenski boltinn Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti Fleiri fréttir „Gulrótin að vinna og henda Slóveníu úr mótinu“ „Við getum ekki þagað yfir þessu“ Þýskaland vann Bretland með 63 stiga mun EM í dag: Helgin frá helvíti Erfitt að sofa og vera einn með eigin hugsunum Ísland með verstu þriggja stiga nýtinguna á EM „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Besta sætið um Tryggva: „Hafði aldrei heyrt um Eið Smára, Jón Arnór eða Óla Stef“ Bara ofurstjörnur úr NBA með hærra framlag en Tryggvi á EM Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Skýrsla Henrys: Rændir í gini ljónsins „Fannst tækifærið vera tekið af okkur“ „Vont er þeirra ranglæti. Verra er þeirra réttlæti“ „Bíður í átta ár eftir svona móti og þetta eru vinnubrögðin“ Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ „Hjartað rifið úr okkur“ „Þetta er bara gullfallegt“ Einkunnir á móti Póllandi: Tryggvi í tröllaham og nóg af töffurum í liðinu Myndasyrpa: Stuðningsmenn Íslands glaðir og ekki búnir að gefast upp Ísraelar lögðu Frakka og lyftu sér á toppinn Uppgjör: Pólland - Ísland 84-75 | Tækifærið á sigrinum hrifsað af Íslandi Íslendingar hita upp í Katowice Belgarnir espuðu upp Doncic og hann svaraði með stórleik EM í dag með Jóni Arnóri: „Við þurfum smá fokk it mode“ „Ein besta manneskja sem ég hef kynnst“ Myndasyrpa: Stúkan blá í svekkjandi tapi Loyd kreisti fram sigur fyrir Pólland EM í dag: Fimm mínútna martröð Sjá meira