Umfjöllun og viðtöl: KR - Þór 83-105 | Þórsarar mikið betri og unnu nauðsynlegan sigur Árni Jóhannsson skrifar 2. febrúar 2023 19:56 Vincent Shahid fór fyrir Þór í kvöld Vísir / Hulda Margrét KR tók á móti Þór frá Þorlákshöfn í fimmtándu umferð Subway deildar karla í körfubolta í Vesturbæ Reykjavíkur í kvöld. Gestirnir úr Þorlákshöfn skildu verkefnið og mættu tilbúnir til leiks og náðu í nauðsynlegan sigur og gerðu það sannfærandi. Lokatölur 83-105 og vandræði KR og eymd eykst þegar sjö umferðir eru eftir. Antonio Deshaun Williams spilaði vel í fyrri hálfleik en hvarf sjónum þegar leið á eins og margir hjá KR.Vísir / Hulda Margrét Liðin mættu tilbúin til leiks sóknarlega það er næsta víst. Varnarleikur liðanna fékk að sitja á hakanum og þegar fjórar mínútur rúmar voru liðnar þá voru leikmenn Þórs búnir að hitta úr öllum skotunum sínum og heimamenn í KR úr 80% sinna skota og var staðan 9-14. Hraðinn fínn og tilþrif þegar menn fóru auðveldlega í gegnum varnirnar til að ná í sniðskot og skora boltanum. Svo þegar Þór fór að klikka á skotunum sínum þá tóku þeir sóknarfráköst og skoruðu úr seinna tækifærinu sem gerði það að verkum að það slitnaði á milli liðanna og var Þór með forystu allan leikinn. Þegar fyrsti leikhluti var liðinn var staðan 26-33 fyrir gestina úr Þorlákshöfn. Vítanýting heimamanna var ekki góð í byrjun og hjálpaði það ekki til við að reyna að vinna muninn á liðunum til baka. Þórsarar voru harðari af sér í allt kvöld og unnu oft til baka tapaða bolta um leið og hélt KR frá því að nýta töpuðu boltana til að skora. Á hinum enda vallarins náðu þeir í sóknarfráköst sem skiluðu sér í stigum og hjálpaði það til við að halda muninum í 9-14 stigum í fyrri hálfleik. Þegar KR-ingar náðu góðum sprett var hann þurrkaður út með góðum varnarleik gestanna og sóknarfráköstum. Þór leiddi í hálfleik 50-61 og var ljóst að KR þurfti að eiga næsta áhlaup. Lárus Jónsson þjálfari Þórs Þ. fylgist íbygginn með leik sinna manna sem skánaði mikið í seinni hálfleik.Vísir / Hulda Margrét KR byrjaði betur í seinni hálfleik en komust ekki nær en sex stigum. Þegar Þór tók við sér í seinni hálfleik þá sást það langar leiðir að þeir voru mikið betra liðið og baráttuglaðara. Þeir áttu mjög auðvelt að finna leiðina að körfu KR og skrúfuðu fyrir þann litla leka sem var úr krana KR og mjög fljótlega fór munurinn úr 60-66 í 68-85 og með því fór allt loftið úr KR-ingum. Staðan var 69-85 í lok þriðja leikhluta og leit út fyrir að fjórði leikhluti yrði bara formsatriði. Það varð raunin og var munurinn orðinn 19 stig um miðbik fjórða leikhluta, 72-91. Þór hélt gæðum og anda í sínum leik á meðan KR lögðu árar í bát og vissu um örlög sín. Leikurinn endaði 83-105 og unnu gestirnir báða hálfleikana með 11 stigum og úr varð 22 stiga sigur sem manni leið þó eins og að hefði verið mikið stærri. Jordan Semple treður með tilþrifumVísir / Hulda Margrét Afhverju vann Þór frá Þorlákshöfn? Þeir skildu verkefnið eins og sagt er. Mættu tilbúnir til leiks og vildu sigurin mun meira heldur en KR sem litu alls ekki út fyrir að vera að berjast fyrir lífi sínu í deildinni. Þór vann nánast alla tölfræði þætti og þegar þeir náðu að loka fyrir sóknarleik KR í seinni hálfleik þá var alveg ljóst að KR myndi ekki ná að draga Þórsara nær sér. Hvað gekk illa? Varnarleikur KR var afleitur. Þeir fengu á sig 61 stig í fyrri hálfleik og 105 stig á sig í heildina. Það sem verra var að þegar Þór klikkaði á skoti þá sinntu KR ekki þeirri vinnu að ná í frákast til að loka sókninni sem var í gangi. Bestir á vellinum? Það eru fáir til kallaðir hjá KR-ingum. Þeir eru fínt sóknarlið þegar andlega hliðin er í lagi en þegar hún klikkar þá er lítið eftir því ekki geta þeir varist. Allavega ekki vel. Veigar Áki Hlynsson sinnit fyrirliðastarfi sínu vel og leiddi sína menn í stigum og framlagi var með 19 stig og fimm fráköst og á löngum köflum var hann sá eini sem var með lífsmarki hjá heimamönnum. Veigar Áki og Jordan Semple berjast. Áttu báði góðan leik í kvöld.Vísir / Hulda Margrét Hjá Þór Þ. var það Vincent Shahid sem var stiga- og framlagshæstur. Hann vantaði eitt frákast til að ná í þrefalda tvennu en hann skoraði 26 stig, níu fráöst og 11 stoðsendingar. Styrmir Snær Þrastarson skoraði 24 stig og fyrrum leikmaður KR, Jordan Semple, átti frábæran leik gegn sínum gömlu atvinnurekendum og skoraði 21 stig, tók sjö fráköst og gaf átta stoðsendingar. Þá varði kappinn fjögur skot og lét til sín taka á báðum endum vallarins en það var eitthvað sem vantaði hjá honum þegar hann spilaði með KR. Hvað næst? Aftur er það leikur sem skiptir máli í fallbaráttunni hjá KR en þeir fara austur og etja kappi við Hött í leik sem getur skipt miklu máli. Þór fær hinsvegar Val í heimsókn og getur mátað sig við lið sem þeir hugsanlega mæta í fyrstu umferð úrslitakeppninnar komist þeir þangað. Þór er með 10 stig í níunda sæti eins og er en KR er á botninum sem fyrr með fjögur stig. Helgi: Ekki í takt við síðustu tvo leiki Helgi Magnússon veit ekki hvort hann geti tekið eitthvað jákvætt út úr leiknumVísir / Hulda Margrét Helgi Magnússon var náttúrlega ekki sáttur með sína menn á hinum ýmsu sviðum og fannst Þór hafa gert vel og að þættir í þeirra leik hafi verið lýjandi fyrir sína menn. „Við vorum bara slakir varnarlega á löngum köflum í þessum leik og svo skíttöpuðum við frákastabaráttunni. Það er lýjandi og það fór með leikinn. Einn af þessum punktum sem við töluðum um fyrir leik og náðum ekki að fara eftir. Það er erfitt þegar við erum svona litlir en munurinn á ekki að vera þetta mikill.“ Helgi var að vísa í að það vantaði Aalpeli Alanen, finnska framherjann, sem er með hærri leikmönnum lðisins en hann tognaði í læri fyrri í vikunni og tók ekki þátt í kvöld. Hafði það svo mikil áhrif á frákastabaráttuna hjá hans mönnum? „Ekki eitt og sér en þetta verður lýjandi til lengdar. Þetta getur haft áhrif á mann orkulega séð. Það komu kaflar þar sem við spiluðum flotta vörn og þeir leikmenn sem við vildum að væru að skjóta voru að skjóta. Þá náðu þeir kannski í langt sóknarfrákast og opinn þrist. Það eru þessir litlu hlutir sem erfitt er að eiga við andlega.“ Helgi var spurður hvort hann sæi eitthvað jákvætt í leik sinna manna. „Nei. Ég veit það ekki. Allavega ekki í fljótu bragði.“ Hvað þarf Helgi að segja við sína menn eftir leikinn. „Það á eftir að koma í ljós. Við förum yfir leikinn á morgun en þetta var ekki í takt við síðustu tvo leiki og það má ekki gerast.“ Subway-deild karla KR Þór Þorlákshöfn
KR tók á móti Þór frá Þorlákshöfn í fimmtándu umferð Subway deildar karla í körfubolta í Vesturbæ Reykjavíkur í kvöld. Gestirnir úr Þorlákshöfn skildu verkefnið og mættu tilbúnir til leiks og náðu í nauðsynlegan sigur og gerðu það sannfærandi. Lokatölur 83-105 og vandræði KR og eymd eykst þegar sjö umferðir eru eftir. Antonio Deshaun Williams spilaði vel í fyrri hálfleik en hvarf sjónum þegar leið á eins og margir hjá KR.Vísir / Hulda Margrét Liðin mættu tilbúin til leiks sóknarlega það er næsta víst. Varnarleikur liðanna fékk að sitja á hakanum og þegar fjórar mínútur rúmar voru liðnar þá voru leikmenn Þórs búnir að hitta úr öllum skotunum sínum og heimamenn í KR úr 80% sinna skota og var staðan 9-14. Hraðinn fínn og tilþrif þegar menn fóru auðveldlega í gegnum varnirnar til að ná í sniðskot og skora boltanum. Svo þegar Þór fór að klikka á skotunum sínum þá tóku þeir sóknarfráköst og skoruðu úr seinna tækifærinu sem gerði það að verkum að það slitnaði á milli liðanna og var Þór með forystu allan leikinn. Þegar fyrsti leikhluti var liðinn var staðan 26-33 fyrir gestina úr Þorlákshöfn. Vítanýting heimamanna var ekki góð í byrjun og hjálpaði það ekki til við að reyna að vinna muninn á liðunum til baka. Þórsarar voru harðari af sér í allt kvöld og unnu oft til baka tapaða bolta um leið og hélt KR frá því að nýta töpuðu boltana til að skora. Á hinum enda vallarins náðu þeir í sóknarfráköst sem skiluðu sér í stigum og hjálpaði það til við að halda muninum í 9-14 stigum í fyrri hálfleik. Þegar KR-ingar náðu góðum sprett var hann þurrkaður út með góðum varnarleik gestanna og sóknarfráköstum. Þór leiddi í hálfleik 50-61 og var ljóst að KR þurfti að eiga næsta áhlaup. Lárus Jónsson þjálfari Þórs Þ. fylgist íbygginn með leik sinna manna sem skánaði mikið í seinni hálfleik.Vísir / Hulda Margrét KR byrjaði betur í seinni hálfleik en komust ekki nær en sex stigum. Þegar Þór tók við sér í seinni hálfleik þá sást það langar leiðir að þeir voru mikið betra liðið og baráttuglaðara. Þeir áttu mjög auðvelt að finna leiðina að körfu KR og skrúfuðu fyrir þann litla leka sem var úr krana KR og mjög fljótlega fór munurinn úr 60-66 í 68-85 og með því fór allt loftið úr KR-ingum. Staðan var 69-85 í lok þriðja leikhluta og leit út fyrir að fjórði leikhluti yrði bara formsatriði. Það varð raunin og var munurinn orðinn 19 stig um miðbik fjórða leikhluta, 72-91. Þór hélt gæðum og anda í sínum leik á meðan KR lögðu árar í bát og vissu um örlög sín. Leikurinn endaði 83-105 og unnu gestirnir báða hálfleikana með 11 stigum og úr varð 22 stiga sigur sem manni leið þó eins og að hefði verið mikið stærri. Jordan Semple treður með tilþrifumVísir / Hulda Margrét Afhverju vann Þór frá Þorlákshöfn? Þeir skildu verkefnið eins og sagt er. Mættu tilbúnir til leiks og vildu sigurin mun meira heldur en KR sem litu alls ekki út fyrir að vera að berjast fyrir lífi sínu í deildinni. Þór vann nánast alla tölfræði þætti og þegar þeir náðu að loka fyrir sóknarleik KR í seinni hálfleik þá var alveg ljóst að KR myndi ekki ná að draga Þórsara nær sér. Hvað gekk illa? Varnarleikur KR var afleitur. Þeir fengu á sig 61 stig í fyrri hálfleik og 105 stig á sig í heildina. Það sem verra var að þegar Þór klikkaði á skoti þá sinntu KR ekki þeirri vinnu að ná í frákast til að loka sókninni sem var í gangi. Bestir á vellinum? Það eru fáir til kallaðir hjá KR-ingum. Þeir eru fínt sóknarlið þegar andlega hliðin er í lagi en þegar hún klikkar þá er lítið eftir því ekki geta þeir varist. Allavega ekki vel. Veigar Áki Hlynsson sinnit fyrirliðastarfi sínu vel og leiddi sína menn í stigum og framlagi var með 19 stig og fimm fráköst og á löngum köflum var hann sá eini sem var með lífsmarki hjá heimamönnum. Veigar Áki og Jordan Semple berjast. Áttu báði góðan leik í kvöld.Vísir / Hulda Margrét Hjá Þór Þ. var það Vincent Shahid sem var stiga- og framlagshæstur. Hann vantaði eitt frákast til að ná í þrefalda tvennu en hann skoraði 26 stig, níu fráöst og 11 stoðsendingar. Styrmir Snær Þrastarson skoraði 24 stig og fyrrum leikmaður KR, Jordan Semple, átti frábæran leik gegn sínum gömlu atvinnurekendum og skoraði 21 stig, tók sjö fráköst og gaf átta stoðsendingar. Þá varði kappinn fjögur skot og lét til sín taka á báðum endum vallarins en það var eitthvað sem vantaði hjá honum þegar hann spilaði með KR. Hvað næst? Aftur er það leikur sem skiptir máli í fallbaráttunni hjá KR en þeir fara austur og etja kappi við Hött í leik sem getur skipt miklu máli. Þór fær hinsvegar Val í heimsókn og getur mátað sig við lið sem þeir hugsanlega mæta í fyrstu umferð úrslitakeppninnar komist þeir þangað. Þór er með 10 stig í níunda sæti eins og er en KR er á botninum sem fyrr með fjögur stig. Helgi: Ekki í takt við síðustu tvo leiki Helgi Magnússon veit ekki hvort hann geti tekið eitthvað jákvætt út úr leiknumVísir / Hulda Margrét Helgi Magnússon var náttúrlega ekki sáttur með sína menn á hinum ýmsu sviðum og fannst Þór hafa gert vel og að þættir í þeirra leik hafi verið lýjandi fyrir sína menn. „Við vorum bara slakir varnarlega á löngum köflum í þessum leik og svo skíttöpuðum við frákastabaráttunni. Það er lýjandi og það fór með leikinn. Einn af þessum punktum sem við töluðum um fyrir leik og náðum ekki að fara eftir. Það er erfitt þegar við erum svona litlir en munurinn á ekki að vera þetta mikill.“ Helgi var að vísa í að það vantaði Aalpeli Alanen, finnska framherjann, sem er með hærri leikmönnum lðisins en hann tognaði í læri fyrri í vikunni og tók ekki þátt í kvöld. Hafði það svo mikil áhrif á frákastabaráttuna hjá hans mönnum? „Ekki eitt og sér en þetta verður lýjandi til lengdar. Þetta getur haft áhrif á mann orkulega séð. Það komu kaflar þar sem við spiluðum flotta vörn og þeir leikmenn sem við vildum að væru að skjóta voru að skjóta. Þá náðu þeir kannski í langt sóknarfrákast og opinn þrist. Það eru þessir litlu hlutir sem erfitt er að eiga við andlega.“ Helgi var spurður hvort hann sæi eitthvað jákvætt í leik sinna manna. „Nei. Ég veit það ekki. Allavega ekki í fljótu bragði.“ Hvað þarf Helgi að segja við sína menn eftir leikinn. „Það á eftir að koma í ljós. Við förum yfir leikinn á morgun en þetta var ekki í takt við síðustu tvo leiki og það má ekki gerast.“
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti