„Ekki okkar besti leikur í vetur, langt í frá“ Siggeir F. Ævarsson skrifar 2. febrúar 2023 22:58 Benedikt Guðmundsson segir að sínir menn hafi oft spilað betur en þeir gerðu í kvöld. Vísir/Hulda Margrét Benedikt Guðmundsson, þjálfari Njarðvíkur, slapp með skrekkinn í kvöld þegar hans menn lögðu Stjörnuna í sveiflukenndum leik í Subway-deild karla. Hann hrósaði Stjörnumönnum fyrir þeirra frammistöðu sem gáfu Njarðvíkingum heldur betur alvöru leik í kvöld. „Algjörlega. Stjarnan var virkilega flott hérna, eiginlega bara frábær. Vantaði lykilmenn en samt var Stjarnan hrikalega flott. Bara „kudos“ á Stjörnuna hér í kvöld. Við erum að elta bara allan fyrri hálfleikinn. Við náum þessu forskoti þarna í seinni en Stjarnan kemur bara til baka með frábært áhlaup. Það er ekkert hægt annað en að hrósa þeim, þeir voru búnir að missa Svíann útaf með fimm og þá stigu bara aðrir upp. Ekki okkar besti leikur í vetur, langt í frá, og ég var ekkert beint að hrósa mönnum inni í klefa áðan en það má ekkert taka það frá Stjörnunni að það voru leikmenn þarna sem stigu virkilega vel upp hjá þeim.“ Njarðvíkingar tóku alls 30 víti í kvöld en Dedrick Basile fór aðeins einu sinni á vítalínuna. Það vakti athygli blaðamanns að þar til rétt í blálokin voru Stjörnumenn aðeins búnir að brjóta einu sinni á honum. Benni sagði að þetta væri sennilega einstakur atburður í körfuboltasögunni. „Það hefur held ég bara aldrei gerst og mun örugglega aldrei gerast aftur. Ef menn skoða leikinn þá get ég lofað því að það var brotið á honum oftar.“ Mario Matosovic fór mikinn í þriðja leikhluta og skoraði 10 stig á stuttum kafla. Honum tókst þó nokkurn veginn að stroka þá frammistöðu út undir lokin þegar hann braut klaufalega á Arnþóri Frey í þristi, fékk sína fimmtu villu og síðan tæknivillu í kaupbæti. „Þetta var, já. Hann fær þarna fimmtu villuna og slær svo í rimlana og fær tæknivillu líka. Það eru bara fjögur stig, þeir fá boltann og skora og allt í einu er orðið jafnt. Sjö stiga sveifla sem var ansi vont fyrir okkur en sem betur fer náðum við að stilla okkur af aftur og koma og starta áhlaupi.“ Þrátt fyrir sveiflukenndan leik þá sagðist Benni vera ánægður með stigadreifinguna og hvað margir lögðu í púkkið. „Stigadreifingin var góð, 10 menn sem skora og margir að „chippa“ inn en það var enginn svona sem átti frábæran leik. En við náðum að „grænda“ þennan og ég er ánægður með að hafa tekið stigin. En Stjarnan hefði alveg átt skilið eitthvað meira en þetta.“ Það má sennileg færa þennan sigur til bókar sem „iðnaðarsigur“, og þeir gefa tvö stig eins og aðrir. Fimm sigrar í röð í hús hjá Njarðvíkingum sem halda pressu á hinum toppliðunum, Val og Keflavík. Subway-deild karla UMF Njarðvík Stjarnan Tengdar fréttir Leik lokið: Njarðvík - Stjarnan 93-86 | Sjötti heimasigur Njarðvíkinga í röð Njarðvíkingar unnu góðan sjö stiga sigur er liðið tók á móti Stjörnunni í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld, 93-86. Þetta var sjötti sigur Njarðvíkinga í röð á heimavelli og liðið er nú tveimur stigum á eftir toppliði Vals. 2. febrúar 2023 23:12 Mest lesið Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti Fleiri fréttir Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ „Hélt að það yrði erfiðara að dekka Doncic“ EM í dag: Dansinn við Doncic gerður upp og Baldur truflaði þáttinn Martin sló met Jóns Arnórs og Hauks Helga en Tryggvi náði Hlyni Besta sætið: „Þetta er Martin sem við þekkjum“ Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Slá hvern annan utan undir fyrir hvern leik á EM Klippti af sér „dreddana“ og samdi við Keflavík Er þetta Tryggvi eða kannski Shaquille O'Nealason? Sjá meira
„Algjörlega. Stjarnan var virkilega flott hérna, eiginlega bara frábær. Vantaði lykilmenn en samt var Stjarnan hrikalega flott. Bara „kudos“ á Stjörnuna hér í kvöld. Við erum að elta bara allan fyrri hálfleikinn. Við náum þessu forskoti þarna í seinni en Stjarnan kemur bara til baka með frábært áhlaup. Það er ekkert hægt annað en að hrósa þeim, þeir voru búnir að missa Svíann útaf með fimm og þá stigu bara aðrir upp. Ekki okkar besti leikur í vetur, langt í frá, og ég var ekkert beint að hrósa mönnum inni í klefa áðan en það má ekkert taka það frá Stjörnunni að það voru leikmenn þarna sem stigu virkilega vel upp hjá þeim.“ Njarðvíkingar tóku alls 30 víti í kvöld en Dedrick Basile fór aðeins einu sinni á vítalínuna. Það vakti athygli blaðamanns að þar til rétt í blálokin voru Stjörnumenn aðeins búnir að brjóta einu sinni á honum. Benni sagði að þetta væri sennilega einstakur atburður í körfuboltasögunni. „Það hefur held ég bara aldrei gerst og mun örugglega aldrei gerast aftur. Ef menn skoða leikinn þá get ég lofað því að það var brotið á honum oftar.“ Mario Matosovic fór mikinn í þriðja leikhluta og skoraði 10 stig á stuttum kafla. Honum tókst þó nokkurn veginn að stroka þá frammistöðu út undir lokin þegar hann braut klaufalega á Arnþóri Frey í þristi, fékk sína fimmtu villu og síðan tæknivillu í kaupbæti. „Þetta var, já. Hann fær þarna fimmtu villuna og slær svo í rimlana og fær tæknivillu líka. Það eru bara fjögur stig, þeir fá boltann og skora og allt í einu er orðið jafnt. Sjö stiga sveifla sem var ansi vont fyrir okkur en sem betur fer náðum við að stilla okkur af aftur og koma og starta áhlaupi.“ Þrátt fyrir sveiflukenndan leik þá sagðist Benni vera ánægður með stigadreifinguna og hvað margir lögðu í púkkið. „Stigadreifingin var góð, 10 menn sem skora og margir að „chippa“ inn en það var enginn svona sem átti frábæran leik. En við náðum að „grænda“ þennan og ég er ánægður með að hafa tekið stigin. En Stjarnan hefði alveg átt skilið eitthvað meira en þetta.“ Það má sennileg færa þennan sigur til bókar sem „iðnaðarsigur“, og þeir gefa tvö stig eins og aðrir. Fimm sigrar í röð í hús hjá Njarðvíkingum sem halda pressu á hinum toppliðunum, Val og Keflavík.
Subway-deild karla UMF Njarðvík Stjarnan Tengdar fréttir Leik lokið: Njarðvík - Stjarnan 93-86 | Sjötti heimasigur Njarðvíkinga í röð Njarðvíkingar unnu góðan sjö stiga sigur er liðið tók á móti Stjörnunni í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld, 93-86. Þetta var sjötti sigur Njarðvíkinga í röð á heimavelli og liðið er nú tveimur stigum á eftir toppliði Vals. 2. febrúar 2023 23:12 Mest lesið Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti Fleiri fréttir Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ „Hélt að það yrði erfiðara að dekka Doncic“ EM í dag: Dansinn við Doncic gerður upp og Baldur truflaði þáttinn Martin sló met Jóns Arnórs og Hauks Helga en Tryggvi náði Hlyni Besta sætið: „Þetta er Martin sem við þekkjum“ Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Slá hvern annan utan undir fyrir hvern leik á EM Klippti af sér „dreddana“ og samdi við Keflavík Er þetta Tryggvi eða kannski Shaquille O'Nealason? Sjá meira
Leik lokið: Njarðvík - Stjarnan 93-86 | Sjötti heimasigur Njarðvíkinga í röð Njarðvíkingar unnu góðan sjö stiga sigur er liðið tók á móti Stjörnunni í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld, 93-86. Þetta var sjötti sigur Njarðvíkinga í röð á heimavelli og liðið er nú tveimur stigum á eftir toppliði Vals. 2. febrúar 2023 23:12