Ráðuneytið vísar frá kærunni sem Efling dró til baka Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 3. febrúar 2023 09:44 Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, tilkynnti það í gær að Efling hafi skotið kærunni til héraðsdóms. Vísir/Arnar Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið hefur vísað frá stjórnsýslukæru Eflingar vegna miðlunartillögu ríkissáttasemjara. Efling skaut kærunni í gær til héraðsdóms vegna þess hve félagið taldi ráðuneytið lengi að afgreiða kæruna. Fram kemur í úrskurði ráðuneytisins, sem var birtur á tíunda tímanum í morgun, að það meti svo að miðlunartillaga ríkissáttasemjara hafi verið liður í sáttastörfum hans í yfirstandandi kjaradeilu Samtaka atvinnulífsins og Eflingar. Því geti miðlunartillagan ekki talist ákvörðun um rétt eða skyldu manna í skilningi stjórnsýslulaga. Þannig meti ráðuneytið það svo að miðlunartillaga ríkissáttasemjara geti ekki talist stjórnvaldsákvörðun sem heimilt er að kæra til æðra stjórnvalds. Eins og áður segir hefur Efling þegar skotið kærunni til héraðsdóms og óskað eftir flýtimeðferð. Má því gera ráð fyrir að málið verði tekið þar fyrir á næstu dögum. Þá er dagurinn í dag stór í deilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins annars vegar og Eflingar og ríkissáttasemjara hins vegar. Málflutningur fer í dag fram fyrir héraðsdómi í máli Eflingar og ríkissáttasemjara en sáttasemjari hefur óskað eftir að fá kjörskrá Eflingar afhenta til að geta lagt miðlunartillöguna fyrrnefndu fyrir félagsfólk. Þá er málflutningur í máli Eflingar og SA í Félagsdómi síðdegis en Samtök atvinnulífsins vilja fá úr því skorið hvort Eflingarliðum sé heimilt að leggja niður störf, eins og ráðgert er á þriðjudag, á meðan miðlunartillaga ríkissáttasemjara liggur á borðinu. Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Tengdar fréttir Örlagaríkur dagur runninn upp í sögulegri deilu Spennan er farin að magnast í kjaradeilu Eflingar við Samtök atvinnulífsins. Beðið er eftir að atkvæðagreiðsla um verkfallsboðun tvö hefjist, beðið er eftir málflutningi í máli Eflingar og ríkissáttasemjara fyrir héraðsdómi og sömuleiðis málflutnings í máli Eflingar og SA fyrir félagsdómi. Þá liggur fyrir dómstólum að úrskurða hvort umdeild miðlunartillaga sáttasemjara standist lög. 3. febrúar 2023 06:22 Efling vill að skipaður verði nýr sáttasemjari Formaður Eflingar segir félagið ekki treysta ríkissáttasemjara til að leiða frekari viðræður við Samtök atvinnulífsins og vill að nýr einstaklingur verði fundinn í hans stað. Félagið gafst einnig upp á biðinni eftir úrskurði vinnumarkaðsráðherra á stjórnsýslukæru vegna miðlunartillögu ríkissáttasemjara og kærði tillöguna til Héraðsdóms í dag. 2. febrúar 2023 19:30 Sér ekki möguleika á samningum nema Aðalsteinn stígi til hliðar Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar segir að skipa þurfi vararíkissáttasemjara ef kalla eigi Eflingu og Samtök Atvinnulífsins aftur að samningsborðinu. Efling hefur dregið stjórnsýslukæru sína vegna miðlunartillögu sáttasemjara til baka og þess í stað kært hana til héraðsdóms. 2. febrúar 2023 15:50 Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Hefja aftur leit að MH370 Erlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Innlent Fljótagöng sett í forgang Innlent Fann sér ekki stað hjá forsetanum eftir breytingar Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Handteknir við að sýsla með þýfi Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ Sjá meira
Fram kemur í úrskurði ráðuneytisins, sem var birtur á tíunda tímanum í morgun, að það meti svo að miðlunartillaga ríkissáttasemjara hafi verið liður í sáttastörfum hans í yfirstandandi kjaradeilu Samtaka atvinnulífsins og Eflingar. Því geti miðlunartillagan ekki talist ákvörðun um rétt eða skyldu manna í skilningi stjórnsýslulaga. Þannig meti ráðuneytið það svo að miðlunartillaga ríkissáttasemjara geti ekki talist stjórnvaldsákvörðun sem heimilt er að kæra til æðra stjórnvalds. Eins og áður segir hefur Efling þegar skotið kærunni til héraðsdóms og óskað eftir flýtimeðferð. Má því gera ráð fyrir að málið verði tekið þar fyrir á næstu dögum. Þá er dagurinn í dag stór í deilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins annars vegar og Eflingar og ríkissáttasemjara hins vegar. Málflutningur fer í dag fram fyrir héraðsdómi í máli Eflingar og ríkissáttasemjara en sáttasemjari hefur óskað eftir að fá kjörskrá Eflingar afhenta til að geta lagt miðlunartillöguna fyrrnefndu fyrir félagsfólk. Þá er málflutningur í máli Eflingar og SA í Félagsdómi síðdegis en Samtök atvinnulífsins vilja fá úr því skorið hvort Eflingarliðum sé heimilt að leggja niður störf, eins og ráðgert er á þriðjudag, á meðan miðlunartillaga ríkissáttasemjara liggur á borðinu.
Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Tengdar fréttir Örlagaríkur dagur runninn upp í sögulegri deilu Spennan er farin að magnast í kjaradeilu Eflingar við Samtök atvinnulífsins. Beðið er eftir að atkvæðagreiðsla um verkfallsboðun tvö hefjist, beðið er eftir málflutningi í máli Eflingar og ríkissáttasemjara fyrir héraðsdómi og sömuleiðis málflutnings í máli Eflingar og SA fyrir félagsdómi. Þá liggur fyrir dómstólum að úrskurða hvort umdeild miðlunartillaga sáttasemjara standist lög. 3. febrúar 2023 06:22 Efling vill að skipaður verði nýr sáttasemjari Formaður Eflingar segir félagið ekki treysta ríkissáttasemjara til að leiða frekari viðræður við Samtök atvinnulífsins og vill að nýr einstaklingur verði fundinn í hans stað. Félagið gafst einnig upp á biðinni eftir úrskurði vinnumarkaðsráðherra á stjórnsýslukæru vegna miðlunartillögu ríkissáttasemjara og kærði tillöguna til Héraðsdóms í dag. 2. febrúar 2023 19:30 Sér ekki möguleika á samningum nema Aðalsteinn stígi til hliðar Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar segir að skipa þurfi vararíkissáttasemjara ef kalla eigi Eflingu og Samtök Atvinnulífsins aftur að samningsborðinu. Efling hefur dregið stjórnsýslukæru sína vegna miðlunartillögu sáttasemjara til baka og þess í stað kært hana til héraðsdóms. 2. febrúar 2023 15:50 Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Hefja aftur leit að MH370 Erlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Innlent Fljótagöng sett í forgang Innlent Fann sér ekki stað hjá forsetanum eftir breytingar Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Handteknir við að sýsla með þýfi Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ Sjá meira
Örlagaríkur dagur runninn upp í sögulegri deilu Spennan er farin að magnast í kjaradeilu Eflingar við Samtök atvinnulífsins. Beðið er eftir að atkvæðagreiðsla um verkfallsboðun tvö hefjist, beðið er eftir málflutningi í máli Eflingar og ríkissáttasemjara fyrir héraðsdómi og sömuleiðis málflutnings í máli Eflingar og SA fyrir félagsdómi. Þá liggur fyrir dómstólum að úrskurða hvort umdeild miðlunartillaga sáttasemjara standist lög. 3. febrúar 2023 06:22
Efling vill að skipaður verði nýr sáttasemjari Formaður Eflingar segir félagið ekki treysta ríkissáttasemjara til að leiða frekari viðræður við Samtök atvinnulífsins og vill að nýr einstaklingur verði fundinn í hans stað. Félagið gafst einnig upp á biðinni eftir úrskurði vinnumarkaðsráðherra á stjórnsýslukæru vegna miðlunartillögu ríkissáttasemjara og kærði tillöguna til Héraðsdóms í dag. 2. febrúar 2023 19:30
Sér ekki möguleika á samningum nema Aðalsteinn stígi til hliðar Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar segir að skipa þurfi vararíkissáttasemjara ef kalla eigi Eflingu og Samtök Atvinnulífsins aftur að samningsborðinu. Efling hefur dregið stjórnsýslukæru sína vegna miðlunartillögu sáttasemjara til baka og þess í stað kært hana til héraðsdóms. 2. febrúar 2023 15:50