Setjum upp kolluna á alþjóðlegum baráttudegi gegn krabbameinum Inga Bryndís Árnadóttir skrifar 4. febrúar 2023 08:00 Í dag er alþjóðlegur baráttudagur gegn krabbameinum. Dagurinn er haldinn 4. febrúar á ári hverju til að vekja athygli á sjúkdómnum. Það er engin tilviljun að þessa dagana stöndum við í Krafti einmitt fyrir vitundarvakningu og erum að vekja athygli á þeirri þjónustu og stuðningi sem við bjóðum upp á fyrir ungt fólk sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendur á öllum aldri. „Fyrir hvern setur þú upp kolluna?“ er yfirskrift átaksins og fáum við okkar dásamlegu félagsmenn með okkur í lið til að segja frá sinni reynslu og hvernig stuðningur Krafts hefur hjálpað þeim í gegnum erfiða tíma. Á ári hverju greinast um 70 ungir einstaklingar með krabbamein á Íslandi og getur það umturnað lífi þeirra og þeirra sem standa þeim nærri. Þetta eru einstaklingar sem eru að taka sín fyrstu skref út í lífið, eru í námi, að kaupa íbúð, stofna fjölskyldu o.s.frv. Lifun með krabbameini er orðin miklu betri í dag en hér á árum áður en bæði krabbamein og krabbameinsmeðferðir geta samt haft langvarandi neikvæð áhrif. Ýmsar síðbúnar afleiðingar geta komið í ljós eftir á, eins og t.d. frjósemisvandamál, tannheilsuvandamál, minnisskortur, kvíði og fleira. Flest þekkjum við einhvern sem greinst hefur með krabbamein og því er óhætt að segja að starf okkar í Krafti snerti flesta á einn eða annan hátt. Hvort sem þið hafið sjálf greinst með krabbamein eða eruð aðstandendur eins og makar, börn, vinir eða samstarfsfélagar þá erum við til staðar fyrir ykkur öll, hvar sem þið eruð stödd í ferlinu. Á alþjóðlegum baráttudegi gegn krabbameinum er gott að staldra aðeins við og hugsa um það sem vel hefur gengið í krabbameinsbaráttunni á Íslandi. Staðreyndin er sú að það er afskaplega vel haldið utan um þau krabbameinsgreindu og aðstandendur í okkar samfélagi í dag og sú þjónusta sem Krabbameinsfélagið og öll aðildarfélög þess, Ljósið og við í Krafti erum að veita er mikilvægur og þarfur stuðningur fyrir þau. Það er samt sem áður þannig að hver og einn þarf að biðja um þjónustuna sjálfur. Það neyðir þig enginn til að tala við sálfræðing eða við jafningja sem er að ganga í gegnum svipaða hluti og þú - þú þarft að óska eftir því sjálf(ur). Fjölmargir hafa komið til okkar og sagt: „Ég vildi að ég hefði komið fyrr.“ Þess vegna viljum við hjá Krafti vekja athygli á okkar starfi og minna á að við erum hér til staðar fyrir þig og þína hvenær sem er. Í kvöld erum við með Lífið er núna-styrktartónleika í Iðnó þar sem fjöldi tónlistarfólks mun stíga á stokk svo úr verður sannkölluð tónlistarveisla. Hægt er að kaupa miða á tix.is eða við innganginn. Markmið tónleikanna er að fá fólk til að koma saman og njóta líðandi stundar og styrkja gott málefni í leiðinni af því að lífið er núna! Við stöndum einnig fyrir fjáröflun með sölu á Lífið er núna-húfunum okkar. Félagsmenn Krafts og fleiri finna fyrir ólýsanlegum stuðningi þegar þau sjá aðra bera kolluna fyrir sig. Við í Krafti hvetjum því alla til að kaupa Lífið er núna-húfu og spyrjum: Fyrir hvern setur þú upp kolluna? Höfundur er fræðslu- og hagsmunafulltrúi Krafts. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Skimun fyrir krabbameini Mest lesið Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Kjaftæði Elliði Vignisson Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir Skoðun Ólögleg meðvirkni lækna Teitur Ari Theodórsson Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir Skoðun Afleiðingar verkfallsaðgerða á minnstu börnin - krafa um svör Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Hvert er „útlendingavandamálið“? Karen Kjartansdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslenska kerfið framleiðir afbrotamenn Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Ekki fokka þessu upp! Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Kosningaloforð og hvað svo? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Fólk, fjárfestingar og framfarir Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Húsnæðis- og skipulagsmál Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson skrifar Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Skattlögð þegar við þénum, eigum og eyðum Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Kjaftæði Elliði Vignisson skrifar Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist skrifar Skoðun Lítið gert úr áhyggjum íbúa Ölfuss og annarra landsmanna Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Kyrrstöðuna verður að rjúfa! Lausn fyrir verðandi innviðaráðherra Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Íslenskan og menningararfurinn Sólveig Dagmar Þórisdóttir skrifar Skoðun Mannúðlegri úrræði Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Læknar á landsbyggðinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Íslensk verðtrygging á mannamáli! Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun Varðhundar kerfisins Lára Herborg Ólafsdóttir skrifar Skoðun Mótum stefnu um iðn- og tæknimenntun á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Stýrir gervigreind málflutningi stjórnmálamanna og semur stefnur stjórnmálaflokkanna? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Kolkrabbinn og fjármálafjötrar Íslands Ágústa Árnadóttir skrifar Sjá meira
Í dag er alþjóðlegur baráttudagur gegn krabbameinum. Dagurinn er haldinn 4. febrúar á ári hverju til að vekja athygli á sjúkdómnum. Það er engin tilviljun að þessa dagana stöndum við í Krafti einmitt fyrir vitundarvakningu og erum að vekja athygli á þeirri þjónustu og stuðningi sem við bjóðum upp á fyrir ungt fólk sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendur á öllum aldri. „Fyrir hvern setur þú upp kolluna?“ er yfirskrift átaksins og fáum við okkar dásamlegu félagsmenn með okkur í lið til að segja frá sinni reynslu og hvernig stuðningur Krafts hefur hjálpað þeim í gegnum erfiða tíma. Á ári hverju greinast um 70 ungir einstaklingar með krabbamein á Íslandi og getur það umturnað lífi þeirra og þeirra sem standa þeim nærri. Þetta eru einstaklingar sem eru að taka sín fyrstu skref út í lífið, eru í námi, að kaupa íbúð, stofna fjölskyldu o.s.frv. Lifun með krabbameini er orðin miklu betri í dag en hér á árum áður en bæði krabbamein og krabbameinsmeðferðir geta samt haft langvarandi neikvæð áhrif. Ýmsar síðbúnar afleiðingar geta komið í ljós eftir á, eins og t.d. frjósemisvandamál, tannheilsuvandamál, minnisskortur, kvíði og fleira. Flest þekkjum við einhvern sem greinst hefur með krabbamein og því er óhætt að segja að starf okkar í Krafti snerti flesta á einn eða annan hátt. Hvort sem þið hafið sjálf greinst með krabbamein eða eruð aðstandendur eins og makar, börn, vinir eða samstarfsfélagar þá erum við til staðar fyrir ykkur öll, hvar sem þið eruð stödd í ferlinu. Á alþjóðlegum baráttudegi gegn krabbameinum er gott að staldra aðeins við og hugsa um það sem vel hefur gengið í krabbameinsbaráttunni á Íslandi. Staðreyndin er sú að það er afskaplega vel haldið utan um þau krabbameinsgreindu og aðstandendur í okkar samfélagi í dag og sú þjónusta sem Krabbameinsfélagið og öll aðildarfélög þess, Ljósið og við í Krafti erum að veita er mikilvægur og þarfur stuðningur fyrir þau. Það er samt sem áður þannig að hver og einn þarf að biðja um þjónustuna sjálfur. Það neyðir þig enginn til að tala við sálfræðing eða við jafningja sem er að ganga í gegnum svipaða hluti og þú - þú þarft að óska eftir því sjálf(ur). Fjölmargir hafa komið til okkar og sagt: „Ég vildi að ég hefði komið fyrr.“ Þess vegna viljum við hjá Krafti vekja athygli á okkar starfi og minna á að við erum hér til staðar fyrir þig og þína hvenær sem er. Í kvöld erum við með Lífið er núna-styrktartónleika í Iðnó þar sem fjöldi tónlistarfólks mun stíga á stokk svo úr verður sannkölluð tónlistarveisla. Hægt er að kaupa miða á tix.is eða við innganginn. Markmið tónleikanna er að fá fólk til að koma saman og njóta líðandi stundar og styrkja gott málefni í leiðinni af því að lífið er núna! Við stöndum einnig fyrir fjáröflun með sölu á Lífið er núna-húfunum okkar. Félagsmenn Krafts og fleiri finna fyrir ólýsanlegum stuðningi þegar þau sjá aðra bera kolluna fyrir sig. Við í Krafti hvetjum því alla til að kaupa Lífið er núna-húfu og spyrjum: Fyrir hvern setur þú upp kolluna? Höfundur er fræðslu- og hagsmunafulltrúi Krafts.
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar
Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Lítið gert úr áhyggjum íbúa Ölfuss og annarra landsmanna Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Stýrir gervigreind málflutningi stjórnmálamanna og semur stefnur stjórnmálaflokkanna? Tómas Ellert Tómasson skrifar