Enginn verði glaðari en Jón sjálfur haldi Gæslan vélinni Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 3. febrúar 2023 17:01 Jón hefur verið harðlega gagnrýndur vegna fyrirhugaðrar sölu á flugvél Landhelgisgæslunnar. Vísir/Vilhelm Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra segir að enginn verði glaðari en hann sjálfur finnist fjármagn í kerfinu til að halda rekstri á flugvél Landhelgisgæslunnar áfram. Jón kynnti fyrr í vikunni fyrirhugaða sölu á flugvélinni vegna fjárskorts. „Við fengum sem nemur tæpum átta hundruð milljónum minna en við óskuðum eftir til reksturs Gæslunnar á þessu ári á fjárlögum. Afleiðingarnar eru þá þessar þegar farið var að setjast yfir þetta með Landhelgisgæslunni, þá komu þeir með ýmsar tillögur um það hvernig við gætum brugðist við þessu og eftir að hafa legið yfir þeim þá var niðurstaðan sú að þessi ráðstöfun væri sársaukaminnst, þó hún sé ekki sársaukalaus,“ sagði Jón í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni á fimmta tímanum í dag. Ánægður með kröftug viðbrögð Hann segir hugmyndina um að selja flugvélina TF-SIF komna frá Landhelgisgæslunni sjálfri. „Landhelgisgæslan fór yfir það hvar hún gæti gripið til aðhaldsaðgerða til þess að við stæðumst fjárlög. Við höfum það lögbundna hlutverk að fara að fjárlögum og þetta var ein af þeim tillögum sem að þeir teiknuðu upp. Eftir að hafa setið með þeim yfir þessum tillögum var sameiginleg niðurstaða að þetta væri sársaukaminnst,“ segir Jón. Hann fagnar sterkum viðbrögðum við tilkynningunni. „Eftir að við tilkynnum það að farið verði í þessa vegferð hefur það vakið upp ansi kröftugar athugasemdir og ég er auðvitað bara mjög ánægður með að menn hugsi til Gæslunnar og horfi til þess. Þetta nær til þingmanna og ráðherra og það er hægt að bregðast við þessu með því að auka fjármagnið.“ Líði senn að endurnýjun búnaðar Spurður hvort hann sé vongóður um að úr málinu rætist segist hann ver það. „Það er það sem ég á eftir að ræða á vettvangi ríkisstjórnar og miðað við þær yfirlýsingar sem ég hef heyrt er ég vongóður um það. Það verður enginn glaðari en ég ef við getum fallið frá þessu þó auðvitað áfram verður að leita allra leiða til að reka stofnanir ríkisins með sem hagkvæmustum hætti,“ segir Jón. Hann segir þurfa fjármagn upp á um hálfan milljarð á þessu ári til að geta látið enda ná saman. „Það er líka annað sem kemur að þessari flugvél. Framundan er nokkuð hundruð milljóna króna fjárfestingar í endurnýjun á tækjabúnaði á þessari vél. Tækjabúnaðurinn er kominn til ára sinna og tækninni hefur fleygt fram. Sumt af þessu er úr sér gengið og þar stöndum við frammi fyrir miklum áskorunum,“ segir Jón. Fjárlög hafi ráðið ferð Skoðað verði hvort skynsamlegra sé að reka ódýrari flugvél í framtíðinni. „Þessar vélar, eins og sú sem Landhelgisgæslan er með, þykja mjög dýrar í rekstri og eru það. Það mun vera skoðað og við höfum hafið samtal við til að mynda ISAVIA um mögulega samnýtingu á vél sem yrði fengin til þeirra verkefna sem þarf að sinna á þeim bæ líka. Manni finnst blasa við að það gæti verið hagræðing fyrir báða aðila að sameinast í slíkum rekstri,“ segir Jón. „Enginn verður glaðari en ég að þurfa ekki að standa fyrir svona leiðindarákvörðunum. Það er mér þvert um geð og ekki síst þegar kemur að þessari stofnun sem ég hef persónulega átt áralangt samstarf við. Okkur ber að fara að fjárlögum og það er það sem stóð upp úr.“ Landhelgisgæslan Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Öryggis- og varnarmál Reykjavík síðdegis Tengdar fréttir Flugvélin verði ekki seld nema önnur taki við Forsætisráðherra segir að skoða þurfi mun betur söluna á flugvél Landhelgisgæslunnar, sem dómsmálaráðherra boðaði í gær. Ekki væri hægt að ráðast í söluna fyrr en búið væri að fara yfir öll þau sjónarmið sem komið hefðu fram. 3. febrúar 2023 14:02 „Það er til nóg af flugvélum í landinu“ Atburðarásin sem fór af stað þegar greint var frá áformum dómsmálaráðherra um að selja flugvél Landhelgisgæslunnar hefur verið áhugaverð, vægast sagt. Enda gerist það ekki oft, fáeinum vikum eftir samþykkt fjárlaga, að ráðherra tilkynnir einhliða um aðgerð í sparnaðarskyni sem dregur úr öryggi allra landsmanna. 3. febrúar 2023 13:30 Atvinnuflugmenn segja ákvörðun Jóns óforsvaranlega Félag íslenskra atvinnuflugmanna segir ákvörðun dómsmálaráðherra um að hætta rekstri flugvélar Landhelgisgæslunnar, TF-SIF, sé óforsvaranleg og ólögleg. Félagið mun mögulega leita atbeina Félagsdóms gerist þess þörf. 3. febrúar 2023 11:00 Mest lesið Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Erlent Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Innlent Joe Biden með krabbamein Erlent Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Innlent Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Erlent Þrír góðir veðurdagar framundan: „Rjómablíða út um allt“ Veður Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Innlent Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Erlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Innlent Fleiri fréttir Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sjá meira
„Við fengum sem nemur tæpum átta hundruð milljónum minna en við óskuðum eftir til reksturs Gæslunnar á þessu ári á fjárlögum. Afleiðingarnar eru þá þessar þegar farið var að setjast yfir þetta með Landhelgisgæslunni, þá komu þeir með ýmsar tillögur um það hvernig við gætum brugðist við þessu og eftir að hafa legið yfir þeim þá var niðurstaðan sú að þessi ráðstöfun væri sársaukaminnst, þó hún sé ekki sársaukalaus,“ sagði Jón í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni á fimmta tímanum í dag. Ánægður með kröftug viðbrögð Hann segir hugmyndina um að selja flugvélina TF-SIF komna frá Landhelgisgæslunni sjálfri. „Landhelgisgæslan fór yfir það hvar hún gæti gripið til aðhaldsaðgerða til þess að við stæðumst fjárlög. Við höfum það lögbundna hlutverk að fara að fjárlögum og þetta var ein af þeim tillögum sem að þeir teiknuðu upp. Eftir að hafa setið með þeim yfir þessum tillögum var sameiginleg niðurstaða að þetta væri sársaukaminnst,“ segir Jón. Hann fagnar sterkum viðbrögðum við tilkynningunni. „Eftir að við tilkynnum það að farið verði í þessa vegferð hefur það vakið upp ansi kröftugar athugasemdir og ég er auðvitað bara mjög ánægður með að menn hugsi til Gæslunnar og horfi til þess. Þetta nær til þingmanna og ráðherra og það er hægt að bregðast við þessu með því að auka fjármagnið.“ Líði senn að endurnýjun búnaðar Spurður hvort hann sé vongóður um að úr málinu rætist segist hann ver það. „Það er það sem ég á eftir að ræða á vettvangi ríkisstjórnar og miðað við þær yfirlýsingar sem ég hef heyrt er ég vongóður um það. Það verður enginn glaðari en ég ef við getum fallið frá þessu þó auðvitað áfram verður að leita allra leiða til að reka stofnanir ríkisins með sem hagkvæmustum hætti,“ segir Jón. Hann segir þurfa fjármagn upp á um hálfan milljarð á þessu ári til að geta látið enda ná saman. „Það er líka annað sem kemur að þessari flugvél. Framundan er nokkuð hundruð milljóna króna fjárfestingar í endurnýjun á tækjabúnaði á þessari vél. Tækjabúnaðurinn er kominn til ára sinna og tækninni hefur fleygt fram. Sumt af þessu er úr sér gengið og þar stöndum við frammi fyrir miklum áskorunum,“ segir Jón. Fjárlög hafi ráðið ferð Skoðað verði hvort skynsamlegra sé að reka ódýrari flugvél í framtíðinni. „Þessar vélar, eins og sú sem Landhelgisgæslan er með, þykja mjög dýrar í rekstri og eru það. Það mun vera skoðað og við höfum hafið samtal við til að mynda ISAVIA um mögulega samnýtingu á vél sem yrði fengin til þeirra verkefna sem þarf að sinna á þeim bæ líka. Manni finnst blasa við að það gæti verið hagræðing fyrir báða aðila að sameinast í slíkum rekstri,“ segir Jón. „Enginn verður glaðari en ég að þurfa ekki að standa fyrir svona leiðindarákvörðunum. Það er mér þvert um geð og ekki síst þegar kemur að þessari stofnun sem ég hef persónulega átt áralangt samstarf við. Okkur ber að fara að fjárlögum og það er það sem stóð upp úr.“
Landhelgisgæslan Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Öryggis- og varnarmál Reykjavík síðdegis Tengdar fréttir Flugvélin verði ekki seld nema önnur taki við Forsætisráðherra segir að skoða þurfi mun betur söluna á flugvél Landhelgisgæslunnar, sem dómsmálaráðherra boðaði í gær. Ekki væri hægt að ráðast í söluna fyrr en búið væri að fara yfir öll þau sjónarmið sem komið hefðu fram. 3. febrúar 2023 14:02 „Það er til nóg af flugvélum í landinu“ Atburðarásin sem fór af stað þegar greint var frá áformum dómsmálaráðherra um að selja flugvél Landhelgisgæslunnar hefur verið áhugaverð, vægast sagt. Enda gerist það ekki oft, fáeinum vikum eftir samþykkt fjárlaga, að ráðherra tilkynnir einhliða um aðgerð í sparnaðarskyni sem dregur úr öryggi allra landsmanna. 3. febrúar 2023 13:30 Atvinnuflugmenn segja ákvörðun Jóns óforsvaranlega Félag íslenskra atvinnuflugmanna segir ákvörðun dómsmálaráðherra um að hætta rekstri flugvélar Landhelgisgæslunnar, TF-SIF, sé óforsvaranleg og ólögleg. Félagið mun mögulega leita atbeina Félagsdóms gerist þess þörf. 3. febrúar 2023 11:00 Mest lesið Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Erlent Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Innlent Joe Biden með krabbamein Erlent Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Innlent Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Erlent Þrír góðir veðurdagar framundan: „Rjómablíða út um allt“ Veður Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Innlent Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Erlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Innlent Fleiri fréttir Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sjá meira
Flugvélin verði ekki seld nema önnur taki við Forsætisráðherra segir að skoða þurfi mun betur söluna á flugvél Landhelgisgæslunnar, sem dómsmálaráðherra boðaði í gær. Ekki væri hægt að ráðast í söluna fyrr en búið væri að fara yfir öll þau sjónarmið sem komið hefðu fram. 3. febrúar 2023 14:02
„Það er til nóg af flugvélum í landinu“ Atburðarásin sem fór af stað þegar greint var frá áformum dómsmálaráðherra um að selja flugvél Landhelgisgæslunnar hefur verið áhugaverð, vægast sagt. Enda gerist það ekki oft, fáeinum vikum eftir samþykkt fjárlaga, að ráðherra tilkynnir einhliða um aðgerð í sparnaðarskyni sem dregur úr öryggi allra landsmanna. 3. febrúar 2023 13:30
Atvinnuflugmenn segja ákvörðun Jóns óforsvaranlega Félag íslenskra atvinnuflugmanna segir ákvörðun dómsmálaráðherra um að hætta rekstri flugvélar Landhelgisgæslunnar, TF-SIF, sé óforsvaranleg og ólögleg. Félagið mun mögulega leita atbeina Félagsdóms gerist þess þörf. 3. febrúar 2023 11:00