Enginn verði glaðari en Jón sjálfur haldi Gæslan vélinni Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 3. febrúar 2023 17:01 Jón hefur verið harðlega gagnrýndur vegna fyrirhugaðrar sölu á flugvél Landhelgisgæslunnar. Vísir/Vilhelm Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra segir að enginn verði glaðari en hann sjálfur finnist fjármagn í kerfinu til að halda rekstri á flugvél Landhelgisgæslunnar áfram. Jón kynnti fyrr í vikunni fyrirhugaða sölu á flugvélinni vegna fjárskorts. „Við fengum sem nemur tæpum átta hundruð milljónum minna en við óskuðum eftir til reksturs Gæslunnar á þessu ári á fjárlögum. Afleiðingarnar eru þá þessar þegar farið var að setjast yfir þetta með Landhelgisgæslunni, þá komu þeir með ýmsar tillögur um það hvernig við gætum brugðist við þessu og eftir að hafa legið yfir þeim þá var niðurstaðan sú að þessi ráðstöfun væri sársaukaminnst, þó hún sé ekki sársaukalaus,“ sagði Jón í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni á fimmta tímanum í dag. Ánægður með kröftug viðbrögð Hann segir hugmyndina um að selja flugvélina TF-SIF komna frá Landhelgisgæslunni sjálfri. „Landhelgisgæslan fór yfir það hvar hún gæti gripið til aðhaldsaðgerða til þess að við stæðumst fjárlög. Við höfum það lögbundna hlutverk að fara að fjárlögum og þetta var ein af þeim tillögum sem að þeir teiknuðu upp. Eftir að hafa setið með þeim yfir þessum tillögum var sameiginleg niðurstaða að þetta væri sársaukaminnst,“ segir Jón. Hann fagnar sterkum viðbrögðum við tilkynningunni. „Eftir að við tilkynnum það að farið verði í þessa vegferð hefur það vakið upp ansi kröftugar athugasemdir og ég er auðvitað bara mjög ánægður með að menn hugsi til Gæslunnar og horfi til þess. Þetta nær til þingmanna og ráðherra og það er hægt að bregðast við þessu með því að auka fjármagnið.“ Líði senn að endurnýjun búnaðar Spurður hvort hann sé vongóður um að úr málinu rætist segist hann ver það. „Það er það sem ég á eftir að ræða á vettvangi ríkisstjórnar og miðað við þær yfirlýsingar sem ég hef heyrt er ég vongóður um það. Það verður enginn glaðari en ég ef við getum fallið frá þessu þó auðvitað áfram verður að leita allra leiða til að reka stofnanir ríkisins með sem hagkvæmustum hætti,“ segir Jón. Hann segir þurfa fjármagn upp á um hálfan milljarð á þessu ári til að geta látið enda ná saman. „Það er líka annað sem kemur að þessari flugvél. Framundan er nokkuð hundruð milljóna króna fjárfestingar í endurnýjun á tækjabúnaði á þessari vél. Tækjabúnaðurinn er kominn til ára sinna og tækninni hefur fleygt fram. Sumt af þessu er úr sér gengið og þar stöndum við frammi fyrir miklum áskorunum,“ segir Jón. Fjárlög hafi ráðið ferð Skoðað verði hvort skynsamlegra sé að reka ódýrari flugvél í framtíðinni. „Þessar vélar, eins og sú sem Landhelgisgæslan er með, þykja mjög dýrar í rekstri og eru það. Það mun vera skoðað og við höfum hafið samtal við til að mynda ISAVIA um mögulega samnýtingu á vél sem yrði fengin til þeirra verkefna sem þarf að sinna á þeim bæ líka. Manni finnst blasa við að það gæti verið hagræðing fyrir báða aðila að sameinast í slíkum rekstri,“ segir Jón. „Enginn verður glaðari en ég að þurfa ekki að standa fyrir svona leiðindarákvörðunum. Það er mér þvert um geð og ekki síst þegar kemur að þessari stofnun sem ég hef persónulega átt áralangt samstarf við. Okkur ber að fara að fjárlögum og það er það sem stóð upp úr.“ Landhelgisgæslan Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Öryggis- og varnarmál Reykjavík síðdegis Tengdar fréttir Flugvélin verði ekki seld nema önnur taki við Forsætisráðherra segir að skoða þurfi mun betur söluna á flugvél Landhelgisgæslunnar, sem dómsmálaráðherra boðaði í gær. Ekki væri hægt að ráðast í söluna fyrr en búið væri að fara yfir öll þau sjónarmið sem komið hefðu fram. 3. febrúar 2023 14:02 „Það er til nóg af flugvélum í landinu“ Atburðarásin sem fór af stað þegar greint var frá áformum dómsmálaráðherra um að selja flugvél Landhelgisgæslunnar hefur verið áhugaverð, vægast sagt. Enda gerist það ekki oft, fáeinum vikum eftir samþykkt fjárlaga, að ráðherra tilkynnir einhliða um aðgerð í sparnaðarskyni sem dregur úr öryggi allra landsmanna. 3. febrúar 2023 13:30 Atvinnuflugmenn segja ákvörðun Jóns óforsvaranlega Félag íslenskra atvinnuflugmanna segir ákvörðun dómsmálaráðherra um að hætta rekstri flugvélar Landhelgisgæslunnar, TF-SIF, sé óforsvaranleg og ólögleg. Félagið mun mögulega leita atbeina Félagsdóms gerist þess þörf. 3. febrúar 2023 11:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Innlent Fleiri fréttir Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Sjá meira
„Við fengum sem nemur tæpum átta hundruð milljónum minna en við óskuðum eftir til reksturs Gæslunnar á þessu ári á fjárlögum. Afleiðingarnar eru þá þessar þegar farið var að setjast yfir þetta með Landhelgisgæslunni, þá komu þeir með ýmsar tillögur um það hvernig við gætum brugðist við þessu og eftir að hafa legið yfir þeim þá var niðurstaðan sú að þessi ráðstöfun væri sársaukaminnst, þó hún sé ekki sársaukalaus,“ sagði Jón í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni á fimmta tímanum í dag. Ánægður með kröftug viðbrögð Hann segir hugmyndina um að selja flugvélina TF-SIF komna frá Landhelgisgæslunni sjálfri. „Landhelgisgæslan fór yfir það hvar hún gæti gripið til aðhaldsaðgerða til þess að við stæðumst fjárlög. Við höfum það lögbundna hlutverk að fara að fjárlögum og þetta var ein af þeim tillögum sem að þeir teiknuðu upp. Eftir að hafa setið með þeim yfir þessum tillögum var sameiginleg niðurstaða að þetta væri sársaukaminnst,“ segir Jón. Hann fagnar sterkum viðbrögðum við tilkynningunni. „Eftir að við tilkynnum það að farið verði í þessa vegferð hefur það vakið upp ansi kröftugar athugasemdir og ég er auðvitað bara mjög ánægður með að menn hugsi til Gæslunnar og horfi til þess. Þetta nær til þingmanna og ráðherra og það er hægt að bregðast við þessu með því að auka fjármagnið.“ Líði senn að endurnýjun búnaðar Spurður hvort hann sé vongóður um að úr málinu rætist segist hann ver það. „Það er það sem ég á eftir að ræða á vettvangi ríkisstjórnar og miðað við þær yfirlýsingar sem ég hef heyrt er ég vongóður um það. Það verður enginn glaðari en ég ef við getum fallið frá þessu þó auðvitað áfram verður að leita allra leiða til að reka stofnanir ríkisins með sem hagkvæmustum hætti,“ segir Jón. Hann segir þurfa fjármagn upp á um hálfan milljarð á þessu ári til að geta látið enda ná saman. „Það er líka annað sem kemur að þessari flugvél. Framundan er nokkuð hundruð milljóna króna fjárfestingar í endurnýjun á tækjabúnaði á þessari vél. Tækjabúnaðurinn er kominn til ára sinna og tækninni hefur fleygt fram. Sumt af þessu er úr sér gengið og þar stöndum við frammi fyrir miklum áskorunum,“ segir Jón. Fjárlög hafi ráðið ferð Skoðað verði hvort skynsamlegra sé að reka ódýrari flugvél í framtíðinni. „Þessar vélar, eins og sú sem Landhelgisgæslan er með, þykja mjög dýrar í rekstri og eru það. Það mun vera skoðað og við höfum hafið samtal við til að mynda ISAVIA um mögulega samnýtingu á vél sem yrði fengin til þeirra verkefna sem þarf að sinna á þeim bæ líka. Manni finnst blasa við að það gæti verið hagræðing fyrir báða aðila að sameinast í slíkum rekstri,“ segir Jón. „Enginn verður glaðari en ég að þurfa ekki að standa fyrir svona leiðindarákvörðunum. Það er mér þvert um geð og ekki síst þegar kemur að þessari stofnun sem ég hef persónulega átt áralangt samstarf við. Okkur ber að fara að fjárlögum og það er það sem stóð upp úr.“
Landhelgisgæslan Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Öryggis- og varnarmál Reykjavík síðdegis Tengdar fréttir Flugvélin verði ekki seld nema önnur taki við Forsætisráðherra segir að skoða þurfi mun betur söluna á flugvél Landhelgisgæslunnar, sem dómsmálaráðherra boðaði í gær. Ekki væri hægt að ráðast í söluna fyrr en búið væri að fara yfir öll þau sjónarmið sem komið hefðu fram. 3. febrúar 2023 14:02 „Það er til nóg af flugvélum í landinu“ Atburðarásin sem fór af stað þegar greint var frá áformum dómsmálaráðherra um að selja flugvél Landhelgisgæslunnar hefur verið áhugaverð, vægast sagt. Enda gerist það ekki oft, fáeinum vikum eftir samþykkt fjárlaga, að ráðherra tilkynnir einhliða um aðgerð í sparnaðarskyni sem dregur úr öryggi allra landsmanna. 3. febrúar 2023 13:30 Atvinnuflugmenn segja ákvörðun Jóns óforsvaranlega Félag íslenskra atvinnuflugmanna segir ákvörðun dómsmálaráðherra um að hætta rekstri flugvélar Landhelgisgæslunnar, TF-SIF, sé óforsvaranleg og ólögleg. Félagið mun mögulega leita atbeina Félagsdóms gerist þess þörf. 3. febrúar 2023 11:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Innlent Fleiri fréttir Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Sjá meira
Flugvélin verði ekki seld nema önnur taki við Forsætisráðherra segir að skoða þurfi mun betur söluna á flugvél Landhelgisgæslunnar, sem dómsmálaráðherra boðaði í gær. Ekki væri hægt að ráðast í söluna fyrr en búið væri að fara yfir öll þau sjónarmið sem komið hefðu fram. 3. febrúar 2023 14:02
„Það er til nóg af flugvélum í landinu“ Atburðarásin sem fór af stað þegar greint var frá áformum dómsmálaráðherra um að selja flugvél Landhelgisgæslunnar hefur verið áhugaverð, vægast sagt. Enda gerist það ekki oft, fáeinum vikum eftir samþykkt fjárlaga, að ráðherra tilkynnir einhliða um aðgerð í sparnaðarskyni sem dregur úr öryggi allra landsmanna. 3. febrúar 2023 13:30
Atvinnuflugmenn segja ákvörðun Jóns óforsvaranlega Félag íslenskra atvinnuflugmanna segir ákvörðun dómsmálaráðherra um að hætta rekstri flugvélar Landhelgisgæslunnar, TF-SIF, sé óforsvaranleg og ólögleg. Félagið mun mögulega leita atbeina Félagsdóms gerist þess þörf. 3. febrúar 2023 11:00