Musk sýknaður af kröfum vegna meintrar markaðsmisnotkunar Árni Sæberg skrifar 3. febrúar 2023 23:25 Elon Musk gengur út úr dómshúsi í San Fransico eftir að hafa verið sýknaður. Jeff Chiu/AP Elon Musk, forstjóri bílaframleiðandans Tesla og einn ríkasati maður heimsins, var rétt í þessu sýknaður af öllum kröfum hóps fjárfesta í félaginu vegna meintrar markaðsmisnotkunar. Hópurinn sakaði hann um að hafa blekkt fjárfesta með því að tísta um að hann gæti tekið félagið af markaði árið 2018. Í færslu á samfélagsmiðlinum Twitter, sem Musk eignaðist fyrir skömmu, sagði hann að hann hefði tryggt sér fjármagn til þess að taka Tesla af markaði. Síðar kom í ljós að ekki hafi verið búið að ganga frá þeim samningi þegar hann tilkynnti það og ekkert varð af kaupunum. Hópur fjárfesta í félaginu höfðaði málsókn gegn honum í félagi þar sem hann taldi að auðkýfingurinn hefði blekkt fjárfesta með því að dreifa röngum upplýsingum sem gætu haft áhrif á virði bréfa í félaginu. Það er ein helsta tegund markaðsmisnotkunar. Í frétt AP um málið segir að níu manna kviðdómur í San Fransico í Kaliforníu hafi verið innan við tvær klukkustundir að komast að niðurstöðu um sýknu Musks af öllum kröfum málsóknarfélagsins. Réttarhöld í málinu tóku þrjár vikur. Bandaríkin Tesla Mest lesið Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Viðskipti innlent Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Atvinnulíf Akademias tekur yfir rekstur Avia Viðskipti innlent Fleiri fréttir Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Í færslu á samfélagsmiðlinum Twitter, sem Musk eignaðist fyrir skömmu, sagði hann að hann hefði tryggt sér fjármagn til þess að taka Tesla af markaði. Síðar kom í ljós að ekki hafi verið búið að ganga frá þeim samningi þegar hann tilkynnti það og ekkert varð af kaupunum. Hópur fjárfesta í félaginu höfðaði málsókn gegn honum í félagi þar sem hann taldi að auðkýfingurinn hefði blekkt fjárfesta með því að dreifa röngum upplýsingum sem gætu haft áhrif á virði bréfa í félaginu. Það er ein helsta tegund markaðsmisnotkunar. Í frétt AP um málið segir að níu manna kviðdómur í San Fransico í Kaliforníu hafi verið innan við tvær klukkustundir að komast að niðurstöðu um sýknu Musks af öllum kröfum málsóknarfélagsins. Réttarhöld í málinu tóku þrjár vikur.
Bandaríkin Tesla Mest lesið Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Viðskipti innlent Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Atvinnulíf Akademias tekur yfir rekstur Avia Viðskipti innlent Fleiri fréttir Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira