„Auðvelt að leggjast á hliðina og fá sér eina snuddu og vorkenna sjálfum sér“ Þorsteinn Hjálmsson skrifar 4. febrúar 2023 18:49 Samúel Ívar Árnason, þjálfari HK, var svekktur eftir leik Vísir/Vilhelm HK tapaði í dag fyrir Selfossi í hálfgerðum úrslitaleik um sæti í Olís-deildinni á næstu leiktíð. Lauk leiknum með 13 marka sigri Selfoss 18-31 og sá lið HK aldrei til sólar í leiknum. Þrátt fyrir það leit Samúel Ívar Árnason, þjálfari HK, á björtu hliðarnar að leik loknum og fannst reynslan og markvarslan í leik Selfoss skilja liðin að. „Ég reyni yfirleitt að vera jákvæður og ég sé alveg jákvæða hluti hérna inn á milli en það er alveg ljóst að við skjótum of mikið í markmanninn hjá þeim, erum ekki að fá eins marga bolta okkar megin. Fyrri hálfleikurinn fannst mér einkennast af því að þær eru með örlítið meiri reynslu hjá nokkrum leikmönnum sem ná að sækja víti með gegnumbrotum. Á meðan við erum lið mikið byggt upp á 3. flokks stelpum, þannig að það vantar svolítið klókindi að ná að garga víti til sín, ef maður má orða það þannig. Það var svona helsti munurinn, færanýting og svona klókindi í fyrri hálfleik og markvarslan sem skildi að,“ sagði Samúel Ívar. „Það er erfitt að koma inn í úrslitaleik og vera strax komin tíu mörkum undir og það er auðvelt að leggjast á hliðina og fá sér eina snuddu og vorkenna sjálfum sér. Það gerðu mínar stelpur ekki. Ég er gríðarlega ánægður með það. Það má kannski segja að síðustu þrjár til fjórar mínúturnar þegar það er enn þá tíu plús munur og útséð að þetta var kannski síðasta hálmstráið hjá okkur þá er ekkert óeðlilegt að tilfinningarnar komi aðeins inn í og við duttum aðeins niður þá. Fram að því erum við á fullum krafti og erum að reyna eins vel og við getum.“ Samúel Ívar Árnason, þjálfari HK, er langt frá því að vera búinn að leggja árar í bát og ætlar að reyna í öllu sínu valdi að halda liði HK uppi þrátt fyrir mjög svo erfiða stöðu. „Maður veit náttúrulega aldrei hvað gerist í þessu. Jú, vissulega gerðum við okkur þetta talsvert erfitt fyrir. Á meðan það er enn þá tölfræðilegur séns þá að sjálfsögðu reynum við eins og við getum. Eins og tímabilið hefur þróast með meiðslum hjá meistaraflokks leikmönnunum sem áttu að vera klárar í þetta með okkur þá hefur þetta farið í það að hjálpa þessum stelpum í að taka næstu skref og náum við að gera það nógu hratt til að ná nægilega mörgum stigum til að halda okkur uppi. Á meðan það er enn þá möguleiki þá gefum við þetta ekki frá okkur en það er nokkuð ljóst að brekkan er brött.“ Tveir nýir leikmenn léku með HK í dag, þær Mattý Rós Birgisdóttir og Dagmar Guðrún Pálsdóttir. Samúel Ívar telur þær styrkja hópinn hjá HK og líst vel á framhaldið með þær innanborðs. „Bara vel þær eru búnar að fá stuttan tíma með okkur. Það var fínn kraftur í þessu í æfingavikunni hjá okkur, náðum ekki alveg að taka það með okkur inn í þennan leik en ég er mjög jákvæður varðandi þær og held að þær muni hjálpa okkur í leikjunum sem eftir eru.“ Þórhildur Braga Þórðardóttir hefur gengið frá félagsskiptum yfir í HK frá Haukum en var ekki í leikmannahóp í dag hjá HK. Þórhildur Braga hefur ekki leikið handbolta í nokkurn tíma vegna höfuðmeiðsla og barneigna. Samúel Ívar var ekki með á hreinu hvenær mætti búast við henni á parketinu með HK. „Við erum bara að taka því rólega með henni og sjáum bara til. Það er ómögulegt að segja,“ sagði Samúel Ívar Árnason, þjálfari HK, að lokum. Olís-deild kvenna HK UMF Selfoss Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtal: HK - Selfoss 18-31 | Risasigur í botnslagnum Í dag fór fram algjör úrslitaleikur í fallbaráttunni í Olís-deildinni þegar lið Selfoss mætti í Kórinn og lék gegn HK. Leiknum lauk með stórsigri Selfoss. Lokatölur 18-31 í afar óspennandi leik. 4. febrúar 2023 18:12 Mest lesið Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Sport „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ Fótbolti Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana Golf De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fótbolti Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn Carvalho rændi stigi af Chelsea Fótbolti Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik Handbolti Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Mark Sveindísar duggði skammt Fótbolti Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Fótbolti Fleiri fréttir Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Sjá meira
Þrátt fyrir það leit Samúel Ívar Árnason, þjálfari HK, á björtu hliðarnar að leik loknum og fannst reynslan og markvarslan í leik Selfoss skilja liðin að. „Ég reyni yfirleitt að vera jákvæður og ég sé alveg jákvæða hluti hérna inn á milli en það er alveg ljóst að við skjótum of mikið í markmanninn hjá þeim, erum ekki að fá eins marga bolta okkar megin. Fyrri hálfleikurinn fannst mér einkennast af því að þær eru með örlítið meiri reynslu hjá nokkrum leikmönnum sem ná að sækja víti með gegnumbrotum. Á meðan við erum lið mikið byggt upp á 3. flokks stelpum, þannig að það vantar svolítið klókindi að ná að garga víti til sín, ef maður má orða það þannig. Það var svona helsti munurinn, færanýting og svona klókindi í fyrri hálfleik og markvarslan sem skildi að,“ sagði Samúel Ívar. „Það er erfitt að koma inn í úrslitaleik og vera strax komin tíu mörkum undir og það er auðvelt að leggjast á hliðina og fá sér eina snuddu og vorkenna sjálfum sér. Það gerðu mínar stelpur ekki. Ég er gríðarlega ánægður með það. Það má kannski segja að síðustu þrjár til fjórar mínúturnar þegar það er enn þá tíu plús munur og útséð að þetta var kannski síðasta hálmstráið hjá okkur þá er ekkert óeðlilegt að tilfinningarnar komi aðeins inn í og við duttum aðeins niður þá. Fram að því erum við á fullum krafti og erum að reyna eins vel og við getum.“ Samúel Ívar Árnason, þjálfari HK, er langt frá því að vera búinn að leggja árar í bát og ætlar að reyna í öllu sínu valdi að halda liði HK uppi þrátt fyrir mjög svo erfiða stöðu. „Maður veit náttúrulega aldrei hvað gerist í þessu. Jú, vissulega gerðum við okkur þetta talsvert erfitt fyrir. Á meðan það er enn þá tölfræðilegur séns þá að sjálfsögðu reynum við eins og við getum. Eins og tímabilið hefur þróast með meiðslum hjá meistaraflokks leikmönnunum sem áttu að vera klárar í þetta með okkur þá hefur þetta farið í það að hjálpa þessum stelpum í að taka næstu skref og náum við að gera það nógu hratt til að ná nægilega mörgum stigum til að halda okkur uppi. Á meðan það er enn þá möguleiki þá gefum við þetta ekki frá okkur en það er nokkuð ljóst að brekkan er brött.“ Tveir nýir leikmenn léku með HK í dag, þær Mattý Rós Birgisdóttir og Dagmar Guðrún Pálsdóttir. Samúel Ívar telur þær styrkja hópinn hjá HK og líst vel á framhaldið með þær innanborðs. „Bara vel þær eru búnar að fá stuttan tíma með okkur. Það var fínn kraftur í þessu í æfingavikunni hjá okkur, náðum ekki alveg að taka það með okkur inn í þennan leik en ég er mjög jákvæður varðandi þær og held að þær muni hjálpa okkur í leikjunum sem eftir eru.“ Þórhildur Braga Þórðardóttir hefur gengið frá félagsskiptum yfir í HK frá Haukum en var ekki í leikmannahóp í dag hjá HK. Þórhildur Braga hefur ekki leikið handbolta í nokkurn tíma vegna höfuðmeiðsla og barneigna. Samúel Ívar var ekki með á hreinu hvenær mætti búast við henni á parketinu með HK. „Við erum bara að taka því rólega með henni og sjáum bara til. Það er ómögulegt að segja,“ sagði Samúel Ívar Árnason, þjálfari HK, að lokum.
Olís-deild kvenna HK UMF Selfoss Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtal: HK - Selfoss 18-31 | Risasigur í botnslagnum Í dag fór fram algjör úrslitaleikur í fallbaráttunni í Olís-deildinni þegar lið Selfoss mætti í Kórinn og lék gegn HK. Leiknum lauk með stórsigri Selfoss. Lokatölur 18-31 í afar óspennandi leik. 4. febrúar 2023 18:12 Mest lesið Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Sport „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ Fótbolti Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana Golf De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fótbolti Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn Carvalho rændi stigi af Chelsea Fótbolti Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik Handbolti Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Mark Sveindísar duggði skammt Fótbolti Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Fótbolti Fleiri fréttir Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Sjá meira
Umfjöllun og viðtal: HK - Selfoss 18-31 | Risasigur í botnslagnum Í dag fór fram algjör úrslitaleikur í fallbaráttunni í Olís-deildinni þegar lið Selfoss mætti í Kórinn og lék gegn HK. Leiknum lauk með stórsigri Selfoss. Lokatölur 18-31 í afar óspennandi leik. 4. febrúar 2023 18:12