Vika6: Kynfræðsla eða klámfræðsla? Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir skrifar 7. febrúar 2023 08:01 Þrátt fyrir að einhverjum þyki eflaust umræðan um kynlíf komin út fyrir öll mörk er mikilvægt að við fullorðna fólkið tökum höndum saman og ræðum við börnin okkar með þeim hætti að þau upplifi kynheilbrigði sem jákvæðan og mikilvægan þátt í eigin lífi. Snjalltæki hafa breytt veruleika barna svo um munar. Þrátt fyrir mikla kosti nýrrar tækni þá eru börnin okkar komin með í vasann aðgengi að upplýsingum sem oft eiga ekkert erindi við þau. Í gegnum snjalltækin geta ókunnugir nálgast börnin okkar á einfaldan hátt í vafasömum tilgangi. Einelti og áreitni tekur á sig nýjar myndir og börn geta auðveldlega séð allskonar viðbjóð sem getur valdið þeim vanlíðan og jafnvel skaða. Við fullorðna fólkið þurfum því að vera á vaktinni með börnunum okkar. Eitt af því sem aukist hefur gríðarlega samhliða snjallvæðingunni er aðgengi að klámi. Mjög ung börn geta séð klám óumbeðið auk þess sem mörg börn leita sjálf eftir klámi þegar þau verða forvitin um kynlíf. Í nýrri rannsókn Fjölmiðlanefndar kemur fram að 78% stráka og 42% stelpna í 10. bekk á Íslandi hafa horft á klám. Í niðurstöðum frá Rannsóknum og greiningu frá febrúar 2022 kemur fram að 47% stráka í 10. bekk hafa ekki eingöngu séð klám heldur horfa á það nokkrum sinnum í viku eða jafnvel nokkrum sinnum á dag. Í báðum rannsóknum er ljóst að strákar horfa mun meira en stelpur og áhorfið eykst með hverju árinu í unglingadeild. Ekki eru aðgengilegar tölur um kynsegin börn í þessum rannsóknum. Váviðvörun, hér á eftir koma óþægilegar lýsingar. Það er eðlilegt að unglingar séu forvitnir um kynlíf og upplifi bæði kynlöngun og ýmsar fantasíur. Margar rannsóknir hafa sýnt að unglingar horfa ekki bara á klám til að fá kynferðislega örvun heldur einnig til að læra um kynlíf. Með það í huga er mikilvægt að muna að klám er ekki búið til í fræðslutilgangi eða með hagsmuni ungs fólks í huga. Klám snýst um peninga. Ef klám verður kynfræðsla barna þá læra þau meðal annars lítið sem ekkert um mörk, samþykki, nánd, forleik, gælur, djúpa innilega kossa, væntumþykju, samtal um hvað skal gera og hvernig, eða kynsjúkdóma- og getnaðarvarnir. Þegar börn horfa á klám sjá þau ósamþykkt valdaójafnvægi, mikið og oft afar gróft ofbeldi, ýkta kynferðislega ánægju, ýkt útlit kynfæra, afar skökk samskipti og óheilbrigð tengsl. Á netinu má m.a. finna tugi þúsunda myndskeiða sem eiga að snúast um kynlíf milli fjölskyldumeðlima þar sem myndskeiðin heita t.d. „Fyrsta skiptið með afa“ eða „Stjúpfaðir kennir stjúpdóttur sinni…“ og myndskeið þar sem konur líta út fyrir að vera börn. Þeim er þá gjarnan lýst sem þröngum, litlum og óspjölluðum. Það er enginn filter inn á slíkt efni, börn geta dottið inn á það á örfáum sekúndum hvar sem er og hvenær sem er ef þau hafa snjalltæki við höndina. Sýnt hefur verið fram á að á stærstu klámsíðunum leynist fjöldinn allur af myndskeiðum sem sýna raunverulegt kynferðisofbeldi, barnaníð og mansal. Fjölmargar rannsóknir hafa einnig sýnt fram á ýmiskonar skaðleg áhrif kláms á sambönd, samskipti, viðhorf til kvenna, andlega líðan, kynsvörun og fleira. Sjá m.a. hér. Hljómar þetta eins og kynfræðsla sem er ásættanleg fyrir barnið þitt? Til að vinna gegn skökkum skilaboðum í klámi og víða annarsstaðar á netinu þarf að bæta kynfræðslu verulega. Bjóða þarf upp á markvissa alhliða kynfræðslu, þar sem áhersla er lögð á andlegar, félagslegar, tilfinningalegar og líkamlegar hliðar kynheilbrigðis. Byrja þarf snemma og byggja smátt og smátt upp betri þekkingu í samræmi við aldur barna og þroska. Það er sýn sem vonandi verður að veruleika fyrr en síðar um allt land. Jafnréttisskóli Reykjavíkur sem er hluti af skóla- og frístundasviði Reykjavíkurborgar heldur árlega upp á Viku6. Það er kynheilbrigðisátak sem haldið er í sjöttu viku hvers árs og fá allar félagsmiðstöðvar og grunnskólar borgarinnar hvatningu til að bjóða upp á fjölbreytta kynfræðslu. Unglingar kjósa þema hvers árs og taka virkan þátt í undirbúningi og skipulagi Viku6 hverju sinni. Í ár er þemað Kynlíf og kynferðisleg hegðun og hófst vikan í gær 06. febrúar. Markmið Viku6 er að hvetja starfsfólk til að sýna ungu fólki að kynheilbrigði skipti máli og einnig að brjóta niður tabú í tengslum við heilbrigða umræðu um kynlíf, sambönd og samskipti. Jafnréttisskólinn framleiðir fræðsluefni eins og veggspjöld, stuttermaboli fyrir starfsfólk félagsmiðstöðva, stutt myndbönd í samstarfi við UngRÚV, tekur saman kennsluefni og kennsluhugmyndir, býður upp á opna viðburði, heldur úti heimasíðu og Instagramsíðu #vika6_island og sendir nemendum í 10. bekk smokka. Hver starfsstaður útfærir svo kennslu vikunnar eftir sínu höfði. Önnur sveitarfélög og aðrir sem áhuga hafa er velkomið að taka þátt í Viku6 á þann hátt sem hentar. Ein vika á ári er sannarlega ekki næg kynfræðsla en þessi vika er góð áminning fyrir okkur öll um mikilvægi kynfræðslu. Í lok Viku6 verður tilkynnt um úrslit í stuttmyndasamkeppninni SEXAN sem er fyrir nemendur í 7. bekk og er samstarfsverkefni fjölmargra aðila. Þema keppninnar er stafrænt ofbeldi og í gegnum myndirnar sýna nemendur hvað stafrænt ofbeldi er, hversu slæmt það er og hvernig hægt er að vinna gegn því. Þeirra sýn og þeirra raddir fá að njóta sín. Þrjár bestu myndirnar verða verðlaunaðar, sýndar á UngRÚV og þær verða einnig sendar sem hluti af fræðsluefni um stafrænt ofbeldi í alla skóla landsins. Kæra fullorðna fólk, ekki beita þögn á unga fólkið okkar. Við þurfum að tala upphátt um kynlíf og ýta undir jákvæðar hliðar kynheilbrigðis. Klámvæðingin er hávær og börnin okkar eiga betra skilið en að fá sína fræðslu þaðan. Gleðilega Viku6! Höfundur er verkefnastýra Jafnréttisskóla Reykjavíkur Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kynlíf Skóla - og menntamál Klám Mest lesið Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason skrifar Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Þrátt fyrir að einhverjum þyki eflaust umræðan um kynlíf komin út fyrir öll mörk er mikilvægt að við fullorðna fólkið tökum höndum saman og ræðum við börnin okkar með þeim hætti að þau upplifi kynheilbrigði sem jákvæðan og mikilvægan þátt í eigin lífi. Snjalltæki hafa breytt veruleika barna svo um munar. Þrátt fyrir mikla kosti nýrrar tækni þá eru börnin okkar komin með í vasann aðgengi að upplýsingum sem oft eiga ekkert erindi við þau. Í gegnum snjalltækin geta ókunnugir nálgast börnin okkar á einfaldan hátt í vafasömum tilgangi. Einelti og áreitni tekur á sig nýjar myndir og börn geta auðveldlega séð allskonar viðbjóð sem getur valdið þeim vanlíðan og jafnvel skaða. Við fullorðna fólkið þurfum því að vera á vaktinni með börnunum okkar. Eitt af því sem aukist hefur gríðarlega samhliða snjallvæðingunni er aðgengi að klámi. Mjög ung börn geta séð klám óumbeðið auk þess sem mörg börn leita sjálf eftir klámi þegar þau verða forvitin um kynlíf. Í nýrri rannsókn Fjölmiðlanefndar kemur fram að 78% stráka og 42% stelpna í 10. bekk á Íslandi hafa horft á klám. Í niðurstöðum frá Rannsóknum og greiningu frá febrúar 2022 kemur fram að 47% stráka í 10. bekk hafa ekki eingöngu séð klám heldur horfa á það nokkrum sinnum í viku eða jafnvel nokkrum sinnum á dag. Í báðum rannsóknum er ljóst að strákar horfa mun meira en stelpur og áhorfið eykst með hverju árinu í unglingadeild. Ekki eru aðgengilegar tölur um kynsegin börn í þessum rannsóknum. Váviðvörun, hér á eftir koma óþægilegar lýsingar. Það er eðlilegt að unglingar séu forvitnir um kynlíf og upplifi bæði kynlöngun og ýmsar fantasíur. Margar rannsóknir hafa sýnt að unglingar horfa ekki bara á klám til að fá kynferðislega örvun heldur einnig til að læra um kynlíf. Með það í huga er mikilvægt að muna að klám er ekki búið til í fræðslutilgangi eða með hagsmuni ungs fólks í huga. Klám snýst um peninga. Ef klám verður kynfræðsla barna þá læra þau meðal annars lítið sem ekkert um mörk, samþykki, nánd, forleik, gælur, djúpa innilega kossa, væntumþykju, samtal um hvað skal gera og hvernig, eða kynsjúkdóma- og getnaðarvarnir. Þegar börn horfa á klám sjá þau ósamþykkt valdaójafnvægi, mikið og oft afar gróft ofbeldi, ýkta kynferðislega ánægju, ýkt útlit kynfæra, afar skökk samskipti og óheilbrigð tengsl. Á netinu má m.a. finna tugi þúsunda myndskeiða sem eiga að snúast um kynlíf milli fjölskyldumeðlima þar sem myndskeiðin heita t.d. „Fyrsta skiptið með afa“ eða „Stjúpfaðir kennir stjúpdóttur sinni…“ og myndskeið þar sem konur líta út fyrir að vera börn. Þeim er þá gjarnan lýst sem þröngum, litlum og óspjölluðum. Það er enginn filter inn á slíkt efni, börn geta dottið inn á það á örfáum sekúndum hvar sem er og hvenær sem er ef þau hafa snjalltæki við höndina. Sýnt hefur verið fram á að á stærstu klámsíðunum leynist fjöldinn allur af myndskeiðum sem sýna raunverulegt kynferðisofbeldi, barnaníð og mansal. Fjölmargar rannsóknir hafa einnig sýnt fram á ýmiskonar skaðleg áhrif kláms á sambönd, samskipti, viðhorf til kvenna, andlega líðan, kynsvörun og fleira. Sjá m.a. hér. Hljómar þetta eins og kynfræðsla sem er ásættanleg fyrir barnið þitt? Til að vinna gegn skökkum skilaboðum í klámi og víða annarsstaðar á netinu þarf að bæta kynfræðslu verulega. Bjóða þarf upp á markvissa alhliða kynfræðslu, þar sem áhersla er lögð á andlegar, félagslegar, tilfinningalegar og líkamlegar hliðar kynheilbrigðis. Byrja þarf snemma og byggja smátt og smátt upp betri þekkingu í samræmi við aldur barna og þroska. Það er sýn sem vonandi verður að veruleika fyrr en síðar um allt land. Jafnréttisskóli Reykjavíkur sem er hluti af skóla- og frístundasviði Reykjavíkurborgar heldur árlega upp á Viku6. Það er kynheilbrigðisátak sem haldið er í sjöttu viku hvers árs og fá allar félagsmiðstöðvar og grunnskólar borgarinnar hvatningu til að bjóða upp á fjölbreytta kynfræðslu. Unglingar kjósa þema hvers árs og taka virkan þátt í undirbúningi og skipulagi Viku6 hverju sinni. Í ár er þemað Kynlíf og kynferðisleg hegðun og hófst vikan í gær 06. febrúar. Markmið Viku6 er að hvetja starfsfólk til að sýna ungu fólki að kynheilbrigði skipti máli og einnig að brjóta niður tabú í tengslum við heilbrigða umræðu um kynlíf, sambönd og samskipti. Jafnréttisskólinn framleiðir fræðsluefni eins og veggspjöld, stuttermaboli fyrir starfsfólk félagsmiðstöðva, stutt myndbönd í samstarfi við UngRÚV, tekur saman kennsluefni og kennsluhugmyndir, býður upp á opna viðburði, heldur úti heimasíðu og Instagramsíðu #vika6_island og sendir nemendum í 10. bekk smokka. Hver starfsstaður útfærir svo kennslu vikunnar eftir sínu höfði. Önnur sveitarfélög og aðrir sem áhuga hafa er velkomið að taka þátt í Viku6 á þann hátt sem hentar. Ein vika á ári er sannarlega ekki næg kynfræðsla en þessi vika er góð áminning fyrir okkur öll um mikilvægi kynfræðslu. Í lok Viku6 verður tilkynnt um úrslit í stuttmyndasamkeppninni SEXAN sem er fyrir nemendur í 7. bekk og er samstarfsverkefni fjölmargra aðila. Þema keppninnar er stafrænt ofbeldi og í gegnum myndirnar sýna nemendur hvað stafrænt ofbeldi er, hversu slæmt það er og hvernig hægt er að vinna gegn því. Þeirra sýn og þeirra raddir fá að njóta sín. Þrjár bestu myndirnar verða verðlaunaðar, sýndar á UngRÚV og þær verða einnig sendar sem hluti af fræðsluefni um stafrænt ofbeldi í alla skóla landsins. Kæra fullorðna fólk, ekki beita þögn á unga fólkið okkar. Við þurfum að tala upphátt um kynlíf og ýta undir jákvæðar hliðar kynheilbrigðis. Klámvæðingin er hávær og börnin okkar eiga betra skilið en að fá sína fræðslu þaðan. Gleðilega Viku6! Höfundur er verkefnastýra Jafnréttisskóla Reykjavíkur
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun