„Munurinn á atvinnumennsku og ekki-atvinnumennsku kom svolítið í ljós“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 7. febrúar 2023 23:15 Snorri Steinn Guðjónsson var stoltur af sínum mönnum þrátt fyrir tap. Vísir/Pawel Cieslikiewicz Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Vals, gat verið stoltur af sínu liði þrátt fyrir þriggja marka tap gegn Flensburg í Evrópudeildinni í handbolta í kvöld. „Það eru bara svona blendin viðbrögð held ég. Ég er auðvitað bara stoltur af strákunum að gera þetta að alvöru leik og vera yfir þegar það eru tuttugu mínútur eftir,“ sagði Snorri Steinn að leik loknum. „Hitt er bara að ég er mjög fúll að hafa ekki sett þá undir aðeins meiri pressu. Svo auðvitað gengu þeir bara á lagið og við gáfum aðeins eftir. Kannski vantaði bara kíló og munurinn á atvinnumennsku og ekki-atvinnumennsku kom svolítið í ljós þegar fór að líða á leikinn.“ Snorri talaði einnig um að honum þætti liðið eiga inni, rétt eins og Alexander Örn Júlíusson, leikmaður liðsins, gerði í sínu viðtali eftir leik. „Mér fannst eins og í hálfleik sérstaklega við alveg eiga inni. Ég efast svo sem ekkert um að þjálfari Felnsburg segi það sama að þeir eigi eitthvað inni, en það eru alveg einhver smá tækifæri. Þeir eru með marga stráka sem voru á HM og fimm eða sex heimsmeistara og maður þekkir það alveg sjálfur að það er erfitt að koma sér í gang eftir svona þannig að því leytinu til voru tækifæri þarna.“ „Við hefðum alveg getað náð í betri leik. Við erum í veseni varnarlega og annað slíkt og erum ekkert að hjálpa Bjögga neitt mikið.“ Þá nýtti Snorri tækifærið til að hvetja alla Valsmenn til að fjölmenna í Origo-höllina að viku liðinni þegar Valur tekur á móti Benidorm í gríðarlega mikilvægum leik í B-riðli Evrópudeildarinnar. „Bara ekki spurning. Næstu tveir leikir [eru gríðarlega mikilvægir]. Þessi riðill er bara að spilast þannig að þetta eru bara okkar úrslitaleikir. Við getum ekkert orðað það eitthvað öðruvísi. Þannig viljum við bara hafa það og við erum bara komnir í þá stöðu að spila úrslitaleiki um að komast áfram upp úr riðlinum. Það eitt og sér er bara geggjað og við eigum að vera ánægðir með það og njóta þess að vera í þannig stöðu. Svo þurfum við bara að biðla til fólks. Til Valsara og allra bara plís mæta,“ sagði Snorri Steinn að lokum. Klippa: Snorri Steinn eftir tapið gegn Flensburg Handbolti Evrópudeild karla í handbolta Valur Tengdar fréttir „Erum marki yfir þegar tuttugu mínútur eru eftir og þá er þetta bara leikur“ Alexander Örn Júlíusson, leikmaður Vals, var eðlilega svekktur eftir tap sinna manna gegn Flensburg í Evrópudeildinni í handbolta í kvöld. Hann segir að liðið hafi átt nóg inni og því sé enn meira svekkelsi yfir tapinu. 7. febrúar 2023 22:26 Umfjöllun: Flensburg - Valur 33-30 | Hetjuleg barátta í Flens-Arena Flensburg vann þriggja marka sigur á Val 33-30. Þýsku risarnir þurftu að hafa mikið fyrir sigrinum þar sem Valsmenn spiluðu afar vel og geta gengið sáttir frá borði þrátt fyrir þriggja marka tap. 7. febrúar 2023 21:30 Mest lesið Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Dagskráin í dag: Það er pílan Sport Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Fleiri fréttir Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Haukur og félagar unnu baráttuna um Búkarest Úrslitin í leik HK og Stjörnunnar standa Sjá meira
„Það eru bara svona blendin viðbrögð held ég. Ég er auðvitað bara stoltur af strákunum að gera þetta að alvöru leik og vera yfir þegar það eru tuttugu mínútur eftir,“ sagði Snorri Steinn að leik loknum. „Hitt er bara að ég er mjög fúll að hafa ekki sett þá undir aðeins meiri pressu. Svo auðvitað gengu þeir bara á lagið og við gáfum aðeins eftir. Kannski vantaði bara kíló og munurinn á atvinnumennsku og ekki-atvinnumennsku kom svolítið í ljós þegar fór að líða á leikinn.“ Snorri talaði einnig um að honum þætti liðið eiga inni, rétt eins og Alexander Örn Júlíusson, leikmaður liðsins, gerði í sínu viðtali eftir leik. „Mér fannst eins og í hálfleik sérstaklega við alveg eiga inni. Ég efast svo sem ekkert um að þjálfari Felnsburg segi það sama að þeir eigi eitthvað inni, en það eru alveg einhver smá tækifæri. Þeir eru með marga stráka sem voru á HM og fimm eða sex heimsmeistara og maður þekkir það alveg sjálfur að það er erfitt að koma sér í gang eftir svona þannig að því leytinu til voru tækifæri þarna.“ „Við hefðum alveg getað náð í betri leik. Við erum í veseni varnarlega og annað slíkt og erum ekkert að hjálpa Bjögga neitt mikið.“ Þá nýtti Snorri tækifærið til að hvetja alla Valsmenn til að fjölmenna í Origo-höllina að viku liðinni þegar Valur tekur á móti Benidorm í gríðarlega mikilvægum leik í B-riðli Evrópudeildarinnar. „Bara ekki spurning. Næstu tveir leikir [eru gríðarlega mikilvægir]. Þessi riðill er bara að spilast þannig að þetta eru bara okkar úrslitaleikir. Við getum ekkert orðað það eitthvað öðruvísi. Þannig viljum við bara hafa það og við erum bara komnir í þá stöðu að spila úrslitaleiki um að komast áfram upp úr riðlinum. Það eitt og sér er bara geggjað og við eigum að vera ánægðir með það og njóta þess að vera í þannig stöðu. Svo þurfum við bara að biðla til fólks. Til Valsara og allra bara plís mæta,“ sagði Snorri Steinn að lokum. Klippa: Snorri Steinn eftir tapið gegn Flensburg
Handbolti Evrópudeild karla í handbolta Valur Tengdar fréttir „Erum marki yfir þegar tuttugu mínútur eru eftir og þá er þetta bara leikur“ Alexander Örn Júlíusson, leikmaður Vals, var eðlilega svekktur eftir tap sinna manna gegn Flensburg í Evrópudeildinni í handbolta í kvöld. Hann segir að liðið hafi átt nóg inni og því sé enn meira svekkelsi yfir tapinu. 7. febrúar 2023 22:26 Umfjöllun: Flensburg - Valur 33-30 | Hetjuleg barátta í Flens-Arena Flensburg vann þriggja marka sigur á Val 33-30. Þýsku risarnir þurftu að hafa mikið fyrir sigrinum þar sem Valsmenn spiluðu afar vel og geta gengið sáttir frá borði þrátt fyrir þriggja marka tap. 7. febrúar 2023 21:30 Mest lesið Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Dagskráin í dag: Það er pílan Sport Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Fleiri fréttir Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Haukur og félagar unnu baráttuna um Búkarest Úrslitin í leik HK og Stjörnunnar standa Sjá meira
„Erum marki yfir þegar tuttugu mínútur eru eftir og þá er þetta bara leikur“ Alexander Örn Júlíusson, leikmaður Vals, var eðlilega svekktur eftir tap sinna manna gegn Flensburg í Evrópudeildinni í handbolta í kvöld. Hann segir að liðið hafi átt nóg inni og því sé enn meira svekkelsi yfir tapinu. 7. febrúar 2023 22:26
Umfjöllun: Flensburg - Valur 33-30 | Hetjuleg barátta í Flens-Arena Flensburg vann þriggja marka sigur á Val 33-30. Þýsku risarnir þurftu að hafa mikið fyrir sigrinum þar sem Valsmenn spiluðu afar vel og geta gengið sáttir frá borði þrátt fyrir þriggja marka tap. 7. febrúar 2023 21:30