Bjarni sagður ekki hafa borið sig eftir greinargerð um Lindarhvol Jakob Bjarnar skrifar 8. febrúar 2023 11:59 Þegar Sigurður Þórðarson, settur ríkisendurskoðandi, sendi frá sér greinargerð sína um Lindarhvol var það meðal annars til Bjarna Benediktssonar þáverandi efnahags- og fjármálaráðherra. Bjarni var hins vegar í sumarleyfi, honum var gert viðvart um sendinguna en bar sig ekki eftir því að skoða hvorki bréfið frá Sigurði né greinargerðina sjálfa, að sögn aðstoðarmanns hans. vísir/vilhelm Sigurður Þórðarson settur ríkisendurskoðandi sendi greinargerð sína um Lindarhvol meðal annars á Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra. Bjarni sóttist ekki eftir því að sjá greinargerðina, að sögn aðstoðarmanns hans. Meðal þess sem vakti athygli þegar Lindarhvolsmálið var til umræðu á þingi í síðustu viku voru orð Bjarna þess efnis að hann hafi ekki séð margumrædda greinargerð Sigurðar Þórðarsonar. „Það sem er vísað til er ekki endanleg skýrsla setts ríkisendurskoðanda heldur einhverskonar skjal sem ég kann ekki nánari deili á og hef ekki séð og getur ekki verið endanleg niðurstaða í málinu. Og fyrir Alþingi sem hefur ríkisendurskoðanda sem sinn trúnaðarmann hlýtur aðalatriðið að vera það að embættið hefur skilað skýrslu til þingsins,“ sagði Bjarni. Hann bætti því þá við að það geti bara verið ein skýrsla frá ríkisendurskoðanda. „Og sú skýrsla er komin út, hún var gefin út og það getur bara verið ein skýrsla í hverju máli.“ Vísir hefur undir höndum bréf sem fylgdi greinargerð Sigurðar þegar hann skilaði henni af sér. Það má sjá í tengdum skjölum. Bréfið er dagsett 27. júlí 2018 og er stílað á Forseta Alþingis sem þá var Steingrímur J. Sigfússon. Í bréfinu segir að á fundi 25. maí 2018 hafi honum verið tilkynnt sú ákvörðun ríkisendurskoðanda „að hann yfirtæki verkefnið þar sem skilyrði vanhæfis ríkisendurskoðanda væri fallið brott. Í framhaldi af þeirri ákvörðun var ákveðið að settur ríkisendurskoðandi myndi afhenda Ríkisendurskoðun verkefnið með greinargerð miðað við lok maímánaðar 2018.“ Í bréfinu kemur fram að greinargerð Sigurðar hafi verið send ríkisendurskoðanda áamt öllum vinnugögnum. Ennfremur Fjármála- og efnahagsráðherra, Lindarhvoli ehf., Seðlabanka Íslands og Umboðsmanni Alþingis. Fréttablaðið spurði Hersi Aron Ólafsson, aðstoðarmann Bjarna, í ljósi þessa hvernig það mætti vera að greinargerðin hafi ekki borið fyrir augu fjármálaráðherra, hvort starfsfólk hafi ákveðið að afhenda ráðherra ekki bréf frá settum ríkisendurskoðanda sem þó var stílað á hann? Í svari Hersis segir að Bjarna hafi verið gert viðvart að loknum sumarleyfum en „skjalið hvorki verið lagt fyrir hann – né hafi ráðherra sóst eftir því, enda hafi málið verið á forræði ríkisendurskoðanda.“ Tengd skjöl Bréf_Sigurðar_til_Forseta_Alþingis_og_BjarnaPNG119KBSækja skjal Starfsemi Lindarhvols Stjórnsýsla Alþingi Umboðsmaður Alþingis Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Rekstur hins opinbera Tengdar fréttir Ríkisendurskoðandi sér ekkert athugavert við starfsemi Lindarhvols ehf Með jákvæðari skýrslum sem Þórhildur Sunna Ævarsdóttir hefur séð frá embættinu. 18. maí 2020 10:35 Birgir Ármannsson ver enn leyndina um Lindarhvol Þingmenn Samfylkingarinnar og Pírata gerðu harða hríð að Birgi Ármannssyni forseta Alþingis í gær og kölluðu eftir því að á þinginu að greinargerð Sigurðar Þórðarsonar setts ríkissaksóknara yrði birt. Birgir telur það ýmsum vandkvæðum bundið. 2. febrúar 2023 14:01 Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira
Meðal þess sem vakti athygli þegar Lindarhvolsmálið var til umræðu á þingi í síðustu viku voru orð Bjarna þess efnis að hann hafi ekki séð margumrædda greinargerð Sigurðar Þórðarsonar. „Það sem er vísað til er ekki endanleg skýrsla setts ríkisendurskoðanda heldur einhverskonar skjal sem ég kann ekki nánari deili á og hef ekki séð og getur ekki verið endanleg niðurstaða í málinu. Og fyrir Alþingi sem hefur ríkisendurskoðanda sem sinn trúnaðarmann hlýtur aðalatriðið að vera það að embættið hefur skilað skýrslu til þingsins,“ sagði Bjarni. Hann bætti því þá við að það geti bara verið ein skýrsla frá ríkisendurskoðanda. „Og sú skýrsla er komin út, hún var gefin út og það getur bara verið ein skýrsla í hverju máli.“ Vísir hefur undir höndum bréf sem fylgdi greinargerð Sigurðar þegar hann skilaði henni af sér. Það má sjá í tengdum skjölum. Bréfið er dagsett 27. júlí 2018 og er stílað á Forseta Alþingis sem þá var Steingrímur J. Sigfússon. Í bréfinu segir að á fundi 25. maí 2018 hafi honum verið tilkynnt sú ákvörðun ríkisendurskoðanda „að hann yfirtæki verkefnið þar sem skilyrði vanhæfis ríkisendurskoðanda væri fallið brott. Í framhaldi af þeirri ákvörðun var ákveðið að settur ríkisendurskoðandi myndi afhenda Ríkisendurskoðun verkefnið með greinargerð miðað við lok maímánaðar 2018.“ Í bréfinu kemur fram að greinargerð Sigurðar hafi verið send ríkisendurskoðanda áamt öllum vinnugögnum. Ennfremur Fjármála- og efnahagsráðherra, Lindarhvoli ehf., Seðlabanka Íslands og Umboðsmanni Alþingis. Fréttablaðið spurði Hersi Aron Ólafsson, aðstoðarmann Bjarna, í ljósi þessa hvernig það mætti vera að greinargerðin hafi ekki borið fyrir augu fjármálaráðherra, hvort starfsfólk hafi ákveðið að afhenda ráðherra ekki bréf frá settum ríkisendurskoðanda sem þó var stílað á hann? Í svari Hersis segir að Bjarna hafi verið gert viðvart að loknum sumarleyfum en „skjalið hvorki verið lagt fyrir hann – né hafi ráðherra sóst eftir því, enda hafi málið verið á forræði ríkisendurskoðanda.“ Tengd skjöl Bréf_Sigurðar_til_Forseta_Alþingis_og_BjarnaPNG119KBSækja skjal
Starfsemi Lindarhvols Stjórnsýsla Alþingi Umboðsmaður Alþingis Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Rekstur hins opinbera Tengdar fréttir Ríkisendurskoðandi sér ekkert athugavert við starfsemi Lindarhvols ehf Með jákvæðari skýrslum sem Þórhildur Sunna Ævarsdóttir hefur séð frá embættinu. 18. maí 2020 10:35 Birgir Ármannsson ver enn leyndina um Lindarhvol Þingmenn Samfylkingarinnar og Pírata gerðu harða hríð að Birgi Ármannssyni forseta Alþingis í gær og kölluðu eftir því að á þinginu að greinargerð Sigurðar Þórðarsonar setts ríkissaksóknara yrði birt. Birgir telur það ýmsum vandkvæðum bundið. 2. febrúar 2023 14:01 Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira
Ríkisendurskoðandi sér ekkert athugavert við starfsemi Lindarhvols ehf Með jákvæðari skýrslum sem Þórhildur Sunna Ævarsdóttir hefur séð frá embættinu. 18. maí 2020 10:35
Birgir Ármannsson ver enn leyndina um Lindarhvol Þingmenn Samfylkingarinnar og Pírata gerðu harða hríð að Birgi Ármannssyni forseta Alþingis í gær og kölluðu eftir því að á þinginu að greinargerð Sigurðar Þórðarsonar setts ríkissaksóknara yrði birt. Birgir telur það ýmsum vandkvæðum bundið. 2. febrúar 2023 14:01