Hætta málþófi um útlendingafrumvarpið Samúel Karl Ólason skrifar 8. febrúar 2023 17:31 Frá Alþingi. Vísir/Vilhelm Þingmenn Pírata eru hættir málþófi útlendingafrumvarpið svokallaða frá dómsmálaráðherra. Lítið sem ekkert annað hefur verið rætt á þingi á þessu ári en nú telja þingmennirnir að fullreynt sé að opna augu stjórnarliða um frumvarpið og galla þess. Píratar segja það skerða réttindi fólks á flótta. „Þrátt fyrir að frumvarpið hafi hlotið alvarlega gagnrýni frá umsagnaraðilum hefur stjórnarmeirihlutinn á þingi ákveðið að hafa málið áfram í forgangi á kostnað annarra mála, í stað þess að hlusta á gagnrýnina og gera umbætur á frumvarpinu, eða draga það til baka, en dagskrárvaldið er í höndum meirihlutans,“ segir í yfirlýsingu frá Pírötum. Þingmenn Pírata hvetja stjórnarliða til að „standa vörð um stjórnarskrána“. Í áðurnefndri yfirlýsingu segir að í stað þess að mæta gagnrýni á frumvarpið með málefnalegum hætti hafi meirihlutinn kveinkað sér yfir meintu málþófi og talað um að Píratar hafi tekið þingið í gíslingu. Píratar hafi þó aðeins kallað eftir því að hlustað væri á aðfinnslur umsagnaraðila. Píratar segjast hafa lýst yfir þungum áhyggjum af frumvarpinu vegna skerðinga á réttindum fólks á flótta og lagt til að óháðir aðilar geri úttekt á því hvort frumvarpið stæðist stjórnarskrá. Sú tillaga var felld á Alþingi. „Við teljum okkur hafa reynt til þrautar að kalla fram lýðræðislegt samtal, en meirihlutinn hefur ekki verið til í það. Ef þau telja málið nógu vel unnið ætti enginn að þurfa að óttast óháða úttekt á jafn sjálfsögðum hlut og því hvort frumvarpið samræmist ákvæðum stjórnarskrárinnar, en framkoma meirihlutans bendir þvert á móti til þess að þau viti upp á sig sökina,” segir Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, þingmaður Pírata, í yfirlýsingunni. Píratar segja að verði frumvarpið að lögum yrði fólk á flótta svipt heilbrigðisþjónustu, húsnæði og annarri aðstoð. Þá yrði réttur til fjölskyldusameiningar skertur og að afnema eigi rétt fólks til að fá ákvarðanir endurskoðaðar á grundvelli stjórnsýslulaga. „Í frumvarpinu er stjórnvöldum einnig veitt heimild til að synja fólki á flótta um efnismeðferð ef stjórnvöldum finnst „eðlilegt og sanngjarnt“ að senda til ríkis sem viðkomandi hefur jafnvel aldrei komið til og einnig að brottvísa börnum vegna brota annarra tengdum þeim,“ segir í yfirlýsingunni. Píratar segja einnig að frumvarpið hafi hlotið mikla gagnrýni frá umsagnaraðilum en þar á meðal eru Rauði krossinn á Íslandi, Íslandsdeild Amnesty International, Barnaheill, Embætti landlæknis, Kvenréttindafélag Íslands, Hafnarfjarðarbær, Þroskahjálp, Læknafélag Íslands, Mannréttinda- og lýðræðisskrifstofa Reykjavíkurborgar, Mannréttindaskrifstofa Íslands, Mannréttindastofnun Háskóla Íslands, Prestar innflytjenda og flóttafólks, Samband íslenskra sveitarfélaga, Samtökin ‘78, Solaris, UNICEF og Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna. „Píratar hafa kallað eftir viðveru félags- og vinnumarkaðsráðherra og mennta- og barnamálaráðherra í umræðum um málið en þrátt fyrir það hafa þeir ekki tekið þátt í umræðu um málið. Allar tillögur um úrbætur hafa verið hunsaðar af hálfu stjórnarmeirihlutans.“ „Þarf að segja eitthvað meira?“ Arndís Anna Katrínardóttir Gunnarsdóttir, þingmaður Pírata, flutti sína 130. ræðu á þinginu á fimmta tímanum í dag. Þar ítrekaði hún gagnrýni flokksins á frumvarpið og vísaði til umsagna þess efnis. Þá rakti hún kröfur Pírata sem ekki hafi verið fallist á, málinu hafi ekki verið vísað í nefnd og ráðherrar verið fjarverandi. „Við kölluðum eftir því að stjórnarliðar mættu, sem að vilja svo ólmir samþykkja þetta frumvarp að það er sett á dagskrá allra þingfunda þessa árs en þeir mæta hins vegar ekki. Þau ætla sér að samþykkja þessa aðför að mannréttindum þegjandi og hljóðlaust. Forseti, þarf að segja eitthvað meira?“ sagði Arndís. Alþingi Píratar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Flóttafólk á Íslandi Flóttamenn Hælisleitendur Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Innlent Fleiri fréttir Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sjá meira
„Þrátt fyrir að frumvarpið hafi hlotið alvarlega gagnrýni frá umsagnaraðilum hefur stjórnarmeirihlutinn á þingi ákveðið að hafa málið áfram í forgangi á kostnað annarra mála, í stað þess að hlusta á gagnrýnina og gera umbætur á frumvarpinu, eða draga það til baka, en dagskrárvaldið er í höndum meirihlutans,“ segir í yfirlýsingu frá Pírötum. Þingmenn Pírata hvetja stjórnarliða til að „standa vörð um stjórnarskrána“. Í áðurnefndri yfirlýsingu segir að í stað þess að mæta gagnrýni á frumvarpið með málefnalegum hætti hafi meirihlutinn kveinkað sér yfir meintu málþófi og talað um að Píratar hafi tekið þingið í gíslingu. Píratar hafi þó aðeins kallað eftir því að hlustað væri á aðfinnslur umsagnaraðila. Píratar segjast hafa lýst yfir þungum áhyggjum af frumvarpinu vegna skerðinga á réttindum fólks á flótta og lagt til að óháðir aðilar geri úttekt á því hvort frumvarpið stæðist stjórnarskrá. Sú tillaga var felld á Alþingi. „Við teljum okkur hafa reynt til þrautar að kalla fram lýðræðislegt samtal, en meirihlutinn hefur ekki verið til í það. Ef þau telja málið nógu vel unnið ætti enginn að þurfa að óttast óháða úttekt á jafn sjálfsögðum hlut og því hvort frumvarpið samræmist ákvæðum stjórnarskrárinnar, en framkoma meirihlutans bendir þvert á móti til þess að þau viti upp á sig sökina,” segir Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, þingmaður Pírata, í yfirlýsingunni. Píratar segja að verði frumvarpið að lögum yrði fólk á flótta svipt heilbrigðisþjónustu, húsnæði og annarri aðstoð. Þá yrði réttur til fjölskyldusameiningar skertur og að afnema eigi rétt fólks til að fá ákvarðanir endurskoðaðar á grundvelli stjórnsýslulaga. „Í frumvarpinu er stjórnvöldum einnig veitt heimild til að synja fólki á flótta um efnismeðferð ef stjórnvöldum finnst „eðlilegt og sanngjarnt“ að senda til ríkis sem viðkomandi hefur jafnvel aldrei komið til og einnig að brottvísa börnum vegna brota annarra tengdum þeim,“ segir í yfirlýsingunni. Píratar segja einnig að frumvarpið hafi hlotið mikla gagnrýni frá umsagnaraðilum en þar á meðal eru Rauði krossinn á Íslandi, Íslandsdeild Amnesty International, Barnaheill, Embætti landlæknis, Kvenréttindafélag Íslands, Hafnarfjarðarbær, Þroskahjálp, Læknafélag Íslands, Mannréttinda- og lýðræðisskrifstofa Reykjavíkurborgar, Mannréttindaskrifstofa Íslands, Mannréttindastofnun Háskóla Íslands, Prestar innflytjenda og flóttafólks, Samband íslenskra sveitarfélaga, Samtökin ‘78, Solaris, UNICEF og Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna. „Píratar hafa kallað eftir viðveru félags- og vinnumarkaðsráðherra og mennta- og barnamálaráðherra í umræðum um málið en þrátt fyrir það hafa þeir ekki tekið þátt í umræðu um málið. Allar tillögur um úrbætur hafa verið hunsaðar af hálfu stjórnarmeirihlutans.“ „Þarf að segja eitthvað meira?“ Arndís Anna Katrínardóttir Gunnarsdóttir, þingmaður Pírata, flutti sína 130. ræðu á þinginu á fimmta tímanum í dag. Þar ítrekaði hún gagnrýni flokksins á frumvarpið og vísaði til umsagna þess efnis. Þá rakti hún kröfur Pírata sem ekki hafi verið fallist á, málinu hafi ekki verið vísað í nefnd og ráðherrar verið fjarverandi. „Við kölluðum eftir því að stjórnarliðar mættu, sem að vilja svo ólmir samþykkja þetta frumvarp að það er sett á dagskrá allra þingfunda þessa árs en þeir mæta hins vegar ekki. Þau ætla sér að samþykkja þessa aðför að mannréttindum þegjandi og hljóðlaust. Forseti, þarf að segja eitthvað meira?“ sagði Arndís.
Alþingi Píratar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Flóttafólk á Íslandi Flóttamenn Hælisleitendur Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Innlent Fleiri fréttir Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sjá meira