Bætt aðgengi að sjúkraþjálfun minnkar álag á heilsugæslur Gunnlaugur Már Briem skrifar 9. febrúar 2023 09:30 Aðgengi að heilbrigðisþjónustu er grundvöllur heilsu og farsældar. Það má færa fyrir því sterk rök að það sé skynsöm nýting fjármuna að aðstoða þá einstaklinga sem þess þurfa sem fyrst. Þannig má koma í veg fyrir að vandamálin verði stærri og flóknari með tilheyrandi álagi og kostnaði. Ekki þarf lengur beiðni frá lækni til að fara til sjúkraþjálfara Aðgengi að þjónustu sjúkraþjálfara fyrir sjúkratryggða einstaklinga hefur tekið breytingum undanfarin ár, bæði hvað varðar kostnað og aðgengi að þjónustunni. Því er það fagnaðarerindi að núverandi heilbrigðisráðherra Willum Þór Þórsson, hafi tekið þá skynsamlegu ákvörðun að heimila einstaklingum aftur að sækja þjónustu sjálfstætt starfandi sjúkraþjálfara í allt að sex skipti á ári án þess að þurfa til þess beiðni frá lækni. Þetta er ákvæði sem fráfarandi ráðherra Svandís Svavarsdóttir ákvað að fella úr gildi árið 2020, sem hafði það í för með sér að allir sem þurftu þjónustu sjúkraþjálfara þurftu fyrst að bóka tíma hjá heimilislækni til að fá beiðni í sjúkraþjálfun. Þetta jók verulega á það álag sem var á lækna og heilsugæslur landsins, enda hátt í 60.000 beiðnir í sjúkraþjálfun skrifaðar út á hverju ári. Hvaða áhrif hefur þessi ákvörðun? - Fyrir heilbrigðiskerfið: Léttir á álagi á heilsugæslur bæði hvað varðar tímabókanir og útskriftir beiðna hjá læknum. Léttir á álagi á aðrar stoðir heilbrigðisþjónustu, einstaklingar sem mögulega þyrftu að leita til bráðamóttöku vegna stoðkerfiseinkenna geta fengið viðeigandi þjónustu með minni biðtíma og kostnaði. - Fyrir almenning: Styttri biðtími að sérfræðiþjónustu vegna stoðkerfiseinkenna. Minni kostnaður: þar sem greiða þarf fyrir komu á heilsugæslu og fyrir beiðni í sjúkraþjálfun. Þess má geta að kostnaður almennings við það að fá beiðni í sjúkraþjálfun ár hvert er umtalsverður, áætlaður yfir 100 miljónir kr. - Fyrir lýðheilsu: Gott aðgengi að viðeigandi þjónustu fyrir einstaklinga hefur jákvæð áhrif á lýðheilsu. Hægt er að veita úrræði sem auka færni, virkni og vellíðan. - Fyrir þjóðarbúið: Aðgengi að sjúkraþjálfun og annarri heilbrigðisþjónustu getur haft veruleg áhrif á þætti eins og nýgengi örorku. Bætt aðgengi hefur verið lykilþáttur í því að minnka nýgengi örorku vegna stoðkerfiseinkenna frá árinu 2016. Færri þurfa að fara á örorku sem er jákvætt fyrir bæði einstaklingin og samfélagið í heild sinni. - Fyrir atvinnulífið: Fækkun veikindafjarvista fyrir fyrirtæki og stofnanir. Gríðarlegur kostnaður er ár hvert vegna fjarvista á vinnumarkaði. Hægt er að hafa veruleg áhrif á þessar tölur með því að veita viðeigandi þjónustu eins skjótt og hægt er. Við eigum að leggja áherslu á að ákvarðanir um aðgengi og kostnað að heilbrigðisþjónustu séu byggðar á sterkum rökum með hagsmuni heildarinnar í huga. Við gleðjumst því yfir faglegum vinnubrögðum ráðherra í þessu máli og þeirri ákvörðun að heimila einstaklingum aftur að leita beint til sjúkraþjálfara án sérstakrar beiðni frá lækni. Þetta er skref í rétta átt að bættu aðgengi að heilbrigðisþjónustu þar sem horft er til þess að nýta þá sérfræðiþekkingu sem fjölbreyttar fagstéttir hafa. Markmiðið ætti að vera að taka áframhaldandi skref til að nýta mannauð heilbrigðiskerfisins á skynsamlegan hátt með auknum möguleikum á beinu aðgengi að viðeigandi þjónustu. Nýtum þann mannauð sem við höfum menntað á skynsamlegan hátt. Höfundur er formaður Félags sjúkraþjálfara. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilsugæsla Heilbrigðismál Gunnlaugur Már Briem Mest lesið Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Stúdentapólitík er pólitík Ármann Leifsson Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir Skoðun Getum við munað Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir Skoðun Læra börn stafi og hljóð í Byrjendalæsi? Rannveig Oddsdóttir Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson Skoðun Enn má Daði leiðrétta Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir Skoðun Eru íþróttamenn heimskir? Gunnar Björgvinsson Skoðun Skoðun Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert stefnum við? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Nýja kvótakerfið hennar Hönnu Katrínar Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Skipulag á að þjóna fólki, ekki pólitískum prinsippum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Eru íþróttamenn heimskir? Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Að grípa fólk í tíma – forvarnir sem virka á vinnumarkaði Guðrún Rakel Eiríksdóttir skrifar Skoðun Áhrif mín á daglegt líf og störf Stefáns Eiríkssonar Eyrún Magnúsdóttir skrifar Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Árangur byrjar í starfsmannahópnum Jana Katrín Knútsdóttir skrifar Skoðun Stúdentapólitík er pólitík Ármann Leifsson skrifar Skoðun Læra börn stafi og hljóð í Byrjendalæsi? Rannveig Oddsdóttir skrifar Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Árangur Dana í loftslagsmálum margfalt betri en Íslendinga Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Fyrir hverja eru leikskólar María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hnefaleikameistarinn sem hefur aldrei keppt Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Getum við munað Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Flótti ríkisstjórnarinnar frá Flóttamannavegi Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hvernig byggjum við upp hágæða almenningssamgöngur? Þórir Garðarsson skrifar Sjá meira
Aðgengi að heilbrigðisþjónustu er grundvöllur heilsu og farsældar. Það má færa fyrir því sterk rök að það sé skynsöm nýting fjármuna að aðstoða þá einstaklinga sem þess þurfa sem fyrst. Þannig má koma í veg fyrir að vandamálin verði stærri og flóknari með tilheyrandi álagi og kostnaði. Ekki þarf lengur beiðni frá lækni til að fara til sjúkraþjálfara Aðgengi að þjónustu sjúkraþjálfara fyrir sjúkratryggða einstaklinga hefur tekið breytingum undanfarin ár, bæði hvað varðar kostnað og aðgengi að þjónustunni. Því er það fagnaðarerindi að núverandi heilbrigðisráðherra Willum Þór Þórsson, hafi tekið þá skynsamlegu ákvörðun að heimila einstaklingum aftur að sækja þjónustu sjálfstætt starfandi sjúkraþjálfara í allt að sex skipti á ári án þess að þurfa til þess beiðni frá lækni. Þetta er ákvæði sem fráfarandi ráðherra Svandís Svavarsdóttir ákvað að fella úr gildi árið 2020, sem hafði það í för með sér að allir sem þurftu þjónustu sjúkraþjálfara þurftu fyrst að bóka tíma hjá heimilislækni til að fá beiðni í sjúkraþjálfun. Þetta jók verulega á það álag sem var á lækna og heilsugæslur landsins, enda hátt í 60.000 beiðnir í sjúkraþjálfun skrifaðar út á hverju ári. Hvaða áhrif hefur þessi ákvörðun? - Fyrir heilbrigðiskerfið: Léttir á álagi á heilsugæslur bæði hvað varðar tímabókanir og útskriftir beiðna hjá læknum. Léttir á álagi á aðrar stoðir heilbrigðisþjónustu, einstaklingar sem mögulega þyrftu að leita til bráðamóttöku vegna stoðkerfiseinkenna geta fengið viðeigandi þjónustu með minni biðtíma og kostnaði. - Fyrir almenning: Styttri biðtími að sérfræðiþjónustu vegna stoðkerfiseinkenna. Minni kostnaður: þar sem greiða þarf fyrir komu á heilsugæslu og fyrir beiðni í sjúkraþjálfun. Þess má geta að kostnaður almennings við það að fá beiðni í sjúkraþjálfun ár hvert er umtalsverður, áætlaður yfir 100 miljónir kr. - Fyrir lýðheilsu: Gott aðgengi að viðeigandi þjónustu fyrir einstaklinga hefur jákvæð áhrif á lýðheilsu. Hægt er að veita úrræði sem auka færni, virkni og vellíðan. - Fyrir þjóðarbúið: Aðgengi að sjúkraþjálfun og annarri heilbrigðisþjónustu getur haft veruleg áhrif á þætti eins og nýgengi örorku. Bætt aðgengi hefur verið lykilþáttur í því að minnka nýgengi örorku vegna stoðkerfiseinkenna frá árinu 2016. Færri þurfa að fara á örorku sem er jákvætt fyrir bæði einstaklingin og samfélagið í heild sinni. - Fyrir atvinnulífið: Fækkun veikindafjarvista fyrir fyrirtæki og stofnanir. Gríðarlegur kostnaður er ár hvert vegna fjarvista á vinnumarkaði. Hægt er að hafa veruleg áhrif á þessar tölur með því að veita viðeigandi þjónustu eins skjótt og hægt er. Við eigum að leggja áherslu á að ákvarðanir um aðgengi og kostnað að heilbrigðisþjónustu séu byggðar á sterkum rökum með hagsmuni heildarinnar í huga. Við gleðjumst því yfir faglegum vinnubrögðum ráðherra í þessu máli og þeirri ákvörðun að heimila einstaklingum aftur að leita beint til sjúkraþjálfara án sérstakrar beiðni frá lækni. Þetta er skref í rétta átt að bættu aðgengi að heilbrigðisþjónustu þar sem horft er til þess að nýta þá sérfræðiþekkingu sem fjölbreyttar fagstéttir hafa. Markmiðið ætti að vera að taka áframhaldandi skref til að nýta mannauð heilbrigðiskerfisins á skynsamlegan hátt með auknum möguleikum á beinu aðgengi að viðeigandi þjónustu. Nýtum þann mannauð sem við höfum menntað á skynsamlegan hátt. Höfundur er formaður Félags sjúkraþjálfara.
Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar
Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar
Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir Skoðun