Jarðskjálftarnir í Tyrklandi og Sýrlandi snerta 1,4 milljónir barna - þú getur hjálpað Ellen Calmon skrifar 9. febrúar 2023 10:01 Samkvæmt Alþjóðaheilbrigðistofnuninni er áætlað að jarðskjálftarnir í Tyrklandi og Sýrlandi snerti um 23 milljónir manna og þar af um 1,4 milljónir barna. Fjöldi barna á hamfarasvæðunum er nú forsjáraðilalaus og orðið viðskila við fjölskyldur sínar af ýmsum ástæðum. Voru ekki með þeim þegar jarðskjálftarnir riðu yfir, eða heimilin þeirra hafa hrunið og fjölskyldan föst í rústum, eða látin. Fjöldi barna sefur nú utan húss eða í bílum í frosthörkum sem eru nú á svæðunum. Enn eru börn föst í húsarústum og hver klukkustund skiptir máli til að hægt verði að bjarga þeim á lífi út úr rústunum. Samvinna er lykilþáttur Alþjóðasamtök Barnaheilla - Save the Children eru stærstu og elstu félagasamtökin sem vinna að mannréttindum barna í heimi og Barnaheill - Save the Children á Íslandi eru aðili að þeim. Samtökin hafa starfað í Tyrklandi og Sýrlandi í meira en áratug. Þau hafa mikla reynslu í neyðar- og mannúðaraðstoð á hamfarasvæðum og getu til að gefa verulega í við slíkar aðstæður. Barnaheill - Save the Children fóru strax af stað í mannúðaraðgerðir með það að augnmiði að bjarga börnum og vernda. Það er meðal annars gert með því að veita fjölskyldum skjól, hlý föt, teppi, mat og læknishjálp. Þá þarf einnig að tryggja aðgang að hreinu vatni. Samtökin eiga í ríkulegu samstarfi við stjórnvöld og önnur mannúðar- og hjálparsamtök á svæðinu en samvinna er lykilþáttur í þessum hræðilegu aðstæðum sem þarna hafa skapast. Mikilvægt að finna fjölskylduna sem fyrst Börn í þessum aðstæðum eru útsettari fyrir ofbeldi, misnotkun og mansali og því er mikilvægt að tryggja þeim skjól og svo að aðstoða við að finna forsjáraðila þeirra eða aðra ættingja. Ljóst er að fjöldi barna verður án forsjáraðila í kjölfar jarðskjálftanna. Barnaheill - Save the Children leggur áherslu á barnavernd á hamfarasvæðum og að unnið verði hratt og vel í að finna fjölskyldur og forsjáraðila barnanna. Barnvæn svæði Í framhaldinu verður lögð áhersla á tryggja barnvæn svæði sem eru svæði fyrir börn og ungmenni þar sem þau fá stuðning í örvandi og öruggu umhverfi. Barnaheill leggja einnig áherslu á að vinna sem best og sem fyrst úr áföllum barnanna með því að útvega sálfélagslegan stuðning meðfram öðrum úrræðum. Hver klukkustund er dýrmæt Þetta eru bara fyrstu aðgerðir og er gríðarlega mikilvægt að til þeirra hafi verið gripið þessa fyrstu 3 sólahringa en betur má ef duga skal og enn er hægt að finna börn í húsarústum, enn er hægt að bjarga barni. Hver klukkustund sem líður er gríðarleg dýrmæt þegar kemur að börnum í viðkvæmri stöðu á hamfarasvæðum. Hægt er að styðja við neyðaraðgerðir Barnaheilla með því að greiða í viðbragðssjóð sem gerir okkur kleift að bregðast tafarlaust við þegar börn eru í neyð vegna náttúruhamfara eða stríðsátaka. Hjálpaðu okkur að nýta hverja klukkustund sem best og taktu þátt í bjarga barni í neyð með því að senda SMS-ið ,,Barnaheill” í númerið 1900. Aur/Kass @barnaheill eða styðja við neyðarsöfnunina á heimasíðunni Neyðarsöfnun Barnaheilla (styrkja.is) Takk fyrir þitt framlag til barna í neyð! Höfundur er framkvæmdastýra Barnaheilla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ellen Jacqueline Calmon Jarðskjálfti í Tyrklandi 6. febrúar 2023 Hjálparstarf Mest lesið Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Stúdentapólitík er pólitík Ármann Leifsson Skoðun Getum við munað Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir Skoðun Enn má Daði leiðrétta Skoðun Læra börn stafi og hljóð í Byrjendalæsi? Rannveig Oddsdóttir Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson Skoðun Eru íþróttamenn heimskir? Gunnar Björgvinsson Skoðun Skoðun Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert stefnum við? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Nýja kvótakerfið hennar Hönnu Katrínar Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Skipulag á að þjóna fólki, ekki pólitískum prinsippum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Eru íþróttamenn heimskir? Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Að grípa fólk í tíma – forvarnir sem virka á vinnumarkaði Guðrún Rakel Eiríksdóttir skrifar Skoðun Áhrif mín á daglegt líf og störf Stefáns Eiríkssonar Eyrún Magnúsdóttir skrifar Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Árangur byrjar í starfsmannahópnum Jana Katrín Knútsdóttir skrifar Skoðun Stúdentapólitík er pólitík Ármann Leifsson skrifar Skoðun Læra börn stafi og hljóð í Byrjendalæsi? Rannveig Oddsdóttir skrifar Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Árangur Dana í loftslagsmálum margfalt betri en Íslendinga Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Fyrir hverja eru leikskólar María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hnefaleikameistarinn sem hefur aldrei keppt Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Getum við munað Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Flótti ríkisstjórnarinnar frá Flóttamannavegi Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hvernig byggjum við upp hágæða almenningssamgöngur? Þórir Garðarsson skrifar Sjá meira
Samkvæmt Alþjóðaheilbrigðistofnuninni er áætlað að jarðskjálftarnir í Tyrklandi og Sýrlandi snerti um 23 milljónir manna og þar af um 1,4 milljónir barna. Fjöldi barna á hamfarasvæðunum er nú forsjáraðilalaus og orðið viðskila við fjölskyldur sínar af ýmsum ástæðum. Voru ekki með þeim þegar jarðskjálftarnir riðu yfir, eða heimilin þeirra hafa hrunið og fjölskyldan föst í rústum, eða látin. Fjöldi barna sefur nú utan húss eða í bílum í frosthörkum sem eru nú á svæðunum. Enn eru börn föst í húsarústum og hver klukkustund skiptir máli til að hægt verði að bjarga þeim á lífi út úr rústunum. Samvinna er lykilþáttur Alþjóðasamtök Barnaheilla - Save the Children eru stærstu og elstu félagasamtökin sem vinna að mannréttindum barna í heimi og Barnaheill - Save the Children á Íslandi eru aðili að þeim. Samtökin hafa starfað í Tyrklandi og Sýrlandi í meira en áratug. Þau hafa mikla reynslu í neyðar- og mannúðaraðstoð á hamfarasvæðum og getu til að gefa verulega í við slíkar aðstæður. Barnaheill - Save the Children fóru strax af stað í mannúðaraðgerðir með það að augnmiði að bjarga börnum og vernda. Það er meðal annars gert með því að veita fjölskyldum skjól, hlý föt, teppi, mat og læknishjálp. Þá þarf einnig að tryggja aðgang að hreinu vatni. Samtökin eiga í ríkulegu samstarfi við stjórnvöld og önnur mannúðar- og hjálparsamtök á svæðinu en samvinna er lykilþáttur í þessum hræðilegu aðstæðum sem þarna hafa skapast. Mikilvægt að finna fjölskylduna sem fyrst Börn í þessum aðstæðum eru útsettari fyrir ofbeldi, misnotkun og mansali og því er mikilvægt að tryggja þeim skjól og svo að aðstoða við að finna forsjáraðila þeirra eða aðra ættingja. Ljóst er að fjöldi barna verður án forsjáraðila í kjölfar jarðskjálftanna. Barnaheill - Save the Children leggur áherslu á barnavernd á hamfarasvæðum og að unnið verði hratt og vel í að finna fjölskyldur og forsjáraðila barnanna. Barnvæn svæði Í framhaldinu verður lögð áhersla á tryggja barnvæn svæði sem eru svæði fyrir börn og ungmenni þar sem þau fá stuðning í örvandi og öruggu umhverfi. Barnaheill leggja einnig áherslu á að vinna sem best og sem fyrst úr áföllum barnanna með því að útvega sálfélagslegan stuðning meðfram öðrum úrræðum. Hver klukkustund er dýrmæt Þetta eru bara fyrstu aðgerðir og er gríðarlega mikilvægt að til þeirra hafi verið gripið þessa fyrstu 3 sólahringa en betur má ef duga skal og enn er hægt að finna börn í húsarústum, enn er hægt að bjarga barni. Hver klukkustund sem líður er gríðarleg dýrmæt þegar kemur að börnum í viðkvæmri stöðu á hamfarasvæðum. Hægt er að styðja við neyðaraðgerðir Barnaheilla með því að greiða í viðbragðssjóð sem gerir okkur kleift að bregðast tafarlaust við þegar börn eru í neyð vegna náttúruhamfara eða stríðsátaka. Hjálpaðu okkur að nýta hverja klukkustund sem best og taktu þátt í bjarga barni í neyð með því að senda SMS-ið ,,Barnaheill” í númerið 1900. Aur/Kass @barnaheill eða styðja við neyðarsöfnunina á heimasíðunni Neyðarsöfnun Barnaheilla (styrkja.is) Takk fyrir þitt framlag til barna í neyð! Höfundur er framkvæmdastýra Barnaheilla.
Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar
Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar
Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir Skoðun