Umfjöllun: Höttur - KR 82-81 | Fall blasir við Vesturbæingum eftir enn eitt tapið Pétur Guðmundsson skrifar 9. febrúar 2023 21:15 Höttur vann gríðarlega mikilvægan sigur í kvöld. vísir/bára dröfn Höttur vann gríðarlega mikilvægan eins stigs sigur á KR í Subway deild karla í körfubolta í kvöld. KR-ingar eru því áfram rótfastir á botni deildarinnar og blasir fall við liðinu. Eitthvað sem nær ómögulegt þegar það vann hvern Íslandsmeistaratitilinn á fætur öðrum fyrir ekki svo mörgum árum. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. Fyrir leik sat Höttur í 10. sæti með 5 sigra og 9 töp og KR í 12. sæti með 2 sigra en 13 töp. Þessi leikur var þýðingarmikil fyrir bæði lið því með sigri gat Höttur skilið sig frá fallsætunum en KR gat hleypt lífi í botnbaráttuna með sigri. Fyrri viðureign liðana í deild fór fram í vesturbænum og endaði með 11 stiga sigri Hattar 72-83. Liðin mættust einnig í VÍS-bikarnum í 8-liða úrslitum og þar bara Höttur einnig sigur úr bítum 93-94. Það mátti því búast við jafnri og spennandi viðureign hér í dag. Leikurinn byrjaði ansi fjörlega og bæði lið einbeittu sér að sóknarleiknum á kostnað varnarleiks. Staðan var orðin 10-9 eftir tvær og hálfa mínútu og allt stefndi í að skoruð yrðu um 300 stig í þessum botnslag. Gísli Halls fékk dæmda á sig óíþróttamannslega villu um miðjan fyrst leikhluta og það var nú svona það markverðasta í annars ágætum fyrri hálfleik. Hraður og fram og til baka hálfleikur þar sem KR var með frumkvæðið í 1 leikhluta og Höttur var skrefi á undan í 2. leikhluta. Staðan 47-43 í hálfleik. Hattarmenn mættu vel innstilltir í 3. leikhluta og náðu nokkrum stoppum og fínu áhlaupi. Breyttu stöðunni í 55-43 og komnir með þægilegt forskot og þvinguðu Helga Má snemma í að taka leikhlé. Það breytti litlu og Höttur hélt áfram að hamra á KR, duglegir að taka sóknarfráköst og spila langar sóknir. Höttur komst mest í 19 stiga forystu 62-43 og virtust vera með leikinn í hendi sér. Enn eftir 6 stigalausar mínútur náði Antonio Williams að hnoða ofan í erfiðu sniðskoti og endurkoma KR þar með hafin. Náðu þeir að minnka munnin í 13 stig fyrir 4. leikhluta enn þrátt fyrir allt KR-ingar enn ansi rólegir og yfirvegaðir í endurkomu sinni. Höttur gerði sitt besta til að reyna stýra hraðanum í 4. leikhluta og spila langar sóknir en það skilaði þeim bara færri skotum og slakri nýtingu og endurkoma KR hélt áfram. Á hinum endanum voru KR farnir að setja skot náðu að koma þessu í 72-62. Munurinn komin niður fyrir 10 stig og ennþá 5 og hálf mínúta eftir. Komnir með smá blóð á tennurnar og þá kom baráttan, Brian Fitzpatrick þar duglegur í sóknarfráköstum og KR náði 0-10 áhlaupi og jöfnuðu leikinn 72-72. Bryan Alberts náði að setja tvö stig af línunni og stökkskot nálægt körfunni og kom Hetti í 4 stiga forystu 76-72. Liðin skiptust á að skora síðustu mínúturnar þar til KR fór að brjóta til að senda Hött á línuna og stoppa klukkuna. Hjá KR voru það Antonio Williams og Brain Fitzpatrick sem drógu vagninn, Þorvaldur og Veigar voru báðir með mikilvæga þrista í endurkomunni. Williams með 19 stig, 8 fráköst og 7 stoðsendingar Brian með 16 stig, 8 fráköst [5 sóknarfráköst] Hjá Hetti var mjög jafnt framlag og allir lögðu í púkkið. Nemanja var með 14 stig og 10 fráköst (5 sóknarfráköst) Brian Alberts var með 14 stig og mikilvægur á lokamínútunum Hvað réði úrslitum? Erfiður þriðji leikhluti KR gerði þeim ansi erfitt fyrir og 19 stig var bara of mikil munur til að sækja sigur á Egilsstöðum. Hattarmenn gerðu heiðarlega tilraun til að henda þessu frá sér í lokin með því að henda boltanum útaf í lokasókninni enn KR-ingar voru búnir með leikhléinn og náðu ekki góðu lokaskoti. Liðsheildin hjá Hetti skilaði þessu í kvöld. Subway-deild karla Höttur KR
Höttur vann gríðarlega mikilvægan eins stigs sigur á KR í Subway deild karla í körfubolta í kvöld. KR-ingar eru því áfram rótfastir á botni deildarinnar og blasir fall við liðinu. Eitthvað sem nær ómögulegt þegar það vann hvern Íslandsmeistaratitilinn á fætur öðrum fyrir ekki svo mörgum árum. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. Fyrir leik sat Höttur í 10. sæti með 5 sigra og 9 töp og KR í 12. sæti með 2 sigra en 13 töp. Þessi leikur var þýðingarmikil fyrir bæði lið því með sigri gat Höttur skilið sig frá fallsætunum en KR gat hleypt lífi í botnbaráttuna með sigri. Fyrri viðureign liðana í deild fór fram í vesturbænum og endaði með 11 stiga sigri Hattar 72-83. Liðin mættust einnig í VÍS-bikarnum í 8-liða úrslitum og þar bara Höttur einnig sigur úr bítum 93-94. Það mátti því búast við jafnri og spennandi viðureign hér í dag. Leikurinn byrjaði ansi fjörlega og bæði lið einbeittu sér að sóknarleiknum á kostnað varnarleiks. Staðan var orðin 10-9 eftir tvær og hálfa mínútu og allt stefndi í að skoruð yrðu um 300 stig í þessum botnslag. Gísli Halls fékk dæmda á sig óíþróttamannslega villu um miðjan fyrst leikhluta og það var nú svona það markverðasta í annars ágætum fyrri hálfleik. Hraður og fram og til baka hálfleikur þar sem KR var með frumkvæðið í 1 leikhluta og Höttur var skrefi á undan í 2. leikhluta. Staðan 47-43 í hálfleik. Hattarmenn mættu vel innstilltir í 3. leikhluta og náðu nokkrum stoppum og fínu áhlaupi. Breyttu stöðunni í 55-43 og komnir með þægilegt forskot og þvinguðu Helga Má snemma í að taka leikhlé. Það breytti litlu og Höttur hélt áfram að hamra á KR, duglegir að taka sóknarfráköst og spila langar sóknir. Höttur komst mest í 19 stiga forystu 62-43 og virtust vera með leikinn í hendi sér. Enn eftir 6 stigalausar mínútur náði Antonio Williams að hnoða ofan í erfiðu sniðskoti og endurkoma KR þar með hafin. Náðu þeir að minnka munnin í 13 stig fyrir 4. leikhluta enn þrátt fyrir allt KR-ingar enn ansi rólegir og yfirvegaðir í endurkomu sinni. Höttur gerði sitt besta til að reyna stýra hraðanum í 4. leikhluta og spila langar sóknir en það skilaði þeim bara færri skotum og slakri nýtingu og endurkoma KR hélt áfram. Á hinum endanum voru KR farnir að setja skot náðu að koma þessu í 72-62. Munurinn komin niður fyrir 10 stig og ennþá 5 og hálf mínúta eftir. Komnir með smá blóð á tennurnar og þá kom baráttan, Brian Fitzpatrick þar duglegur í sóknarfráköstum og KR náði 0-10 áhlaupi og jöfnuðu leikinn 72-72. Bryan Alberts náði að setja tvö stig af línunni og stökkskot nálægt körfunni og kom Hetti í 4 stiga forystu 76-72. Liðin skiptust á að skora síðustu mínúturnar þar til KR fór að brjóta til að senda Hött á línuna og stoppa klukkuna. Hjá KR voru það Antonio Williams og Brain Fitzpatrick sem drógu vagninn, Þorvaldur og Veigar voru báðir með mikilvæga þrista í endurkomunni. Williams með 19 stig, 8 fráköst og 7 stoðsendingar Brian með 16 stig, 8 fráköst [5 sóknarfráköst] Hjá Hetti var mjög jafnt framlag og allir lögðu í púkkið. Nemanja var með 14 stig og 10 fráköst (5 sóknarfráköst) Brian Alberts var með 14 stig og mikilvægur á lokamínútunum Hvað réði úrslitum? Erfiður þriðji leikhluti KR gerði þeim ansi erfitt fyrir og 19 stig var bara of mikil munur til að sækja sigur á Egilsstöðum. Hattarmenn gerðu heiðarlega tilraun til að henda þessu frá sér í lokin með því að henda boltanum útaf í lokasókninni enn KR-ingar voru búnir með leikhléinn og náðu ekki góðu lokaskoti. Liðsheildin hjá Hetti skilaði þessu í kvöld.
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti