Meðvirkni fjölmiðla Páll Steingrímsson skrifar 9. febrúar 2023 15:01 Ég hef áður haft á orði að meðvirkni innan fjölmiðlastéttarinnar sé vandamál, en það er nú eitt af því sem stéttin var gagnrýnd fyrir í Rannsóknarskýrslu Alþingis á sínum tíma. Síðustu daga hefur meðvirknin hins vegar náð hæstu hæðum og nærtækt er að bera saman nokkrar fréttir af vistaskiptum. Í júní 2021 birti Stundin frétt, og fylgdu aðrir fjölmiðlar í kjölfarið, um að fyrrum starfsmaður Samherja hefði verið ráðin til félags í opinberri eigu. Voru fyrirsvarsmenn þess fyrirtækis hundeltir og þráspurðir af hverju þeir væru að ráða aðila hvers nafn Stundin birti í tengslum við Namibíumálið. Því skal haldið til haga að umræddur aðili var hvorki sakborningur né vitni í því máli. Ekki á Íslandi og ekki í Namibíu. Það breytir því ekki að allt var gert til að reyna að hafa af henni starfið. Þann 7. febrúar síðastliðinn birtu svo fjölmiðlar fregnir af því að Þóra Arnórsdóttir hefði látið af störfum hjá Ríkisútvarpinu og ráðið sig sem yfirmann samskipta hjá Landsvirkjun. Þóra þurfti ekki að vinna uppsagnarfrest en það sem vakti athygli mína er að fjölmiðlar sáu ekki ástæðu til að minna á að hún væri með stöðu sakbornings í máli sem m.a. varðaði stafrænt kynferðislegt ofbeldi. Sakborningsstaða hennar stafar einnig af öðrum ástæðum enda eru brotaþolar fleiri en einn og hefur hinn brotaþolinn ekkert með stafræna kynferðisbrotið að gera. Ekki nóg með það, heldur liggja fyrir gögn sem sýna ítrekuð samskipti hennar við fárveikan einstakling og hvatningu til að láta sig fá gögn og upplýsingar. Þóra hefur aldrei verið látin svara fyrir þetta og hafa yfirmenn Landsvirkjunar ekki þurft að réttlæta ráðninguna eins og átti við um fyrrum starfsmann Samherja. Og aldrei hefur það hvarlað að Þóru að stíga til hliðar, heldur hefur hún kennt öllum öðrum um, Samherja eða lögreglunni, jafnvel þó hún segi málið ekki tengjast Samherja neitt. Í dag, 9. febrúar, birtu vinir Þóru á Heimildinni (áður Stundinni) svo frétt um að Logi Bergmann hefði verið ráðinn til tiltekinna verka hjá SFS. Var rækilega minnst á að hann hefði verið ásakaður um ósæmilega hegðun í fyrra. Logi hefur aldrei verið kærður né haft stöðu sakbornings vegna þeirra ásakana. Ekki var þess heldur getið í fréttinni að vitni í málinu hafði stigið fram opinberlega og sagt ásakanir á hendur Loga rangar. Logi var hins vegar maður að meiru og þegar þessar ásakanir voru í hámæli steig hann til hliðar. Hans auðmýkt og vitni sem segir ásakanirnar rangar dugar sumum ekki og á nú að halda áfram að kæla hann en farið silkihönskum um sakborningana í símamálinu og þeir aldrei nefndir sakborningar heldur aðeins að þeir séu „til rannsóknar“. Ég man ekki til þess að þetta orðalag sé notað um þá sem tengjast Samherja. Það eru allir hengdir og brenndir án dóms og laga. Kannski formaður Blaðamannafélagsins ætti að velta vinnubrögðum blaðamanna fyrir sér í stað þess að gagnrýna að einstaklingar og fyrirtæki sneiða hjá því að ræða við þessa stétt. Blaðamannafélag Íslands er svo óskeikult, með sakborning sem varaformann, að þau sögðu sig úr alþjóðlegum samtökum blaðamanna því þar innanborðs ku vera „alvöru“ glæpamenn. Ef íslenskir fjölmiðlar vilja taka sig trúverðuga, hérlendis sem á erlendri grundu, þá eru þessi valkvæðu vinnubrögð ekki boðleg. Þeir ættu að líta sér nær. Þið vitið, þetta með bjálkann og flísina. Höfundur er skipstjóri hjá Samherja. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Páll Steingrímsson Fjölmiðlar Ríkisútvarpið Landsvirkjun Mest lesið Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson skrifar Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon skrifar Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Ég hef áður haft á orði að meðvirkni innan fjölmiðlastéttarinnar sé vandamál, en það er nú eitt af því sem stéttin var gagnrýnd fyrir í Rannsóknarskýrslu Alþingis á sínum tíma. Síðustu daga hefur meðvirknin hins vegar náð hæstu hæðum og nærtækt er að bera saman nokkrar fréttir af vistaskiptum. Í júní 2021 birti Stundin frétt, og fylgdu aðrir fjölmiðlar í kjölfarið, um að fyrrum starfsmaður Samherja hefði verið ráðin til félags í opinberri eigu. Voru fyrirsvarsmenn þess fyrirtækis hundeltir og þráspurðir af hverju þeir væru að ráða aðila hvers nafn Stundin birti í tengslum við Namibíumálið. Því skal haldið til haga að umræddur aðili var hvorki sakborningur né vitni í því máli. Ekki á Íslandi og ekki í Namibíu. Það breytir því ekki að allt var gert til að reyna að hafa af henni starfið. Þann 7. febrúar síðastliðinn birtu svo fjölmiðlar fregnir af því að Þóra Arnórsdóttir hefði látið af störfum hjá Ríkisútvarpinu og ráðið sig sem yfirmann samskipta hjá Landsvirkjun. Þóra þurfti ekki að vinna uppsagnarfrest en það sem vakti athygli mína er að fjölmiðlar sáu ekki ástæðu til að minna á að hún væri með stöðu sakbornings í máli sem m.a. varðaði stafrænt kynferðislegt ofbeldi. Sakborningsstaða hennar stafar einnig af öðrum ástæðum enda eru brotaþolar fleiri en einn og hefur hinn brotaþolinn ekkert með stafræna kynferðisbrotið að gera. Ekki nóg með það, heldur liggja fyrir gögn sem sýna ítrekuð samskipti hennar við fárveikan einstakling og hvatningu til að láta sig fá gögn og upplýsingar. Þóra hefur aldrei verið látin svara fyrir þetta og hafa yfirmenn Landsvirkjunar ekki þurft að réttlæta ráðninguna eins og átti við um fyrrum starfsmann Samherja. Og aldrei hefur það hvarlað að Þóru að stíga til hliðar, heldur hefur hún kennt öllum öðrum um, Samherja eða lögreglunni, jafnvel þó hún segi málið ekki tengjast Samherja neitt. Í dag, 9. febrúar, birtu vinir Þóru á Heimildinni (áður Stundinni) svo frétt um að Logi Bergmann hefði verið ráðinn til tiltekinna verka hjá SFS. Var rækilega minnst á að hann hefði verið ásakaður um ósæmilega hegðun í fyrra. Logi hefur aldrei verið kærður né haft stöðu sakbornings vegna þeirra ásakana. Ekki var þess heldur getið í fréttinni að vitni í málinu hafði stigið fram opinberlega og sagt ásakanir á hendur Loga rangar. Logi var hins vegar maður að meiru og þegar þessar ásakanir voru í hámæli steig hann til hliðar. Hans auðmýkt og vitni sem segir ásakanirnar rangar dugar sumum ekki og á nú að halda áfram að kæla hann en farið silkihönskum um sakborningana í símamálinu og þeir aldrei nefndir sakborningar heldur aðeins að þeir séu „til rannsóknar“. Ég man ekki til þess að þetta orðalag sé notað um þá sem tengjast Samherja. Það eru allir hengdir og brenndir án dóms og laga. Kannski formaður Blaðamannafélagsins ætti að velta vinnubrögðum blaðamanna fyrir sér í stað þess að gagnrýna að einstaklingar og fyrirtæki sneiða hjá því að ræða við þessa stétt. Blaðamannafélag Íslands er svo óskeikult, með sakborning sem varaformann, að þau sögðu sig úr alþjóðlegum samtökum blaðamanna því þar innanborðs ku vera „alvöru“ glæpamenn. Ef íslenskir fjölmiðlar vilja taka sig trúverðuga, hérlendis sem á erlendri grundu, þá eru þessi valkvæðu vinnubrögð ekki boðleg. Þeir ættu að líta sér nær. Þið vitið, þetta með bjálkann og flísina. Höfundur er skipstjóri hjá Samherja.
Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun