Sameinumst og skerum meinið burt! Sveinn Waage skrifar 10. febrúar 2023 15:30 Stundum dettur maður óvart í „Lennon-íska“ trú á mannkynið og þá er um að gera að nýta það áður en ískaldur raunveruleikinn sparkar manni til baka í febrúar-slabbið. „Imagine“ boðskapur John Lennon er vissulega útópía en þarf nánast dáið hjarta til að tengja ekki við fallegan textann á einhvern máta. Sem samfélag tengjum við sem heild við ótrúlega fjölbreytta hluti. Hvolpar, kettlingar og ungabörn (annarra) hreyfa við öllum. Nánast. Við viljum öll frið, öryggi og hamingju. Við erum öll á móti krabbameini og öðrum ömurlegum sjúkdómum. Ekkert af þessu þarf að útskýra sérstaklega. En er kannski möguleiki að sameinast um fleira sem við viljum og viljum ekki sem samfélag. Er möguleiki til dæmis að við sameinumst, hvar sem við erum í pólitík, trú og öðru, að ónýtur gjaldmiðill sé ekki boðlegur í nútíma samfélagi eins Ísland er. Ísland sem er svo sneisafullt af kostum og kjörum, þó svo betur megi gera á mörgum sviðum, jafnvel miklu betur. Viljum við ekki geta horft lengur en nokkrar vikur fram í tímann í viðskiptum, viljum við ekki vexti sem eru á pari við nágrannaþjóðir, viljum við ekki losna við þessa sturluðu verðtryggingu og kaupa mat og aðrar nauðsynjar sem eru ekki dýrastar í heiminum? Erum við ekki öll þar saman? Ónýtur gjaldmiðill á ekki að vera pólitískt rifrildi heldur þjóðar-mein sem við skerum burt eins og önnur mein. Að leggja krónunni er engin aðför að íslenskri þjóð, menningu eða öðru fallegur sem við viljum öll passa. Þessi blessaða króna er að kæfa okkur, tefja okkur, flækja okkur og KOSTA okkur svo mikið. Í alvöru, getum við skrönglast saman upp úr skotgröfunum, virkilega horft framan í krónuna, séð hvað hún er í raun og veru, þakkað henni fyrir samfylgdina og sagt bless … og um leið; „Áfram Ísland!“ „You may say I´m a dreamer, but I´m not the only one“ Höfundur er markaðsstjóri, fyrirlesari og áhugamaður um samskipti og Húmor. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sveinn Waage Íslenska krónan Mest lesið Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens Skoðun Mega bara íslenskir karlmenn nauðga konum á Íslandi? Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Nýbygging þýðir ekki gallalaus eign Annþór Kristján Karlsson Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Sjá meira
Stundum dettur maður óvart í „Lennon-íska“ trú á mannkynið og þá er um að gera að nýta það áður en ískaldur raunveruleikinn sparkar manni til baka í febrúar-slabbið. „Imagine“ boðskapur John Lennon er vissulega útópía en þarf nánast dáið hjarta til að tengja ekki við fallegan textann á einhvern máta. Sem samfélag tengjum við sem heild við ótrúlega fjölbreytta hluti. Hvolpar, kettlingar og ungabörn (annarra) hreyfa við öllum. Nánast. Við viljum öll frið, öryggi og hamingju. Við erum öll á móti krabbameini og öðrum ömurlegum sjúkdómum. Ekkert af þessu þarf að útskýra sérstaklega. En er kannski möguleiki að sameinast um fleira sem við viljum og viljum ekki sem samfélag. Er möguleiki til dæmis að við sameinumst, hvar sem við erum í pólitík, trú og öðru, að ónýtur gjaldmiðill sé ekki boðlegur í nútíma samfélagi eins Ísland er. Ísland sem er svo sneisafullt af kostum og kjörum, þó svo betur megi gera á mörgum sviðum, jafnvel miklu betur. Viljum við ekki geta horft lengur en nokkrar vikur fram í tímann í viðskiptum, viljum við ekki vexti sem eru á pari við nágrannaþjóðir, viljum við ekki losna við þessa sturluðu verðtryggingu og kaupa mat og aðrar nauðsynjar sem eru ekki dýrastar í heiminum? Erum við ekki öll þar saman? Ónýtur gjaldmiðill á ekki að vera pólitískt rifrildi heldur þjóðar-mein sem við skerum burt eins og önnur mein. Að leggja krónunni er engin aðför að íslenskri þjóð, menningu eða öðru fallegur sem við viljum öll passa. Þessi blessaða króna er að kæfa okkur, tefja okkur, flækja okkur og KOSTA okkur svo mikið. Í alvöru, getum við skrönglast saman upp úr skotgröfunum, virkilega horft framan í krónuna, séð hvað hún er í raun og veru, þakkað henni fyrir samfylgdina og sagt bless … og um leið; „Áfram Ísland!“ „You may say I´m a dreamer, but I´m not the only one“ Höfundur er markaðsstjóri, fyrirlesari og áhugamaður um samskipti og Húmor.
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar