Póstberi vekur athygli fyrir hjálpsemi í Vesturbæ Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 10. febrúar 2023 19:30 Lorenz þekkja margir í Vesturbænum. Vísir/Sigurjón Póstberinn Lorenz hefur vakið athygli fyrir hjálpsemi í Vesturbænum en hann hefur til viðbótar við póstburð aðstoðað fólk við að komast til vinnu í snjóþunganum. Lorenz segir að fólk mætti vera duglegra að hjálpa náunganum. „Pósturinn í Vesturbænum er einstaklega hjálpsamur. Hjálpaði fullorðinni konu að skafa bílinn.“ Svona hljóðar færsla sem birt var í Facebook hópi Vesturbæjarins og taka margir íbúar undir, ein segir hann hafa hjálpað sér að losa bílinn þegar hann var pikkfastur í snjónum. Maðurinn er Lorenz Julian Bunnert og hefur starfað sem póstberi í tvö ár - og reynir að hjálpa öllum sem á vegi hans verða. „Já það kemur nú fyrir. Sérstaklega yfir vetrartímann - að maður hjálpi fólki að koma sér í vinnuna og svo hjálpar fólk mér þegar maður festist,“ segir Lorenz. „Góður dagur til að hjálpa“ Geturðu komið með dæmi? Hvað hefur þú verið að gera? „Í gær til dæmis þá var góður dagur til að hjálpa. Ég skóf bílinn fyrir gamla konu og svo var önnur kona föst í bílnum. Bíllinn sat í snjónum en við náðum honum út nokkrir saman. Þetta er skemmtilegt yfir vetrartímann, að vera í svona samvinnu.“ Já einstakt hugarfar. Lorenz ber aðallega út póst í Vesturbænum þar sem hann hefur kynnst nokkrum íbúum í gegnum starfið. „Og nokkrum hundum. Það er til dæmis einn hundur sem kemur alltaf út þegar hann sér póstinn og tekur bréfin í munninn og hleypur inn.“ Rómantískt starf Starfið segir hann gefandi og skemmtilegt enda einkennist það af útiveru og samskiptum við fólk. „Já þetta er rómantískt á ákveðinn hátt.“ Hvað segir fólk við þig, er það þakklátt? „Já fólk er vanalega mjög þakklátt. Það kemur líka til baka til manns og manni líður vel eftir á þegar maður getur hjálpað.“ Góðverk Veður Reykjavík Pósturinn Mest lesið Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Innlent Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Innlent „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Innlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Yazan Tamimi er maður ársins Innlent Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Innlent Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Innlent Fyrstu börn Beta-kynslóðarinnar fæðast á morgun Erlent Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ Innlent Fleiri fréttir Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Yazan Tamimi er maður ársins Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Fyrsti símafundurinn við utanríkisráðherra Úkraínu Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Hér eru brennurnar á höfuðborgarsvæðinu Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Varnargarðsmenn maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Breytingar á fylgi stjórnarflokka, norðurljósadýrð og undirbúningur Kryddsíldar Vara við svikapósti í nafni Skattsins Hvar er opið um áramótin? Köstuðu flugeldum upp á svalir fólks Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Nokkura bíla árekstur á Vatnaleið Flestir ánægðir með Kristrúnu en mest óánægja með Bjarna Táningspiltur mögulega með reykeitrun eftir flugeldafikt Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Ákall eftir réttmætari dreifingu á arði Samfélag í sárum, ný könnun og kíkt á bak við tjöldin Vilja ekki fresta fundi í ljósi nýs raunveruleika í pólitík 3,7 milljónir fiska drápust eða var fargað Gæsluvarðhald í stóru fíkniefnamáli framlengt Laun hjúkrunarfræðinga nú sambærileg við BHM Öflugasta eftirlit í áratugi veltur á fjármögnun stjórnvalda Jón Steindór aðstoðar Daða Má Ríkisráð fundar ekki á morgun eins og hefð er fyrir Sjá meira
„Pósturinn í Vesturbænum er einstaklega hjálpsamur. Hjálpaði fullorðinni konu að skafa bílinn.“ Svona hljóðar færsla sem birt var í Facebook hópi Vesturbæjarins og taka margir íbúar undir, ein segir hann hafa hjálpað sér að losa bílinn þegar hann var pikkfastur í snjónum. Maðurinn er Lorenz Julian Bunnert og hefur starfað sem póstberi í tvö ár - og reynir að hjálpa öllum sem á vegi hans verða. „Já það kemur nú fyrir. Sérstaklega yfir vetrartímann - að maður hjálpi fólki að koma sér í vinnuna og svo hjálpar fólk mér þegar maður festist,“ segir Lorenz. „Góður dagur til að hjálpa“ Geturðu komið með dæmi? Hvað hefur þú verið að gera? „Í gær til dæmis þá var góður dagur til að hjálpa. Ég skóf bílinn fyrir gamla konu og svo var önnur kona föst í bílnum. Bíllinn sat í snjónum en við náðum honum út nokkrir saman. Þetta er skemmtilegt yfir vetrartímann, að vera í svona samvinnu.“ Já einstakt hugarfar. Lorenz ber aðallega út póst í Vesturbænum þar sem hann hefur kynnst nokkrum íbúum í gegnum starfið. „Og nokkrum hundum. Það er til dæmis einn hundur sem kemur alltaf út þegar hann sér póstinn og tekur bréfin í munninn og hleypur inn.“ Rómantískt starf Starfið segir hann gefandi og skemmtilegt enda einkennist það af útiveru og samskiptum við fólk. „Já þetta er rómantískt á ákveðinn hátt.“ Hvað segir fólk við þig, er það þakklátt? „Já fólk er vanalega mjög þakklátt. Það kemur líka til baka til manns og manni líður vel eftir á þegar maður getur hjálpað.“
Góðverk Veður Reykjavík Pósturinn Mest lesið Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Innlent Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Innlent „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Innlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Yazan Tamimi er maður ársins Innlent Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Innlent Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Innlent Fyrstu börn Beta-kynslóðarinnar fæðast á morgun Erlent Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ Innlent Fleiri fréttir Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Yazan Tamimi er maður ársins Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Fyrsti símafundurinn við utanríkisráðherra Úkraínu Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Hér eru brennurnar á höfuðborgarsvæðinu Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Varnargarðsmenn maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Breytingar á fylgi stjórnarflokka, norðurljósadýrð og undirbúningur Kryddsíldar Vara við svikapósti í nafni Skattsins Hvar er opið um áramótin? Köstuðu flugeldum upp á svalir fólks Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Nokkura bíla árekstur á Vatnaleið Flestir ánægðir með Kristrúnu en mest óánægja með Bjarna Táningspiltur mögulega með reykeitrun eftir flugeldafikt Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Ákall eftir réttmætari dreifingu á arði Samfélag í sárum, ný könnun og kíkt á bak við tjöldin Vilja ekki fresta fundi í ljósi nýs raunveruleika í pólitík 3,7 milljónir fiska drápust eða var fargað Gæsluvarðhald í stóru fíkniefnamáli framlengt Laun hjúkrunarfræðinga nú sambærileg við BHM Öflugasta eftirlit í áratugi veltur á fjármögnun stjórnvalda Jón Steindór aðstoðar Daða Má Ríkisráð fundar ekki á morgun eins og hefð er fyrir Sjá meira