Ein sú besta í heimi gagnrýnir að Sádi-Arabía sé mögulegur styrktaraðili HM Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 10. febrúar 2023 23:30 Alex Morgan á að baki 201 A-landsleik fyrir Bandaríkin. EPA-EFE/Miguel Sierra Alex Morgan, ein af þremur bestu knattspyrnukonu heimsins samkvæmt FIFA, hefur gagnrýnt mögulegan styrktarsamning milli heimsmeistaramóts kvenna og Sádi-Arabíu. HM kvenna fer fram í Ástralíu og Nýja Sjálandi næsta sumar og gæti einn helsti styrktaraðili mótsins verið ferðamannaiðnaðurinn í Sádi-Arabíu. Það hefur ekki vakið mikla lukku og nú hefur hin 33 ára gamla Morgan stigið upp og sagt sína skoðun. „Mér finnst undarlegt að FIFA hafi horft til „Visit Saudi“ þegar kemur að styrktaraðila. Ég væri ekki samþykkt og hvað þá stutt við mig í því landi. Nærri allir eru á móti þessu þar sem þetta meikar engan sens siðferðislega.“ "US forward Alex Morgan has questioned the possible sponsorship deal between FIFA and Saudi Arabia s tourism authority for the upcoming Women s World Cup in Australia and New Zealand this summer," given the poor Saudi record on women's and LGBT rights. https://t.co/1rYwAFO6u3— Kenneth Roth (@KenRoth) February 10, 2023 Mannréttindasamtök á borð við Amnesty International hafa talað um að ógeðsleg mannréttindabrot eigi sér stað í Sádi-Arabíu. Samkynhneigð er ekki lögleg í landinu og þá eru réttindi kvenna ekki í hávegum höfð. „Sádi-Arabía gæti sett smá púður í kvennalandsliðið sitt sem var aðeins stofnað fyrir örfáum árum. Það er ekki hluti af heimslista FIFA því það hefur spilað svo fáa leiki. Það væri mitt ráð til þeirra. Og ég vona að FIFA geri það rétta í stöðunni,“ bætti Morgan við. FIFA hefur ekki tjáð sig um málið en það hefur bandaríska knattspyrnusambandið gert. „Bandarískur fótbolti styður mannréttindi, jafnrétti og trúir því að afl íþrótta geti haft jákvæð áhrif. Þó við getum ekki stýrt öðrum samböndum eða styrktaraðilum stórmóta sem við tökum þátt í þá getum við lýst yfir áhyggjum okkar,“ sagði bandaríska sambandið við The Athletic. Fótbolti HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Körfubolti Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Fótbolti Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Körfubolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Handbolti Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ Handbolti Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Körfubolti Fleiri fréttir Atlético skoraði sex Í beinni: Man. City - Feyenoord | City-menn sigurþurfi Í beinni: Sporting - Arsenal | Gerir Gyökeres Skyttunum grikk? Eiður Aron áfram á Ísafirði Hareide þarf að leggjast undir hnífinn Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Andri Rúnar í Stjörnuna Hvorki Arnar né Freyr heyrt frá KSÍ Kæra framleiðendur Lionel Messi drykkjarins fyrir stuld Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Aðeins Heimir og Lagerbäck með betri árangur á öldinni „Fann brosið mitt á ný“ Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Sjá meira
HM kvenna fer fram í Ástralíu og Nýja Sjálandi næsta sumar og gæti einn helsti styrktaraðili mótsins verið ferðamannaiðnaðurinn í Sádi-Arabíu. Það hefur ekki vakið mikla lukku og nú hefur hin 33 ára gamla Morgan stigið upp og sagt sína skoðun. „Mér finnst undarlegt að FIFA hafi horft til „Visit Saudi“ þegar kemur að styrktaraðila. Ég væri ekki samþykkt og hvað þá stutt við mig í því landi. Nærri allir eru á móti þessu þar sem þetta meikar engan sens siðferðislega.“ "US forward Alex Morgan has questioned the possible sponsorship deal between FIFA and Saudi Arabia s tourism authority for the upcoming Women s World Cup in Australia and New Zealand this summer," given the poor Saudi record on women's and LGBT rights. https://t.co/1rYwAFO6u3— Kenneth Roth (@KenRoth) February 10, 2023 Mannréttindasamtök á borð við Amnesty International hafa talað um að ógeðsleg mannréttindabrot eigi sér stað í Sádi-Arabíu. Samkynhneigð er ekki lögleg í landinu og þá eru réttindi kvenna ekki í hávegum höfð. „Sádi-Arabía gæti sett smá púður í kvennalandsliðið sitt sem var aðeins stofnað fyrir örfáum árum. Það er ekki hluti af heimslista FIFA því það hefur spilað svo fáa leiki. Það væri mitt ráð til þeirra. Og ég vona að FIFA geri það rétta í stöðunni,“ bætti Morgan við. FIFA hefur ekki tjáð sig um málið en það hefur bandaríska knattspyrnusambandið gert. „Bandarískur fótbolti styður mannréttindi, jafnrétti og trúir því að afl íþrótta geti haft jákvæð áhrif. Þó við getum ekki stýrt öðrum samböndum eða styrktaraðilum stórmóta sem við tökum þátt í þá getum við lýst yfir áhyggjum okkar,“ sagði bandaríska sambandið við The Athletic.
Fótbolti HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Körfubolti Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Fótbolti Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Körfubolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Handbolti Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ Handbolti Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Körfubolti Fleiri fréttir Atlético skoraði sex Í beinni: Man. City - Feyenoord | City-menn sigurþurfi Í beinni: Sporting - Arsenal | Gerir Gyökeres Skyttunum grikk? Eiður Aron áfram á Ísafirði Hareide þarf að leggjast undir hnífinn Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Andri Rúnar í Stjörnuna Hvorki Arnar né Freyr heyrt frá KSÍ Kæra framleiðendur Lionel Messi drykkjarins fyrir stuld Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Aðeins Heimir og Lagerbäck með betri árangur á öldinni „Fann brosið mitt á ný“ Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Sjá meira