Mamman ein óvæntasta stjarnan í Super Bowl vikunni Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 11. febrúar 2023 21:01 Donna Kelce bregður á leik á fjölmiðlakvöldi Super Bowl leiksins sem fór fram í Phoenix á mánudagskvöldið. Getty Images / Cooper Neill Það verður brotið blað í sögu Super Bowl, úrslitaleik NFL-deildarinnar, þegar bræður mætast inni á vellinum í fyrsta sinn. Það eru þeir Jason Kelce, miðherji í sóknarlínu Philadelphia Eagles, og innherjinn Travis Kelce hjá Kansas City Chiefs. Ekki einungis eru þeir báðir meðal bestu leikmanna deildarinnar í dag, þeir eru einnig meðal bestu leikmanna í sinni leikstöðu frá upphafi. „Ég hef nú ekkert nefnt neitt við hann hvað sálfræðihernað varðar,“ sagði Jason spurður í vikunni hvort að eitthvað slíkt væri uppi á teningnum hjá þeim bræðrum. „Ég vildi frekar óska þess að ég vissi hvernig á að stöðva hann,“ bætti hann við. Úrslitaleikir Ameríkudeildarinnar annars vegar og Þjóðadeildarinnar hins vegar fóru fram um þarsíðustu helgi en þar réðst hvaða lið kæmust í Super Bowl. Eagles lenti ekki í teljandi vandræðum með San Francisco 49ers en það var talsvert meiri spenna í viðureign Chiefs og Cincinnati Bengals. Mamma þeirra bræðra, Donna Kelce, sagðist hafa átt erfitt með sig þegar það leið á leik Chiefs og Bengals. „Skyndilega fer maður að hugsa - gæti þetta í alvörunni gerst. Þeir hafa látið sig dreyma um þetta síðan þeir voru 10 ára gamlir,“ sagði hún en Donna hefur verið ein helsta fjölmiðlastjarnan í Phoenix í Super Bowl vikunni og er nú orðin þjóðþekkt. Viðureign þeirra bræðra fer fram annað kvöld og hefst leikur Eagles og Chiefs klukkan 23.30. Upphitun á Stöð 2 Sport verður frá klukkan 22.00. NFL Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti Dagskráin í dag: Það er pílan Sport „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Fleiri fréttir Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Dagskráin í dag: Það er pílan Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Cullen stormaði út af blaðamannafundi White og Littler mætast í 16-manna úrslitum Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Martin og félagar burstuðu botnslaginn Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Sektaður fyrir að vera í sitthvorum skónum Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Luke Littler grét eftir leik Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Sjá meira
Það eru þeir Jason Kelce, miðherji í sóknarlínu Philadelphia Eagles, og innherjinn Travis Kelce hjá Kansas City Chiefs. Ekki einungis eru þeir báðir meðal bestu leikmanna deildarinnar í dag, þeir eru einnig meðal bestu leikmanna í sinni leikstöðu frá upphafi. „Ég hef nú ekkert nefnt neitt við hann hvað sálfræðihernað varðar,“ sagði Jason spurður í vikunni hvort að eitthvað slíkt væri uppi á teningnum hjá þeim bræðrum. „Ég vildi frekar óska þess að ég vissi hvernig á að stöðva hann,“ bætti hann við. Úrslitaleikir Ameríkudeildarinnar annars vegar og Þjóðadeildarinnar hins vegar fóru fram um þarsíðustu helgi en þar réðst hvaða lið kæmust í Super Bowl. Eagles lenti ekki í teljandi vandræðum með San Francisco 49ers en það var talsvert meiri spenna í viðureign Chiefs og Cincinnati Bengals. Mamma þeirra bræðra, Donna Kelce, sagðist hafa átt erfitt með sig þegar það leið á leik Chiefs og Bengals. „Skyndilega fer maður að hugsa - gæti þetta í alvörunni gerst. Þeir hafa látið sig dreyma um þetta síðan þeir voru 10 ára gamlir,“ sagði hún en Donna hefur verið ein helsta fjölmiðlastjarnan í Phoenix í Super Bowl vikunni og er nú orðin þjóðþekkt. Viðureign þeirra bræðra fer fram annað kvöld og hefst leikur Eagles og Chiefs klukkan 23.30. Upphitun á Stöð 2 Sport verður frá klukkan 22.00.
NFL Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti Dagskráin í dag: Það er pílan Sport „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Fleiri fréttir Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Dagskráin í dag: Það er pílan Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Cullen stormaði út af blaðamannafundi White og Littler mætast í 16-manna úrslitum Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Martin og félagar burstuðu botnslaginn Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Sektaður fyrir að vera í sitthvorum skónum Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Luke Littler grét eftir leik Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Sjá meira