Gunnhildur Yrsa: Sorglegt að sjá hvað þurfti að reka marga þjálfara Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. febrúar 2023 09:01 Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir er komin heim til Íslands en það gekk mikið á síðustu mánuði hennar með Orlando Pride. Getty/Alex Livesey Landsliðskonan Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir segir hneykslismál í bandaríska fótboltanum hafi haft sitt að segja þegar hún tók ákvörðun að snúa heim til Íslands. Gríðarstór hneyklismál skók bandarískan kvennafótbolta í hitt í fyrra þar sem fjölmargir þjálfarar í deildinni voru sakaðir um óeðlilega hegðun í garð leikmanna. Meint brot þeirra í starfi voru margvíslega, allt frá harðoðrum samskiptum og eineltistilburðum yfir í kynferðislega misnoktun. Málið snerti Orlando Pride, félag Gunnhildar, og hún segir það hafa stuðlað að því að hún vildu breyta um umhverfi. Valur Páll Eiríksson ræddi við Gunnhildi Yrsu í kvöldfréttum Stöðvar tvö í gær Eineltismál sem tók bara á „Það var svakamál hjá okkur þar sem þjálfarinn var rekinn. Eineltismál og svoleiðis sem tók bara á. Það er stór hluti ástæðunnar fyrir því að ég tók þessa ákvörðun,“ sagði Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir. „Mig langaði bara að einbeita mér að fótbolta og hafa gaman af því. Úti var það svolítið tekið af manni. Þar var svo mikið í gangi utan fótboltans og ég náði ekki að koma bara á æfingar til að spila fótbolta,“ sagði Gunnhildur Yrsa. Það er gaman hérna „Ég er mjög spennt fyrir því að koma hingað. Ég er búin að fara á nokkrar æfingar, það er gaman hérna og stelpurnar eru að einbeita sér að fótbolta sem er geggjað,“ sagði Gunnhildur. Sex þjálfarar úr bandarísku deildinni voru dæmdir í lífstíðarbann frá fótbolta vegna málsins en Gunnhildur segir að það sé enn verið að vinna úr málinu vestan hafs. „Það er sorglegt að sjá hvað þurfti að reka marga þjálfara og svoleiðis. Það er búið að banna þrjá þjálfara að þjálfara í bandarísku deildinni og það eru nokkrir sem eru í tveggja ára banni,“ sagði Gunnhildur. Leikmenn hafa svolítið mikil völd „Það er verið að taka á þessu en um leið verður til svona menning þar sem leikmenn hafa svolítið mikil völd. Það þarf að finna smá jafnvægi á þetta. Ég held að þetta sé á réttri leið alla vega miðað við það sem þeir eru að gera hjá Orlando Pride. Það eru góðir hlutir og þeir eru að breyta til með því að stokka upp í hlutunum þar,“ sagði Gunnhildur. „Ég held að önnur lið séu að gera það sama. Það sem gerðist út í Bandaríkjunum á í fyrsta lagi ekki að gerast en gerir það kannski að verkum að það verði smá breyting í kvennaknattspyrnunni,“ sagði Gunnhildur. Hér fyrir neðan má sjá alla fréttina. Besta deild kvenna Bandaríski fótboltinn Stjarnan Mest lesið Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Misreiknaði sig á mjög mikilvægum tímapunkti Sport Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Enski boltinn Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Enski boltinn Aldrei eins margir á heimslistanum fallið úr leik fyrir jól Sport Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Enski boltinn Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Enski boltinn Eftirmaður Amorim strax á útleið Fótbolti Embiid rekinn af velli fyrir reiðiskast eftir að hafa rutt Wembanyama Körfubolti Músaskítur í leikhúsi draumanna Enski boltinn Fleiri fréttir Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Sjá meira
Gríðarstór hneyklismál skók bandarískan kvennafótbolta í hitt í fyrra þar sem fjölmargir þjálfarar í deildinni voru sakaðir um óeðlilega hegðun í garð leikmanna. Meint brot þeirra í starfi voru margvíslega, allt frá harðoðrum samskiptum og eineltistilburðum yfir í kynferðislega misnoktun. Málið snerti Orlando Pride, félag Gunnhildar, og hún segir það hafa stuðlað að því að hún vildu breyta um umhverfi. Valur Páll Eiríksson ræddi við Gunnhildi Yrsu í kvöldfréttum Stöðvar tvö í gær Eineltismál sem tók bara á „Það var svakamál hjá okkur þar sem þjálfarinn var rekinn. Eineltismál og svoleiðis sem tók bara á. Það er stór hluti ástæðunnar fyrir því að ég tók þessa ákvörðun,“ sagði Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir. „Mig langaði bara að einbeita mér að fótbolta og hafa gaman af því. Úti var það svolítið tekið af manni. Þar var svo mikið í gangi utan fótboltans og ég náði ekki að koma bara á æfingar til að spila fótbolta,“ sagði Gunnhildur Yrsa. Það er gaman hérna „Ég er mjög spennt fyrir því að koma hingað. Ég er búin að fara á nokkrar æfingar, það er gaman hérna og stelpurnar eru að einbeita sér að fótbolta sem er geggjað,“ sagði Gunnhildur. Sex þjálfarar úr bandarísku deildinni voru dæmdir í lífstíðarbann frá fótbolta vegna málsins en Gunnhildur segir að það sé enn verið að vinna úr málinu vestan hafs. „Það er sorglegt að sjá hvað þurfti að reka marga þjálfara og svoleiðis. Það er búið að banna þrjá þjálfara að þjálfara í bandarísku deildinni og það eru nokkrir sem eru í tveggja ára banni,“ sagði Gunnhildur. Leikmenn hafa svolítið mikil völd „Það er verið að taka á þessu en um leið verður til svona menning þar sem leikmenn hafa svolítið mikil völd. Það þarf að finna smá jafnvægi á þetta. Ég held að þetta sé á réttri leið alla vega miðað við það sem þeir eru að gera hjá Orlando Pride. Það eru góðir hlutir og þeir eru að breyta til með því að stokka upp í hlutunum þar,“ sagði Gunnhildur. „Ég held að önnur lið séu að gera það sama. Það sem gerðist út í Bandaríkjunum á í fyrsta lagi ekki að gerast en gerir það kannski að verkum að það verði smá breyting í kvennaknattspyrnunni,“ sagði Gunnhildur. Hér fyrir neðan má sjá alla fréttina.
Besta deild kvenna Bandaríski fótboltinn Stjarnan Mest lesið Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Misreiknaði sig á mjög mikilvægum tímapunkti Sport Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Enski boltinn Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Enski boltinn Aldrei eins margir á heimslistanum fallið úr leik fyrir jól Sport Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Enski boltinn Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Enski boltinn Eftirmaður Amorim strax á útleið Fótbolti Embiid rekinn af velli fyrir reiðiskast eftir að hafa rutt Wembanyama Körfubolti Músaskítur í leikhúsi draumanna Enski boltinn Fleiri fréttir Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Sjá meira