Munu ekki ónáða gesti og öryggisverðir fylgi ekki verkfallsvörðum Atli Ísleifsson skrifar 13. febrúar 2023 09:46 Frá aðgerðum verkfallsvarða Eflingar á Fosshóteli Reykjavík í síðustu viku. Vísir/Vilhelm Forsvarsmenn Eflingar og Íslandshótela hafa náð samkomulagi um framkvæmd verkfallsvörslu á hótelum Íslandshótela. Verkfall starfsmanna Eflingar á sjö hótelum Íslandshótela hófst á þriðjudaginn í síðustu viku..Kjaradeila Eflingar og Samtaka atvinnulífsins er í algerum hnút og ekki hafa farið fram samningafundir í langan tíma. Harðar ásakanir gengu manna í millum í síðustu viku þar sem formaður Eflingar sakaði lögmenn Samtaka atvinnulífsins um að hjálpa eigendum og yfirmönnum á Íslandshótelum að stunda verkfallsbrot. Forsvarsmenn Íslandshótela sögðu að um tilhæfulausar ásakanir væru að ræða og að gestir væru áreittir af forystufólki Eflingar. Þá hefur lögregla mætt á sum hótelin og haft afskipti af ósáttum félagsmönnum Eflingar. Samkomulagið nú felur meðal annars í sér að hóparnir séu ekki með gjallarhorn eða dreifimiða og muni ekki ónáða gesti. Öryggisverðir munu ekki fylgja hópum verkfallsvarða. Í tilkynningu frá Eflingu segir að samkomulagið séu á þessa leið: Tveir tveggja manna hópar verkfallsvarða heimsækja stærri hótel Íslandshótela í hverri heimsókn (Grand Hótel og Fosshótel Reykjavík). Hóparnir fara hvor í sínu lagi um húsnæði viðkomandi hótels. Einn tveggja manna hópur heimsækir smærri hótelin í hverri heimsókn (Centrum, Saga, Barón, Lind, Rauðará). Hóparnir eru ekki með gjallarhorn eða dreifimiða, og ónáða ekki gesti. Aðgengi hópa að vinnurýmum hótelsins, þ.m.t. þvottahúsum, verður ekki hamlað. Ekki verður farið inn í eldhús (vegna heilbrigðisreglna) en dyr inn í eldhús verða opnaðar til að hægt sé að sjá inn. Hópar gefa sig fram í móttöku hótels þegar þeir koma á vettvang en það á ekki að tefja upphaf verkfallsvörslu eftir að þeir koma á vettvang. Ekki er gerð athugasemd við að einn starfsmaður hótelsins fylgi hópnum en öryggisverðir fylgja ekki hópunum. Fram kemur að samkomulagið hafi náðst milli Eflingar og Íslandshótela í gegnum tölvupóst í gær og var afrit af öllum samskiptunum á netfang lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Vinnumarkaður Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Bensínið gæti klárast á fimmtudag Forstjóri Skeljungs segir að bensín bensínstöðva gæti klárast strax á fimmtudag ef af verkfalli olíubílstjóra verður á miðvikudag, eins og virðist stefna í. Hann hefur þungar áhyggjur af stöðunni, alvarlegt ástand geti skapast á örfáum dögum. 12. febrúar 2023 19:28 Segir verkföll Eflingar vera tilgangslaus Enn og aftur kom til orðaskipta milli lögreglu og verkfallsvarða Eflingar við Íslandshótel í gær. Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir engan tilgang með verkföllum Eflingar. Hann bíður átekta eftir úrskurði Landsréttar, sem væntanlegur er á allra næstu dögum - á ögurstundu í kjaradeilunni. 12. febrúar 2023 13:13 Harðar ásakanir á víxl: Meint verkfallsbrot og Sólveig sögð áreita gesti Formaður Eflingar sakar lögmenn Samtaka atvinnulífsins um að hjálpa eigendum og yfirmönnum á Íslandshótelum við að stunda verkfallsbrot. Íslandshótel segja að um tilhæfulausar ásakanir sé að ræða og að gestir séu áreittir af forystufólki Eflingar. 9. febrúar 2023 15:41 Verkfall er hafið á Íslandshótelum Verkföll eru hafin hjá Eflingarfélögum á Íslandshótelum. Tæplega þrjú hundruð starfsmenn hótelanna lögðu niður störf klukkan tólf á hádegi og hafa þeir safnast saman í Iðnó. 7. febrúar 2023 12:30 Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Lögreglan lýsir eftir Birni Þorláki Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Erlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fleiri fréttir Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa leysi ráðherravesen Flokks Fólksins Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Lögreglan lýsir eftir Birni Þorláki Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sjá meira
Verkfall starfsmanna Eflingar á sjö hótelum Íslandshótela hófst á þriðjudaginn í síðustu viku..Kjaradeila Eflingar og Samtaka atvinnulífsins er í algerum hnút og ekki hafa farið fram samningafundir í langan tíma. Harðar ásakanir gengu manna í millum í síðustu viku þar sem formaður Eflingar sakaði lögmenn Samtaka atvinnulífsins um að hjálpa eigendum og yfirmönnum á Íslandshótelum að stunda verkfallsbrot. Forsvarsmenn Íslandshótela sögðu að um tilhæfulausar ásakanir væru að ræða og að gestir væru áreittir af forystufólki Eflingar. Þá hefur lögregla mætt á sum hótelin og haft afskipti af ósáttum félagsmönnum Eflingar. Samkomulagið nú felur meðal annars í sér að hóparnir séu ekki með gjallarhorn eða dreifimiða og muni ekki ónáða gesti. Öryggisverðir munu ekki fylgja hópum verkfallsvarða. Í tilkynningu frá Eflingu segir að samkomulagið séu á þessa leið: Tveir tveggja manna hópar verkfallsvarða heimsækja stærri hótel Íslandshótela í hverri heimsókn (Grand Hótel og Fosshótel Reykjavík). Hóparnir fara hvor í sínu lagi um húsnæði viðkomandi hótels. Einn tveggja manna hópur heimsækir smærri hótelin í hverri heimsókn (Centrum, Saga, Barón, Lind, Rauðará). Hóparnir eru ekki með gjallarhorn eða dreifimiða, og ónáða ekki gesti. Aðgengi hópa að vinnurýmum hótelsins, þ.m.t. þvottahúsum, verður ekki hamlað. Ekki verður farið inn í eldhús (vegna heilbrigðisreglna) en dyr inn í eldhús verða opnaðar til að hægt sé að sjá inn. Hópar gefa sig fram í móttöku hótels þegar þeir koma á vettvang en það á ekki að tefja upphaf verkfallsvörslu eftir að þeir koma á vettvang. Ekki er gerð athugasemd við að einn starfsmaður hótelsins fylgi hópnum en öryggisverðir fylgja ekki hópunum. Fram kemur að samkomulagið hafi náðst milli Eflingar og Íslandshótela í gegnum tölvupóst í gær og var afrit af öllum samskiptunum á netfang lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.
Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Vinnumarkaður Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Bensínið gæti klárast á fimmtudag Forstjóri Skeljungs segir að bensín bensínstöðva gæti klárast strax á fimmtudag ef af verkfalli olíubílstjóra verður á miðvikudag, eins og virðist stefna í. Hann hefur þungar áhyggjur af stöðunni, alvarlegt ástand geti skapast á örfáum dögum. 12. febrúar 2023 19:28 Segir verkföll Eflingar vera tilgangslaus Enn og aftur kom til orðaskipta milli lögreglu og verkfallsvarða Eflingar við Íslandshótel í gær. Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir engan tilgang með verkföllum Eflingar. Hann bíður átekta eftir úrskurði Landsréttar, sem væntanlegur er á allra næstu dögum - á ögurstundu í kjaradeilunni. 12. febrúar 2023 13:13 Harðar ásakanir á víxl: Meint verkfallsbrot og Sólveig sögð áreita gesti Formaður Eflingar sakar lögmenn Samtaka atvinnulífsins um að hjálpa eigendum og yfirmönnum á Íslandshótelum við að stunda verkfallsbrot. Íslandshótel segja að um tilhæfulausar ásakanir sé að ræða og að gestir séu áreittir af forystufólki Eflingar. 9. febrúar 2023 15:41 Verkfall er hafið á Íslandshótelum Verkföll eru hafin hjá Eflingarfélögum á Íslandshótelum. Tæplega þrjú hundruð starfsmenn hótelanna lögðu niður störf klukkan tólf á hádegi og hafa þeir safnast saman í Iðnó. 7. febrúar 2023 12:30 Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Lögreglan lýsir eftir Birni Þorláki Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Erlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fleiri fréttir Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa leysi ráðherravesen Flokks Fólksins Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Lögreglan lýsir eftir Birni Þorláki Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sjá meira
Bensínið gæti klárast á fimmtudag Forstjóri Skeljungs segir að bensín bensínstöðva gæti klárast strax á fimmtudag ef af verkfalli olíubílstjóra verður á miðvikudag, eins og virðist stefna í. Hann hefur þungar áhyggjur af stöðunni, alvarlegt ástand geti skapast á örfáum dögum. 12. febrúar 2023 19:28
Segir verkföll Eflingar vera tilgangslaus Enn og aftur kom til orðaskipta milli lögreglu og verkfallsvarða Eflingar við Íslandshótel í gær. Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir engan tilgang með verkföllum Eflingar. Hann bíður átekta eftir úrskurði Landsréttar, sem væntanlegur er á allra næstu dögum - á ögurstundu í kjaradeilunni. 12. febrúar 2023 13:13
Harðar ásakanir á víxl: Meint verkfallsbrot og Sólveig sögð áreita gesti Formaður Eflingar sakar lögmenn Samtaka atvinnulífsins um að hjálpa eigendum og yfirmönnum á Íslandshótelum við að stunda verkfallsbrot. Íslandshótel segja að um tilhæfulausar ásakanir sé að ræða og að gestir séu áreittir af forystufólki Eflingar. 9. febrúar 2023 15:41
Verkfall er hafið á Íslandshótelum Verkföll eru hafin hjá Eflingarfélögum á Íslandshótelum. Tæplega þrjú hundruð starfsmenn hótelanna lögðu niður störf klukkan tólf á hádegi og hafa þeir safnast saman í Iðnó. 7. febrúar 2023 12:30