Segja Rússa hafa misst heilt stórfylki við Vuhledar Samúel Karl Ólason skrifar 13. febrúar 2023 15:17 Úkraínskir hermenn að störfum í Dónetsk héraði. Getty/Mustafa Ciftci Úkraínumenn segja Rússa hafa misst mikinn fjölda atvinnuhermanna í árásum á bæinn Vuhledar í Dónetsk héraði. Í raun hafi Rússar misst heilt stórfylki (Brigade) landgönguliða í árásum á bæinn en árásirnar hafa litlum sem engum árangri skilað. Annarsstaðar á víglínunum í Dónetsk og Lúhansk eru Rússar sagðir hafa náð hægum og kostnaðarsömum árangri. Politico hefur eftir einum talsmanna úkraínska hersins að Rússar hafi orðið fyrir miklu mannfalli við Vuhledar og Mariinka. Margir af yfirmönnum stórfylkisins hafi verið felldir og minnst 36 skriðdrekum hafi verið grandað. Það sama eigi við tugi bryndreka. Allt frá 150 til þrjú hundruð rússneskir landgönguliðar eru sagðir hafa fallið á degi hverjum við Vuhledar. Um fimm þúsund landgönguliðar í stórfylkingu hefðu fallið, særst eða verið handsamaðir. Áðurnefndur talsmaður sagði þó að Úkraínumenn vantaði frekari hergögn og skotfæri til að verjast árásum Rússa. Þeir héldu áfram að gera árásir nærri Vuhledar. Hér að neðan má sjá kort af stöðunni í Dónetsk héraði. Kortið er unnið af starfsmönnum bandarísku hugveitunnar Institute for the study of war. Eastern #Ukraine - #Donetsk Oblast:Russian forces continued ground attacks around #Bakhmut, #Avdiivka, and #Vuhledar on February 12.#Wagner Group financier Yevgeny #Prigozhin claimed that Wagner Group forces seized Krasna Hora just north of Bakhmut. https://t.co/fK4qbyJKlx pic.twitter.com/jMsmItUEAl— ISW (@TheStudyofWar) February 13, 2023 Rússar sagðir í basli með stóru sóknina Undanfarnar vikur hafa ráðamenn í Úkraínu varað við því að Rússar hafi ætlað í stórsókn í febrúar og að næstu vikur myndu reynast Úkraínumönnum erfiðar. Sérfræðingar sem fylgjast með átökunum sögðu þó í síðustu viku að þessi sókn væri líklegast þegar byrjuð. Sjá einnig: Mikilvægar vikur í vændum í Úkraínu Nú segja Úkraínumenn að Rússar eigi í basli með að hefja þessa sókn. AP fréttaveitan hefur eftir ráðamanni úr þjóðaröryggisráði Úkraínu að sóknin sé hafin en Rússar vilji ekki segja það. Úkraínumenn séu að verjast vel og að ráðamenn í Rússlandi séu ósáttir með það hve litlum árangri rússneski herinn hafi náð. Rússneskir herbloggarar, sem fjalla um her Rússa af tiltölulega miklu frelsi, hafa lýst yfir mikilli reiði vegna árása landgönguliðanna við Vuhledar og hafa jafnvel kallað eftir því að yfirmenn stórfylkisins verði dregnir til ábyrgðar fyrir að senda mennina í þessar árásir og endurtaka gömul mistök. Þeir segja einnig að Rússar eigi í basli með að gera umfangsmikla sókn í Úkraínu. #Ukraine: Two Russian T-80BV tanks were taken out of action by Ukrainian AT mines in quick succession in the vicinity of Vuhledar, #Donetsk Oblast. pic.twitter.com/wppGOPLOoQ— Ukraine Weapons Tracker (@UAWeapons) February 12, 2023 Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Tengdar fréttir Loftvarnaflautur hljóma og íbúum um allt land sagt að leita skjóls Loftvarnaflautur hafa hljómað út um alla Úkraínu í morgun og íbúar hvattir til að leita skjóls. Yfirvöld hafa varað við því að Rússar hyggist gera umfangsmiklar loftárásir á landið í dag. 10. febrúar 2023 08:34 Kokkur Pútíns hættur að ráða fanga í Wagner Yevgeny Prigozhin, eigandi rússneska málaliðahópsins Wagner Group, sagði frá því í dag að hann væri hættur að ráða málaliða úr fangelsum Rússlands. Föngum hefur um nokkurra mánaða skeið boðist að ganga til liðs við Wagner og þjóna í sex mánuði í Úkraínu í skiptum fyrir frelsi. 9. febrúar 2023 22:34 Komu höndum yfir áætlun um yfirtöku Rússa í Moldóvu Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, sagði í dag að Úkraínumenn hefðu komist á snoðir um áætlun leyniþjónusta Rússlands sem sneru að því að gera árásir á Moldóvu. Leyniþjónusta Moldóvu hefur staðfest þessar fregnir. 9. febrúar 2023 20:06 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent Fleiri fréttir Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Sjá meira
Annarsstaðar á víglínunum í Dónetsk og Lúhansk eru Rússar sagðir hafa náð hægum og kostnaðarsömum árangri. Politico hefur eftir einum talsmanna úkraínska hersins að Rússar hafi orðið fyrir miklu mannfalli við Vuhledar og Mariinka. Margir af yfirmönnum stórfylkisins hafi verið felldir og minnst 36 skriðdrekum hafi verið grandað. Það sama eigi við tugi bryndreka. Allt frá 150 til þrjú hundruð rússneskir landgönguliðar eru sagðir hafa fallið á degi hverjum við Vuhledar. Um fimm þúsund landgönguliðar í stórfylkingu hefðu fallið, særst eða verið handsamaðir. Áðurnefndur talsmaður sagði þó að Úkraínumenn vantaði frekari hergögn og skotfæri til að verjast árásum Rússa. Þeir héldu áfram að gera árásir nærri Vuhledar. Hér að neðan má sjá kort af stöðunni í Dónetsk héraði. Kortið er unnið af starfsmönnum bandarísku hugveitunnar Institute for the study of war. Eastern #Ukraine - #Donetsk Oblast:Russian forces continued ground attacks around #Bakhmut, #Avdiivka, and #Vuhledar on February 12.#Wagner Group financier Yevgeny #Prigozhin claimed that Wagner Group forces seized Krasna Hora just north of Bakhmut. https://t.co/fK4qbyJKlx pic.twitter.com/jMsmItUEAl— ISW (@TheStudyofWar) February 13, 2023 Rússar sagðir í basli með stóru sóknina Undanfarnar vikur hafa ráðamenn í Úkraínu varað við því að Rússar hafi ætlað í stórsókn í febrúar og að næstu vikur myndu reynast Úkraínumönnum erfiðar. Sérfræðingar sem fylgjast með átökunum sögðu þó í síðustu viku að þessi sókn væri líklegast þegar byrjuð. Sjá einnig: Mikilvægar vikur í vændum í Úkraínu Nú segja Úkraínumenn að Rússar eigi í basli með að hefja þessa sókn. AP fréttaveitan hefur eftir ráðamanni úr þjóðaröryggisráði Úkraínu að sóknin sé hafin en Rússar vilji ekki segja það. Úkraínumenn séu að verjast vel og að ráðamenn í Rússlandi séu ósáttir með það hve litlum árangri rússneski herinn hafi náð. Rússneskir herbloggarar, sem fjalla um her Rússa af tiltölulega miklu frelsi, hafa lýst yfir mikilli reiði vegna árása landgönguliðanna við Vuhledar og hafa jafnvel kallað eftir því að yfirmenn stórfylkisins verði dregnir til ábyrgðar fyrir að senda mennina í þessar árásir og endurtaka gömul mistök. Þeir segja einnig að Rússar eigi í basli með að gera umfangsmikla sókn í Úkraínu. #Ukraine: Two Russian T-80BV tanks were taken out of action by Ukrainian AT mines in quick succession in the vicinity of Vuhledar, #Donetsk Oblast. pic.twitter.com/wppGOPLOoQ— Ukraine Weapons Tracker (@UAWeapons) February 12, 2023
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Tengdar fréttir Loftvarnaflautur hljóma og íbúum um allt land sagt að leita skjóls Loftvarnaflautur hafa hljómað út um alla Úkraínu í morgun og íbúar hvattir til að leita skjóls. Yfirvöld hafa varað við því að Rússar hyggist gera umfangsmiklar loftárásir á landið í dag. 10. febrúar 2023 08:34 Kokkur Pútíns hættur að ráða fanga í Wagner Yevgeny Prigozhin, eigandi rússneska málaliðahópsins Wagner Group, sagði frá því í dag að hann væri hættur að ráða málaliða úr fangelsum Rússlands. Föngum hefur um nokkurra mánaða skeið boðist að ganga til liðs við Wagner og þjóna í sex mánuði í Úkraínu í skiptum fyrir frelsi. 9. febrúar 2023 22:34 Komu höndum yfir áætlun um yfirtöku Rússa í Moldóvu Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, sagði í dag að Úkraínumenn hefðu komist á snoðir um áætlun leyniþjónusta Rússlands sem sneru að því að gera árásir á Moldóvu. Leyniþjónusta Moldóvu hefur staðfest þessar fregnir. 9. febrúar 2023 20:06 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent Fleiri fréttir Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Sjá meira
Loftvarnaflautur hljóma og íbúum um allt land sagt að leita skjóls Loftvarnaflautur hafa hljómað út um alla Úkraínu í morgun og íbúar hvattir til að leita skjóls. Yfirvöld hafa varað við því að Rússar hyggist gera umfangsmiklar loftárásir á landið í dag. 10. febrúar 2023 08:34
Kokkur Pútíns hættur að ráða fanga í Wagner Yevgeny Prigozhin, eigandi rússneska málaliðahópsins Wagner Group, sagði frá því í dag að hann væri hættur að ráða málaliða úr fangelsum Rússlands. Föngum hefur um nokkurra mánaða skeið boðist að ganga til liðs við Wagner og þjóna í sex mánuði í Úkraínu í skiptum fyrir frelsi. 9. febrúar 2023 22:34
Komu höndum yfir áætlun um yfirtöku Rússa í Moldóvu Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, sagði í dag að Úkraínumenn hefðu komist á snoðir um áætlun leyniþjónusta Rússlands sem sneru að því að gera árásir á Moldóvu. Leyniþjónusta Moldóvu hefur staðfest þessar fregnir. 9. febrúar 2023 20:06