Logi Geirs: Við verðum sem Íslendingar að mæta þarna og búa til geggjaða stemmningu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. febrúar 2023 11:00 Björgvin Páll Gústavsson í leiknum á móti Flensburg þar sem var fullt hús og frábær stemmning á Hlíðarenda. Vísir/Vilhelm Valsmenn spila gríðarlega mikilvægan leik í Evrópudeildinni í kvöld en hann gæti ráðið mjög miklu um hvort Valsliðið komist áfram í sextán liða úrslitin. Strákarnir í Seinni bylgjunni ræddu mikilvægi leiksins í þættinum í gær. „Mikilvægasti leikur Vals á þessu tímabili hingað til,“ sagði Stefán Árni Pálsson, umsjónarmaður Seinni bylgjunnar. „Ég segi það og skrifa að við verðum sem Íslendingar að hjálpast að og mæta þarna og búa til geðveika stemmningu. Það skiptir öllu máli að spila með fullt hús og góða stemmningu með sér,“ sagði Logi Geirsson. „Þessi leikur fleytir þeim langt inn í það að við fáum eitthvað stórlið hingað heim. Við fáum Montpellier eða eitthvað stórlið. Þeir hafa staðið sig gjörsamlega frábærlega,“ sagði Logi um Valsmenn. „Ég man bara hvar ég var staddur þegar dregið var í riðla. Ég var staddur á Hótel Kef og gerði mér góðan dag þegar drátturinn var. Þá fór ég og fékk mér morgunmat og beið bara spenntur. Þetta var stór stund og Valsmenn hafa staðið sig frábærlega,“ sagði Logi. Klippa: Seinni bylgjan: Mikilvægur leikur Valsmanna „Við verðum því að hjálpast að við að fylla við húsið þarna, sama hvernig við gerum það og koma þeim í gegnum þennan leik. Benidorm liðið eru þrælerfiðir andstæðingar, spila alls konar varnir og sóknir og þetta er mjög erfitt lið að spila við,“ sagði Logi. Stefán Árni hafði áhyggjur af meiðslum markvarðarins Björgvins Páls Gústavssonar og að liðið myndi ekki bara sakna liðsins við það að verjast. „Það sem ég hef áhyggjur af ef Björgvin getur ekki beitt sér að fullu að Björgvin Páll Gústavsson er einn mikilvægasti leikmaður Valsliðsins sóknarlega,“ sagði Stefán Árni. „Það er eitt sem má ekki gerast í leiknum á móti Benidorm og það er að Moto verði einn í markinu og að Björgvin geti ekki spilað. Hann verður að vera með. Gerið allt sem þið getið. Saumið hann, teipið hann, hann verður að vera í markinu,“ sagði Logi. Það má horfa á allt spjallið um Valsleikinn í kvöld hér fyrir ofan. Leikurinn hefst klukkan 19.45 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Upphitun hefst klukkan 19.25. Valur Evrópudeild karla í handbolta Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Alonso látinn fara frá Real Madrid Fótbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Fleiri fréttir Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Sjá meira
Strákarnir í Seinni bylgjunni ræddu mikilvægi leiksins í þættinum í gær. „Mikilvægasti leikur Vals á þessu tímabili hingað til,“ sagði Stefán Árni Pálsson, umsjónarmaður Seinni bylgjunnar. „Ég segi það og skrifa að við verðum sem Íslendingar að hjálpast að og mæta þarna og búa til geðveika stemmningu. Það skiptir öllu máli að spila með fullt hús og góða stemmningu með sér,“ sagði Logi Geirsson. „Þessi leikur fleytir þeim langt inn í það að við fáum eitthvað stórlið hingað heim. Við fáum Montpellier eða eitthvað stórlið. Þeir hafa staðið sig gjörsamlega frábærlega,“ sagði Logi um Valsmenn. „Ég man bara hvar ég var staddur þegar dregið var í riðla. Ég var staddur á Hótel Kef og gerði mér góðan dag þegar drátturinn var. Þá fór ég og fékk mér morgunmat og beið bara spenntur. Þetta var stór stund og Valsmenn hafa staðið sig frábærlega,“ sagði Logi. Klippa: Seinni bylgjan: Mikilvægur leikur Valsmanna „Við verðum því að hjálpast að við að fylla við húsið þarna, sama hvernig við gerum það og koma þeim í gegnum þennan leik. Benidorm liðið eru þrælerfiðir andstæðingar, spila alls konar varnir og sóknir og þetta er mjög erfitt lið að spila við,“ sagði Logi. Stefán Árni hafði áhyggjur af meiðslum markvarðarins Björgvins Páls Gústavssonar og að liðið myndi ekki bara sakna liðsins við það að verjast. „Það sem ég hef áhyggjur af ef Björgvin getur ekki beitt sér að fullu að Björgvin Páll Gústavsson er einn mikilvægasti leikmaður Valsliðsins sóknarlega,“ sagði Stefán Árni. „Það er eitt sem má ekki gerast í leiknum á móti Benidorm og það er að Moto verði einn í markinu og að Björgvin geti ekki spilað. Hann verður að vera með. Gerið allt sem þið getið. Saumið hann, teipið hann, hann verður að vera í markinu,“ sagði Logi. Það má horfa á allt spjallið um Valsleikinn í kvöld hér fyrir ofan. Leikurinn hefst klukkan 19.45 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Upphitun hefst klukkan 19.25.
Valur Evrópudeild karla í handbolta Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Alonso látinn fara frá Real Madrid Fótbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Fleiri fréttir Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Sjá meira