SA útilokar ekki að lagasetning sé eina leiðin í deilunni Heimir Már Pétursson skrifar 14. febrúar 2023 12:26 Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir að allt samfélagið muni lamast um eða eftir helgi. Stjórnvöld geti ekki setið á hliðarlínunni í þessu ástandi. Vísir/Vilhelm Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins útilokar ekki að setja verði lög á verkfall Eflingar. Samfélagið muni allt lamast um eða eftir helgi. Brýnt sé að nýr sáttasemjari verði skipaður í dag. Undanþágunefnd Eflingar kemur saman til síns fyrsta formlega fundar í dag og mun væntanlega seinni partinn eða í kvöld gefa fyrstu undanþágurnar vegna yfirstandandi verkfallsaðgerða. Ekki hefur náðst í Guðmund Inga Guðbrandsson vinnumarkaðsráðherra í dag. Hann tilkynnti hins vegar í gær að sérstakur ríkissáttasemjari yrði skipaður í deilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsinis. Nú í hádeginu er sólarhringur þar til umfangsmeiri verkfallsaðgerðir Eflingar hefjast á sjö fyrrverandi Icelandair hótelum ásamt Edition hótelinu og hjá bílstjórum olíufélaganna og Samskipa. Talsmenn olíufélaganna hafa sagt að fljótlega muni bera á eldsneytisskorti. Það muni aðeins taka um tvo til þrjá daga að tæma eldsneytistanka bensínstöðvanna. Þá er ljóst að umfangsmeiri verkföll muni hafa mun meiri áhrif á ferðaþjónustuna og daglegt líf fólks en þau verkföll sem hófust fyrir viku. Á fimmtudag hefst síðan atkvæðagreiðsla hjá Eflingu um vinnustöðvun sem mun ná til allra starfsmanna á veitinga- og gistihúsum, hjá öryggisgæslufyrirtækjum og ræstingarfyrirtækjum. Þeirri atkvæðagreiðslu lýkur á mánudag. Verkfall hæfist hinn 28. febrúar verði tillögur um verkföll samþykktar. Halldór Benjamín Þorbergsson segir liggja á að nýr ríkissáttasemjari verði skipaður í deilunni. Miðlunartillagan sé enn í fullu gildi.Vísir/Vilhelm Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir liggja mikið á að nýr sáttasemjari verði skipaður. „Og ég vænti þess að nýr ríkissáttasemjari í þessari deilu verði skipaður öðru hvoru meginn við hádegið. Ef ég er spurður álits,” segir Halldór Benjamín Staðan sem upp væri komin væri ekki bara fordæmalaus heldur hljóti hún að vera þeim sem settu lög í landinu og færu með framkvæmdavaldið mikið umhugsunarefni. Tjón samfélagsins vegna verkfallsaðgerða Eflingar væri nú þegar orðið umtalsvert. „Næstu daga mun samfélagið finna fyrir áhrifum verkfalla með áþreifanlegum hætti. Ég spái því að öðru hvoru meginn við helgina muni daglegt líf okkar flestra lamast. Stjórnmálin geta ekki verið á hliðarlínunni þegar sú staða er komin upp,“ segir framkvæmdastjóri SA. Stjórnvöld hafa haldið sig til hlés í kjaradeilunni enda er það verkefni deiluaðila á almennum vinnumarkaði að ná kjarasamningum.Vísir/Vilhelm Nú er kjördæmavika á Alþingi og þingmenn og ráðherrar því um allar tær og trissur. Ekki hefur náðst í vinnumarkaðsráðherra í morgun sem samkæmt heimildum er staddur einhvers staðar á Vesturlandi. Halldór Benjamín segir að samninganefndir deiluaðila verði að funda umsvifalaust eftir að nýr sáttasemjari hafi verið skipaður til að reyna að finna lausnir. Það væri erfitt á meðan Efling gerði allt til að koma í veg fyrir að almennir félagsmenn fengju að láta skoðun sína á miðlunartillögunni í ljós. Það fer varla að vera fyrsta verk nýs ríkissáttasemjara að endurtaka miðlunartillöguna? „Miðlunartillagan er gild. Það er ekki búið að draga hana til baka. Á meðan svo er ber aðilum að taka afstöðu til miðlunartillögunnar.” Ertu kannski líka að gefa ti kynna að það þyrfti að setja lög á þetta verkfall? „Ég útiloka ekkert í þessari kjaradeilu. Ég held og fullyrði reyndar við þig, að það verði miklar vendingar á þessari leið næstu daga.” Hvers konar? „Við skulum bara sjá hverju fram vindur,“ sagði Halldór Benjamín. Nú í hádeginu hófst stjórnarfundur hjá Samtökum atvinnulífsins. Halldór Benjamín hefur áður ekki útilokað að samtökin muni setja verkbann á félaga Eflingar sem ekki væru í verkfalli. Það er ef til vill eitt af því sem rætt verður á stjórnarfundinum. Tankar bensínstöðva munu tæmast á örfáuum dögum eftir að bílstjórar olíufélaganna fara í verkfall á hádegi á morgun miðvikudag.Vísir/Vilhelm Samkvæmt tilkynningu frá Eflingu hafa fjölmargar undanþágubeiðnir borist félaginu nú þegar vegna aksturs bílstjóra og dreifingar á eldsneyti. Undanþágunefnd kemur saman til fyrsta fundar klukkan fjögur í dag. Búast má við fyrstu úrskurðum nefndarinnar seinni partinn í dag eða kvöld. Í tilkynningu Eflingar segir að félagið hefði þegar átt óformleg samtöl við fulltrúa lögreglu, slökkviliðs og Vegagerðar og bendi allt til góðs samstarfs við þessa aðila um veitingu og framkvæmd undanþága. Undanþágunefnd er skipuð fulltrúum úr samninganefnd félagsins og er formaður hennar Sólveig Anna Jónsdóttir. Kjaraviðræður 2022-23 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Kjaramál Tengdar fréttir Þurfa ekki á „heimagerðum hamförum“ Eflingar að halda Formaður Samtaka ferðaþjónustunnar er harðorður í garð Eflingar í grein sem birt var á Vísi í dag. Hún segir ferðaþjónustuna ekki þurfa á „heimagerðum hamförum í boði Eflingar“ að halda. 14. febrúar 2023 11:23 Undanþágunefnd átt óformleg samtöl við lögreglu, slökkvilið og Vegagerð Undanþágunefnd Eflingar hefur átt óformleg samtöl við fulltrúa lögreglu, slökkviliðs og Vegagerðar vegna boðaðra verkfallsaðgerða í olíudreifingu. Formaður nefndarinnar er Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar. 14. febrúar 2023 11:12 Guðmundur verður við beiðni Aðalsteins Vinnumarkaðsráðherra hefur samþykkt beiðni ríkissáttasemjara um að hann stígi til hliðar í kjaradeilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins (SA). Tilnefndur verður aðstoðarsáttasemjari sem mun vinna að lausn deilunnar. 13. febrúar 2023 20:20 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Fleiri fréttir Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá meira
Ekki hefur náðst í Guðmund Inga Guðbrandsson vinnumarkaðsráðherra í dag. Hann tilkynnti hins vegar í gær að sérstakur ríkissáttasemjari yrði skipaður í deilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsinis. Nú í hádeginu er sólarhringur þar til umfangsmeiri verkfallsaðgerðir Eflingar hefjast á sjö fyrrverandi Icelandair hótelum ásamt Edition hótelinu og hjá bílstjórum olíufélaganna og Samskipa. Talsmenn olíufélaganna hafa sagt að fljótlega muni bera á eldsneytisskorti. Það muni aðeins taka um tvo til þrjá daga að tæma eldsneytistanka bensínstöðvanna. Þá er ljóst að umfangsmeiri verkföll muni hafa mun meiri áhrif á ferðaþjónustuna og daglegt líf fólks en þau verkföll sem hófust fyrir viku. Á fimmtudag hefst síðan atkvæðagreiðsla hjá Eflingu um vinnustöðvun sem mun ná til allra starfsmanna á veitinga- og gistihúsum, hjá öryggisgæslufyrirtækjum og ræstingarfyrirtækjum. Þeirri atkvæðagreiðslu lýkur á mánudag. Verkfall hæfist hinn 28. febrúar verði tillögur um verkföll samþykktar. Halldór Benjamín Þorbergsson segir liggja á að nýr ríkissáttasemjari verði skipaður í deilunni. Miðlunartillagan sé enn í fullu gildi.Vísir/Vilhelm Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir liggja mikið á að nýr sáttasemjari verði skipaður. „Og ég vænti þess að nýr ríkissáttasemjari í þessari deilu verði skipaður öðru hvoru meginn við hádegið. Ef ég er spurður álits,” segir Halldór Benjamín Staðan sem upp væri komin væri ekki bara fordæmalaus heldur hljóti hún að vera þeim sem settu lög í landinu og færu með framkvæmdavaldið mikið umhugsunarefni. Tjón samfélagsins vegna verkfallsaðgerða Eflingar væri nú þegar orðið umtalsvert. „Næstu daga mun samfélagið finna fyrir áhrifum verkfalla með áþreifanlegum hætti. Ég spái því að öðru hvoru meginn við helgina muni daglegt líf okkar flestra lamast. Stjórnmálin geta ekki verið á hliðarlínunni þegar sú staða er komin upp,“ segir framkvæmdastjóri SA. Stjórnvöld hafa haldið sig til hlés í kjaradeilunni enda er það verkefni deiluaðila á almennum vinnumarkaði að ná kjarasamningum.Vísir/Vilhelm Nú er kjördæmavika á Alþingi og þingmenn og ráðherrar því um allar tær og trissur. Ekki hefur náðst í vinnumarkaðsráðherra í morgun sem samkæmt heimildum er staddur einhvers staðar á Vesturlandi. Halldór Benjamín segir að samninganefndir deiluaðila verði að funda umsvifalaust eftir að nýr sáttasemjari hafi verið skipaður til að reyna að finna lausnir. Það væri erfitt á meðan Efling gerði allt til að koma í veg fyrir að almennir félagsmenn fengju að láta skoðun sína á miðlunartillögunni í ljós. Það fer varla að vera fyrsta verk nýs ríkissáttasemjara að endurtaka miðlunartillöguna? „Miðlunartillagan er gild. Það er ekki búið að draga hana til baka. Á meðan svo er ber aðilum að taka afstöðu til miðlunartillögunnar.” Ertu kannski líka að gefa ti kynna að það þyrfti að setja lög á þetta verkfall? „Ég útiloka ekkert í þessari kjaradeilu. Ég held og fullyrði reyndar við þig, að það verði miklar vendingar á þessari leið næstu daga.” Hvers konar? „Við skulum bara sjá hverju fram vindur,“ sagði Halldór Benjamín. Nú í hádeginu hófst stjórnarfundur hjá Samtökum atvinnulífsins. Halldór Benjamín hefur áður ekki útilokað að samtökin muni setja verkbann á félaga Eflingar sem ekki væru í verkfalli. Það er ef til vill eitt af því sem rætt verður á stjórnarfundinum. Tankar bensínstöðva munu tæmast á örfáuum dögum eftir að bílstjórar olíufélaganna fara í verkfall á hádegi á morgun miðvikudag.Vísir/Vilhelm Samkvæmt tilkynningu frá Eflingu hafa fjölmargar undanþágubeiðnir borist félaginu nú þegar vegna aksturs bílstjóra og dreifingar á eldsneyti. Undanþágunefnd kemur saman til fyrsta fundar klukkan fjögur í dag. Búast má við fyrstu úrskurðum nefndarinnar seinni partinn í dag eða kvöld. Í tilkynningu Eflingar segir að félagið hefði þegar átt óformleg samtöl við fulltrúa lögreglu, slökkviliðs og Vegagerðar og bendi allt til góðs samstarfs við þessa aðila um veitingu og framkvæmd undanþága. Undanþágunefnd er skipuð fulltrúum úr samninganefnd félagsins og er formaður hennar Sólveig Anna Jónsdóttir.
Kjaraviðræður 2022-23 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Kjaramál Tengdar fréttir Þurfa ekki á „heimagerðum hamförum“ Eflingar að halda Formaður Samtaka ferðaþjónustunnar er harðorður í garð Eflingar í grein sem birt var á Vísi í dag. Hún segir ferðaþjónustuna ekki þurfa á „heimagerðum hamförum í boði Eflingar“ að halda. 14. febrúar 2023 11:23 Undanþágunefnd átt óformleg samtöl við lögreglu, slökkvilið og Vegagerð Undanþágunefnd Eflingar hefur átt óformleg samtöl við fulltrúa lögreglu, slökkviliðs og Vegagerðar vegna boðaðra verkfallsaðgerða í olíudreifingu. Formaður nefndarinnar er Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar. 14. febrúar 2023 11:12 Guðmundur verður við beiðni Aðalsteins Vinnumarkaðsráðherra hefur samþykkt beiðni ríkissáttasemjara um að hann stígi til hliðar í kjaradeilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins (SA). Tilnefndur verður aðstoðarsáttasemjari sem mun vinna að lausn deilunnar. 13. febrúar 2023 20:20 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Fleiri fréttir Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá meira
Þurfa ekki á „heimagerðum hamförum“ Eflingar að halda Formaður Samtaka ferðaþjónustunnar er harðorður í garð Eflingar í grein sem birt var á Vísi í dag. Hún segir ferðaþjónustuna ekki þurfa á „heimagerðum hamförum í boði Eflingar“ að halda. 14. febrúar 2023 11:23
Undanþágunefnd átt óformleg samtöl við lögreglu, slökkvilið og Vegagerð Undanþágunefnd Eflingar hefur átt óformleg samtöl við fulltrúa lögreglu, slökkviliðs og Vegagerðar vegna boðaðra verkfallsaðgerða í olíudreifingu. Formaður nefndarinnar er Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar. 14. febrúar 2023 11:12
Guðmundur verður við beiðni Aðalsteins Vinnumarkaðsráðherra hefur samþykkt beiðni ríkissáttasemjara um að hann stígi til hliðar í kjaradeilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins (SA). Tilnefndur verður aðstoðarsáttasemjari sem mun vinna að lausn deilunnar. 13. febrúar 2023 20:20
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent