Trúir því ekki að verkfallið dragist á langinn Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Heimir Már Pétursson skrifa 14. febrúar 2023 16:40 Bogi Nils Bogason forstjóri Icelandair. Vísir/Egill Forstjóri Icelandair segist ekki hafa trú á því að verkfall olíuflutningabílstjóra dragist á langinn. Þetta sagði hann ítrekað í viðtali við fréttastofu nú síðdegis. Að óbreyttu hefst ótímabundið verkfall olíuflutningabílstjóra í Eflingu klukkan tólf á hádegi á morgun. „Ef af þessu verður og það dregst á langinn og truflanir verða verulegar á afhendingu eldsneytis þá verða áhrifin mjög mikil á okkar starfsemi og flugvallarins. Það er mjög margt í okkar keðju sem er háð eldsneyti þó það séu ekki beint flugvélarnar. Við munum geta fyllt á flugvélarnar en það er svo margt annað: Flutningur á starfsfólki til og frá flugvellinum, farþegum, ýmis tæki og tól,“ segir Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair í samtali við fréttastofu. „Við vonumst til að það náist samkomulag í þessu máli og einhver lausn því áhrifin geta orðið mjög alvarleg mjög fljótt. Við sjáum fram á það, ef þetta gengur eftir, að það verði truflanir á flugi strax um helgina og bara upp úr næstu viku fari leiðarkerfi langt með það að stöðvast.“ Bogi tekur þarna undir orð Birgis Jónssonar, kollega síns og forstjóra Play, sem lýsti þungum áhyggjum vegna stöðunnar í dag. Bogi segir að strax á sunnudaginn megi gera ráð fyrir að áhrif verkfallanna verði orðin sýnileg hjá Icelandair. „Við erum líka að sjá það að hótel eru að loka um helgina hér á höfuðborgarsvæðinu þannig að það myndast bara grafalvarlegt ástand ef ekki verður brugðist við. Ég trúi ekki öðru en það verði brugðist við með einhverjum hætti,“ segir Bogi og er svo viss um það að hann ítrekaði þessa trú sína margoft í viðtalinu við fréttastofu, sem má horfa á í spilaranum hér að neðan. Bogi segir ferðaþjónustuna ekki mega við þessu nú þegar hún er enn að ná vopnum sínum eftir Covid. „Að fá þetta í andlitið yrði gríðarlegt áfall.“ Þá séu farþegar Icelandair farnir að hringja inn með spurningar vegna verkfallanna. Staðan sé grafalvarleg. „Við erum með yfir þrjú þúsund starfsmenn en þetta er ekki síður alvarlegt fyrir íslenska ferðaþjónustu og íslenskt hagkerfi. Ferðaþjónustan er hér burðarás í hagkerfinu. Ferðaþjónustan er enn að ná vopnum sínum eftir tvö ár af Covid. Þess vegna get ég varla hugsað þetta til enda og trúi ekki að það verði úr þessu.“ Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Fréttir af flugi Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Litlar áhyggjur af Strætó en „ömurleg staða“ fyrir ferðaþjónustuna Framkvæmdastjóri Strætó er bjartsýnn á að undanþágubeiðni vegna verkfalls olíubílstjóra verði samþykkt af Eflingu. Forstjóri Kynnisferða segir stöðuna vera ömurlega. 14. febrúar 2023 16:10 Margföld sala á eldsneyti: Smurolíutunnur, brúsar og tankar dregnir fram Sala á bensíni og olíu í dag hefur verið margföld á við venjulegan dag vegna yfirvofandi verkfalls olíubílstjóra á morgun. Neytendur hafa dregið fram ýmis ílát til að geyma bensín komi til langs verkfalls. Framkvæmdastjóri N1 reiknar með einstaklingar geti farið að finna fyrir verkfallinu strax annað kvöld. 14. febrúar 2023 16:02 Mestar áhyggjur að starfsmenn verði bensínlausir og komist ekki til vinnu Forstjóri flugfélagsins Play segist verulega áhyggjufullur af boðuðum verkföllum hjá Olíudreifingu og Skeljungi. Hann hefur ekki síst áhyggjur yfir því að starfsfólk bæði Play og Isavia komist ekki til vinnu þegar bensínstöðvarnar verða uppiskroppa með eldsneyti. 14. febrúar 2023 15:40 Mest lesið Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Viðskipti innlent Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Viðskipti innlent Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Viðskipti innlent Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent Snjallsímar tróna enn á toppnum í jólakönnun ELKO Samstarf Fleiri fréttir Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sjá meira
„Ef af þessu verður og það dregst á langinn og truflanir verða verulegar á afhendingu eldsneytis þá verða áhrifin mjög mikil á okkar starfsemi og flugvallarins. Það er mjög margt í okkar keðju sem er háð eldsneyti þó það séu ekki beint flugvélarnar. Við munum geta fyllt á flugvélarnar en það er svo margt annað: Flutningur á starfsfólki til og frá flugvellinum, farþegum, ýmis tæki og tól,“ segir Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair í samtali við fréttastofu. „Við vonumst til að það náist samkomulag í þessu máli og einhver lausn því áhrifin geta orðið mjög alvarleg mjög fljótt. Við sjáum fram á það, ef þetta gengur eftir, að það verði truflanir á flugi strax um helgina og bara upp úr næstu viku fari leiðarkerfi langt með það að stöðvast.“ Bogi tekur þarna undir orð Birgis Jónssonar, kollega síns og forstjóra Play, sem lýsti þungum áhyggjum vegna stöðunnar í dag. Bogi segir að strax á sunnudaginn megi gera ráð fyrir að áhrif verkfallanna verði orðin sýnileg hjá Icelandair. „Við erum líka að sjá það að hótel eru að loka um helgina hér á höfuðborgarsvæðinu þannig að það myndast bara grafalvarlegt ástand ef ekki verður brugðist við. Ég trúi ekki öðru en það verði brugðist við með einhverjum hætti,“ segir Bogi og er svo viss um það að hann ítrekaði þessa trú sína margoft í viðtalinu við fréttastofu, sem má horfa á í spilaranum hér að neðan. Bogi segir ferðaþjónustuna ekki mega við þessu nú þegar hún er enn að ná vopnum sínum eftir Covid. „Að fá þetta í andlitið yrði gríðarlegt áfall.“ Þá séu farþegar Icelandair farnir að hringja inn með spurningar vegna verkfallanna. Staðan sé grafalvarleg. „Við erum með yfir þrjú þúsund starfsmenn en þetta er ekki síður alvarlegt fyrir íslenska ferðaþjónustu og íslenskt hagkerfi. Ferðaþjónustan er hér burðarás í hagkerfinu. Ferðaþjónustan er enn að ná vopnum sínum eftir tvö ár af Covid. Þess vegna get ég varla hugsað þetta til enda og trúi ekki að það verði úr þessu.“
Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Fréttir af flugi Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Litlar áhyggjur af Strætó en „ömurleg staða“ fyrir ferðaþjónustuna Framkvæmdastjóri Strætó er bjartsýnn á að undanþágubeiðni vegna verkfalls olíubílstjóra verði samþykkt af Eflingu. Forstjóri Kynnisferða segir stöðuna vera ömurlega. 14. febrúar 2023 16:10 Margföld sala á eldsneyti: Smurolíutunnur, brúsar og tankar dregnir fram Sala á bensíni og olíu í dag hefur verið margföld á við venjulegan dag vegna yfirvofandi verkfalls olíubílstjóra á morgun. Neytendur hafa dregið fram ýmis ílát til að geyma bensín komi til langs verkfalls. Framkvæmdastjóri N1 reiknar með einstaklingar geti farið að finna fyrir verkfallinu strax annað kvöld. 14. febrúar 2023 16:02 Mestar áhyggjur að starfsmenn verði bensínlausir og komist ekki til vinnu Forstjóri flugfélagsins Play segist verulega áhyggjufullur af boðuðum verkföllum hjá Olíudreifingu og Skeljungi. Hann hefur ekki síst áhyggjur yfir því að starfsfólk bæði Play og Isavia komist ekki til vinnu þegar bensínstöðvarnar verða uppiskroppa með eldsneyti. 14. febrúar 2023 15:40 Mest lesið Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Viðskipti innlent Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Viðskipti innlent Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Viðskipti innlent Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent Snjallsímar tróna enn á toppnum í jólakönnun ELKO Samstarf Fleiri fréttir Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sjá meira
Litlar áhyggjur af Strætó en „ömurleg staða“ fyrir ferðaþjónustuna Framkvæmdastjóri Strætó er bjartsýnn á að undanþágubeiðni vegna verkfalls olíubílstjóra verði samþykkt af Eflingu. Forstjóri Kynnisferða segir stöðuna vera ömurlega. 14. febrúar 2023 16:10
Margföld sala á eldsneyti: Smurolíutunnur, brúsar og tankar dregnir fram Sala á bensíni og olíu í dag hefur verið margföld á við venjulegan dag vegna yfirvofandi verkfalls olíubílstjóra á morgun. Neytendur hafa dregið fram ýmis ílát til að geyma bensín komi til langs verkfalls. Framkvæmdastjóri N1 reiknar með einstaklingar geti farið að finna fyrir verkfallinu strax annað kvöld. 14. febrúar 2023 16:02
Mestar áhyggjur að starfsmenn verði bensínlausir og komist ekki til vinnu Forstjóri flugfélagsins Play segist verulega áhyggjufullur af boðuðum verkföllum hjá Olíudreifingu og Skeljungi. Hann hefur ekki síst áhyggjur yfir því að starfsfólk bæði Play og Isavia komist ekki til vinnu þegar bensínstöðvarnar verða uppiskroppa með eldsneyti. 14. febrúar 2023 15:40