Bar ekki höfuðklút á skákmóti og getur ekki snúið aftur til heimalandsins Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 15. febrúar 2023 07:00 Sara Khadem getur ekki snúið aftur til heimalands síns eftir að hafa ekki borið höfuðklút á skákmóti í Kasaktstan í desember á seinsta ári. LENNART OOTES/FIDE via REUTERS Íranska skákkonan Sara Khadem vakti athygli á heimsmeistaramótinu í hrað- og atskák í Kasakstan í lok seinasta árs þegar hún bar ekki höfuðklút. Samkvæmt írönskum lögum ber konum að bera slíkan klút. Hin 25 ára Khadem getur ekki snúið aftur til heimalandsins vegna þessa þar sem handtökuskipun bíður hennar í Íran. Khadem býr nú í útlegð á sunnanverðum Spáni með eiginmanni sínum og eins árs gömlum syni þeirra. Í samtali við BBC bað Khadem um að nákvæm staðsetning hennar yrði ekki gefin upp þar sem hún óttast að það gæti haft slæmar afleiðingar í för með sér. Þessar áhyggjur hefur hún og fjölskylda hennar þrátt fyrir að vera í mörg þúsund kílómetra fjralægð frá Íran. Samkvæmt írönskum lögum ber þarlendum konum skylda til að bera höfuðklút, jafnvel þegar þær fara út fyrir landsteinana. Nokkrar þeirra hafa þó ákveðið að synda gegn straumnum og styðja þannig við konur og stúlkur í heimalandinu sem hafa mótmælt í kjölfar þess að 22 ára kona að nafni Masha Jina Amini lést í haldi siðgæðislögreglunnar þar í landi. Hún var sökuð um að hafa ekki borið höfuðklút sinn á viðeigandi hátt. Ein þeirra sem studdi við mótmæli íranskra kvenna á þennan hátt var klifurkonan Elnaz Rekabi, en hún sendi frá sér tilkynningu á Instagram þar sem hún baðst afsökunar á því að hafa ekki borið höfuðklút. Tvennum sögum fer þó um það hvort afsökunarbeiðnin hafi komið frá Rakabi af fúsum og frjálsum vilja. Orðalag hennar virtist gefa til kynna að hún hafi verið þvinguð til að skrifa hana. Skák Íran Mótmælaalda í Íran Tengdar fréttir Bar ekki höfuðklút á skákmóti í Kasakstan Íranska skákkonan Sara Khadem vakti athygli á heimsmeistaramótinu í hrað- og atskák í Kasakstan á dögunum þegar hún bar ekki höfuðklút. Samkvæmt írönskum lögum ber konum að bera slíkan klút. 29. desember 2022 17:28 Orðin að þjóðhetju eftir heimkomuna Elnaz Rekabi sneri aftur til Íran snemma í morgun eftir að hafa keppt á Asíumótinu í klifri. Rekabi notaðist ekki við slæðu þegar hún keppti og óttuðust margir um líf hennar um tíma. 19. október 2022 09:17 Leggja allt í sölurnar til að aðstoða mótmælendur Sumir læknar í Íran setja sjálfa sig í hættu á hverjum einasta degi til að aðstoða mótmælendur sem koma á bráðamóttökur þar í landi. Búið er að koma fyrir leynilögreglumönnum á spítölum til þess að handtaka þá sem hafa slasast í mótmælum. 19. október 2022 06:34 Rekabi hafi mögulega verið þvinguð til þess að skrifa tilkynninguna Íranska klifurkonan Elnaz Rekabi hefur gefið frá sér tilkynningu þar sem hún virðist útskýra af hverju hún bar ekki höfuðklút á meðan hún keppti á Asíumótinu í klifri í Suður-Kóreu á dögunum. Hún hafi beðist afsökunar á því að valda fólki áhyggjum en fjölskyldu hennar hafði ekki tekist að ná sambandi við hana síðan í gær. 18. október 2022 18:46 Mest lesið Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enski boltinn Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Fótbolti Hafþór Júlíus fagnaði tólfta titlinum með því að rífa bolinn af sér Sport Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enski boltinn Arnar með met í 100 km: „Sýnist þetta vera níundi hraðasti tíminn í heiminum“ Sport Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Uppgjör: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Íslenski boltinn Tveir látnir eftir sama hnefaleikakvöld í Tókýó Sport Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Enski boltinn Leik lokið: KA - ÍBV 1-0 | Dagur Ingi tryggði KA mikilvæg stig Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Víkingur - Stjarnan | Hvernig er fræknum sigri fylgt eftir? Í beinni: Valur - Breiðablik | Risa leikur á Hlíðarenda Brøndby náði í sigur heimafyrir Dagbjartur Sigurbrandsson er Íslandsmeistari í golfi 2025 Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Ísak nældi í gult í tapi Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Uppgjör: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Leik lokið: KA - ÍBV 1-0 | Dagur Ingi tryggði KA mikilvæg stig Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Ólafur skoraði en Aalesund fékk skell Ísak skoraði en Lyngby tapaði Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Tveir látnir eftir sama hnefaleikakvöld í Tókýó Arnar með met í 100 km: „Sýnist þetta vera níundi hraðasti tíminn í heiminum“ Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Bæði systkinin í lokaráshóp á lokadegi Íslandsmótsins í golfi Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Hafþór Júlíus fagnaði tólfta titlinum með því að rífa bolinn af sér Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Dagskráin: Enski boltinn byrjar og risaleikur í Bestu Japanskur hnefaleikakappi lést eftir bardaga Reiður Geno sendi áhorfanda fingurinn Shedeur stóð sig vel og fékk hrós frá LeBron Haaland á skotskónum í sigri Man. City Sjá meira
Hin 25 ára Khadem getur ekki snúið aftur til heimalandsins vegna þessa þar sem handtökuskipun bíður hennar í Íran. Khadem býr nú í útlegð á sunnanverðum Spáni með eiginmanni sínum og eins árs gömlum syni þeirra. Í samtali við BBC bað Khadem um að nákvæm staðsetning hennar yrði ekki gefin upp þar sem hún óttast að það gæti haft slæmar afleiðingar í för með sér. Þessar áhyggjur hefur hún og fjölskylda hennar þrátt fyrir að vera í mörg þúsund kílómetra fjralægð frá Íran. Samkvæmt írönskum lögum ber þarlendum konum skylda til að bera höfuðklút, jafnvel þegar þær fara út fyrir landsteinana. Nokkrar þeirra hafa þó ákveðið að synda gegn straumnum og styðja þannig við konur og stúlkur í heimalandinu sem hafa mótmælt í kjölfar þess að 22 ára kona að nafni Masha Jina Amini lést í haldi siðgæðislögreglunnar þar í landi. Hún var sökuð um að hafa ekki borið höfuðklút sinn á viðeigandi hátt. Ein þeirra sem studdi við mótmæli íranskra kvenna á þennan hátt var klifurkonan Elnaz Rekabi, en hún sendi frá sér tilkynningu á Instagram þar sem hún baðst afsökunar á því að hafa ekki borið höfuðklút. Tvennum sögum fer þó um það hvort afsökunarbeiðnin hafi komið frá Rakabi af fúsum og frjálsum vilja. Orðalag hennar virtist gefa til kynna að hún hafi verið þvinguð til að skrifa hana.
Skák Íran Mótmælaalda í Íran Tengdar fréttir Bar ekki höfuðklút á skákmóti í Kasakstan Íranska skákkonan Sara Khadem vakti athygli á heimsmeistaramótinu í hrað- og atskák í Kasakstan á dögunum þegar hún bar ekki höfuðklút. Samkvæmt írönskum lögum ber konum að bera slíkan klút. 29. desember 2022 17:28 Orðin að þjóðhetju eftir heimkomuna Elnaz Rekabi sneri aftur til Íran snemma í morgun eftir að hafa keppt á Asíumótinu í klifri. Rekabi notaðist ekki við slæðu þegar hún keppti og óttuðust margir um líf hennar um tíma. 19. október 2022 09:17 Leggja allt í sölurnar til að aðstoða mótmælendur Sumir læknar í Íran setja sjálfa sig í hættu á hverjum einasta degi til að aðstoða mótmælendur sem koma á bráðamóttökur þar í landi. Búið er að koma fyrir leynilögreglumönnum á spítölum til þess að handtaka þá sem hafa slasast í mótmælum. 19. október 2022 06:34 Rekabi hafi mögulega verið þvinguð til þess að skrifa tilkynninguna Íranska klifurkonan Elnaz Rekabi hefur gefið frá sér tilkynningu þar sem hún virðist útskýra af hverju hún bar ekki höfuðklút á meðan hún keppti á Asíumótinu í klifri í Suður-Kóreu á dögunum. Hún hafi beðist afsökunar á því að valda fólki áhyggjum en fjölskyldu hennar hafði ekki tekist að ná sambandi við hana síðan í gær. 18. október 2022 18:46 Mest lesið Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enski boltinn Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Fótbolti Hafþór Júlíus fagnaði tólfta titlinum með því að rífa bolinn af sér Sport Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enski boltinn Arnar með met í 100 km: „Sýnist þetta vera níundi hraðasti tíminn í heiminum“ Sport Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Uppgjör: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Íslenski boltinn Tveir látnir eftir sama hnefaleikakvöld í Tókýó Sport Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Enski boltinn Leik lokið: KA - ÍBV 1-0 | Dagur Ingi tryggði KA mikilvæg stig Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Víkingur - Stjarnan | Hvernig er fræknum sigri fylgt eftir? Í beinni: Valur - Breiðablik | Risa leikur á Hlíðarenda Brøndby náði í sigur heimafyrir Dagbjartur Sigurbrandsson er Íslandsmeistari í golfi 2025 Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Ísak nældi í gult í tapi Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Uppgjör: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Leik lokið: KA - ÍBV 1-0 | Dagur Ingi tryggði KA mikilvæg stig Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Ólafur skoraði en Aalesund fékk skell Ísak skoraði en Lyngby tapaði Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Tveir látnir eftir sama hnefaleikakvöld í Tókýó Arnar með met í 100 km: „Sýnist þetta vera níundi hraðasti tíminn í heiminum“ Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Bæði systkinin í lokaráshóp á lokadegi Íslandsmótsins í golfi Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Hafþór Júlíus fagnaði tólfta titlinum með því að rífa bolinn af sér Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Dagskráin: Enski boltinn byrjar og risaleikur í Bestu Japanskur hnefaleikakappi lést eftir bardaga Reiður Geno sendi áhorfanda fingurinn Shedeur stóð sig vel og fékk hrós frá LeBron Haaland á skotskónum í sigri Man. City Sjá meira
Bar ekki höfuðklút á skákmóti í Kasakstan Íranska skákkonan Sara Khadem vakti athygli á heimsmeistaramótinu í hrað- og atskák í Kasakstan á dögunum þegar hún bar ekki höfuðklút. Samkvæmt írönskum lögum ber konum að bera slíkan klút. 29. desember 2022 17:28
Orðin að þjóðhetju eftir heimkomuna Elnaz Rekabi sneri aftur til Íran snemma í morgun eftir að hafa keppt á Asíumótinu í klifri. Rekabi notaðist ekki við slæðu þegar hún keppti og óttuðust margir um líf hennar um tíma. 19. október 2022 09:17
Leggja allt í sölurnar til að aðstoða mótmælendur Sumir læknar í Íran setja sjálfa sig í hættu á hverjum einasta degi til að aðstoða mótmælendur sem koma á bráðamóttökur þar í landi. Búið er að koma fyrir leynilögreglumönnum á spítölum til þess að handtaka þá sem hafa slasast í mótmælum. 19. október 2022 06:34
Rekabi hafi mögulega verið þvinguð til þess að skrifa tilkynninguna Íranska klifurkonan Elnaz Rekabi hefur gefið frá sér tilkynningu þar sem hún virðist útskýra af hverju hún bar ekki höfuðklút á meðan hún keppti á Asíumótinu í klifri í Suður-Kóreu á dögunum. Hún hafi beðist afsökunar á því að valda fólki áhyggjum en fjölskyldu hennar hafði ekki tekist að ná sambandi við hana síðan í gær. 18. október 2022 18:46