Bar ekki höfuðklút á skákmóti og getur ekki snúið aftur til heimalandsins Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 15. febrúar 2023 07:00 Sara Khadem getur ekki snúið aftur til heimalands síns eftir að hafa ekki borið höfuðklút á skákmóti í Kasaktstan í desember á seinsta ári. LENNART OOTES/FIDE via REUTERS Íranska skákkonan Sara Khadem vakti athygli á heimsmeistaramótinu í hrað- og atskák í Kasakstan í lok seinasta árs þegar hún bar ekki höfuðklút. Samkvæmt írönskum lögum ber konum að bera slíkan klút. Hin 25 ára Khadem getur ekki snúið aftur til heimalandsins vegna þessa þar sem handtökuskipun bíður hennar í Íran. Khadem býr nú í útlegð á sunnanverðum Spáni með eiginmanni sínum og eins árs gömlum syni þeirra. Í samtali við BBC bað Khadem um að nákvæm staðsetning hennar yrði ekki gefin upp þar sem hún óttast að það gæti haft slæmar afleiðingar í för með sér. Þessar áhyggjur hefur hún og fjölskylda hennar þrátt fyrir að vera í mörg þúsund kílómetra fjralægð frá Íran. Samkvæmt írönskum lögum ber þarlendum konum skylda til að bera höfuðklút, jafnvel þegar þær fara út fyrir landsteinana. Nokkrar þeirra hafa þó ákveðið að synda gegn straumnum og styðja þannig við konur og stúlkur í heimalandinu sem hafa mótmælt í kjölfar þess að 22 ára kona að nafni Masha Jina Amini lést í haldi siðgæðislögreglunnar þar í landi. Hún var sökuð um að hafa ekki borið höfuðklút sinn á viðeigandi hátt. Ein þeirra sem studdi við mótmæli íranskra kvenna á þennan hátt var klifurkonan Elnaz Rekabi, en hún sendi frá sér tilkynningu á Instagram þar sem hún baðst afsökunar á því að hafa ekki borið höfuðklút. Tvennum sögum fer þó um það hvort afsökunarbeiðnin hafi komið frá Rakabi af fúsum og frjálsum vilja. Orðalag hennar virtist gefa til kynna að hún hafi verið þvinguð til að skrifa hana. Skák Íran Mótmælaalda í Íran Tengdar fréttir Bar ekki höfuðklút á skákmóti í Kasakstan Íranska skákkonan Sara Khadem vakti athygli á heimsmeistaramótinu í hrað- og atskák í Kasakstan á dögunum þegar hún bar ekki höfuðklút. Samkvæmt írönskum lögum ber konum að bera slíkan klút. 29. desember 2022 17:28 Orðin að þjóðhetju eftir heimkomuna Elnaz Rekabi sneri aftur til Íran snemma í morgun eftir að hafa keppt á Asíumótinu í klifri. Rekabi notaðist ekki við slæðu þegar hún keppti og óttuðust margir um líf hennar um tíma. 19. október 2022 09:17 Leggja allt í sölurnar til að aðstoða mótmælendur Sumir læknar í Íran setja sjálfa sig í hættu á hverjum einasta degi til að aðstoða mótmælendur sem koma á bráðamóttökur þar í landi. Búið er að koma fyrir leynilögreglumönnum á spítölum til þess að handtaka þá sem hafa slasast í mótmælum. 19. október 2022 06:34 Rekabi hafi mögulega verið þvinguð til þess að skrifa tilkynninguna Íranska klifurkonan Elnaz Rekabi hefur gefið frá sér tilkynningu þar sem hún virðist útskýra af hverju hún bar ekki höfuðklút á meðan hún keppti á Asíumótinu í klifri í Suður-Kóreu á dögunum. Hún hafi beðist afsökunar á því að valda fólki áhyggjum en fjölskyldu hennar hafði ekki tekist að ná sambandi við hana síðan í gær. 18. október 2022 18:46 Mest lesið Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti Ræða Dags bar árangur og EHF lofar breytingum Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti Sömu og dæmdu í sigrinum á Svíum en fyrst dæma Íslendingar Handbolti „Aðrir sjá um að tuða yfir því“ Handbolti Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ Handbolti „Langstærsta prófið“ en Danir hafa misstigið sig Handbolti Fleiri fréttir Danir með tromp á hendi: „Auðvitað hrikalega mikilvægt“ Anton og Jónas með myndavél á sér í Boxen Danmörk - Ísland | Undanúrslit í gini ljónsins PGA-mótaröðin endurheimtir helsta skúrkinn af LIV Tókst eftir tíu ára bið: „Hef alltaf haft trú“ Mourinho mætir Real Madrid aftur eftir ævintýralegan sigur Benfica Ræða Dags bar árangur og EHF lofar breytingum Stutt síðan Gísli var ekki sérlega vel liðinn af íslensku þjóðinni Dani segir gagnrýni Dags illa tímasetta „Langstærsta prófið“ en Danir hafa misstigið sig „Megum ekki gleyma því að við erum frábærir líka“ Sömu og dæmdu í sigrinum á Svíum en fyrst dæma Íslendingar „Þá myndu þeir ljúga að mér“ Sprenghlægileg tilþrif: „Sérstakt ef 27 ára barnlaus maður væri alltaf í Skopp“ „Aðrir sjá um að tuða yfir því“ Ísland næstbesta sóknarlið EM en því miður er Danmörk best Aldrei séð Dag svona reiðan Dæmd í bann fyrir að veðja á frjálsar íþróttir „Þetta eru bara menn sem vilja mikið og meira“ Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Dagskráin: Körfuboltakvöld, stórleikur í Garðabæ og dregið í Meistaradeild „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Fundu loksins boxarann eftir tveggja vikna leit „Geggjað að fá að vera í þessari stöðu og hitta úr þessum skotum“ Brann slapp inn í umspilið eftir hjálp frá öðrum velli „Þetta gefur mér vonir um að við getum barist um þetta“ Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 101-96| Gríðarlega mikilvægur sigur fyrir heimamenn Sjötti sigur Valskvenna í röð og KA/Þór vann Stjörnuna Uppgjör og viðtöl: ÍA - KR 98-120 | Fjórði sigur KR-inga í röð Sjá meira
Hin 25 ára Khadem getur ekki snúið aftur til heimalandsins vegna þessa þar sem handtökuskipun bíður hennar í Íran. Khadem býr nú í útlegð á sunnanverðum Spáni með eiginmanni sínum og eins árs gömlum syni þeirra. Í samtali við BBC bað Khadem um að nákvæm staðsetning hennar yrði ekki gefin upp þar sem hún óttast að það gæti haft slæmar afleiðingar í för með sér. Þessar áhyggjur hefur hún og fjölskylda hennar þrátt fyrir að vera í mörg þúsund kílómetra fjralægð frá Íran. Samkvæmt írönskum lögum ber þarlendum konum skylda til að bera höfuðklút, jafnvel þegar þær fara út fyrir landsteinana. Nokkrar þeirra hafa þó ákveðið að synda gegn straumnum og styðja þannig við konur og stúlkur í heimalandinu sem hafa mótmælt í kjölfar þess að 22 ára kona að nafni Masha Jina Amini lést í haldi siðgæðislögreglunnar þar í landi. Hún var sökuð um að hafa ekki borið höfuðklút sinn á viðeigandi hátt. Ein þeirra sem studdi við mótmæli íranskra kvenna á þennan hátt var klifurkonan Elnaz Rekabi, en hún sendi frá sér tilkynningu á Instagram þar sem hún baðst afsökunar á því að hafa ekki borið höfuðklút. Tvennum sögum fer þó um það hvort afsökunarbeiðnin hafi komið frá Rakabi af fúsum og frjálsum vilja. Orðalag hennar virtist gefa til kynna að hún hafi verið þvinguð til að skrifa hana.
Skák Íran Mótmælaalda í Íran Tengdar fréttir Bar ekki höfuðklút á skákmóti í Kasakstan Íranska skákkonan Sara Khadem vakti athygli á heimsmeistaramótinu í hrað- og atskák í Kasakstan á dögunum þegar hún bar ekki höfuðklút. Samkvæmt írönskum lögum ber konum að bera slíkan klút. 29. desember 2022 17:28 Orðin að þjóðhetju eftir heimkomuna Elnaz Rekabi sneri aftur til Íran snemma í morgun eftir að hafa keppt á Asíumótinu í klifri. Rekabi notaðist ekki við slæðu þegar hún keppti og óttuðust margir um líf hennar um tíma. 19. október 2022 09:17 Leggja allt í sölurnar til að aðstoða mótmælendur Sumir læknar í Íran setja sjálfa sig í hættu á hverjum einasta degi til að aðstoða mótmælendur sem koma á bráðamóttökur þar í landi. Búið er að koma fyrir leynilögreglumönnum á spítölum til þess að handtaka þá sem hafa slasast í mótmælum. 19. október 2022 06:34 Rekabi hafi mögulega verið þvinguð til þess að skrifa tilkynninguna Íranska klifurkonan Elnaz Rekabi hefur gefið frá sér tilkynningu þar sem hún virðist útskýra af hverju hún bar ekki höfuðklút á meðan hún keppti á Asíumótinu í klifri í Suður-Kóreu á dögunum. Hún hafi beðist afsökunar á því að valda fólki áhyggjum en fjölskyldu hennar hafði ekki tekist að ná sambandi við hana síðan í gær. 18. október 2022 18:46 Mest lesið Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti Ræða Dags bar árangur og EHF lofar breytingum Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti Sömu og dæmdu í sigrinum á Svíum en fyrst dæma Íslendingar Handbolti „Aðrir sjá um að tuða yfir því“ Handbolti Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ Handbolti „Langstærsta prófið“ en Danir hafa misstigið sig Handbolti Fleiri fréttir Danir með tromp á hendi: „Auðvitað hrikalega mikilvægt“ Anton og Jónas með myndavél á sér í Boxen Danmörk - Ísland | Undanúrslit í gini ljónsins PGA-mótaröðin endurheimtir helsta skúrkinn af LIV Tókst eftir tíu ára bið: „Hef alltaf haft trú“ Mourinho mætir Real Madrid aftur eftir ævintýralegan sigur Benfica Ræða Dags bar árangur og EHF lofar breytingum Stutt síðan Gísli var ekki sérlega vel liðinn af íslensku þjóðinni Dani segir gagnrýni Dags illa tímasetta „Langstærsta prófið“ en Danir hafa misstigið sig „Megum ekki gleyma því að við erum frábærir líka“ Sömu og dæmdu í sigrinum á Svíum en fyrst dæma Íslendingar „Þá myndu þeir ljúga að mér“ Sprenghlægileg tilþrif: „Sérstakt ef 27 ára barnlaus maður væri alltaf í Skopp“ „Aðrir sjá um að tuða yfir því“ Ísland næstbesta sóknarlið EM en því miður er Danmörk best Aldrei séð Dag svona reiðan Dæmd í bann fyrir að veðja á frjálsar íþróttir „Þetta eru bara menn sem vilja mikið og meira“ Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Dagskráin: Körfuboltakvöld, stórleikur í Garðabæ og dregið í Meistaradeild „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Fundu loksins boxarann eftir tveggja vikna leit „Geggjað að fá að vera í þessari stöðu og hitta úr þessum skotum“ Brann slapp inn í umspilið eftir hjálp frá öðrum velli „Þetta gefur mér vonir um að við getum barist um þetta“ Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 101-96| Gríðarlega mikilvægur sigur fyrir heimamenn Sjötti sigur Valskvenna í röð og KA/Þór vann Stjörnuna Uppgjör og viðtöl: ÍA - KR 98-120 | Fjórði sigur KR-inga í röð Sjá meira
Bar ekki höfuðklút á skákmóti í Kasakstan Íranska skákkonan Sara Khadem vakti athygli á heimsmeistaramótinu í hrað- og atskák í Kasakstan á dögunum þegar hún bar ekki höfuðklút. Samkvæmt írönskum lögum ber konum að bera slíkan klút. 29. desember 2022 17:28
Orðin að þjóðhetju eftir heimkomuna Elnaz Rekabi sneri aftur til Íran snemma í morgun eftir að hafa keppt á Asíumótinu í klifri. Rekabi notaðist ekki við slæðu þegar hún keppti og óttuðust margir um líf hennar um tíma. 19. október 2022 09:17
Leggja allt í sölurnar til að aðstoða mótmælendur Sumir læknar í Íran setja sjálfa sig í hættu á hverjum einasta degi til að aðstoða mótmælendur sem koma á bráðamóttökur þar í landi. Búið er að koma fyrir leynilögreglumönnum á spítölum til þess að handtaka þá sem hafa slasast í mótmælum. 19. október 2022 06:34
Rekabi hafi mögulega verið þvinguð til þess að skrifa tilkynninguna Íranska klifurkonan Elnaz Rekabi hefur gefið frá sér tilkynningu þar sem hún virðist útskýra af hverju hún bar ekki höfuðklút á meðan hún keppti á Asíumótinu í klifri í Suður-Kóreu á dögunum. Hún hafi beðist afsökunar á því að valda fólki áhyggjum en fjölskyldu hennar hafði ekki tekist að ná sambandi við hana síðan í gær. 18. október 2022 18:46