Eignarnámsógn í samningaviðræðum við landeigendur við Þjórsá Anna Björk Hjaltadóttir skrifar 15. febrúar 2023 10:00 Í gær kom svar upplýsingafulltrúa Landsvirkjunar við grein minni „Eru samningar Landsvirkjunar við landeigendur við Þjórsá löglegir?“. Ég verð eiginlega að þakka upplýsingafulltrúa Landsvirkjunar fyrir þetta svar því það reitti landeigendur í Skeiða- og Gnúpverjahreppi það mikið til reiði að þeir fundu sig knúna, í fyrsta skipti, til að tjá sig opinberlega um samningagerðina. Í svargrein Landsvirkjunar segir: Við samningagerð milli landeigenda við Þjórsá og Landsvirkjunar var ekki rætt um eignarnám og fullyrðingum um meinta þvingun í garð landeigenda er harðlega mótmælt. Landsvirkjun hefur gert fjölda samninga við landeigendur á svæðinu. Í öllum tilvikum var um að ræða frjálsa samninga. Allir landeigendur nutu aðstoðar lögmanns. Það er rétt að landeigendur nutu aðstoðar lögmanns, lögmanns sem Landsvirkjun greiddi fyrir. Í tilfelli þeirra landeigenda sem birtu opinberu yfirlýsinguna þá var það einmitt lögfræðingur sem var greiddur af Landsvirkjun sem átti að verja hagsmuni landeigenda. Það var þessi lögfræðingur sem ítrekað talaði um það við „skjólstæðinga“ sína að ef þeir semdu ekki við Landsvirkjun þá yrði landið þeirra tekið eignarnámi. Ég veit ekki hvernig greiðslum til lögfræðingsins var háttað, en svona framkoma hljómar eins og það sé hagur lögfræðingsins að ná fram samningnum. Þetta er aðili sem átti að verja hagsmuni skjólstæðinga sinna, en var í raun eingöngu að sinna hagsmunum þeirra sem greiddu þóknun hans. Hérna er yfirlýsing landeigenda orðrétt og var birt á Facebook Íbúasíðu Skeiða- og Gnúpverjahrepps: Við landeigendur í Fossnesi og Haga 2 höfum alla tíð verið á móti virkjunarframkvæmdum við Hvammsvirkjun. Ólafur Björnsson var okkar lögfræðingur og treystum við því að hann gætti okkar hagsmuna. Og minnti okkur oft á að ef við gengjum ekki til samninga yrðum við tekin eignanámi, og hefðum þar með lítið um málið að segja. Landsvirkjun borgaði þessum lögfræðing og hafi hann ekki síður verið með hagsmuni Landsvirkjunnar að leiðarljósi og ýtt okkur til samninga, sem voru engan veginn tímabærir. En óháð því hvort samninganefnd Landsvirkjunar hafi passað sig á því að nefna aldrei orðið eignarnám í viðræðum sínum við landeigendur þá hefur þetta alltaf legið fyrir eignarnáms yrði krafist ef ekki yrði samið, ef til framkvæmda kæmi. Fulltrúar Landsvirkjunar hafa tekið orðið eignarnám sér til munns, t.d. á opinberum fundi í Árnesi þann 8. mars 2022 þegar Kristín Linda Árnadóttir talaði um eignarnám sem hluta af ferlinu. Það er því ekki hægt að kalla þá samninga sem eru gerðir undir eignarnámsógn sem frjálsa samninga. Staðreyndir málsins eru svona: Sveitastjórnir við Þjórsá gerðu það að kröfu að samið yrði við landeigendur áður en skipulagsgögnum yrði breytt fyrir virkjun. Landeigendur vildu ekki semja við Landsvirkjun. Ríkið lánaði Landsvirkjun vatnsréttindin endurgjaldslaust 9. Maí 2007, þremur dögum fyrir kosningar. Tilgangurinn var, að því haft er eftir Árna Matthisen, einn þeirra ráðherra sem skrifuðu undir samninginn við Landsvirkjun, að tryggja samningsstöðu Landsvirkjunar gagnvart landeigendum „því annars hefði málið stöðvast“. Ríkisendurskoðun mat samninginn ekki bindandi fyrir ríkissjóð í desember 2007. Landsvirkjun fer, þrátt fyrir úrskurð Ríkisendurskoðunar, af stað í samningaviðræður við landeigendur með eignarnámsógnun í formi vatnsréttinda hangandi yfir viðræðum – jafnvel þó Upplýsingafulltrúi Landsvirkjunar haldi því fram að eignarnám hafi aldrei verið rætt í samningaviðræðunum. Landsvirkjun greiddi fyrir lögfræðing(a) sem átti að vera fulltrúi landeigenda og tryggja hagsmuni þeirra – en þar með búa til tvöfeldni í hagsmunum fyrir lögfræðinginn varðandi þóknun. Varðandi eignarhald Landsvirkjunar á vatnsréttindunum þá þarf óháða og lögfróða aðila til að meta löggildi „eignarréttar“ Landsvirkjunar á vatnsréttindunum. Það dugar ekki að treysta svörum Landsvirkjunar varðandi þetta. Höfundur er Formaður Gjálpar, félags um atvinnuuppbyggingu við Þjórsá og fyrrum íbúi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landsvirkjun Skeiða- og Gnúpverjahreppur Orkumál Deilur um Hvammsvirkjun Mest lesið Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Skoðun Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar skrifar Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Sjá meira
Í gær kom svar upplýsingafulltrúa Landsvirkjunar við grein minni „Eru samningar Landsvirkjunar við landeigendur við Þjórsá löglegir?“. Ég verð eiginlega að þakka upplýsingafulltrúa Landsvirkjunar fyrir þetta svar því það reitti landeigendur í Skeiða- og Gnúpverjahreppi það mikið til reiði að þeir fundu sig knúna, í fyrsta skipti, til að tjá sig opinberlega um samningagerðina. Í svargrein Landsvirkjunar segir: Við samningagerð milli landeigenda við Þjórsá og Landsvirkjunar var ekki rætt um eignarnám og fullyrðingum um meinta þvingun í garð landeigenda er harðlega mótmælt. Landsvirkjun hefur gert fjölda samninga við landeigendur á svæðinu. Í öllum tilvikum var um að ræða frjálsa samninga. Allir landeigendur nutu aðstoðar lögmanns. Það er rétt að landeigendur nutu aðstoðar lögmanns, lögmanns sem Landsvirkjun greiddi fyrir. Í tilfelli þeirra landeigenda sem birtu opinberu yfirlýsinguna þá var það einmitt lögfræðingur sem var greiddur af Landsvirkjun sem átti að verja hagsmuni landeigenda. Það var þessi lögfræðingur sem ítrekað talaði um það við „skjólstæðinga“ sína að ef þeir semdu ekki við Landsvirkjun þá yrði landið þeirra tekið eignarnámi. Ég veit ekki hvernig greiðslum til lögfræðingsins var háttað, en svona framkoma hljómar eins og það sé hagur lögfræðingsins að ná fram samningnum. Þetta er aðili sem átti að verja hagsmuni skjólstæðinga sinna, en var í raun eingöngu að sinna hagsmunum þeirra sem greiddu þóknun hans. Hérna er yfirlýsing landeigenda orðrétt og var birt á Facebook Íbúasíðu Skeiða- og Gnúpverjahrepps: Við landeigendur í Fossnesi og Haga 2 höfum alla tíð verið á móti virkjunarframkvæmdum við Hvammsvirkjun. Ólafur Björnsson var okkar lögfræðingur og treystum við því að hann gætti okkar hagsmuna. Og minnti okkur oft á að ef við gengjum ekki til samninga yrðum við tekin eignanámi, og hefðum þar með lítið um málið að segja. Landsvirkjun borgaði þessum lögfræðing og hafi hann ekki síður verið með hagsmuni Landsvirkjunnar að leiðarljósi og ýtt okkur til samninga, sem voru engan veginn tímabærir. En óháð því hvort samninganefnd Landsvirkjunar hafi passað sig á því að nefna aldrei orðið eignarnám í viðræðum sínum við landeigendur þá hefur þetta alltaf legið fyrir eignarnáms yrði krafist ef ekki yrði samið, ef til framkvæmda kæmi. Fulltrúar Landsvirkjunar hafa tekið orðið eignarnám sér til munns, t.d. á opinberum fundi í Árnesi þann 8. mars 2022 þegar Kristín Linda Árnadóttir talaði um eignarnám sem hluta af ferlinu. Það er því ekki hægt að kalla þá samninga sem eru gerðir undir eignarnámsógn sem frjálsa samninga. Staðreyndir málsins eru svona: Sveitastjórnir við Þjórsá gerðu það að kröfu að samið yrði við landeigendur áður en skipulagsgögnum yrði breytt fyrir virkjun. Landeigendur vildu ekki semja við Landsvirkjun. Ríkið lánaði Landsvirkjun vatnsréttindin endurgjaldslaust 9. Maí 2007, þremur dögum fyrir kosningar. Tilgangurinn var, að því haft er eftir Árna Matthisen, einn þeirra ráðherra sem skrifuðu undir samninginn við Landsvirkjun, að tryggja samningsstöðu Landsvirkjunar gagnvart landeigendum „því annars hefði málið stöðvast“. Ríkisendurskoðun mat samninginn ekki bindandi fyrir ríkissjóð í desember 2007. Landsvirkjun fer, þrátt fyrir úrskurð Ríkisendurskoðunar, af stað í samningaviðræður við landeigendur með eignarnámsógnun í formi vatnsréttinda hangandi yfir viðræðum – jafnvel þó Upplýsingafulltrúi Landsvirkjunar haldi því fram að eignarnám hafi aldrei verið rætt í samningaviðræðunum. Landsvirkjun greiddi fyrir lögfræðing(a) sem átti að vera fulltrúi landeigenda og tryggja hagsmuni þeirra – en þar með búa til tvöfeldni í hagsmunum fyrir lögfræðinginn varðandi þóknun. Varðandi eignarhald Landsvirkjunar á vatnsréttindunum þá þarf óháða og lögfróða aðila til að meta löggildi „eignarréttar“ Landsvirkjunar á vatnsréttindunum. Það dugar ekki að treysta svörum Landsvirkjunar varðandi þetta. Höfundur er Formaður Gjálpar, félags um atvinnuuppbyggingu við Þjórsá og fyrrum íbúi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi.
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun