Taka próf oftar en ekki vegna alvarlegra streptókokkasýkinga Fanndís Birna Logadóttir skrifar 15. febrúar 2023 14:01 Sigríður Dóra Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri lækninga hjá Heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu, segir birtingarmynd streptókokka í ár öðruvísi. Vísir/Sigurjón Mikill lyfjaskortur hefur gert starfsfólki Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu erfitt fyrir en kjörlyfið gegn streptókokkum hefur til að mynda ekki verið fáanlegt í nokkurn tíma. Önnur breiðvirkari sýklalyf hafa verið notuð, sem séu þó ekki góður kostur. Fleiri virðast veikjast alvarlega í ár og því beint til starfsfólks að taka streptókokkapróf oftar en ekki. Ýmsar pestir hafa herjað á landsmenn í vetur og eru streptókokkasýkingar þar engin undantekning. Skortur hefur verið á ákveðnum sýklalyfjum en Kåvepenin töflur og mixtúrur hafa til að mynda ekki verið fáanlegar í frá því í byrjun febrúar, samkvæmt upplýsingum á vef Lyfjastofnunar. Sigríður Dóra Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri lækninga hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, segir heilmikið hafa verið um skort á lyfjum almennt undanfarið sem valdi þeim miklum vandræðum í daglegu starfi. „Kjörlyfið við streptókokkum, Kåvepenin, hefur ekki verið fáanlegt núna í dálítinn tíma en það er til nóg af öðrum sýklalyfjum þannig við getum alveg meðhöndlað streptókokkana en það er aldrei æskilegt að þurfa að fara í breiðvirkari lyf heldur en þörf er á,“ segir Sigríður. Breiðvirkari sýklalyfjum fylgi meiri aukaverkanir og sé aldrei góður kostur en sé ávísað þegar þörf er á. „Allir sem að þurfa á meðferð að halda þeir hafa fengið viðeigandi meðferð. Það hefur ekki verið vandamál en það er mjög óþægilegt þessi staða með þennan mikla skort á lyfjum,“ segir Sigríður en önnur sending af Kåvepenin er væntanleg til landsins á næstunni. Á tímabili voru þá hraðpróf ekki til en þau eru komin aftur núna. Á meðan var hægt að meðhöndla klínísk einkenni og senda sýni í sýklaræktun sem tekur einn til tvo daga. „Við höfðum alltaf aðrar leiðir til að komast að því hvort viðkomandi væri með streptókokka en vissulega er þetta óþægileg staða,“ segir Sigríður um hraðprófin. Meira um alvarlegar sýkingar Ekkert lát virðist vera á umgangspestum og virðist fólk vera að veikjast alvarlega, þar á meðal börn. „Birtingarmyndin af streptókokkum í ár hefur verið svona aðeins öðruvísi heldur en við höfum verið að sjá, það hefur verið meira um það sem er kallað ífarandi streptókokka. Þannig það virðist vera meira um svona aðeins öðruvísi sýkingar en við erum búin að ræða það við okkar fólk og það eru allir á varðbergi því við viljum náttúrulega greina og meðhöndla þá sem að eru lasnir,“ segir Sigríður. Fréttastofa hefur þá heyrt af því að fólk hafi ekki fengið að fara í streptókokkapróf þar sem aðrar sýkingar geti komið til greina. Sigríður segir þau fylgja alþjóðlegum leiðbeiningum um hvenær á að gruna streptókokka, greina og meðhöndla. „En á vormánuðum hefur verið umræða og við sendum út leiðbeiningar um að taka prófið oftar en ekki út af þessum streptókokkafaraldri og alvarlegum sýkingum, þá hefur fólk verið að taka gjarnan streptókokkapróf þannig það á alveg að vera tryggt á stöðvunum,“ segir Sigríður. Enn er mikil aðsókn á heilsugæslustöðvum og virðist sem að staðan verði ekki mikið betri þar til seinna í vor. „Það er enn mikið um pestar og uppsöfnuð erindi eftir allan þennan Covid tíma og takmörkun á þjónustu. Þannig það er ekkert lát á aðsókninni,“ segir Sigríður. Heilbrigðismál Heilsugæsla Lyf Tengdar fréttir Læknar segjast úrvinda og upplifa kulnun Skráðum samskiptum heimilislækna við sjúklinga hefur fjölgað gríðarlega á síðustu árum og fleiri læknar segjast úrvinda og upplifa kulnun. Þetta kom fram í erindi forstjóra Heilsugæslunnar á Höfuðborgarsvæðinu á læknaráðstefnu sem nú fer fram í Hörpu. Hann tengir þetta ástand við aukin rafræn samskipti. 18. janúar 2023 10:16 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Erlent Fleiri fréttir Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Sjá meira
Ýmsar pestir hafa herjað á landsmenn í vetur og eru streptókokkasýkingar þar engin undantekning. Skortur hefur verið á ákveðnum sýklalyfjum en Kåvepenin töflur og mixtúrur hafa til að mynda ekki verið fáanlegar í frá því í byrjun febrúar, samkvæmt upplýsingum á vef Lyfjastofnunar. Sigríður Dóra Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri lækninga hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, segir heilmikið hafa verið um skort á lyfjum almennt undanfarið sem valdi þeim miklum vandræðum í daglegu starfi. „Kjörlyfið við streptókokkum, Kåvepenin, hefur ekki verið fáanlegt núna í dálítinn tíma en það er til nóg af öðrum sýklalyfjum þannig við getum alveg meðhöndlað streptókokkana en það er aldrei æskilegt að þurfa að fara í breiðvirkari lyf heldur en þörf er á,“ segir Sigríður. Breiðvirkari sýklalyfjum fylgi meiri aukaverkanir og sé aldrei góður kostur en sé ávísað þegar þörf er á. „Allir sem að þurfa á meðferð að halda þeir hafa fengið viðeigandi meðferð. Það hefur ekki verið vandamál en það er mjög óþægilegt þessi staða með þennan mikla skort á lyfjum,“ segir Sigríður en önnur sending af Kåvepenin er væntanleg til landsins á næstunni. Á tímabili voru þá hraðpróf ekki til en þau eru komin aftur núna. Á meðan var hægt að meðhöndla klínísk einkenni og senda sýni í sýklaræktun sem tekur einn til tvo daga. „Við höfðum alltaf aðrar leiðir til að komast að því hvort viðkomandi væri með streptókokka en vissulega er þetta óþægileg staða,“ segir Sigríður um hraðprófin. Meira um alvarlegar sýkingar Ekkert lát virðist vera á umgangspestum og virðist fólk vera að veikjast alvarlega, þar á meðal börn. „Birtingarmyndin af streptókokkum í ár hefur verið svona aðeins öðruvísi heldur en við höfum verið að sjá, það hefur verið meira um það sem er kallað ífarandi streptókokka. Þannig það virðist vera meira um svona aðeins öðruvísi sýkingar en við erum búin að ræða það við okkar fólk og það eru allir á varðbergi því við viljum náttúrulega greina og meðhöndla þá sem að eru lasnir,“ segir Sigríður. Fréttastofa hefur þá heyrt af því að fólk hafi ekki fengið að fara í streptókokkapróf þar sem aðrar sýkingar geti komið til greina. Sigríður segir þau fylgja alþjóðlegum leiðbeiningum um hvenær á að gruna streptókokka, greina og meðhöndla. „En á vormánuðum hefur verið umræða og við sendum út leiðbeiningar um að taka prófið oftar en ekki út af þessum streptókokkafaraldri og alvarlegum sýkingum, þá hefur fólk verið að taka gjarnan streptókokkapróf þannig það á alveg að vera tryggt á stöðvunum,“ segir Sigríður. Enn er mikil aðsókn á heilsugæslustöðvum og virðist sem að staðan verði ekki mikið betri þar til seinna í vor. „Það er enn mikið um pestar og uppsöfnuð erindi eftir allan þennan Covid tíma og takmörkun á þjónustu. Þannig það er ekkert lát á aðsókninni,“ segir Sigríður.
Heilbrigðismál Heilsugæsla Lyf Tengdar fréttir Læknar segjast úrvinda og upplifa kulnun Skráðum samskiptum heimilislækna við sjúklinga hefur fjölgað gríðarlega á síðustu árum og fleiri læknar segjast úrvinda og upplifa kulnun. Þetta kom fram í erindi forstjóra Heilsugæslunnar á Höfuðborgarsvæðinu á læknaráðstefnu sem nú fer fram í Hörpu. Hann tengir þetta ástand við aukin rafræn samskipti. 18. janúar 2023 10:16 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Erlent Fleiri fréttir Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Sjá meira
Læknar segjast úrvinda og upplifa kulnun Skráðum samskiptum heimilislækna við sjúklinga hefur fjölgað gríðarlega á síðustu árum og fleiri læknar segjast úrvinda og upplifa kulnun. Þetta kom fram í erindi forstjóra Heilsugæslunnar á Höfuðborgarsvæðinu á læknaráðstefnu sem nú fer fram í Hörpu. Hann tengir þetta ástand við aukin rafræn samskipti. 18. janúar 2023 10:16
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent