Ekki Hvammsvirkjun! Hólmfríður Árnadóttir skrifar 15. febrúar 2023 17:00 Samkvæmt verndarmarkmiðum náttúruverndarlaga á að vernda vatnsfarvegi og landslag sem er sérstætt eða fágætt vegna fagurfræðilegs og/eða menningarlegs gildis. Nú á dögunum fékk Landsvirkjun virkjunarleyfi hjá Orkustofnun vegna Hvammsvirkjunar, sem yrði aflstöð neðarlega í Þjórsá, í byggð á einu fallegasta útivistarsvæði landsins. Ef af virkjun yrði gæti 55 km² svæði orðið að virkjunarmannvirki sem yrði vel sýnilegt og óafturkræft inngrip í náttúrulegt landslags svæðisins. Í stað straumharðrar jökulár með grónum eyjum kæmi 4 km² lón með stíflugörðum og á um 3 km kafla neðan stíflu að Ölmóðsey myndi rennsli í farvegi árinnar verða verulega skert með tilheyrandi áhrifum á lífríkið. Lífríki sem við eigum að vernda umfram allt. Þess utan yrði þessi framkvæmd dýr og afllítill kostur þegar upp er staðið svo hugmyndin er í raun afleit. Þessa ákvörðun verður að endurskoða og þá með tilliti til samfélagslegar áhrifa allra þriggja fyrirhugaðra virkjana í byggð á nærsamfélagið allt en ekki einungis þeirra tveggja, Holtavirkjunar og Urriðafossvirkjunar, sem nú eru í biðflokki. Tíu kærur bárust vegna virkjunarleyfis í Þjórsá og allar krefjast þær þess að ákvörðun um veitingu virkjunarleyfis verði felld úr gildi. Þar er einnig vísað til þess að umhverfismatið sem leyfið er byggt á er yfir tuttugu ára gamalt, þá var annað samfélag hér en er nú og margt breyst náttúrunni í hag. Brot á þátttökurétti almennings er einnig tiltekið sem og að í raun hafi matið gamla verið byggt á annarri framkvæmd og það að gera ekki nýtt mat sé í raun brot á rannsóknarreglu stjórnsýslulaga því ekki sé stuðst við nýjustu og réttustu upplýsingar um fyrirhugaða framkvæmd. Vitað er að framkvæmdir við Hvammsvirkjun raska lífríki Þjórsár gríðarlega og hafa óafturkræf umhverfisáhrif eins og kærur veiðifélaga Þjórsár og Kálfár benda glögglega á. Framkvæmdir myndu vera ógn við laxastofninn í ánni en í Þjórsá lifir einn stærsti laxastofn á Íslandi. Þá er Þjórsá einnig lengst allra íslenskra áa, í henni eru margir fossar hver öðrum fallegri og umhverfi hennar dásamlegt á að líta. Hún rennur að miklu leyti á Þjórsárhrauni hinu mikla sem er stærsta flæðihraun sem runnið hefur í nútíma á jörðinni og telur Landvernd Þjórsá hafa sérstöðu á heimsmælikvarða og þá sérstaklega neðsta hluta hennar sem að mestu er ósnortinn í dag. Þess utan hefur þessi virkjunar hugmynd leikið nærsamfélagið grátt og framganga Landsvirkjunar gagnvart því grafalvarleg eins og lesa má um í greinum Önnu Bjarkar Hjaltadóttur. Við verðum að láta náttúruna njóta vafans og alltaf gæta ítrustu varúðar við óafturkræfar ákvarðanir svo ekki sé minnst á mikilvægi þess að vera viss um nauðsyn þess að auka við raforku áður en samfélögum og náttúru er raskað. Í þingsályktun um vernd og orkunýtingu landssvæða er áréttað að tryggt sé að þar sem finna megi virkjunarkosti verði ákvarðanataka að vera byggð á langtímasjónarmiðum, heildstæðu hagsmunamati með tilliti til verndargildis náttúru, menningarsögulegrar minja og annarra gilda er varðar þjóðarhag, vernd og sjálfbæra þróun. Ég hvet alla hlutaðeigandi til að horfa til samfélagslegrar ábyrgðar og náttúruverndar með því að hverfa frá öllum virkjunarhugmyndum í Þjórsá. Ein virkjun og hvað þá tvær til viðbótar í Þjórsá yrðu mannlegar náttúruhamfarir. Hamfarir sem myndu eyðileggja ána, lífríkið, náttúruna og samfélagið allt um kring. Höfundur er oddviti Vinstri grænna í Suðurkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hólmfríður Árnadóttir Orkumál Umhverfismál Vinstri græn Deilur um Hvammsvirkjun Mest lesið Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Kjaftæði Elliði Vignisson Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir Skoðun Ólögleg meðvirkni lækna Teitur Ari Theodórsson Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir Skoðun Verklausi milljónakennarinn Þórunn Sveinbjarnardóttir Skoðun Afleiðingar verkfallsaðgerða á minnstu börnin - krafa um svör Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslenska kerfið framleiðir afbrotamenn Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Ekki fokka þessu upp! Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Kosningaloforð og hvað svo? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Fólk, fjárfestingar og framfarir Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Húsnæðis- og skipulagsmál Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson skrifar Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Skattlögð þegar við þénum, eigum og eyðum Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Kjaftæði Elliði Vignisson skrifar Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist skrifar Skoðun Lítið gert úr áhyggjum íbúa Ölfuss og annarra landsmanna Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Kyrrstöðuna verður að rjúfa! Lausn fyrir verðandi innviðaráðherra Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Íslenskan og menningararfurinn Sólveig Dagmar Þórisdóttir skrifar Skoðun Mannúðlegri úrræði Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Læknar á landsbyggðinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Íslensk verðtrygging á mannamáli! Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun Varðhundar kerfisins Lára Herborg Ólafsdóttir skrifar Skoðun Mótum stefnu um iðn- og tæknimenntun á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Stýrir gervigreind málflutningi stjórnmálamanna og semur stefnur stjórnmálaflokkanna? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Kolkrabbinn og fjármálafjötrar Íslands Ágústa Árnadóttir skrifar Sjá meira
Samkvæmt verndarmarkmiðum náttúruverndarlaga á að vernda vatnsfarvegi og landslag sem er sérstætt eða fágætt vegna fagurfræðilegs og/eða menningarlegs gildis. Nú á dögunum fékk Landsvirkjun virkjunarleyfi hjá Orkustofnun vegna Hvammsvirkjunar, sem yrði aflstöð neðarlega í Þjórsá, í byggð á einu fallegasta útivistarsvæði landsins. Ef af virkjun yrði gæti 55 km² svæði orðið að virkjunarmannvirki sem yrði vel sýnilegt og óafturkræft inngrip í náttúrulegt landslags svæðisins. Í stað straumharðrar jökulár með grónum eyjum kæmi 4 km² lón með stíflugörðum og á um 3 km kafla neðan stíflu að Ölmóðsey myndi rennsli í farvegi árinnar verða verulega skert með tilheyrandi áhrifum á lífríkið. Lífríki sem við eigum að vernda umfram allt. Þess utan yrði þessi framkvæmd dýr og afllítill kostur þegar upp er staðið svo hugmyndin er í raun afleit. Þessa ákvörðun verður að endurskoða og þá með tilliti til samfélagslegar áhrifa allra þriggja fyrirhugaðra virkjana í byggð á nærsamfélagið allt en ekki einungis þeirra tveggja, Holtavirkjunar og Urriðafossvirkjunar, sem nú eru í biðflokki. Tíu kærur bárust vegna virkjunarleyfis í Þjórsá og allar krefjast þær þess að ákvörðun um veitingu virkjunarleyfis verði felld úr gildi. Þar er einnig vísað til þess að umhverfismatið sem leyfið er byggt á er yfir tuttugu ára gamalt, þá var annað samfélag hér en er nú og margt breyst náttúrunni í hag. Brot á þátttökurétti almennings er einnig tiltekið sem og að í raun hafi matið gamla verið byggt á annarri framkvæmd og það að gera ekki nýtt mat sé í raun brot á rannsóknarreglu stjórnsýslulaga því ekki sé stuðst við nýjustu og réttustu upplýsingar um fyrirhugaða framkvæmd. Vitað er að framkvæmdir við Hvammsvirkjun raska lífríki Þjórsár gríðarlega og hafa óafturkræf umhverfisáhrif eins og kærur veiðifélaga Þjórsár og Kálfár benda glögglega á. Framkvæmdir myndu vera ógn við laxastofninn í ánni en í Þjórsá lifir einn stærsti laxastofn á Íslandi. Þá er Þjórsá einnig lengst allra íslenskra áa, í henni eru margir fossar hver öðrum fallegri og umhverfi hennar dásamlegt á að líta. Hún rennur að miklu leyti á Þjórsárhrauni hinu mikla sem er stærsta flæðihraun sem runnið hefur í nútíma á jörðinni og telur Landvernd Þjórsá hafa sérstöðu á heimsmælikvarða og þá sérstaklega neðsta hluta hennar sem að mestu er ósnortinn í dag. Þess utan hefur þessi virkjunar hugmynd leikið nærsamfélagið grátt og framganga Landsvirkjunar gagnvart því grafalvarleg eins og lesa má um í greinum Önnu Bjarkar Hjaltadóttur. Við verðum að láta náttúruna njóta vafans og alltaf gæta ítrustu varúðar við óafturkræfar ákvarðanir svo ekki sé minnst á mikilvægi þess að vera viss um nauðsyn þess að auka við raforku áður en samfélögum og náttúru er raskað. Í þingsályktun um vernd og orkunýtingu landssvæða er áréttað að tryggt sé að þar sem finna megi virkjunarkosti verði ákvarðanataka að vera byggð á langtímasjónarmiðum, heildstæðu hagsmunamati með tilliti til verndargildis náttúru, menningarsögulegrar minja og annarra gilda er varðar þjóðarhag, vernd og sjálfbæra þróun. Ég hvet alla hlutaðeigandi til að horfa til samfélagslegrar ábyrgðar og náttúruverndar með því að hverfa frá öllum virkjunarhugmyndum í Þjórsá. Ein virkjun og hvað þá tvær til viðbótar í Þjórsá yrðu mannlegar náttúruhamfarir. Hamfarir sem myndu eyðileggja ána, lífríkið, náttúruna og samfélagið allt um kring. Höfundur er oddviti Vinstri grænna í Suðurkjördæmi.
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar
Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Lítið gert úr áhyggjum íbúa Ölfuss og annarra landsmanna Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Stýrir gervigreind málflutningi stjórnmálamanna og semur stefnur stjórnmálaflokkanna? Tómas Ellert Tómasson skrifar