Deila um „eðlilega hlaupaleið“ úr vinnu og heim til kasta Hæstaréttar Atli Ísleifsson skrifar 16. febrúar 2023 08:34 Maðurinn starfaði hjá borginni í Laugardal og hljóp jafnan Sæbrautina og Seltjarnarneshringinn á leiðinni heim til sín í vesturbæ Reykjavíkur. Vísir/Vilhelm Hæstiréttur hefur samþykkt beiðni um áfrýjunarleyfi í máli þar sem deilt er um hvort að hlaupaleið starfsmanns Reykjavíkurborgar hafi verið „eðlileg“ á leið hans heim úr vinnunni þegar hann ekið var á hann þar sem hann fór yfir Ánanaust í vesturbæ Reykjavíkur og slasaðist. Maðurinn fór fram á greiðslu slysabóta vegna líkamstjóns úr hendi borgarinnar en deilt var um hvort að við uppgjör skyldi fara eftir reglum um slys í starfi eða utan starfs. Borgin var sýknuð af kröfu mannsins í héraði en Landsréttur sneri hins vegar dómnum og var Reykjavíkurborg dæmd til að greiða manninum 5,7 milljónir króna. Borgin sóttist í kjölfarið eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar. Krókur á leiðinni heim á Hagamel Fram kemur að maðurinn hafi verið starfsmaður Reykjavíkurborgar og slasast á leið sinni yfir Ánanaust á grænu götuljósi þegar bíl var ekið á hann. Hann hafi þá verið á leið heim til sín á venjulegri hlaupaleið sinni að loknum vinnudegi frá vinnustaðnum í Laugardal. Um hafi verið að ræða hefðbundinn níu til tíu kílómetra hlaupahringur sem hann hafi tekið í lok hvers vinnudags. Ekki var deilt um að maðurinn ætti tilkall til slysabóta úr hendi Reykjavíkurborgar og höfðu honum þegar verið greiddar bætur á grundvelli reglna sem giltu um slys starfsmanna borgarinnar utan starfs. Í málinu var deilt um það hvort maðurinn hefði verið á „eðlilegri leið“ frá vinnustað til heimilis, en við áreksturinn hlaut maðurinn heilahristing og tognun. Slysið varð í október 2018. Talinn enn hafa verið á „eðlilegri leið“ Fram kemur að Landsréttur hafi talið að leiðarval mannsins meðfram Sæbraut, fram hjá hafnarsvæðinu og að Ánanaustum gæti talist eðlileg hlaupaleið að áfangastaðnum, það er heimili mannsins. Sú lykkja sem hann legði venjulega á leið sína vestur Seltjarnarnes og til baka að Hagamel hefði aftur á móti einungis þjónað þeim tilgangi að lengja hlaupaleiðina. Í dómi segir að ástæða þess að maðurinn hafi valið að skokka þessa leið heim til sín mætti rekja til þess að árið 2013, í tengslum við átakið „hjólað í vinnuna“, hafi hann farið að ganga og hlaupa reglulega í og úr vinnu.Getty Ennfremur segir að Landsréttur hafi talið að eðlilega hlaupaleið mannsins heim til sín hafa legið yfir veginn og áfram nokkurn spöl eftir göngustígnum og því bæri að leggja til grundvallar að hann hefði ennþá verið á eðlilegri leið frá vinnustað til heimilis. Borgin telur hann hafa verið að sinna heilsurækt í frítíma Reykjavíkurborg leitaði til Hæstaréttar þar sem þeir töldu úrslit málsins sérstaklega varða mikilvæga hagsmuni sína um hvernig beri að túlka reglur um slysatryggingu starfsmanna. Þá var vísað til þess að sambærilegar reglur gildi um slysatryggingar annarra starfsmanna á vinnumarkaði og hafi úrslit málsins því verulegt almennt gildi. Í rökstuðningi borgarinnar segir að maðurinn geti ekki talist hafa verið á eðlilegri leið frá vinnu að heimili sínu heldur hafi hann verið að sinna heilsurækt eða áhugamáli í sínum frítíma. Ekki geti verið á forræði starfsmanna að útvíkka tryggingavernd einhliða og framlengja þannig þann tíma sem þeir fá notið verndar reglna um slysatryggingu í starfi. Þá segir að Reykjavíkurborg telji málsmeðferðina fyrir Landsrétti hafa verið stórlega ábótavant og að dómurinn sé bersýnilega rangur, bæði að formi og efni til. Hæstiréttur ákvað að samþykkja beiðni Reykjavíkurborgar um að taka málið til meðferðar þar sem talið sé að dómur geti haft fordæmisgildi um það hvenær slysatryggður starfsmaður teljist vera á eðlilegri leið frá vinnustað til heimilis. Reykjavík Dómsmál Hlaup Vinnuslys Tryggingar Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Fleiri fréttir Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Sjá meira
Maðurinn fór fram á greiðslu slysabóta vegna líkamstjóns úr hendi borgarinnar en deilt var um hvort að við uppgjör skyldi fara eftir reglum um slys í starfi eða utan starfs. Borgin var sýknuð af kröfu mannsins í héraði en Landsréttur sneri hins vegar dómnum og var Reykjavíkurborg dæmd til að greiða manninum 5,7 milljónir króna. Borgin sóttist í kjölfarið eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar. Krókur á leiðinni heim á Hagamel Fram kemur að maðurinn hafi verið starfsmaður Reykjavíkurborgar og slasast á leið sinni yfir Ánanaust á grænu götuljósi þegar bíl var ekið á hann. Hann hafi þá verið á leið heim til sín á venjulegri hlaupaleið sinni að loknum vinnudegi frá vinnustaðnum í Laugardal. Um hafi verið að ræða hefðbundinn níu til tíu kílómetra hlaupahringur sem hann hafi tekið í lok hvers vinnudags. Ekki var deilt um að maðurinn ætti tilkall til slysabóta úr hendi Reykjavíkurborgar og höfðu honum þegar verið greiddar bætur á grundvelli reglna sem giltu um slys starfsmanna borgarinnar utan starfs. Í málinu var deilt um það hvort maðurinn hefði verið á „eðlilegri leið“ frá vinnustað til heimilis, en við áreksturinn hlaut maðurinn heilahristing og tognun. Slysið varð í október 2018. Talinn enn hafa verið á „eðlilegri leið“ Fram kemur að Landsréttur hafi talið að leiðarval mannsins meðfram Sæbraut, fram hjá hafnarsvæðinu og að Ánanaustum gæti talist eðlileg hlaupaleið að áfangastaðnum, það er heimili mannsins. Sú lykkja sem hann legði venjulega á leið sína vestur Seltjarnarnes og til baka að Hagamel hefði aftur á móti einungis þjónað þeim tilgangi að lengja hlaupaleiðina. Í dómi segir að ástæða þess að maðurinn hafi valið að skokka þessa leið heim til sín mætti rekja til þess að árið 2013, í tengslum við átakið „hjólað í vinnuna“, hafi hann farið að ganga og hlaupa reglulega í og úr vinnu.Getty Ennfremur segir að Landsréttur hafi talið að eðlilega hlaupaleið mannsins heim til sín hafa legið yfir veginn og áfram nokkurn spöl eftir göngustígnum og því bæri að leggja til grundvallar að hann hefði ennþá verið á eðlilegri leið frá vinnustað til heimilis. Borgin telur hann hafa verið að sinna heilsurækt í frítíma Reykjavíkurborg leitaði til Hæstaréttar þar sem þeir töldu úrslit málsins sérstaklega varða mikilvæga hagsmuni sína um hvernig beri að túlka reglur um slysatryggingu starfsmanna. Þá var vísað til þess að sambærilegar reglur gildi um slysatryggingar annarra starfsmanna á vinnumarkaði og hafi úrslit málsins því verulegt almennt gildi. Í rökstuðningi borgarinnar segir að maðurinn geti ekki talist hafa verið á eðlilegri leið frá vinnu að heimili sínu heldur hafi hann verið að sinna heilsurækt eða áhugamáli í sínum frítíma. Ekki geti verið á forræði starfsmanna að útvíkka tryggingavernd einhliða og framlengja þannig þann tíma sem þeir fá notið verndar reglna um slysatryggingu í starfi. Þá segir að Reykjavíkurborg telji málsmeðferðina fyrir Landsrétti hafa verið stórlega ábótavant og að dómurinn sé bersýnilega rangur, bæði að formi og efni til. Hæstiréttur ákvað að samþykkja beiðni Reykjavíkurborgar um að taka málið til meðferðar þar sem talið sé að dómur geti haft fordæmisgildi um það hvenær slysatryggður starfsmaður teljist vera á eðlilegri leið frá vinnustað til heimilis.
Reykjavík Dómsmál Hlaup Vinnuslys Tryggingar Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Fleiri fréttir Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Sjá meira