Umfjöllun og viðtöl: Valur - KR 90-71 | Valsmenn sýndu gæði sín í seinni hálfleik og juku á eymd KR Árni Jóhannsson skrifar 16. febrúar 2023 21:47 Kristófer Acox að sýna vald sitt gegn KR í kvöld. Vísir / Hulda Margrét Valur vann granna sína í KR sannfærandi í kvöld í 17. umferð Subway deildar karla í körfuknattleik. Leikar enduðu 90-71 en KR byrjaði leikinn af miklum krafti en höfðu ekki eldsneytið til að keyra af sama krafti allan tímann. Valsmenn komust á skrið sem var ekki stöðvað og komu sér í efsta sæti Subway deildar karla. Það voru samt gestirnir sem byrjuðu sterkar í kvöld og þegar 2:24 voru liðnar af leiknum þá leiddi KR 11-0 og blaðamanni fannst hann ekki hafa séð KR spila betur í vetur. Vesturbæingar stöðvuðu Valsmenn í sínum aðgerðum og opnuðu þá í sókninni næsta auðveldlega og komu sér í gott forskot áður en Valsmenn tóku leikhlé til að stilla sig af. Þeir voru einfaldlega ekki mættir. Eftir leikhléið þá komu gæði liðsins í ljós en KR náði að halda þeim í skefjum og halda sjö stiga forskoti þegar fyrsti leikhluti var liðinn. Staðan 14-21 og KR í mjög góðum málum. Kári Jónsson og Veigar Áki Hlynsson áttu fína leiki í kvöld en Kári fagnaði sigri.Vísir / Hulda Margrét Annar leikhluti var mjög jafn og skiptust liðin á áhlaupum. KR náði að halda forksotinu í sjö stigum 26-33 þegar rúmlega þrjár mínútur lifðu af fyrri hálfleik. Þá tóku Valsmenn virkilega gott áhlaup og unnu síðustu mínútur hálfleiksins 10-5. Því var staðan 36-38 í hálfleik og von á spennandi seinni hálfleik ef liðin næðu að halda gæðum sínum upp. Annað kom á daginn. Valsmenn juku sín gæði á báðum endum vallarins sem gerði það að verkum að skot KR-inga fóru að klikka og um leið lak loftið úr Vesturbæingum þangað til blaðran kláraðist. Axlirnar og hakan fóru niður á leikmönnum og þegar um mínúta var eftir af þriðja leikhluta var blaðamaður tilbúinn að færa heimamönnum stigin tvö sem fást fyrir sigur. Veigar Áki Hlynsson minnkaði muninn niður í 13 stig í lok leikhlutans en Veigar ásamt Justus Tamulis voru þeir einu sem náðu að gera eitthvað af viti sóknarlega á löngum köflum í þriðja leikhluta. Staðan var 62-49 að leikhlutanum loknum en engin leið sjáanleg til baka fyrir gestina. Valsmenn héldu áfram að gera það sem þeir gera vel í fjórða leikhluta. Það er að segja að verja körfuna sína og fá auðveld stig úr hraðaupphlaupum eða samspili manna. Um miðjan fjórða leikhluta var tekið leikhlé af gestunum og var möguleiki á því að KR kæmi sér á skrið en allt kom fyrir ekki og KR tapaði boltanum og gafst upp. Valsmenn tylla sér á toppinn með sigrinum í kvöld en leikurinn endaði 90-71 og var mjög sannfærandi í lokin. Afhverju vann Valur? Þeir náðu vopnum sínum á báðum endum vallarins eftir fyrsta leikhlutann. Í þeim fyrsta gátu þeir hvorki skorað né stoppað gestina og fundu sig í smá holu. Síðan þegar þeir klemmdu KR varnarlega þá datt sjálfstraust gestanna niður og gæði komu í ljós hjá Val sem gekk á lagið og gekk frá leiknum. Hvað gekk illa? Seinni hálfleikur hjá KR gekk illa. Skot prósentan lækkaði hjá þeim og þeir misstu forskotið sem þeir voru með í frákastabaráttunni yfir til Valsmanna. Sjálfstraust er mikilvægt í íþróttum og þegar það hverfur ásamt því að tveir atkvæðamiklir menn meiðast þá er lítið hægt að gera og leikurinn flýtur frá liðinu. Antonio Williams og Þorvaldur Orri Árnason sneru sig báðir á ökkla í seinni hálfleik og munar um minna fyrir lið sem er í veseni. Bestur á vellinum? Kristófer Acox var langbestur á vellinum. Hann var að sjálfsögðu að spila gegn sínu gamla félagi og þar er forsaga og því er hægt að velta því fyrir sér hvort hann hafi lagt auka í púkkið í dag en kappinn skilaði 34 framlagsstigum. Hann skoraði 24 stig, tók átta fráköst og unnu Valsmenn hans mínútur með 16 stigum. Hjá KR voru Veigar Áki og Justus Tamulis, eins og áður sagði, framlagshæstir en þeir skiluðu báðir 22 framlagspunktum en Veigar skoraði 18 stig og Justus 22. Þeir voru í raun og veru þeir einu sem reyndu eitthvað í seinni hálfleik fyrir KR. Tölfræði sem vakti athygli? KR tapaði ekki nema 14 boltum í leiknum í kvöld en Valsmenn voru duglegir að refsa fyrir það. Fengu 16 stig úr hraðaupphlaupum og í heildina 23 stig eftir tapaða bolta hjá KR. Hvað næst? Nú tekur við landsleikjahlé. Næstu leikir liðanna eru ekki fyrr en 5. og 6. mars. Það sem gerist hinsvegar næst hjá KR er að þeir falli formlega úr úrvalsdeild karla í körfubolta. Þeir eru átta stigum á eftir Hetti sem eiga leik til góða en þeir fara í Garðabæinn annað kvöld og etja kappi við Stjörnuna. Það eru ekki nema fimm leikir eftir og Höttur hefur betur í innbyrðis viðureignum KR og Hattar og því gæti það farið svo að KR dugar ekki að vinna alla fimm leiki sína til að halda sér í deildinni. Það er því mikið undir í Garðabænum á morgun og fylgjast KR-ingar væntanlega spenntir með. Helgi Magnússon: Urðum litlir Helgi Magnússon þjálfari stendur í ströngu næstu tvær vikur.Vísir / Hulda Margrét Í viðtali fyrir leik sagði Helgi Magnússon að hann vildi að sitt lið myndi sýna góðar 40 mínútur á vellinum í kvöld. Allt kom fyrir ekki og KR tapaði leiknum með hrikalegum þriðja leikhluta sem tapaðist 26-11. Hann var spurður hvort liðinu hans væri viðbjargandi. „Við erum nú ekki alveg þar. Mín upplifun af þessum þriðja leikhluta er sú að við vorum fá galopin skot en við hittum þeim ekki. Við það þá urðu menn litlir í sér og í staðinn fyrir að skjóta þessu með sjálfstrausti, þeir duttu langt niður í teig til að verja hann, þá fórum við að keyra ítrekað inn í miðja vörnina og þeir eru mjög gott varnarlið. Svo hjálpar það ekki til að Antonio meiðist og hann er okkar aðal leikstjórnandinn okkar og aðal sprengjan og þegar hann er horfinn þá er þetta erfitt.“ Helgi var spurður að því hvort það væri eitthvað jákvætt hægt að taka út úr þessum leik. „Ábyggilega. Við eigum eftir að skoða það bara.“ Þorvaldur Orri Árnason meiddist líka í leiknum en Helgi gat ekki lagt mat á þau meiðsli. „Við erum að fara inn í dálítið langt hlé núna en ég fæ fréttir vonandi á morgun.“ Að lokum var Helgi spurður út í það hvort það væri ekki jákvætt að geta verið með allann hópinn sinn í þessu langa hléi. „Vonandi, það fer eftir því hvernig meiðslin eru. Liðið var sett saman seinna og við skuldum undirbúningstímabil þannig lagað þessi hópur þannig að það verður gott að fá þetta hlé til að reyna að gera okkur betri.“ Finnur Freyr: Við þjálfararnir erum sífellt blaðrandi eitthvað Finnur Freyr Stefánsson sagði helling við sína menn og það hafði tilætluð áhrif.Vísir / Hulda Margrét Þjálfari Vals var ánægður með sigurinn hjá sínum mönnum og var ánægður með það hvernig hans menn sneru taflinu við. Hann var spurður út í byrjun sinna manna sem var ansi brösugleg. „Þetta var bara lélegt. Við komum út á hælunum, vorum hægir og þetta var í takt við það sem var í gangi í síðasta leik. Þegar við náðum binda saman vörnina og ýta upp hraðanum þá leit þetta betur út.“ Finnur var spurður hvort hann hafi þurft að segja eitthvað við sína menn. „Já já, helling. Við þjálfararnir erum sífellt blaðrandi eitthvað. Við erum búnir að vera skrýtnir eftir bikarinn og við erum að fara í langt frí og kannski eru menn eitthvað komnir fram úr sér. Ég veit það ekki.“ Það hlýtur samt að gefa þjálfaranum eitthvað að sjá sína menn koma til baka og taka sigurinn. „Jú klárlega. Þetta var aðeins öðruvísi en þetta hefur verið og við vorum hraðari en við höfum verið. Það var svo, ég ætla ekki að segja stælar, en það var aðeins meira fjör í okkur en við þjálfararnir eigum það til að vera að flækja hlutina ansi mikið. Stundum þarf maður að sleppa tökunum á leikmönnunum og leyfa þeim að vera þeir sjálfir“ Kristófer Acox átti góðan leik og var Finnur spurður að því hvort hann hafi fundið eitthvað í fari Kristófers í kvöld sem gerði það að verkum að hann átti góðan leik. „Strákarnir gerðu bara mjög vel í að finna hann í kvöld og svo vorum við að fá auðveldar körfur úr hraðaupphlaupum. Eitthvað sem hefur vantað upp á síðkastið. Hann var einbeittur og margir áttu góðan leik og leikmenn sem hafa ekki átt góðan leik undanfarið fundu fjölina aftur.“ Eins og hefur komið fram þá er landsleikjahlé framundan. „Það er fínt að ná aðeins að anda. Það hafa ekki verið neinar pásur síðan í nóvemer. Það var smá pása um jólin en það er allt öðruvísi þannig að það er fínt að geta gefið strákunum helgarfrí og allir geta einbeitt sér að sínum málum og koma svo inn í lokasprettinn og klárir í slaginn.“ Að lokum var Finnur spurður hvort það væri á döfinni að æfa það að vera hraðari en Valsmenn hafa oft verið. „Kannski þurfum við að einfalda leik okkar aðeins. Það er stóra málið í þessu.“ Subway-deild karla KR Valur
Valur vann granna sína í KR sannfærandi í kvöld í 17. umferð Subway deildar karla í körfuknattleik. Leikar enduðu 90-71 en KR byrjaði leikinn af miklum krafti en höfðu ekki eldsneytið til að keyra af sama krafti allan tímann. Valsmenn komust á skrið sem var ekki stöðvað og komu sér í efsta sæti Subway deildar karla. Það voru samt gestirnir sem byrjuðu sterkar í kvöld og þegar 2:24 voru liðnar af leiknum þá leiddi KR 11-0 og blaðamanni fannst hann ekki hafa séð KR spila betur í vetur. Vesturbæingar stöðvuðu Valsmenn í sínum aðgerðum og opnuðu þá í sókninni næsta auðveldlega og komu sér í gott forskot áður en Valsmenn tóku leikhlé til að stilla sig af. Þeir voru einfaldlega ekki mættir. Eftir leikhléið þá komu gæði liðsins í ljós en KR náði að halda þeim í skefjum og halda sjö stiga forskoti þegar fyrsti leikhluti var liðinn. Staðan 14-21 og KR í mjög góðum málum. Kári Jónsson og Veigar Áki Hlynsson áttu fína leiki í kvöld en Kári fagnaði sigri.Vísir / Hulda Margrét Annar leikhluti var mjög jafn og skiptust liðin á áhlaupum. KR náði að halda forksotinu í sjö stigum 26-33 þegar rúmlega þrjár mínútur lifðu af fyrri hálfleik. Þá tóku Valsmenn virkilega gott áhlaup og unnu síðustu mínútur hálfleiksins 10-5. Því var staðan 36-38 í hálfleik og von á spennandi seinni hálfleik ef liðin næðu að halda gæðum sínum upp. Annað kom á daginn. Valsmenn juku sín gæði á báðum endum vallarins sem gerði það að verkum að skot KR-inga fóru að klikka og um leið lak loftið úr Vesturbæingum þangað til blaðran kláraðist. Axlirnar og hakan fóru niður á leikmönnum og þegar um mínúta var eftir af þriðja leikhluta var blaðamaður tilbúinn að færa heimamönnum stigin tvö sem fást fyrir sigur. Veigar Áki Hlynsson minnkaði muninn niður í 13 stig í lok leikhlutans en Veigar ásamt Justus Tamulis voru þeir einu sem náðu að gera eitthvað af viti sóknarlega á löngum köflum í þriðja leikhluta. Staðan var 62-49 að leikhlutanum loknum en engin leið sjáanleg til baka fyrir gestina. Valsmenn héldu áfram að gera það sem þeir gera vel í fjórða leikhluta. Það er að segja að verja körfuna sína og fá auðveld stig úr hraðaupphlaupum eða samspili manna. Um miðjan fjórða leikhluta var tekið leikhlé af gestunum og var möguleiki á því að KR kæmi sér á skrið en allt kom fyrir ekki og KR tapaði boltanum og gafst upp. Valsmenn tylla sér á toppinn með sigrinum í kvöld en leikurinn endaði 90-71 og var mjög sannfærandi í lokin. Afhverju vann Valur? Þeir náðu vopnum sínum á báðum endum vallarins eftir fyrsta leikhlutann. Í þeim fyrsta gátu þeir hvorki skorað né stoppað gestina og fundu sig í smá holu. Síðan þegar þeir klemmdu KR varnarlega þá datt sjálfstraust gestanna niður og gæði komu í ljós hjá Val sem gekk á lagið og gekk frá leiknum. Hvað gekk illa? Seinni hálfleikur hjá KR gekk illa. Skot prósentan lækkaði hjá þeim og þeir misstu forskotið sem þeir voru með í frákastabaráttunni yfir til Valsmanna. Sjálfstraust er mikilvægt í íþróttum og þegar það hverfur ásamt því að tveir atkvæðamiklir menn meiðast þá er lítið hægt að gera og leikurinn flýtur frá liðinu. Antonio Williams og Þorvaldur Orri Árnason sneru sig báðir á ökkla í seinni hálfleik og munar um minna fyrir lið sem er í veseni. Bestur á vellinum? Kristófer Acox var langbestur á vellinum. Hann var að sjálfsögðu að spila gegn sínu gamla félagi og þar er forsaga og því er hægt að velta því fyrir sér hvort hann hafi lagt auka í púkkið í dag en kappinn skilaði 34 framlagsstigum. Hann skoraði 24 stig, tók átta fráköst og unnu Valsmenn hans mínútur með 16 stigum. Hjá KR voru Veigar Áki og Justus Tamulis, eins og áður sagði, framlagshæstir en þeir skiluðu báðir 22 framlagspunktum en Veigar skoraði 18 stig og Justus 22. Þeir voru í raun og veru þeir einu sem reyndu eitthvað í seinni hálfleik fyrir KR. Tölfræði sem vakti athygli? KR tapaði ekki nema 14 boltum í leiknum í kvöld en Valsmenn voru duglegir að refsa fyrir það. Fengu 16 stig úr hraðaupphlaupum og í heildina 23 stig eftir tapaða bolta hjá KR. Hvað næst? Nú tekur við landsleikjahlé. Næstu leikir liðanna eru ekki fyrr en 5. og 6. mars. Það sem gerist hinsvegar næst hjá KR er að þeir falli formlega úr úrvalsdeild karla í körfubolta. Þeir eru átta stigum á eftir Hetti sem eiga leik til góða en þeir fara í Garðabæinn annað kvöld og etja kappi við Stjörnuna. Það eru ekki nema fimm leikir eftir og Höttur hefur betur í innbyrðis viðureignum KR og Hattar og því gæti það farið svo að KR dugar ekki að vinna alla fimm leiki sína til að halda sér í deildinni. Það er því mikið undir í Garðabænum á morgun og fylgjast KR-ingar væntanlega spenntir með. Helgi Magnússon: Urðum litlir Helgi Magnússon þjálfari stendur í ströngu næstu tvær vikur.Vísir / Hulda Margrét Í viðtali fyrir leik sagði Helgi Magnússon að hann vildi að sitt lið myndi sýna góðar 40 mínútur á vellinum í kvöld. Allt kom fyrir ekki og KR tapaði leiknum með hrikalegum þriðja leikhluta sem tapaðist 26-11. Hann var spurður hvort liðinu hans væri viðbjargandi. „Við erum nú ekki alveg þar. Mín upplifun af þessum þriðja leikhluta er sú að við vorum fá galopin skot en við hittum þeim ekki. Við það þá urðu menn litlir í sér og í staðinn fyrir að skjóta þessu með sjálfstrausti, þeir duttu langt niður í teig til að verja hann, þá fórum við að keyra ítrekað inn í miðja vörnina og þeir eru mjög gott varnarlið. Svo hjálpar það ekki til að Antonio meiðist og hann er okkar aðal leikstjórnandinn okkar og aðal sprengjan og þegar hann er horfinn þá er þetta erfitt.“ Helgi var spurður að því hvort það væri eitthvað jákvætt hægt að taka út úr þessum leik. „Ábyggilega. Við eigum eftir að skoða það bara.“ Þorvaldur Orri Árnason meiddist líka í leiknum en Helgi gat ekki lagt mat á þau meiðsli. „Við erum að fara inn í dálítið langt hlé núna en ég fæ fréttir vonandi á morgun.“ Að lokum var Helgi spurður út í það hvort það væri ekki jákvætt að geta verið með allann hópinn sinn í þessu langa hléi. „Vonandi, það fer eftir því hvernig meiðslin eru. Liðið var sett saman seinna og við skuldum undirbúningstímabil þannig lagað þessi hópur þannig að það verður gott að fá þetta hlé til að reyna að gera okkur betri.“ Finnur Freyr: Við þjálfararnir erum sífellt blaðrandi eitthvað Finnur Freyr Stefánsson sagði helling við sína menn og það hafði tilætluð áhrif.Vísir / Hulda Margrét Þjálfari Vals var ánægður með sigurinn hjá sínum mönnum og var ánægður með það hvernig hans menn sneru taflinu við. Hann var spurður út í byrjun sinna manna sem var ansi brösugleg. „Þetta var bara lélegt. Við komum út á hælunum, vorum hægir og þetta var í takt við það sem var í gangi í síðasta leik. Þegar við náðum binda saman vörnina og ýta upp hraðanum þá leit þetta betur út.“ Finnur var spurður hvort hann hafi þurft að segja eitthvað við sína menn. „Já já, helling. Við þjálfararnir erum sífellt blaðrandi eitthvað. Við erum búnir að vera skrýtnir eftir bikarinn og við erum að fara í langt frí og kannski eru menn eitthvað komnir fram úr sér. Ég veit það ekki.“ Það hlýtur samt að gefa þjálfaranum eitthvað að sjá sína menn koma til baka og taka sigurinn. „Jú klárlega. Þetta var aðeins öðruvísi en þetta hefur verið og við vorum hraðari en við höfum verið. Það var svo, ég ætla ekki að segja stælar, en það var aðeins meira fjör í okkur en við þjálfararnir eigum það til að vera að flækja hlutina ansi mikið. Stundum þarf maður að sleppa tökunum á leikmönnunum og leyfa þeim að vera þeir sjálfir“ Kristófer Acox átti góðan leik og var Finnur spurður að því hvort hann hafi fundið eitthvað í fari Kristófers í kvöld sem gerði það að verkum að hann átti góðan leik. „Strákarnir gerðu bara mjög vel í að finna hann í kvöld og svo vorum við að fá auðveldar körfur úr hraðaupphlaupum. Eitthvað sem hefur vantað upp á síðkastið. Hann var einbeittur og margir áttu góðan leik og leikmenn sem hafa ekki átt góðan leik undanfarið fundu fjölina aftur.“ Eins og hefur komið fram þá er landsleikjahlé framundan. „Það er fínt að ná aðeins að anda. Það hafa ekki verið neinar pásur síðan í nóvemer. Það var smá pása um jólin en það er allt öðruvísi þannig að það er fínt að geta gefið strákunum helgarfrí og allir geta einbeitt sér að sínum málum og koma svo inn í lokasprettinn og klárir í slaginn.“ Að lokum var Finnur spurður hvort það væri á döfinni að æfa það að vera hraðari en Valsmenn hafa oft verið. „Kannski þurfum við að einfalda leik okkar aðeins. Það er stóra málið í þessu.“
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti