Krefjast þess að verkföllum verði frestað, eða hvað? Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 16. febrúar 2023 11:13 Eyjólfur Árni mætir til fundarins í morgun. Vísir/Vilhelm Svo virðist sem Samtök atvinnulífsins ætli að gera það sem forsendu fyrir frekari kjaraviðræðum við Eflingu að verkfallsaðgerðum verði frestað. Formaður Eflingar segir frestun ekki á borðinu nema þá SA komi með eitthvað bitastætt fyrir Eflingarfólk á borðið. Fram kom í Morgunblaðinu í dag að forsenda frekari viðræðna við Eflingu af hálfu Samtaka atvinnulífsins væri sú að verkfalli yrði frestað meðan á þeim stendur. Var vísað til heimilda Morgunblaðsins. Önnur verkfallslota hófst í gær og stefnir í að íbúar á suðvesturhorninu geti ekki nálgast bensín á bílinn vegna verkfalls olíubílstjóra svo dæmi sé tekið um áhrif verkfalls. Eyjólfur Árni Rafnsson, formaður Samtaka atvinnulífsins, leiðir samningaviðræðurnar fyrir hönd SA í fjarveru Halldórs Benjamíns Þorbergssonar framkvæmdastjóra sem lagstur er í flesnu. Fram kemur á vef Ríkisútvarpsins að Eyjólfur Árni hafi staðfest frétt Morgunblaðsins í morgun þess efnis að frestun verkfallsaðgerða væri forsenda frekari viðræðna. Eyjólfur Árni mætti svo til fundar við Eflingu hjá sáttasemjara upp úr klukkan tíu í morgun. Þar tók á móti honum Heimir Már Pétursson, fréttamaður Stöðvar 2, og spurði: Er það algjört úrslitaatriði fyrir ykkur til að árangur náist í þessum viðræðum að hlé verði gert að verkföllum? „Það er alltaf gott að einhenda sér bara í það verkefni sem fram undan er. Og vera bara algjörlega þar. Það getur verið hluti af því,“ sagði Eyjólfur Árni. „Ég las þetta bara í blöðunum í morgun að þetta væri möguleiki þannig að við skulum sjá hvað dagurinn ber í skauti sér,“ sagði Eyjólfur Árni. En þú varst að lesa það haft eftir sjálfum þér? „Nei nei, það var ekki haft eftir mér.“ Framkvæmdastjóri SA hefur sagt að samtökin hafi ýmis vopn í sinni kistu, eins og verkbann. „Ég ætla að labba inn á samningafund og ekki ræða vopnakistu,“ sagði Eyjólfur Árni. Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar tjáði fréttastofu að frestun verkfalla væri ekki til umræðu nema eitthvað mikið kæmi á borðið frá SA. „Efling frestar ekki verkfallsaðgerðum nema eitthvað raunverulegt komi frá Samtökum atvinnulífsins,“ sagði Sólveig Anna. Atkvæðagreiðslu fyrir þriðju verkfallslotu Eflingar, sem hefjast ætti 28. febrúar, hefst í dag. Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Tengdar fréttir Efling fresti ekki aðgerðum nema eitthvað bitasætt verði lagt á borð Fulltrúar Eflingar og Samtaka atvinnulífsins mættu til fundar hjá ríkissáttasemjara upp úr klukkan tíu í morgun. Enn er óljóst hvort af eiginlegum samningaviðræðum verði þar sem viðræður komust aldrei á það stig í gær. 16. febrúar 2023 10:16 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Sjá meira
Fram kom í Morgunblaðinu í dag að forsenda frekari viðræðna við Eflingu af hálfu Samtaka atvinnulífsins væri sú að verkfalli yrði frestað meðan á þeim stendur. Var vísað til heimilda Morgunblaðsins. Önnur verkfallslota hófst í gær og stefnir í að íbúar á suðvesturhorninu geti ekki nálgast bensín á bílinn vegna verkfalls olíubílstjóra svo dæmi sé tekið um áhrif verkfalls. Eyjólfur Árni Rafnsson, formaður Samtaka atvinnulífsins, leiðir samningaviðræðurnar fyrir hönd SA í fjarveru Halldórs Benjamíns Þorbergssonar framkvæmdastjóra sem lagstur er í flesnu. Fram kemur á vef Ríkisútvarpsins að Eyjólfur Árni hafi staðfest frétt Morgunblaðsins í morgun þess efnis að frestun verkfallsaðgerða væri forsenda frekari viðræðna. Eyjólfur Árni mætti svo til fundar við Eflingu hjá sáttasemjara upp úr klukkan tíu í morgun. Þar tók á móti honum Heimir Már Pétursson, fréttamaður Stöðvar 2, og spurði: Er það algjört úrslitaatriði fyrir ykkur til að árangur náist í þessum viðræðum að hlé verði gert að verkföllum? „Það er alltaf gott að einhenda sér bara í það verkefni sem fram undan er. Og vera bara algjörlega þar. Það getur verið hluti af því,“ sagði Eyjólfur Árni. „Ég las þetta bara í blöðunum í morgun að þetta væri möguleiki þannig að við skulum sjá hvað dagurinn ber í skauti sér,“ sagði Eyjólfur Árni. En þú varst að lesa það haft eftir sjálfum þér? „Nei nei, það var ekki haft eftir mér.“ Framkvæmdastjóri SA hefur sagt að samtökin hafi ýmis vopn í sinni kistu, eins og verkbann. „Ég ætla að labba inn á samningafund og ekki ræða vopnakistu,“ sagði Eyjólfur Árni. Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar tjáði fréttastofu að frestun verkfalla væri ekki til umræðu nema eitthvað mikið kæmi á borðið frá SA. „Efling frestar ekki verkfallsaðgerðum nema eitthvað raunverulegt komi frá Samtökum atvinnulífsins,“ sagði Sólveig Anna. Atkvæðagreiðslu fyrir þriðju verkfallslotu Eflingar, sem hefjast ætti 28. febrúar, hefst í dag.
Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Tengdar fréttir Efling fresti ekki aðgerðum nema eitthvað bitasætt verði lagt á borð Fulltrúar Eflingar og Samtaka atvinnulífsins mættu til fundar hjá ríkissáttasemjara upp úr klukkan tíu í morgun. Enn er óljóst hvort af eiginlegum samningaviðræðum verði þar sem viðræður komust aldrei á það stig í gær. 16. febrúar 2023 10:16 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Sjá meira
Efling fresti ekki aðgerðum nema eitthvað bitasætt verði lagt á borð Fulltrúar Eflingar og Samtaka atvinnulífsins mættu til fundar hjá ríkissáttasemjara upp úr klukkan tíu í morgun. Enn er óljóst hvort af eiginlegum samningaviðræðum verði þar sem viðræður komust aldrei á það stig í gær. 16. febrúar 2023 10:16