Áður óséð myndefni af Titanic Máni Snær Þorláksson skrifar 16. febrúar 2023 13:10 Til hægri má sjá Alvin, annað af fjarstýrðu farartækjunum sem tók upp myndefnið WHOI/YouTube Woods Hole Oceanographic Institution (WHOI) birti í gær rúmlega 80 mínútna langt myndband af skipsflaki Titanic. Meirihluti myndefnisins, sem tekið var upp árið 1986, hefur aldrei áður komið fyrir sjónir almennings. Þann 15. apríl árið 1912 sökk Titanic eftir að hafa rekist í ísjaka í jómfrúarferð sinni. Rúmum 73 árum síðar, þann 1. september árið 1985, tókst WHOI, ásamt frönsku hafrannsóknarstofnuninni Institut français de recherche pour l’exploitation de la mer að finna flakið á botni Atlantshafsins. Ári síðar tók WHOI svo upp myndefnið sem birt var í gær. Myndbandið sem um ræðir má sjá í spilaranum hér fyrir neðan: „Ég þurfti að fá tíma til að hugsa“ Robert Ballard, sem fór fyrir leiðangrinum árið 1985, bjóst ekki við því að fundurinn myndi hafa áhrif á sig. Hann var ekki sérstakur aðdáandi skipsins þar sem herinn átti hug hans allan. En þegar skipsflakið fannst klukkan 2 um nóttina var honum og teyminu hans ljóst að skipið sökk um þetta leyti sólarhringsins í apríl árið 1912. „Við í rauninni hættum því sem við vorum að gera og tókum tækið upp. Ég þurfti að fá tíma til að hugsa og sagði „ég ætla að fara út og ná mér“ og allir eltu mig. Við héldum stutta minningarathöfn fyrir öll þau sem létu lífið,“ segir Ballard um fundinn í samtali við AP. Hann líkti því að vera þarna úti á hafi við það að vera á staðnum þar sem orrustan við Gettysburg fór fram. Fundurinn gerði Cameron agndofa Titanic er í dag eitt þekktasta skip allra tíma. Eflaust ber leikstjórinn James Cameron nokkra ábyrgð á gífurlegri frægð skipsins en óskarsverðlaunakvikmynd hans um það kom út árið 1998. 25 ár eru liðin síðan Leonardo DiCaprio og Kate Winslet heilluðu heimsbyggðina í hlutverkum sínum sem Jack og Rose. Það er einmitt í tilefni þess sem WHOI birtir myndefnið sem tekið var upp árið 1986. Kvikmyndin hefur því verið endurútgefin í 25 ára afmælisútgáfu sem er í betri gæðum og í þrívídd. Sjálfur var Cameron agndofa þegar fjarstýrðu farartækin fundu skipsflakið. „Með því að gefa út þetta myndefni er WHOI að hjálpa til við að segja mikilvægan hluta af sögu sem spannar kynslóðir,“ segir leikstjórinn í yfirlýsingu. Fornminjar Frakkland Bíó og sjónvarp Bandaríkin Bretland Titanic Tengdar fréttir Titanic leikstjórinn lét endurgera atriðið: „Jack hefði getað lifað af“ Áhorfendur Titanic fylgdust agndofa með atriðinu í sjónum, þegar Rose lá á braki og Jack var í sjónum. En hefði Jack þurft að deyja? 5. febrúar 2023 11:02 Deila um mögulegar líkamsleifar í flaki Titanic Forsvarsmenn fyrirtækis sem vill sækja talstöðvarbúnað Titanic standa nú í málaferlum við bandaríska ríkið sem vill stöðva verkefnið. Lögmenn hins opinbera segja að verkefnið fari gegn sáttmála Bandaríkjanna og Bretlands um að skilgreina flakið sem minnisvarða. Einnig er óttast að verkefnið muni raska líkamsleifum einhverra sem fórust með skipinu. 18. október 2020 23:18 Tíu merkilegar staðreyndir um Titanic Risaskipinu Titanic sökk á Norður-Atlantshafi árið 1912 og liggur skipið á hérumbil fjögurra kílómetra dýpi í dag. 31. janúar 2020 12:30 Mest lesið Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Fleiri fréttir Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Sjá meira
Þann 15. apríl árið 1912 sökk Titanic eftir að hafa rekist í ísjaka í jómfrúarferð sinni. Rúmum 73 árum síðar, þann 1. september árið 1985, tókst WHOI, ásamt frönsku hafrannsóknarstofnuninni Institut français de recherche pour l’exploitation de la mer að finna flakið á botni Atlantshafsins. Ári síðar tók WHOI svo upp myndefnið sem birt var í gær. Myndbandið sem um ræðir má sjá í spilaranum hér fyrir neðan: „Ég þurfti að fá tíma til að hugsa“ Robert Ballard, sem fór fyrir leiðangrinum árið 1985, bjóst ekki við því að fundurinn myndi hafa áhrif á sig. Hann var ekki sérstakur aðdáandi skipsins þar sem herinn átti hug hans allan. En þegar skipsflakið fannst klukkan 2 um nóttina var honum og teyminu hans ljóst að skipið sökk um þetta leyti sólarhringsins í apríl árið 1912. „Við í rauninni hættum því sem við vorum að gera og tókum tækið upp. Ég þurfti að fá tíma til að hugsa og sagði „ég ætla að fara út og ná mér“ og allir eltu mig. Við héldum stutta minningarathöfn fyrir öll þau sem létu lífið,“ segir Ballard um fundinn í samtali við AP. Hann líkti því að vera þarna úti á hafi við það að vera á staðnum þar sem orrustan við Gettysburg fór fram. Fundurinn gerði Cameron agndofa Titanic er í dag eitt þekktasta skip allra tíma. Eflaust ber leikstjórinn James Cameron nokkra ábyrgð á gífurlegri frægð skipsins en óskarsverðlaunakvikmynd hans um það kom út árið 1998. 25 ár eru liðin síðan Leonardo DiCaprio og Kate Winslet heilluðu heimsbyggðina í hlutverkum sínum sem Jack og Rose. Það er einmitt í tilefni þess sem WHOI birtir myndefnið sem tekið var upp árið 1986. Kvikmyndin hefur því verið endurútgefin í 25 ára afmælisútgáfu sem er í betri gæðum og í þrívídd. Sjálfur var Cameron agndofa þegar fjarstýrðu farartækin fundu skipsflakið. „Með því að gefa út þetta myndefni er WHOI að hjálpa til við að segja mikilvægan hluta af sögu sem spannar kynslóðir,“ segir leikstjórinn í yfirlýsingu.
Fornminjar Frakkland Bíó og sjónvarp Bandaríkin Bretland Titanic Tengdar fréttir Titanic leikstjórinn lét endurgera atriðið: „Jack hefði getað lifað af“ Áhorfendur Titanic fylgdust agndofa með atriðinu í sjónum, þegar Rose lá á braki og Jack var í sjónum. En hefði Jack þurft að deyja? 5. febrúar 2023 11:02 Deila um mögulegar líkamsleifar í flaki Titanic Forsvarsmenn fyrirtækis sem vill sækja talstöðvarbúnað Titanic standa nú í málaferlum við bandaríska ríkið sem vill stöðva verkefnið. Lögmenn hins opinbera segja að verkefnið fari gegn sáttmála Bandaríkjanna og Bretlands um að skilgreina flakið sem minnisvarða. Einnig er óttast að verkefnið muni raska líkamsleifum einhverra sem fórust með skipinu. 18. október 2020 23:18 Tíu merkilegar staðreyndir um Titanic Risaskipinu Titanic sökk á Norður-Atlantshafi árið 1912 og liggur skipið á hérumbil fjögurra kílómetra dýpi í dag. 31. janúar 2020 12:30 Mest lesið Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Fleiri fréttir Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Sjá meira
Titanic leikstjórinn lét endurgera atriðið: „Jack hefði getað lifað af“ Áhorfendur Titanic fylgdust agndofa með atriðinu í sjónum, þegar Rose lá á braki og Jack var í sjónum. En hefði Jack þurft að deyja? 5. febrúar 2023 11:02
Deila um mögulegar líkamsleifar í flaki Titanic Forsvarsmenn fyrirtækis sem vill sækja talstöðvarbúnað Titanic standa nú í málaferlum við bandaríska ríkið sem vill stöðva verkefnið. Lögmenn hins opinbera segja að verkefnið fari gegn sáttmála Bandaríkjanna og Bretlands um að skilgreina flakið sem minnisvarða. Einnig er óttast að verkefnið muni raska líkamsleifum einhverra sem fórust með skipinu. 18. október 2020 23:18
Tíu merkilegar staðreyndir um Titanic Risaskipinu Titanic sökk á Norður-Atlantshafi árið 1912 og liggur skipið á hérumbil fjögurra kílómetra dýpi í dag. 31. janúar 2020 12:30