Telja vitni hafa logið um tilraunir Trumps til að snúa úrslitunum Kjartan Kjartansson skrifar 16. febrúar 2023 17:51 Tapið í Georgíu var sérstaklega neyðarlegt fyrir Donald Trump þar sem enginn repúblikani hafði tapað forsetakosningum þar í þrjátíu ár. AP/Alex Brandon Sérstakur ákærudómstóll sem var kallaður saman til þess að rannsaka tilraunir Donalds Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, til þess að snúa við úrslitum forsetakosninganna árið 2020 í Georgíu telur að sum vitni hafi framið meinsæri. Hann mælir með að saksóknari gefi út ákærur. Inngangur og niðurstöðukafli skýrslu ákærudómstólsins var birtur að tilskipun dómara í dag. Leynd ríkir enn um hvort að einhver verði sóttur til saka fyrir mögulega glæpi. Ekki kemur fram hverjir kviðdómendurnir telja að hafi borið ljúgvitni. Saksóknarar hvöttu dómarann í málinu til að bíða með að gera hluta skýrslunnar opinberar þar til eftir að þeir hefðu gert upp hug sinn um hvort þeir gæfu út ákærur. Hann varð ekki við því. Á meðal þeirra 75 vitna sem komu fyrir dómstólinn voru Rudy Giuliani, persónulegur lögmaður Trumps, og Lindsey Graham, öldungadeildarþingmaður repúblikana frá Suður-Karólínu. Háttsettir embættismenn í Georgíu voru einnig kallaðir til vitnis, þar á meðal Brian Kemp, ríkisstjóri, og Brad Raffensperger, innanríkisráðhera. Þeir eru báðir repúblikanar. Fani Willis, umdæmissaksóknari í Fulton-sýslu, fjölmennustu sýslu Georgíuríkis, lét kalla ákærudómstólinn saman til þess að styðja rannsókn hennar á tilraunum Trump og bandamanna hans til þess að snúa við úrslitum forsetakosninganna í ríkinu. Joe Biden fór með nauman sigur af hólmi í Georgíu og varð fyrsti demókratinn til að vinna þar í þrjá áratugi. Samhljóða niðurstaða kviðdómendanna var að engin víðtæk kosningasvik hefðu átt sér stað í Georgíu sem hefðu getað haft áhrif á úrslit kosninganna þar, þvert á fullyrðinga Trumps og félaga. Ákærudómstólinn hafði ekki heimild til þess að gefa út ákærur sjálfur. Þess í stað skilaði hann Willis skýrslu með tillögum. Saksóknarinn tekur endanlega ákvörðun um hvort hann sækist eftir að hefðbundinn ákærudómstóll gefi út ákærur. Svo virðist sem að hitna sé tekið undir Rudy Giuliani, persónlegum lögmanni Trump fyrrverandi forseta.AP/Jacquelyn Martin Bað æðsta yfirmann kosningamála um að „finna“ atkvæði Trump og bandamenn hans gengu hart fram til þess að snúa við úrslitum forsetakosninganna í Georgíu vikurnar og mánuðina eftir kjördag. Þeir héldu á lofti stoðlausum ásökunum um að stórfelld kosningasvik hefðu kostað Trump sigurinn en voru gerðir afturreka með þær á öllum dómstigum. Þrýstu Trump og málsvarar hans ítrekað á Kemp ríkisstjóra og Raffensperger innanríkisráðherra um að hjálpa sér að hnekkja úrslitunum og úthúðuðu þeim fyrir að gera það ekki. Embættismenn í Georgíu héldu því halda tíð fram að fyllsta öryggis hefði verið gætt við kosningarnar og að engin stórfelld svik hefðu átt sér stað. Þáverandi forsetinn gekk svo langt að hringja í Raffensperger, sem var æðsti yfirmaður kosningamála í ríkinu, og biðja hann um að „finna“ tæplega tólf þúsund atkvæði sem hann þyrfti til að sigra Biden í Georgíu. Trump hefur síðan haldið því fram að símtalið, sem átti sér stað 2. janúar 2021, hafi verið „fullkomið“. Skoða meðal annars falska kjörmenn AP-fréttastofan segir ljóst að rannsókn Willis umdæmissaksóknara beinist að ýmsum þáttum í herferð Trump og félaga í ljósi þeirra vitna sem voru kölluð fyrir ákærudómstólinn. Þar á meðal er símtal Trumps og bandamanna hans til embættismanna í Georgíu eftir kosningarnar, afritun gagna og hugbúnaðar úr kosningavélum í Coffee-sýslu sem bandamenn Trump stóðu fyrir, tilraunir til þess að þrýsti á starfsmann kjörstjórnar í Fulton-sýslu til að játa sig ranglega sekan um svindl og skyndileg afsögn alríkissaksóknara í Atlanta í Fulton-sýslu í janúar 2021. Þá er til skoðunar yfirlýsing sem sextán repúblikanar gáfu út í desember 2020 um að Trump hefði sigrað í Georgíu og að þeir væru raunverulegir kjörmenn ríkisins. Repúblikanar í fleiri ríkjum sem Trump tapaði gerðu sambærilegar tilraunir til þess að tefla fram eigin kjörmönnum í stað þeirra réttkjörnu. Forseti Bandaríkjanna er kjörinn í svonefndu kjörmannaráði. Í því eiga sæti kjörmenn sem ríkjum er úthlutað eftir íbúafjölda. Í langflestum tilvikum fær forsetaframbjóðandi sem sigrar í einstöku ríki alla kjörmenn þess ríkis. Willis varaði Giuliani, persónulegan lögmann Trumps, og fölsku kjörmennina sextán að þeir gætu átt yfir höfði sér ákæru síðasta sumar. Donald Trump Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2020 Tengdar fréttir Húsleitir og stefnur vegna falskra kjörmanna Trump Alríkislögreglumenn gerðu húsleit og birtu hópi stuðningsmanna Donalds Trump stefnur víðsvegar um Bandaríkin í gær. Aðgerðirnar eru sagðar tengjast rannsókn á fölskum kjörmönnum sem stuðningsmenn Trump reyndu að tefla fram til þess að halda honum við völd í fyrra. 23. júní 2022 11:49 Mest lesið Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl Innlent Blátt bann við erlendum fjárframlögum Erlent Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Innlent Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Erlent „Kennarar eiga skilið hærri laun og mega berjast fyrir því“ Innlent Hvað gengur Trump til með tollum? Erlent Vilja finna fimm Íslendinga og vísa þeim úr landi Innlent Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Innlent Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Innlent Vígðu bleikan bekk við skólann Innlent Fleiri fréttir Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Sjá meira
Inngangur og niðurstöðukafli skýrslu ákærudómstólsins var birtur að tilskipun dómara í dag. Leynd ríkir enn um hvort að einhver verði sóttur til saka fyrir mögulega glæpi. Ekki kemur fram hverjir kviðdómendurnir telja að hafi borið ljúgvitni. Saksóknarar hvöttu dómarann í málinu til að bíða með að gera hluta skýrslunnar opinberar þar til eftir að þeir hefðu gert upp hug sinn um hvort þeir gæfu út ákærur. Hann varð ekki við því. Á meðal þeirra 75 vitna sem komu fyrir dómstólinn voru Rudy Giuliani, persónulegur lögmaður Trumps, og Lindsey Graham, öldungadeildarþingmaður repúblikana frá Suður-Karólínu. Háttsettir embættismenn í Georgíu voru einnig kallaðir til vitnis, þar á meðal Brian Kemp, ríkisstjóri, og Brad Raffensperger, innanríkisráðhera. Þeir eru báðir repúblikanar. Fani Willis, umdæmissaksóknari í Fulton-sýslu, fjölmennustu sýslu Georgíuríkis, lét kalla ákærudómstólinn saman til þess að styðja rannsókn hennar á tilraunum Trump og bandamanna hans til þess að snúa við úrslitum forsetakosninganna í ríkinu. Joe Biden fór með nauman sigur af hólmi í Georgíu og varð fyrsti demókratinn til að vinna þar í þrjá áratugi. Samhljóða niðurstaða kviðdómendanna var að engin víðtæk kosningasvik hefðu átt sér stað í Georgíu sem hefðu getað haft áhrif á úrslit kosninganna þar, þvert á fullyrðinga Trumps og félaga. Ákærudómstólinn hafði ekki heimild til þess að gefa út ákærur sjálfur. Þess í stað skilaði hann Willis skýrslu með tillögum. Saksóknarinn tekur endanlega ákvörðun um hvort hann sækist eftir að hefðbundinn ákærudómstóll gefi út ákærur. Svo virðist sem að hitna sé tekið undir Rudy Giuliani, persónlegum lögmanni Trump fyrrverandi forseta.AP/Jacquelyn Martin Bað æðsta yfirmann kosningamála um að „finna“ atkvæði Trump og bandamenn hans gengu hart fram til þess að snúa við úrslitum forsetakosninganna í Georgíu vikurnar og mánuðina eftir kjördag. Þeir héldu á lofti stoðlausum ásökunum um að stórfelld kosningasvik hefðu kostað Trump sigurinn en voru gerðir afturreka með þær á öllum dómstigum. Þrýstu Trump og málsvarar hans ítrekað á Kemp ríkisstjóra og Raffensperger innanríkisráðherra um að hjálpa sér að hnekkja úrslitunum og úthúðuðu þeim fyrir að gera það ekki. Embættismenn í Georgíu héldu því halda tíð fram að fyllsta öryggis hefði verið gætt við kosningarnar og að engin stórfelld svik hefðu átt sér stað. Þáverandi forsetinn gekk svo langt að hringja í Raffensperger, sem var æðsti yfirmaður kosningamála í ríkinu, og biðja hann um að „finna“ tæplega tólf þúsund atkvæði sem hann þyrfti til að sigra Biden í Georgíu. Trump hefur síðan haldið því fram að símtalið, sem átti sér stað 2. janúar 2021, hafi verið „fullkomið“. Skoða meðal annars falska kjörmenn AP-fréttastofan segir ljóst að rannsókn Willis umdæmissaksóknara beinist að ýmsum þáttum í herferð Trump og félaga í ljósi þeirra vitna sem voru kölluð fyrir ákærudómstólinn. Þar á meðal er símtal Trumps og bandamanna hans til embættismanna í Georgíu eftir kosningarnar, afritun gagna og hugbúnaðar úr kosningavélum í Coffee-sýslu sem bandamenn Trump stóðu fyrir, tilraunir til þess að þrýsti á starfsmann kjörstjórnar í Fulton-sýslu til að játa sig ranglega sekan um svindl og skyndileg afsögn alríkissaksóknara í Atlanta í Fulton-sýslu í janúar 2021. Þá er til skoðunar yfirlýsing sem sextán repúblikanar gáfu út í desember 2020 um að Trump hefði sigrað í Georgíu og að þeir væru raunverulegir kjörmenn ríkisins. Repúblikanar í fleiri ríkjum sem Trump tapaði gerðu sambærilegar tilraunir til þess að tefla fram eigin kjörmönnum í stað þeirra réttkjörnu. Forseti Bandaríkjanna er kjörinn í svonefndu kjörmannaráði. Í því eiga sæti kjörmenn sem ríkjum er úthlutað eftir íbúafjölda. Í langflestum tilvikum fær forsetaframbjóðandi sem sigrar í einstöku ríki alla kjörmenn þess ríkis. Willis varaði Giuliani, persónulegan lögmann Trumps, og fölsku kjörmennina sextán að þeir gætu átt yfir höfði sér ákæru síðasta sumar.
Donald Trump Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2020 Tengdar fréttir Húsleitir og stefnur vegna falskra kjörmanna Trump Alríkislögreglumenn gerðu húsleit og birtu hópi stuðningsmanna Donalds Trump stefnur víðsvegar um Bandaríkin í gær. Aðgerðirnar eru sagðar tengjast rannsókn á fölskum kjörmönnum sem stuðningsmenn Trump reyndu að tefla fram til þess að halda honum við völd í fyrra. 23. júní 2022 11:49 Mest lesið Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl Innlent Blátt bann við erlendum fjárframlögum Erlent Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Innlent Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Erlent „Kennarar eiga skilið hærri laun og mega berjast fyrir því“ Innlent Hvað gengur Trump til með tollum? Erlent Vilja finna fimm Íslendinga og vísa þeim úr landi Innlent Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Innlent Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Innlent Vígðu bleikan bekk við skólann Innlent Fleiri fréttir Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Sjá meira
Húsleitir og stefnur vegna falskra kjörmanna Trump Alríkislögreglumenn gerðu húsleit og birtu hópi stuðningsmanna Donalds Trump stefnur víðsvegar um Bandaríkin í gær. Aðgerðirnar eru sagðar tengjast rannsókn á fölskum kjörmönnum sem stuðningsmenn Trump reyndu að tefla fram til þess að halda honum við völd í fyrra. 23. júní 2022 11:49